Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Blaðsíða 8
MIPVIkUDAGUR 2. FEBRUAR 2000 Eins og alþjóð veit verður sá einstœði menningarvið- burður á Listahátíð í vor, nánar tiltekið 26. -28. maí, að Helgi Tómasson kemur með ballettflokk sinn, The San Francisco Ballet, til Reykjavíkur. Hann mun halda fimm sýningar á Svanavatninu í dansgerð Helga sjálfs við tónlist Tsjaíkovskis í Borgarleikhúsinu. Reykjavík menningarborg Evrópu 2000 stendur með Listahátíð að þessari heimsókn sem er eitt mesta tilhlökkunarefni alls menningarársins. Myndin er úr sýningunni. Sá ser íoróttaró k Eitt stærsta verkefnið sem Reykja vík, menningarborg Evrópu árið 2000 hefur ráðist í - og raun- ar í samvinnu við menning- arborgirnar Bergen og Helsinki, er frumflutn- ingur á ballettverkinu Baldri eftir Jón Leifs. Kjartan Ragnarsson leikstjóri átti upphaf- lega að stjórna sýn- ingunni en hefur lagt það í hendurnar á finnska danshöfundinum og stjórnanda Finnska þjóðar- ballettsins, Jorma Uotinen. „Baldur er gríðarlega spennandi verkefhi," segir Kjartan Ragnarsson þar sem við náum að króa hann af í örstuttu helgarfrii frá Malmö þar sem hann er nú að setja upp Þrjár systur eftir Tsjekov. „Jón Leifs samdi verkið á árinum 1936 til 1946 en það hefur aldrei áður verið sviðsett. Tónlistin hefur einu sinni verið flutt af Sinfóníuhljómsveit æsk- unnar, í tíð hins metnaðarfulla stjórnanda Pauls Zukofskys, á tónleikum í Háskólabíó. Það er til upptaka frá þessum tónleikum sem hægt er að hlusta á og þar heyrir maður hvað tónlistin er flott. Jón Leifs er Laxness íslenskrar tónlistar og því má vissulega segja að það hafi verið kominn tími til setja þetta verk upp. En Baldur er líka stórt verk og það þarf mikinn metnað til að ráðast í sviðsetningu á því." Hvorugt var til Kjartan segir að það sé engin leið að skilja hvernig Jóni datt í hug að semja verkið, þótt giska megi á að hann hafi verið und- ir áhrifum frá Wagner og hafi ætlað sér að fá Kjartan Ragnarsson leikstjóri undirbýr upp- fœrslu Reykjavikur menning- arborgar á stórvirkinu Baldri eftir Jón Leifs. það sett upp í Þýskalandi þar sem hann bjó þegar hann byrjaði á því. „Það er gert ráð fyrir ótal dönsurum og sin- fóniuhljómsveit í flutningnum en á þessum tíma var hvorugt til á Islandi," segir hann. Frumflutningur ballettsins í Laugardalshöll þann 18. ágúst verður í höndum 100 manna hljómsveitar og kórs, Sinfóníuhljómsveitar Islands og Schola cantorum, auk einsöngvara og dansara frá fslenska dansflokkinum og Finnska þjóðarballettinum. , Jón gerði sjálfur ráð fyrir að dansararnir væru miklu fleiri en þeir sem þátt taka í þessari uppfærslu," segir Kjartan. „Og eitt það merkilega við verkið er að Jón tek- ur fram að hann vilji ekki dansara í sýninguna heldur íþróttafólk. Lýsingar hans á því hvernig hann hugsar sér dansinn eru líka miklu líkari því sem við þekkjum úr nú- tímadansi en hefðbundnum ballett. Formið hentar þess vegna vel fyrir nútimadans og upplagt fyrir danshöfund í dag að semja fyrir það. Gjósandi eldfjall og væringjar Efhi verksins er sótt í norrænar goðsögur um tilurð jarðarinnar og líf guðanna. Það segir frá giftingu Baldurs, hvernig hann var drepinn af Heði blinda fyrir tilstilli Loka og Ragnarökin sem urðu í framhaldi af dauða Bald- urs. En Jón fer mjög frjálslega með efhið. Hann lýsir söguþræðinum og því hvað dansararnir eiga að gera og sér til að mynda fyrir sér að 100 manns renni yfir sviðið sem takn um gjósandi eldfjall. í öðru atriði talar hann um alla væringja ValhaHar. „Það er hlutverk Jorma að koma þessum lýsingum í dansbúning og finna lausnir með þeim 30-40 dönsurum sem koma til með að taka þátt í sýningunni. Það var því eðlilegt að Jorma yrði leiðandi stjórnandi sýningarinnar," segir Kjartan. „Ég er enginn ballettstjórnandi. Þó ég hafi unnið með danshöfundum í leikhúsinu er það allt annars eðlis. Ég hef tekið þátt í að ræða útlit sýningarinnar og verið Jorma innan handar varðandi norræna goðafræði, sem hann var ókunnugur. Hann hefur hins vegar sett upp danssýningar byggðar á Kalevala, sem fjallar um ekki ósvipað efhi. Við höfum unnið saman að styttingu verksins með samþykki fulltrúa höfundarréttarhafa, Hjálmars H. Ragnarssonar. Stjórnandinn, Leif Segerstam, setti stytt- inguna sem skilyrði fyrir því að taka að sér stjórn hljóm- sveitarinnar og þar sem hann er einn fremsti tónlistar- stjórnandi á Norðurlöndum fannst okkur full ástæða til að verða við því. Verkið er upphaflega einn og hálfur tími að lengd, en við höfum stytt það um hálftíma," segir Kjartan Ragnarsson sem ætlar að verða Jorma Uotihen innan handar ef þörf krefur þegar æfingar hefjast með vorinu. -MEÓ : m m i :.a l^.m Baldur hinn hviti as, teikn- aður afGiovanni Caselli. Mynd úr bókinni Goð og garpar úr norrænum sögn- um (1979).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.