Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Blaðsíða 7
MiÐVIKUDAGUR 2. FEBRUAR 2000 23' I ræða, Symfóníuhljómsveit Reykjavíkur breyttist í Sin- fóníuhljómsveit íslands, því þama voru að mestu leyti sömu hljóðfæraleikarar. Hljómsveitin hélt sína fyrstu tónleika í Austurbæjarbíói þann 9. mars 1950. Þetta þótti mikill viðburður og blöðin töluðu um stórvið- burð." En það voru ekki allir á sama máli um mikilvægi þess að hafa sinfóniuhljómsveit. „Ákveðinn kjarni hafði áhuga á hljómsveitinni, öðrum fannst algjör óþarfi að drattast með þetta. Deilur um hljómsveitina í formi blaðaskrifa stóðu fram eftir öllum sjötta áratugn- um og voru þeir meira áberandi sem voru á móti. Ég skrifaði sjálfur greinar til að taka upp hanskann fyrir hljómsveitina, éhda farinn að skipta mér af störfum hennar." Beint á ballið Hljóðfæraleikur með Sinfóníuhljómsveit íslands var langt frá því að vera full vinna á þessum fyrstu árum og áratugum og ekki var laust við að það kæmi niður á gæðum spilamennskunnar. „Það var ekki hægt að lifa af hljómsveitarstarfinu, því það var ekki nema hálft starf. Við urðum því að vinna fyrir okkur með öðru móti og hjá mér varð dansmúsíkin fyrir valinu." Gunnar segir að það hafi verið dálítið óþægilegt að fara upprifinn beint af sinfóníutónleikum til að spila á ballh „Þetta er sem betur fer liðin tið, enda kröfurnar orðnar mun meiri. Það hefði ekki verið hægt að gera sömu kröfur á fyrstu áratugunum, enda bar hljómsveit- 1970 og á tímabili leit út fyrir að allt væri búið. Þá setti Gylfi Þ. Gíslason, þáverandi menntamálaráðherra, nefnd í málið og starfaði hún í 15 mánuði. Niðurstaða hennar var sú að samstarfi hljómsveitarinnar og Þjóðleikhússins var hætt en Þjóðleikhúsið hafði verið einn af rekstraraðilunum. Samningnum við leikhúsið fylgdi vinnuskylda sem hreinlega stóð hljómsveitinni fyrir þrifum. Hún þurfti alltaf að vera til taks fyrir leikhúsið sem þýddi að aldrei var hægt að gera vinnuplön ftam í tímann en á því byggist starfið. Eftir að kvöðinni var létt gat hljómsveitin loksins farið að starfa skipulega," segir hann. „Þetta var vendipunkturinn þótt áfram væri óvíst um fram- haldið og mér fannst alltaf sem hljómsveitin væri með fallöxina hangandi yfir sér. Lög um hljómsveitina voru ekki sett fyrr en 1983. Þá fyrst fannst mér hlutirnir fara að gerast og hljómsveit- in byrja að blómstra fyrir alvöru. Stöðugildin voru komin upp í 70 enda hafði tónlistarfólki fjölgað mikið á þessum árum. Á sama tima jukust kröfur um hæfiii en þær voru nánast engar þeg- ar ég byrjaði." Aðeins eitt vantar Það er ekki að ástæðulausu sem Gunnari finnst hann hafa verið þátttakandi í ótrúlegu uppbyggingarstarfi. „Til- vist hljómsveitarinnar hefur frá upphafi verið forsenda fyr- ir allri tónlistarfræðslu og um leið hefur tónlistarfræðslan haft góð áhrif á þróun hljómsveitarinnar. Áður fyrr þegar einhver forfallaðist var enginn til að hlaupa í skarðið en núna sækir fjöldinn allur af tónlistarfólki um hverja stöðu sem losnar. Viðhorf fólks til hljómsveitarinnar hefur líka breyst og í dag hvarflar ekki að nokkrum manni að leggja Gunnar Egilson, klarinettuleikari og tónlistarkennari: „Það hefði ekki verið hægt að gera sömu kröfur áfyrstu áratugunum, enda bar hljómsveitin þess merki. " ra banti nn sem breyttist í Kádilják Sinfóníuhljómsveit íslands verður 50 ára á þessu ári og heldur formlega upp á afmælið með hátíðartónleikum í Háskóla- bíói þar sem hún mun frumflytja á íslandi Sinfóníu nr. 3 eftir Mahler. Fyrir fimmtíu árum hefði líklega fáum dottið í hug að Sinfóníuhljómsveit íslands ætti nokkurntíma eftir að verða það sem hún er í dag; samanburðarhæf við bestu sinfóníuhljómsveit- ir heims. Gunnar Egilson klarínettuleikari man ekki aðeins vel eftir stofhun Sinfóníuhljómsveitar Islands. Hann þekkir sögu hennar og feril því hann hefur fylgst með þróuninni, sem hljóðfæraleik- ari, baráttumaður í stéttarfélagi tónlistarmanna, stjórnarmaður og síðast skrifstofumaður og einn af skipuleggjendum efhis- skrárinnar. „Það gekk á ýmsu við stofhun Sinfóníuhljómsveitarinnar veit ég þótt ég hafi ekki tekið þátt í þeirri baráttu sjálfur. Ég var bara strákur á þessum tíma, nýkominn heim úr námi," segir Gunnar. „Áður en ég fór út lék ég með hljómsveit sem þá hét Symfóníu- hljómsveit Reykjavíkur. Þá voru bara liðin tvö ár frá því ég byrjaði að spila á hljóðfæri. Á þessum tíma liggur mér við að segja að hafi verið nóg að geta haldið á hljóðfæri til að vera lið- tækur." Umdeildur stórviðburður „Þegar samþykkt var að stofna Sinfóníuhljómsveit íslands til reynslu í febrúar 1950 var nánast bara um nafhbreytingu að in þess merki. Hún var ekki aðeins lítil, æfingar voru stopular og þar af leiðandi voru menn ekki alltaf í góðu formi til að spila. Ef ég ætti að bera hljómsveitina saman við bílategundir myndi ég segja að hún hafi verið eins og Trabant í upphafi en í dag má líkja henni við Kádilják." Fallöxinni lyft Þegar Gunnar horffr til baka finnst honum að uppsveiflan á þessum fimmtíu árum hafí verið nokkuð stöðug. Hljómsveitin hafi orðið betri með hverjum áratugnum. „Margir samverkandi þættir hafa haft áhrif á uppgang hljóm- sveitarinnar. Sem formaður stéttarfélags tónlistarmanna og full- trúi þeirra á samningafundum fann ég lengi fyrir órtanum við að hljómsveitin yrði lögð niður. Það kom alvarlega til greina árið infóníuhljómsveit tslands verður 50 ára á þessu ár'u Hún var ekki burðugþegar húnfór afstað en hefur síðan vaxið og dafnað svo eftir henni er tekið í útlöndum. Gunnar Egil- son hefurfylgst með starfi Sinfóníunnar frá upphafu Jllllí Sögulegir dýrgripir l.júní verður opnuð sýning í Stofnun Árna Magnússonar í Árnagarði á handritum sem geyma frásagnir um kristnitökuna á Islandi og ferðir fólks frá íslandi og Grænlandi til Vestur- heims í kringum síðustu þúsaldamót. Þetta eru handrit að íslendinga- bók Ara fróða, Kristni sögu, Grænlehdinga sðgu og Eiríks sögu rauða, svo nokkur rit séu nefnd. Sýningin stendur til ágústloka. Sumarhátíð ÍBR Sumarhátið íþróttabandalags Reykjavík- ur stendur frá 17. til 24. júní. Á þjóðhátíðar- deginum sjálfum ber hæst að ylströnd - ný og endurbætt baðstrandaraðstaða í Nauthóls- vík - verður vígð með því að Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri stingur sér þar til sunds. Alla vikuna gefst borgarbúum síð- an tækifæri til að leggja stund á hinar fjöl- breyttustu sumariþróttir, hjólabretti jafnt sem Jónsmessuhlaup, golf, boltaíþróttir og fleira og fleira. Leiklistarhátíð 21 -25. júní heldur Bandalag íslenskra leikfé- laga upp á 50 ára afmæli sitt með veglegri leik- listarhátíð á Akureyri: Leikum niinu! Leiksýn- ingar hátíðarinnar verða 11 talsins, þar af þrjár erlendar. Meðan á hátíðinni stendur verða leiksmiðjur og leiklistarnámskeið í fullum gangi. Opnunaratriði Leikum núna verður viðamikil götuleiksýning sem allir hátíðargest- ir taka þátt í. Sýningin verður einnig opnunar- atriði Listagils 2000. ----------—— ^^ ------<•"* -y—«h w « • »» r » —»----"---^t .%-1 y <1* WtéA \ tkVU' tMttotyv gd^ iftcinmu náij 11 "2*V Úr Flateyjarbók Sýningin borlákstfðir og önnur Skálholtshandrit er opin kl. 14-16 þriðjudaga til föstudaga fram til 14. maí. bann 1. júní verður opnuð sýningin Kristnitaka og Vínlandsferðirí elstu heimildum. bar verða sýnd handrit sem geyma frásagnir af kristnitökunni á lslandi og ferðum norrænna manna til Vesturheims. Sýningin verður opin daglega kl. 13-17 1. júnítil31.ágúst en frá 1. september þriðjudaga til föstudaga kl. 14-16. á£>tofnun Úvna Jfölagnúfiíáonar á 3telanot Árnagarði við Suðurgötu 101 Reykjavík Sími: 525 4010 fax: 525 4035 Netfang: rosat@hi.iswww.hi.is/HI/Ranns/SAM JÚIÍ Harmoníkuhátíð Á harmoníkuhátíðina að Reynisvatni 14.-16. júlí koma fram fremstu nikkuleikarar landsins og þar að auki fjöldi erlendra gesta. Hátíðin verður líka niðri í miðbæ að þessu sinni. i ÁgÚ§t hana niður. Maður verður ffekar var við að íslendingar séu stoltir af hljómsveitinni sinni þótt sú viðurkenning hafi fyrst þurft að koma að utan," segir Gunnar Egilson, sem fyrir fimmtán árum vék sæti til að taka starf skrifstofustjóra hljómsveitarinnar „og til að hleypa hinum ungu og snjöllu klarínettuleikurum að. Það eina sem hljómsveitina vantar er almennilegur tónlistarsalur. Það er gjörólíkt að spila og hlusta á hljómsveitina þegar hún leikur í alvöru tónlistar- sal." Kannski var það vegna þess hve Háskólabíó er óheppi- legur salur fyrir tónlistarflutning að enginn hér heima átt- aði sig á því hve Sinfóníuhljómsveitin er orðin góð fyrr en útlendingar sem heyrðu hana leika erlendis fóru að hrósa henni á níunda áratugnum." -MEÓ Strandlengjan 2000 Allir muna eftir hinni skemmtilegu og geysi- vinsælu sýningu Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík á strandlengjunni við Skerjafjörð og Fossvog sumarið 1998. Það var bara fyrsti hlutinn í þriggja sýninga röð. Á menn- ingarnótt í fyrra var annar hlutinn opnaður, Firma og smiðshöggið verður rekið á verkið núna á menningarárinu þegar þriðja og viða- mesta sýning Myndhöggvarafélagsins verð- ur opnuð meðfram Sæbrautinni þann 10. júní árið 2000. Áætlað er að um 25 lista- menn, erlendir sem innlendir, smiði list sína inn í Reykjavíkurlandslagið. ai luíuiu i.vr- Futurice Tískusýningin Futurice sem Eskimo Models standa fyrir 1.-13. ágúst er einstæður viðburð- ur hér á landi - enda er ætlunin að koma Islandi á tískukort heimsins. Heimsþekktir, norrænir og islenskir hönnuðir verða leiddir saman í þriggja daga tískuveislu. Um leið er Futurice fjöllistaviðburður þar sem tíska tvinnast saman við tónlist og sjónarspil fyrir augað. Tónlistin er reyndar einkar áhugaverður flötur á Fut- urice, þar koma við sögu listarmenn á borð við Björk, Gus Gus og Móu. Eldur og eimyrja 11.-18. ágúst verða hinni fornu iðn eldsmiðs- ins gerð skil á alþjóðlegri hátið með þátttöku á þriðja hundrað eldsmiða hvaðanæva að úr heiminum. Dustað verður rykið af gömlum verkfærum sem safhað hefur verið saman víða um landið og hápunktur hátíðaiinnar er smíði risavaxins verks þar sem allir þátttakendur há- tíðarinnar leggjast á eitt við sköpunina. Á sama tima verður haldin Hátíð eldsins þeg- ar eldglæringar og mikilfenglegt sjónarspil munu ráða ríkjum í Reykjavík. Menningarnótt- in - aðfaranótt 20. ágúst - verður hluti af Há- tíð eldsins. Raddir Evrópu og Björk 26. og 27. ágúst verða tónleikar Radda Evr- ópu og Bjarkar. Björk syngur eigin lög með kórnum en Atli Heimir Sveinsson hefur útsett þau sérstaklega fyrir þetfa tækifæri. Einnig verða flutt verk eftir Arvo Part en stjórn- andi er Þorgerður Ingólfsdóttir. September Jasshátíð Jasshátíð Reykjavíkur verður haldin 2.-10. september og má búast við veglegri veislu en nokkru sinni fyrr. Boðið verður upp á fjöl- breytta dagskrá, stærri tónleika í tónleikasölum í bland við uppákomur á klúbbum og krám, auk þess sem glaðningar verða á hverju strái. Vindhátíðin 2000 Vindhátíðinni 3.-9. september er fyrst og ffemst ætlað að vera óður til hinna jákvæðu eiginleika vindsins en jafhframt úttekt á því hvernig hann tengist íslensku þjóðlífi og menningu. Vindurinn verður virkjaður sem aflgjafi ýmiss konar listviðburða en einnig verður hann afhjúpaður sem eðlisfræðilegt fyr- irbrigði, viðfangsefni og innblástur skálda, orkugjafi, mikilvirkur meðhöfundur íslenskrar náttúru og hluti af henni, gróðureyðingarafl, samtalsefhi o.s.frv. Leitin að Jónasi Borgarleikhúsið vígir 250 sæta sal í september með frumsýningu á nýjú verki eftir Hallgrím Helgason. Leikritið er í bundnu máli og segir frá ákafri leit sem upp- hefst þegar orðrómur spyrst út um að Jónas Hallgrímsson hafi sést á einum af börum borgarinnar. Menningarveisla 10.-16. september verður alþjóðleg bók- menntahátíð haldin hér á landi í fimmta sinn. Um mánaðamótin september-október verður líka haldin kvikmyndahátið og norræn ráð- stefha um kvikmyndagagnrýni. Kvikmyndahá- tíðin er að þessu sinni haldin undir yfirskrift- inni „íslendingasögurnar og vestrinn - með viðkomu hjá Hammett og Chandler". Október íslensk hönnun M.október hefst sýning- in Form tsland á gam- alli og nýrri íslenskri hönnun af öllu tagi. Stúlkan í vitanum 15. október verður ópera fyrir börn frumsýnd í ís- lensku óperunni, byggð á ævintýri Jónasar Hallgrímssonar. Sögu- sviðið færir Böðvar Guðmundsson til sam- tímans en þungamiðja verksins er sem fyrr hin eilífa barátta góðs og ills. Tónlistin er eftir Þor- kel Sigurbjörnsson en leikstjóri er I llin Agn- arsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.