Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Side 9
Robbi rapp segir að kynlíf með kærustunni og 30 sjónvarpsstöðvar séu ekki slæmur kostur þegar þynnkan sækir að á sunnudegi. „Pepperoni og kynlíf redda deginum“ Róbert Aron Magnússon plötusnúður Daginn eftir aö Robbi rapp hefur verið á djamminu fer hann aldrei á fætur fyrr en á hádegi. Þá smeygir hann sér í eitthvað þægilegt og síðan er pöntuð pitsa, annaðhvort með pepper- oni eða skinku. „Ég verð aldrei alveg handðnýtur daginn eftir - ekki iengur. Maöur er oröinn dannaðri í drykkjunni en auðvitað verður maður slappur," segir Robbi sem segist ekki orka mikið þeg- ar hann er þunnur. í mesta lagi skríður hann inn í stofu með sængina og liggur á fjarstýringunni en hann nær allt að 30 stöðvum. „Það ervoða notalegt að liggia uppi í sófa með kon- unni," segir Robbi og bætir við að kynlíf sé ekki heldur slæm- ur kostur á svona degi. „Ef við höfum verið með gesti kvöld- ið áður þá er ekki sjéns að við nennum að laga til. Pitsukass- arnir fá þara að liggja og glösin eru ekki vöskuð upp fyrr en á mánudeginum í fyrsta lagi.“ „Gömul videomynd klikkar ekki“ Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona Þegar Regína er með timburmenn sendir hún kærastann á Kentucky Fried eftir Hot Wings en horfir sjálf á videospólu á meðan. Regína er ein af þeim sem nenna giörsam- lega engu daginn eftir djamm. Hún nennir hvorki að klæða sig né laga til og vill helst ekki fara út úr húsi. „Ég er á náttfötunum og náttsloppnum allan daginn og nenni ekki einu sinni í sturtu fyrr en um kvöldiö," segir Regína og bætir við að það eina sem virki fyr- ir hana á svona dögum sé góð videomynd. „Ég nenni náttúrlega ekki út á videoleigu heldurfinn égfram einhvern góðan klassíker og horfi á hann í hundraðasta sinn,“ segir Regfna og á þokkalegt safn af gömlum video- myndum. Með videoinu drekkur Regína kók eða sódavatn og vill fá eitthvað feitt að borða. „Ég sendi oft kærastann minn út eft- ir Hot Wings á Kentucky Fried. Þeir eru æðis- legir," segir Regína og fær vatn í munninn. „Ef ég veit að það er djamm í vændum þá birgi ég mig upp af alkazeltser sem ég bryð óspart þegar þynnkan sækir á.“ „Bfltúr á Selfoss með miklu majonesi11 Þórir Viðar Þorgeirsson, barþjónn á Kaffibarnum „Eg sef nánast út f eitt nema ég þurfi að sinna einhveijum skyldum,' segir Þórir um það hvernig hann eyðir degi eftir djamm. „Ef ég get ekki sofið fyrir kvölum þá kfki ég f pilluskápinn. Best er að finna þar exidrín-pillur en þær eru ólöglegar hér á landi og þvf sjaldan að finna f skápnum hjá mér. Aftur á móti á égyfirleitt parkodin forte og þó svo það sé ekki það besta við timburmönnum þá læt ég mér það nægja,“ segir Þórir og bætir við að annars sé gamla góða húsráðið að fresta þynnkunni um einn dag einstaka sinnum notað. Þar sem Þórir er mikil félagsvera byrjar hann daginn á þvf að hlaupa í sfmann og hringja f þá vini sína sem hugsanlega er eins ástatt með. Ef honum tekst að hafa uppi á einhverjum er deginum eytt í einhvern slæping, kaffihúsaferð, gufu- bað eða jafnvel í bfltúr til Selfoss. „Ef meltingarfærin eru f lagi þá er upplagt að fara á Kentucky Fried á Selfossi. Það er nefnilega mun fljótlegra heldur en að fara upp í Skeifu því þar er alltaf svo mikil ös um helgar," segir Þórir sem borðar allt á matseðlinum, bara að það sé með miklu majonesi. Þar sem Þórir á ekki bíl eru þessir sunnu- dagsbfltúrar til Selfoss undir því komn- ir að einhverjir vinir hans sem eiga bíl séu einnig þunnir og til í einhverja vit- leysu. Og það eru þeir yfirleitt. Rauðarárstígur, kl. 12.09 Eitt þaö versta sem Þórir Viðar getur ------------- --------------- þynnkudegi. Því byrjar han daginn á því aö hringja í vini sína sem hugs- anlega eru í sama ástandi og hann og fær þá meö sér á kaffthús... Vinsælasti morgunþáttur landsins (samkvæmd Gallup des'99 72-34 ára landið allt) f ó k u s 4. febrúar 2000 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.