Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Side 11
plötudómur
D’Angelo - Voodoo ★ ★★
Þegar platan Brown Sugar með
D’Angelo kom út árið 1995 þá var
það fyrsta almennilega soul-platan
í langan tíma. Hún markaði upp-
haf nýs góðæris því að síðan hafa
komið fram fleiri athyglisverðar
soul-stjörnur, t.d. Maxwell,
Erykah Badu, Lauryn Hill og
Macy Gray. Brown Sugar var
unnin nær eingöngu af D’Angelo
sjálfum. Líkt og Stevie Wonder og
Prince á undan honum bæði
samdi hann efnið, útsetti það, tók
það upp, söng og spilaði á hljóðfær-
in. Margt á þessari fyrstu plötu
D’Angelo var gott og titillagið var
hreinasta snilld.
Fimm árum seinna er svo loks-
ins komin önnur plata. Hún heitir
Voodoo og ólikt fyrri plötunni nýt-
ur D’Angelo á henni aðstoðar
nokkurs fjölda annarra tónlistar-
manna. Tónlistin á Voodoo sækir
mikið í helstu hetjur D’Angelo:
-Marvin Gaye, Stevie Wonder og
Sly Stone. Likt og Marvin Gaye
gerði t.d. á What’s Going on gerir
D’Angelo mikið af því að taka upp
mörg lög af sinni eigin rödd. Und-
ir þessum áhrifaríka og tilfinn-
ingaþrungna söng er svo oftar en
ekki fekar rólegt og einfalt blöðru-
grúv sem minnir á hægari lögin
með Sly & the Family Stone. Sums
staðar má líka heyra töluverð
djassáhrif.
Gestimir á plötunni eru, auk
hljóðfæraleikara sem spila mismik-
ið i lögunum á móti D’Angelo sjálf-
um, þeir Wu Tang kappar Method
Man og Redman sem rappa með
D’Angelo í laginu Left & Right og
DJ Premier sem forritar lagið
Devil’s Pie. Bæði eru þetta ágætis
lög, en ég held að mér finnist
D’Angelo bara bestur alveg einn
eins og í lögunum The Line og One
Mo’gin sem hann semur einn og
flytur næstum því einn líka.
Voodoo er um margt ágætlega
lukkuð plata. Hún er vel gerð og
Pönkararnir í Clash
þykja kannski
ekkert svo heví í
dag en þóttu
algert hneyksli.
Trausti Júlíusson
skoöaði piltana í
sögulegu samhengi
í tilefni þess að
kumpánarnir komu
aftur saman síðast-
liðið haust til að
horfa á mynd
um sjálfa sig.
„Gestirnir á plötunni eru þeir
Wu Tang kappar, Method
Man og Redman, sem rappa
með D’Angelo í laginu Left &
Right ,og DJ Premier.“
þægileg og D’Angelo er mjög flott-
ur söngvari. Það vantar samt
nokkuð upp á að hún teljist til
stórvirkja.
m.a. er byggð yfir hluta Notthing
Hill hverfisins. Mick Jones ólst upp
hjá ömmu sinni og tveimur frænk-
um í stórri blokk sem gnæfir yfir
hraðbrautina. Myndin notast að
miklu leyti við kvikmyndaupptökur
sem Don Letts gerði á ferli Clash.
Hann var æskuvinur Jones og
þannig fáum við myndir af æfing-
um hljómsveitarinnar áður en hún
spilaði á tónleikum, myndir frá
fyrstu tónleikunum í Sheffield 4.
júli 1976, myndir frá æfingalókalinu
I Camden, myndir frá Rock Against
Racism hátíðinni í Victoria Park og
svo framvegis.
Myndin byggir líka á mjög ítar-
legum viðtölunm við fjórmenning-
ana. Við fáum að vita að Paul Si-
menon, sem spilaði á bassa af því að
Jones tókst engan veginn að kenna
honum á gítar, merkti nóturnar inn
á bassann sinn og allan ferilinn gat
hann ekki spilað nema Jones hróp-
aði til hans á hvaða nótu næsta lag
byrjaði! Við fáum að vita að í upp-
hafi ferilsins æfðu þeir sig með því
að spila með fyrstu Ramones-plöt-
unni. Við fáum myndir og frásagnir
af óeirðunum i Notting Hill árið
1976, sem þeir félagar tóku þátt í og
var kveikjan að laginu White Riot.
Svo fáum við myndir frá fyrstu dög-
um Roxy-klúbbsins, sem var fyrsti
pönkklúbburinn í London.
Prófuðu 205 trommara
Westway to the World gerir mikið
úr því hvað hljómsveitin var opin fyr-
Clash á íslandi
Fyrsta platan þeirra „The Clash“
kom út 1977 og fékk frábæra dóma.
Hún er talin ein besta pönkplatan
og jafnframt ein besta frumraun
rokkhljómsveitar. „Give ‘Em En-
ough Rope“ fylgdi árinu seinna og
þó að hún væri mun lakari þá
hafði það engin áhrif á stöðugt vax-
andi hróður sveitarinnar. Tvöfalda
platan „London Calling" sem
bandaríska tímaritið Rolling Stone
útnefndi plötu 9. áratugarins, kom
út um áramótin ‘79-’80. Hún sýndi
að Clash-menn voru opnir fyrir
nýjungum og var mun fjölbreyttari
en hinar tvær.
Hljómsveitin Clash kom til ís-
lands sumarið 1980 og spilaði i Laug-
ardalshöll eins og margir muna.
Þrefalda platan „Sandinista" frá ‘81
var enn frekari staðfesting á tónlist-
arlegum fjölbreytileika hljómsveit-
arinnar, þó að flestum hafi fundist
hún allt of löng.
Hljómsveitin náði svo hámarki
vinsælda sinna með plötunni
„Combat Rock“ frá 1982, en á henni
voru m.a. smellirnir Rock the Cas-
hbah og Should I Stay or Should I
Go sem tryggðu bandinu ofurvin-
sældir í Bandaríkjunum. „Combat
Rock“ er þó af flestum talin mun lé-
legri en hennar fyrri verk.
Óeirðir í Notting Hill
„Westway to the World“ rekur
sögu sveitarinnar. Westway er
hraðbraut í Vestur-London sem
ir ólíkum áhrifum i tónlistarsköpun
sinni. Paul Simenon ólst upp innan
um blökkumenn í Brixton og kom
með mikið af reggí áhrifunum sem
eru gegnumgangandi á ferli Clash.
Topper Headon, sem ráðinn var eft-
ir að fyrsti trommarinn hætti og eftir
að þeir höfðu prófað 205 trommara,
var gamall soul- og djasstrommari og
Joe Strummer var mikill aðdáandi
amerískrar blústónlistar. Mestan þátt
í að krydda tónlistina átti þó Mick
Jones. Hann gerði t.d. útsetninguna á
gamla reggí standardinum „Police &
Thieves" og hann var maðurinn á
bak við rapplagið þeirra „Magni-
ficent Seven“, sem meira að segja hip-
hopparar New York borgar fíluðu.
Heróín rústaði þá
En myndin sýnir líka að þessir
gömlu keyrslupönkarar og attitúd-
töffarar eru orðnir meyrir á eldri
árum. í myndinni gera þeir mikið af
því að hrósa hvorir öðrum og biðjast
afsökunar á því hvernig fór. Topper
Headon, sem var á endanum rekinn
fyrir heróínrugl, biðst t.d. formlega
afsökunar á því að hafa farið svona
illa að ráði sínu. „Kannski væri
hljómsveitin enn þá starfandi ef ég
hefði ekki klikkað." Mick Jones, sem
var rekinn vegna endalausra geð-
sveiflna og erfiðleika í samstarfi,
biðst líka afsökunar. „Maður var
bara ekki búinn að læra samskipti á
þessum tíma.“
J Ji J J
Það vakti töluverða athygli í
haust þegar allir fjórir meðlimir
pönkhljómsveitarinnar The Clash
komu saman opinberlega I fyrsta
sinn í mörg ár til þess að vera við-
staddir frumsýningu heimilda-
myndarinnar „Westway to the
World", sem fjallar um sögu hljóm-
sveitarinnar. Skömmu síðar kom
út tónleikaplatan „From here to Et-
ernity“, sem var fyrsta útgáfan á
tónleikaefni með Clash sem þó var
rómað tónleikaband.
Flestar stóru hljómsveitimar á
bresku pönksenunni eru búnar að
koma saman á nýjan leik síðustu ár,
Buzzcocks, Damned, Stiff Little
Fingers, Penetration og auðvitað
Sex Pistols. The Clash hafa aldrei
léð máls á slíku og þrátt fyrir að
sýnilega færi vel á með þeim í frum-
sýningarpartíinu hafa þeir ítrekað
enn eina ferðina að svo verði ekki.
Þó að ekki verði af endurstofnun
þá er Westway to the World mynd-
in, sem gerð er af reggí plötusnúðn-
um Don Letts, og sem nýkomin er
út á myndbandi, ágætt tækifæri til
þess að rifja upp sögu þessarar
merku sveitar.
Hvernig urðu þeir til?
The Clash varð til í London árið
1975. Mick Jones gítarleikari og
Paul Simenon bassaleikari höfðu
þá verið að grauta saman í æf-
ingalókali í nokkiun tíma en Joe
Strummer söngvari og gítarleikari
hafði verið aðalmaður pöbb-
arokksveitarinnar the 101’ers. Þeg-
ar 101’ers hituðu upp fyrir Sex
Pistols sá Strummer að framtiðin
var í óheflaðri orku og attitúdi
Pistols og sagði því já þegar Jones
og Simenon biðluðu til hans um að
verða söngvari í hljómsveitinni
þeirra.
Madonna
öðlast vit
Að sögn Williams Orbits, hug-
suðarins á bakvið Grammy-verð-
launadisk Madonnu, Ray of Light,
mun prímadonnan eyða þorra ársins
2000 í gerð nýrrar plötu.
Orbit sagði einnig —
að með nýju
plötunni færð-
ist hún inn í
evrópskan
hugsunarhátt:
„Nýja platan
verður meira úti
á ystu nöf heldur en
Ray of Light. Það mætti segja að við
höfum hafið samstarfið á hægum
ballöðum en með vaxandi reynslu
byrjaði hún að henda þeim út fyrir
önnur ferskari lög. Nýja platan er að
þróast í hraðari, evrópskari hljóm, á
köflum hljómar hún eins og enskar
eða franskar plötur. Það er ekkert
skrýtið þar sem allir sem vinna að
plötunni, fyrir utan Madonnu sjálfa,
eru enskir eða franskir. Þetta er
mjög spennandi verkefni, fylgir Ray
of Light beint eftir, án þess að stöðva
og pústa. Þetta verður fullkomið,"
segir Orbit kampakátur. Hann hefur
einmitt fleiri ástæður fyrir þvi að
vera kátur því að plata hans, Pieces
in a Modern Style, var önnur
söluhæst í Bretlandi í síðustu viku.
Hún er nokkuð sérstök en þar tekur
hann fyrir klassísk meistaraverk eft-
ir Ravel, Beethoven og aðra og út-
færir þau í ambient-stíl. Það ætti að
vera áhugavert.
Van Halen
eins og áður
Aðdáendur gömlu goðanna í
Van Halen hafa nóg til að tala um
þessa dagana. Þær fregnir að
bandið ætli að taka höndum sam-
an í sinni upprunalegu mynd
fljúga fjöllum hærra á Netinu. Þar
er sagt að söngvarinn David Lee
Roth sé kominn aftur og allir séu
þeir í Los Angeles í hljóðveri Ed-
wards Van Halen, 5150, að taka upp
nýtt efni. Þó svo að fjölmargar
heimasiður skýri frá þessu
vill enginn talsmaður
hljómsveitarinnar
eða útgáfufyrir-
tækis hennar,
Warner Bros.,
staðfesta fregnirn-
ar. Þær þykja þó
vera nokkuð traust-
ar. Ef Roth beilar á
þessu máli er ætlunin hjá
hljómsveitinni að taka inn
söngvarann sem fetaði í fótspor
hans, Sammy Hagar. AUt kemur
þetta í ljós.
Habla U2
Espania?
Loksins fá aðdáendur U2 eitthvað
að gera eftir erillítil misseri. Stór-
sveitin gefur út fjögur ný lög með
myndinni The MÚlion Dollar Hotel
sem verður frumsýnd á miðvikudag-
inn á Kvikmyndahátíðinni í Berlín.
Platan með tónlist-
inni úr mynd-
inni kemur síð-
an í búðir í
mars. En
sveitin syngur
ekki sitt síð-
asta með þessum
fjórum lögum, hún
kemur við sögu í fjölmörgum lögiun
á plötunni. Þar má til dæmis nefna
endurflutning hennar á lagi Lou
Reed, Satellite of Love, þar sem fyr-
irsætan/leikkonan/söngkonan
Milla Jovovich tekur í hljóðnem-
ann (hún leikur eitt aðalhlutverkið í
myndinni), og þrjú sólólög hjá Bono.
Einnig fara U2-menn á kostum í
spænskri útgáfu af frábæru lagi Sex
Pistols, Anarchy in the U.K. Þetta
hljómar voðalega skrýtið en
smellpassar eflaust inn í myndina
sem á að vera þrælgóð. Ásamt Millu
leika Jeremy Davis og Mel Gibson.
4. febrúar 2000 f Ó k U S
11