Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2000, Qupperneq 16
Kristófer Dignus er ungur kvikmyndagerðarmaður sem tókst það ómögulega. Hann fékk Ríkis- sjónvarpið ti! að fjármagna sjónvarpsmynd eftir sínu handriti. Þetta er með dýrari myndum sem Ríkissjónvarpið hefur fjármagnað í langan tíma og unnin eftir öðruvísi formúlu en venjan er í sjónvarpsmyndagerð á íslandi. í stuttu máli dregur sagan dám af undirheimum Reykjavíkur, útfararstofu sem stundar myrkraverk og anda Hauks heitins Mortheins. Kristófer var tekinn tali ásamt Óskari Jónassyni leikstjóra og aðalleikurunum Nönnu Kristínu og Ólafi Darra. er snilld Þegar Kristófer Dignus er spurður út í efni handritsins og aðdraganda hugmyndarinnar svarar hann: „Ég var að labba heim af næturbrölti á sumarnóttu og heyrði vélarhljóð á Vesturgötunni. Hljóðið kom frá app- elsínugulum götusóp sem keyrði á eftir mér og inni i þessu farartæki var stórvaxinn maður. Ég byrjaði ósjálfrátt að fantasera um hvernig maður þetta væri og gat mér til að hann væri með stórt hjarta en gengi kannski ekki heill til skógar. í fram- haldi af því deleraði ég um hvað gerðist ef hann finndi meðvitundar- lausa og forkunnarfagra stúlku í portinu og kæmi henni til bjargar. Og þannig hefst sagan.“ Kýldur kaldur Það er meira en að segja það að fjármagna kvikmynd og gera handrit að mynd. Kristófer er vitanlega spurður hvernig sá draumur varð að veruleika. „Ríkissjónvarpið valdi handritið mitt úr innsendum handritum í áframhaldandi keppni sem ríkis- reknu sjónvarpsstöðvarnar í Evrópu standa fyrir á tveggja ára fresti. Ég veit ekkert hvað varð um það ... en þarna var hugmyndin komin. Og ég lét ekki deigan síga heldur herjaði á Sigurð Valgeirsson, fráfarandi dag- skrárgerðarstjóra hjá Ríkissjónvarp- inu, og taldi honum trú um að hand- ritið væri snUld.“ Kvikmyndatökur eru sjaldnast slysalausar á Fróni. Geróist eitthvaö sniðugt eða ósnióugt í tökunum? Þau jánka, hugsi, þar til Óskar seg- ir: „Tja, já. Gissur Sigurðsson, frétta- maður á Bylgjunni, neyddist til að leika Hauk Mortheins því hann er svo sláandi líkur honum. í einu atrið- inu átti hann svo að kýla Þorstein Kristófer Dignus handritshöfundur, Óskar Jónasson leikstjóri og leikaraparið Nanna Kristín Magnúsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson hafa veg og vanda af sjónvarpsmyndinni Úr öskunni í eldinn. Bachman leikara. Hins vegar hefur Gissur hvorki fengið leiklistarmennt- un né menntun í platslagsmálum - og höggið tókst bara nokkuð vel. Ég fæ enn hroll þegar ég heyri hljóðið en við notuðum þá töku i myndina." Öðruvísi sjónvarpsmynd Kristófer hafði leikaraparið Darra og Nönnu í huga frá fyrstu handrits- drögum svo þau fylgdust með ferlinu frá A til Ö. Nönnu fannst sérstaklega gaman að hafa lesið fyrstu drög að handritinu og fylgjast svo með þróun- inni. Það kryddaði einnig verkefnið að þau Darri höfðu áður verið undir leikstjórn Óskars. „Við Darri vorum bæði í Herranótt í MR og lékum þar undir stjórn Óskars. Þess vegna er mjög skemmtilegt að vera orðinn at- vinnuleikari og vinna aftur með hon- um.“ Fannst þér líka gaman að vinna meó Óskari og Kristófer, Darri? „Já, mjög gaman, rosalega gaman, eiginlega alveg ótrúlega gaman. Kristófer er gamall vinur minn og skemmtilegur maður og auk þess er ég orðinn nokkuð sjóaður i að vinna með Óskari." Viljiö þió segja eitthvað stórsniöugt í lokin? „Já, ég,“ segir Óskar og tekur fram að Sjónvarpið ætti að gera meira af svona myndum þótt Sunnudagsleik- húsið sé góðra gjalda vert. Hvernig myndum? Óskar: „íburðarmeiri og dramtísk- um myndum." Kristófer tekur undir það og útskýrir að þessi mynd sé öðruvísi unnin en venjan sé hérlend- is: „Hún er unnin í svipuðum dúr og breskar sjónvarpsmyndir en þá er staðið að vinnslunni eins og i bíó- mynd. Farið á vettvang, aðeins ein camera og klippt og hljóðsett sérstak- lega,“ segir kvikmyndargerðarmaður- inn og er stoppaður af áður en hann fer út í fræðilegri útlistanir. Að lokum má taka fram að myndin verður sýnd í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn verður á dagskrá 6. febrúar og seinni 13. febrúar. -AJ 4. febrúar 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.