Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Síða 3
e f n i Ert þú einn þeirra sem eru orðnir leiðir á djamminu og 1 þar lengur að finna? Örvæntu ekki því ýmsar breytingar e skemmtanalífi Reykjavíkur á næstu vikum og mánuðum. Sambíóa-Ísi er búinn aö taka viö stjórninni á Thomsen og ætlar aö pússa staöinn upp og skipta um klósett. m w m v;. Er aö opna bar á Hverfisgötunni? Fjölnir Þorgeirsson er markaös- stjóri á nýjum staö í Austur- stræti 10 þar sem munu veröa 5 barir. Nýr og betri Astró Um mánaðamótin febrúar/mars verður Astró opnaður á ný eftir miklar breytingar. Að sögn Magn- úsar Ármanns, eiganda Astró, er þessa dagana verið að taka staðinn gjörsamlega í gegn og endumýja hann frá gmnni. í upphafi var Astró hannaður sem veitingahús en ekki klúbbur en það er það sem hönnuðurinn Michael Young hefur verið fenginn til þess að sjá um að breyta. Allar innréttingarnar hafa verið rifnar út og allt verður end- umýjað frá grunni. Útliti staðarins verður ekki bara breytt heldur verða líka gerðóu: ýmsar áherslu- breytingar hvað tónlistina og fleira varðar. Þegar staðurinn opnast á ný verða þar m.a. tvö dansgólf þannig að þar verður heldur betur hægt að sletta úr klaufunum enda mun staðurinn einnig státa af geð- veiku hljóðkerfi. Kelirófurnar fá líka sitt pláss á staðnum því þar verða tvö prívatherbergi. Fimm barir og tvö dansgólf í mai mun glænýr skemmtistað- ur verða opnaður í Austurstræti Astró opnaður fljótlega eftir gagngerar endurbætur. 10. Staðurinn, sem hefur enn ekki hlotið neitt nafn, verður, að sögn Fjölnis Þorgeirssonar, markaðs- stjóra staðarins, hlýr staður í anda Café Blue og Eldhússins en það em Eon arkitektar, Hlédís Sveinsdóttir og Gimnar Bergmann Stefánsson, sem hafa hannað alla þessa þrjá staði. Staðurinn mun taka 800 manns og verður á tveimur hæð- um. Efri hæðin mun verða kaffihús á daginn, þar sem boðið verður upp á alls konar smárétti, en um helgar munu þar troða upp hljóm- sveitir. Á neðri hæðinni verður hins vegar diskótek. Á sumrin er planið að fólk geti setið utandyra. Staðurinn mun státa af fimm bör- um, tveimur dansgólfum og góðum sófum. Aldurstakmarkið inn á staðinn verður 25 ára. Nýir eigendur að Tnomsen ísi í Sambíóunum og Jóhann hjá Griffli eru nýbúnir að taka við stjórninni á Thomsen en fram- kvæmdastjóri staðarins verður þó áfram Agnar Tryggvi en hann á einnig hlut í staðnum. Samkvæmt upplýsingum frá Isa verður ekki tekin nein U-beygja hvað stefnu staðarins varðar. Tónlistarstefnan mun verða sú sama og staðurinn mun halda sinni sérstöðu hvað það varðar en fá í staðinn góða andlits- lyftingu. Fljótlega verður lagt í það að mála og skipta um gólf og ljósin verða tekin í gegn. Einnig mimu salemi verða endumýjuð og öflugt hljóðkerfi verður sett upp á báðum hæðunum. „Við ætlum að leggja meira í þetta og vera meira sjálfir á staðnum heldur en fyrri eigendur sem reyndu að fjarstýra honum,“ segir ísi. Bóls-barinn: Nýr bar á Hverfisgötu? Á Hverfisgötu 76 var Bólstrarinn ehf. áður til húsa en nú stendur húsnæðið autt. Iðnaðarmenn em þó byijaðir að pússa upp húsnæðið og bólstraraskiltinu hefur verið breytt í „Bóls-barinn“. Við bíðum spennt eftir að vita hvers konar staður eigi eiginlega að vera þama. Af nafninu að dæma verður hér líklega um enn einn nektarstaðinn að ræða. Elsta hús Reykiavíkur vaknar til lífs á ný Veitingahúsið Fógetinn hefur verið lokað um nokkurt skeið en fljótlega mun á ný kvikna líf í þessu elsta húsi Reykjavíkur að Aðalstræti 10. Að sögn Janusar Bjamasonar, eins eiganda staðar- ins, er hér um að ræða fínan veit- inga- og skemmtistað í háum klassa þar sem mönnum verður ekki hleypt inn á strigaskónum. Matseðilinn verður klassískur, án mikillar tiiraunaeldamennsku, en búast má við að verðlagið verði í dýrari kantinum. Möguleiki verð- ur á að taka inn hljómsveitir en annars verður spilað diskó á dans- gólfinu. Á efri hæðinni verður kon- íaksstofa með sófum en i heildina á staðurinn að vera mjög hlýlega innréttaður. Ekki er búið að ákveða hvort nafninu Fógetinn verður haldið en áætlað er að opna í lok mars. -snæ Draumurinn um að komast yfir hafið sem umlykur eyjuna okkar og stimpla sig inn í hlustir annarra þjóða loðir við margar hljómsveitir. Sumar fá tækifæri, aðrar ekki. Strákarnir í Quarashi virðast vera í hópí þeirra heppnu þar sem stærsta útgáfufyr- irtæki heims, EMI, fékk þá til að koma út til New York til að grúska í hljóðveri. Margir umboðsmenn erlendra útgáfufyrirtækja horfa löngunar- augum hingað til lands sökum þess hvað við erum öll æðislega skemmtileg. Nokkrir slíkir voru staddir í Flugskýli 4 nú í haust að horfa á hljómsveitina Quarashi, þar sem hún tróð upp ásamt öðrum framsæknum, reykvískum hljóm- sveitum. Það var ekki að spyrja að því, umboðsmenn frá EMI, sem ferðast um heiminn í leit að óupp- götvuðum hljómsveitum, hrifust af kraftinum í .strákumun og hugsuðu sér gott til glóðarinnar. Tónleikar með Korn? Þannig æxluðust málin að nú : eru strákamir á leiðinni út til New York, nánar tiltekið Greenwich Village á Manhattan, þar sem þeir munu eyða næstu tveimur mánuð- um við upptökur í hljóðveri sem EMI útvegar þeim. Eins og flestir vita era stórfyrirtæki á borð við EMI með allar klær úti hvað varð- ar að flnna nýja, hæfíleikaríka tón- listarmenn. í hljóðverinu munu þeir vinna með einhverjum af snill- ingunum sem EMI er með á sínum snærum en hver það er hefur ekki enn verið ákveðið. Til greina koma þó góðir gaurar sem hafa unnið með hljómsveitum á borð við De La Soul og The Pharcyde en því miður náðist ekki í strákana til að staðfesta hver það verður. Tónlist- arbransinn þar ytra er mjög um- fangsmikill þannig að ekki nægir bransaköllunum að geyma strák- ana á Manhattan. Fyrirhugað er að halda tónleika með jpeim í Los Ang- eles og Detroit og leyfa bransaköll- um þar í bæ að hlusta á Vesturbæj- arbrilliö. Ef einhverjum af þeim líst vel á þá er síðan farið í samn- ingaviðræður við EMI. Þó er ekki líklegt að þeir vilji sjá á eftir því- líkum snillingum. Jafnvel er í deiglunni að þeir haldi tónleika með hljómsveitinni Korn eða hvíta popprapparanum Kid Rock, þar sem umboðsmaður þeirra hefur verið að snúast fyrir strákana. En allt er hverfult í heiminum og mað- ur veit aldrei. Hugarangur Hannesar: Myndi gera hvað sem er fýrir frægð ina Yyf? Síða sex: Páll Ósk- ar svarar lesendum í þágu listarinnar: Hún gerir hvað sem er til að vekja á sér athygli >r Q Gunnar Helgason Y leikari: Nýorðinn SL Axel Axels- son og fé- lagar c. . 10-11 Sigurstemn Másson frétta- stjóri: „Sumir verða hræddir þegar maður segist vera með geðhvörf“ Popp: 12-13 Moby lætur margt fara í taugarnar á sér Útvarpsfrum- 14-15 skógurinn: Á hvað ál að hlusfc næstu vi |0 j 16-17 Sjálfstætt fólk: A Travolta og * 1 ESp DiCaprio Þjóðólfur: Embættin eignfærð á flokkana Lifid eftir 18 vinnu llnglnSin Hr-—- — sid rupKi dags s» * ki1 ia er Sjð sjónworp Iweriir voru hvar 17-: 22 f ókus fylgir DV á föstudögum Forsíöumyndina tók Hilmar Þór af Sigursteinl Mássyni. 4. febrúar 2000 f Óku

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.