Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Side 4
Göran Person, forsætisráöherra Sví- þjóöar, er ekki talinn með skemmti- legri mönnum. Er leiðinlegt fólk hamingju- samara? Hannes hefur reynt margt til þess aö veröa frægur en ekkert hefur gengið upp hingað til. Hann vonast þó til aö þetta viðtal í Fókusi komi honum eitthvað áleiðis og fólk fari að taka eftir honum. »Eg hoiti Hdimos ## w / ^ Æ _// frægur“ Sænskir unglingar eru sagðir þeir hamingjusömustu í Evrópu í nýrri könnun sem WHO, Heil- brigðissamtök heimsins, gerðu ný- lega. 123.000 ungmenni í 26 lönd- um Evrópu, á aldrinum 11 til 15 ára, tóku þátt í könnuninni og voru alls konar spumingar er snertu heilsu, alkóhól, tóbak og fleira lagðar fyrir ungmennin. 94,1 prósent sænskra unglinga sem þátt tóku í könnuninni mældist sem hamingjusamir einstaklingar og þar á eftir komu unglingar í Noregi og Danmörku. ísraelskir unglingar voru hins vegar alveg ferlega óhamingjusamir og mæld- ust einungis 40 prósent þeirra virkOega hamingjusamir. Að Svi- ar séu svona hamingjusamir kem- ur nokkuð á óvart þar sem það er viðtekin staðreynd að Svíar séu leiðinlegir upp til hópa. Ekki að- eins eru þeir sparsamir og borða pylsur með rauðkáli og kart- öflumús heldur keyra þeir í Volvo, lifa í meðalmennsku-sósíalkerfi, semja týpísk Eurovisionlög og ganga um í fánalitum peysum dagsdaglega. Kannski er það þetta sem gerir fólk hamingjusamt? GRIM Hannes Ingvar Jónsson er einn þeirra fjölmörgu sem dreymir um frægð og frama. Drengurinn er algjörlega hæfileikalaus en samt stendur hann fastar á því en fótunum að hann ætli að slá í gegn: „Þetta byrjaði allt þegar ég var 10 ára gamall,“ segir hinn 25 ára gamli sálfræðinemi, Hannes Ingvar Jónsson, um það hvenær honum datt fyrst í hug að það gæti verið gaman að vera frægur. „Ég var mjög hriflnn af James Bond-myndunum og langaði rosalega til þess að vera í sporum Roger Moore.“ Síðan þá hefur frægðarlöng- un Hannesar bara vaxið og vaxið og hann er nú staðráðinn í því að verða frægur. „Það fylgja því svo ofboðslega mikil fríðindi aö vera frægur. Væri ég fræg- ur þá kæmist ég upp með svo margt sem ég get ekki sem þessi meðalmaður sem ég er í dag,“ segir Hannes og er fyllsta alvara. „Maður fengi t.d. miklu betri þjón- ustu alls staðar og þyrfti ekki að biða neins staðar í röð. Ég held lika að það sé mjög gaman að lifa svona stjörnu- lífi. Allir vilja fá mann i þættina sína og flnnst gaman að tala við mann,“ segir Hannes með stjörnur í augunum en viðurkennir þó að frægðin hljóti einnig að hafa einhverja ókosti þó hann sjái þá ekki í fljótu bragði. Hann hreinlega sér frægðina í hillingum. Hringdi í Sigga Hlö Frægðarlöngun Hannesar er ekkert einsdæmi. Ótal marga í þessum heimi dreymir um frægð og frama en flestir láta sér nægja að dreyma. En hvaö gœtiröu hugsanlega oröiö frœgur fyrir? Hvaöa hœfileika hefuróu? „Það er nefnilega vandamálið. Ég er algjör meðalmaður með enga sérstaka hæfileika. Ekki er ég góður að syngja, en ég hef ósjaldan reynt að syngja í karokí, og ef minnst er á leiklist þá fæ ég skjálfta í hnén. Mig órar í rauninni ekki fyrir hvað ég gæti eiginlega orðið frægur fyrir,“ segir Hannes sem hefur þó svo sannarlega reynt að koma sér á framfæri þrátt fyrir hæfileikaleysið. í haust hringdi hann m.a. í Sigga Hlö og bað um að fá að koma sem gestur í þáttinn Með hausverk um helgar sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni Sýn. „Þeir fá oft alls konar fólk í viðtal í þáttinn hjá sér og mér datt í hug að það hefði verið gaman að fá að koma og sitja í sófanum hjá þeim og spjalla við þá. Mér var hins vegar synjað um að koma þar sem ég var bara venjuleg- ur háskólanemi með enga sérstaka hæfileika. Ekki spila ég á hljóðfæri, ekki var ég að fara að gifta mig og ekki kunni ég töfrabrögð. Eftir þessa neitun hef ég legið með hausinn í bleyti og reynt að finna út hverjir hæfileikar mínir eru en það er í raun- inni ekki margt sem ég get státað af,“ segir Hannes með uppgjafartón. Með útlitið með sér Saga Hannesar hljómar kannski frekar ótrúlega en Hannes dreymir virkilega um frægð og frama. Tæki- færin fyrir meðalmenn eins og Hann- es til þess að verða frægur eru hins vegar ekki ýkja mörg, enda verður maður að hafa einhverja hæfileika til að bera stefni maður á toppinn. „Fréttafólk er t.d. mjög frægt því maður er alltaf að sjá það á skjánum. Það að fá að lesa fréttimar væri nátt- úrlega alveg toppurinn. Annars sættir maður sig eiginlega við hvað sem er,“ segir Hannes með hógværð. Það er þó leitt að þurfa að segja það en Hannes á varla stóran séns í það að verða fréttamaður, ekki með þessa rödd. Drengurinn hefur þó útlitið með sér og gæti kannski orðið módel, þ.e. ef hann byrjaði að lyfta og næði þar með af sér þessu væskilslega vaxtarlagi. Frægðarlöngun Hannesar er allavega svo sterk að hann er eiginlega tilbú- inn til þess að gera hvað sem er, eða nærri þvi, fyrir frægðina. „Þar sem ég er hinn dæmigerði meðalmaður, sem hefur lítinn séns á að verða frægur, þá datt mér í hug að ég gæti fengið mér spjald og skrifað á það „Ég er Hannes“ og rölt með það niður Laugaveginn og staðið niðri á torgi klukkan 15-16 á hverjum föstu- degi. Þá myndi fólk líklega fara að spá í það hver ég væri og sennilega fara að spyrja mig hvað ég væri að gera og fyrir hvað ég stæði því ég væri alltaf þarna og það yrði tekið eftir mér. Kannski kæmist ég jafnvel í blöðin. Mér datt í hug að þetta væri dáldið gott plan,“ segir Hannes hugsi en óvíst er hvort eða hvenær hann hrindir þessari hugmynd í framkvæmd. Hvaö áhrif telur þú aó þetta viötal í Fókusi muni hafa á frœgö þína? „Það að vera kominn í Fókus er náttúrlega alveg frábært og er stórt skref á frægðarbrautinni. Nú er bara að sjá hvað gerist,“ segir Hannes og er vongóður. -snæ 3Á Éö ÞARF UKLEGÍV AO KOMAST 'i $T*.MU HAN0*PftATiR..... f Ó k U S 11. febrúar 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.