Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Blaðsíða 11
+
*
„Sumir verða hræddir þegar
Hvað þá ef maður segist vera
naður segist vera með
hommi með geðhvörf“
Fjöldagrafir í Kosovo
Og lífið hélt áfram. Sigursteinn
gafst ekki upp á að gera góðar heim-
fidamyndir og starfa sem blaðamað-
ur á íslandi. En um vorið ‘98 urðu
enn á ný þáttaskil í lifi hans. Hann
fór til Júgóslavíu á vegum Plúton tfi
að gera þátt um flóttamenn sem
voru á leið hingað tfi íslands.
„Við vfidum líka koma við í
Kosovo en fiöldamorðin þar voru þá
að byrja. Þessi ferð gekk einmitt
mjög vel þar tfi við komum til
Kosovo. Við þurftum að keyra í
gegnum fiöldann allan af varðstöðv-
um Serba og á þessum tíma var tfi
að mynda bara ein fréttastofa i land-
inu, að okkur undanskildum. En
það voru Reutersmenn og þeir
keyrðu einmitt um á brynvörðum
bil á meðan við rúntuðum um á
Scoda Favorit," segir Sigursteinn og
útskýrir: „í Kosovo hittum við fólk
hjá mannréttindasamtökum sem
fóru með okkur í þorp þar sem
hundrað manns hafði verið slátrað
tveim vikum áður. Þorpinu hafði
verið gereytt. Bamaleikföng lágu á
víð og dreif og húsgögn út um allt -
skotgöt á húsum sem voru allt að
einn metri í þvermál og hræ af dýr-
um lágu þama og svona um hund-
rað til tvö hundruð metra frá sjálfu
þorpinu vom fiöldagrafir. í næsta
nágrenni voru auk þess leyniskyttur
og Serbarnir í varðstöðinni við
þorpið sögðu okkur að þeir gætu
ekki varið okkur ef við færum inn í
þorpið.“
En það kom auðvitað ekki til
greina að snúa við þarna og því fóm
þau inn í þorpið og komust að því að
í Pristina var Qölskylda sem lifði
árásina af. Þau fundu hana og í
henni var auk þess einn örfárra
karlmanna sem lifði af, 17 ára piltur
sem komst undan, særður, í kven-
mannskufli.
„Þessi drengur var auðvitað í
stórhættu þarna úti - svaf aldrei á
sama stað af ótta við Serbana. Móð-
ir hans grátbað mig um að bjarga
honum og fara með hann tfi íslands.
Ég fór á fullt í það en ekkert gekk.
Endaði á því að ganga á milli Pontí-
usar og Pílatusar í Belgrad til að
reyna að bjarga þessum pilti en ekk-
ert gekk. Ég veit ekki hvar þessi fiöl-
skylda er niðurkomin í dag en for-
maður mannréttindasamtakanna,
sem fóru með okkur inn í þorpið, og
fiölskylda voru dregin út á götu fyr-
ir rest og skotin í höfuðið."
Starfsfólk og sjúklingar
„Svo gerðist það á leiðinni heim að
ég fór að fá ranghugmyndir um allan
fiandann. Það er erfitt að lýsa þeim
eða hvemig manni líður á svona
tímapunkti. En þetta er kannski til-
finningin sem dópistar eru alltaf að
leita að. Ecstasy-tilfinning þar sem
raunveruleikinn verður annar en
hann er. Gallinn er bara að umhverf-
ið er ekkert að spfia með og þegar
dagamir líða ferðu að skynja hluti
sem eiga sér enga stoð í raunveru-
leikanum. En ég veikist sem sagt
þama í Kaupmannahöfn og er lagður
inn á geðsjúkrahús þama úti. Og þar
var strax lögð áhersla á að maður
færi í göngutúra, eldaði, vaskaði upp
og starfsfólkið borðaði meira að segja
með sjúklingunum. En hér heima
eru þetta tvö lið: starfsfólk og sjúk-
lingar. Ég lenti að vísu í því að um-
sjónarmaður minn varð ástfanginn í
mér og það er ekki sniðugt þegar
maður er veikur fyrir. Hann fékk
meira að segja að fara með mig heim
tfi sin á meðan ég var í vistun á
sjúkrahúsinu og ef mér væri ekki
svona hlýtt til þessa manns færi ég í
mál við dönsk heilbrigðisyfirvöld."
Og er það þarna sem þú nœrð tök-
um á sjúkdóminum?
„Nei. Vandamálið var að þeir úti
greindu mig þannig að ég hefði feng-
ið sturlunarupplifun i Kosovo vegna
þess sem ég sá þar. Svo þegar ég fékk
aftur áfall i janúar í fyrra vissi ég
ekkert hvað var að mér. Læknamir
hér sögðu mér að ég væri með geö-
hvörf og yrði að taka Lithium en þeir
úti höfðu sagt að ég hefði sturlast og
það var í rauninni ekki fyrr en ég
kynntist mjög góðum vini mínum
sem er með geðhvörf að ég áttaði mig
á þvi að ég er með geðhvörf. Hann
hefur ekki veikst í fimm ár og kom
mér í skfining um að ég væri með
geðhvörf og gæti vel lifað með þeim
sjúkdómi."
Eigin fordómar erfiðastir
A íslandi eru um tvö þúsund
manns með geðhvörf. Þeir læra flest-
ir að lifa með sjúkdómnum, þökk sé
Lithium, en það eru alltaf einhverjir
sem fara alveg yfir um, breytast í
stofnanamat eða svipta sig lífi.
Hver er munurinn á þér og þeim
sem eru alveg farnir?
„Þeir sem eru út úr þessum heimi
og búa á Kleppi eða á sambærilegum
stofnunum eða eru í sértrúarsöfnuð-
um, sem taka 10 prósent af öruorku-
bótunum, eru meðvitaðir um sjúk-
dóminn og þess vegna ná þeir sér
ekki upp úr þessu. Það er líka slæmt
þegar sértrúarsöfnuður hvetur geð-
hvarfasjúklinga tfi að hætta að taka
lyfin sin en ég veit fiölmörg dæmi
þess,“ segir Sigursteinn.
Veróur þú var við að fólk hafi for-
dóma gagnvart þér?
„Sumir verða hræddir þegar mað-
ur segist vera með geðhvörf. Hvað þá
ef maður segist vera hommi með geð-
hvörf. En það sem er nauðsynlegt við
þetta er að fólk sé ekki í skápnum
með geðhvörf. Fólk veikist helst á
aldrinum 16-25 ára og því skiptir það
ofsalega miklu máli að það sé talað
um þetta. Það er eins með geðhvörf
og samkynhneigð að það sem er erf-
iðast að yfirstiga eru eigin fordómar.
Ég hef gengið í gegnum hvort tveggja
og veit hversu nauðsynleg umræðan
er. Eins og þegar ég réð mig sem
fréttastjóra Skjás eins, þá vissu eig-
endumir að ég væri með geðhvörf og
að ég væri hommi. Það skipti engu
máli. Enda get ég alveg unnið og
staðið mig í mínu starfi svo lengi
sem ég passa mig á því að lifa heil-
brigðu lífi, passa mataræðið, vín-
drykkju og lifi reglusömu lífi,“ segir
Sigursteinn og bætir því við að
óregla getur alið af sér þennan sjúk-
dóm. „Margir fíkniefnaneytendur
þróa til dæmis með sér geðhvörf og
það eru kannski fáir sem vita það að
fíkniefnaneysla getur valdið varan-
legum geðsjúkdómi."
Þaö hefur ekkert blandast inn í
þetta hjá þér?
„Nei. Ég hef prófað hass tvisvar og
einhvem tíma var ég plataður til að
borða E-töflu og þótti ekki sérstakt.
Annars drekk ég vín i hófi og því hef-
ur það ekki haft nein áhrif,“ segir
Sigursteinn sem hefur verið án ein-
kenna í rúmt ár núna.
Og nú ertu duglegur að reyna aó út-
rýma fordómunum í samfélaginu?
„Já. Ég og vinur minn, Héðinn
Unnsteinnsson, sem hjálpaði mér að
horfast í augu við sjúkdóminn, stofn-
uðum ásamt einum lækni sem er
með geðhvörf sjálfshjálparhóp síðast-
liðið haust og það hefur skipt höfuð-
máli fyrir marga. Þetta virkar svipað
og hjá AA. Við komum saman einu
sinni í viku og ræðum málin," út-
skýrir Sigursteinn og það sést votta
fyrir brosi í andlitinu.
En hvað er svo fram undan hjá þér?
„Halda mér heilbrigðum. Það er
svona aðalatriðið ásamt því að sinna
vinnunni minni eins og vel og ég get
- byggja upp öfluga fréttastofu og það
er auðvitað full vinna. Svo þætti mér
vænt um að fá botn í þetta Guðmund-
ar- og Geirfinnsmál sem er án efa
ljótasta sakamál síðustu aldar og hef-
ur auk þess verið ákveðinn örlaga-
valdur í mínu lífi,“ segir Sigur-
steinn, stendur upp og hverfur aftur
til starfa sinna.
11. febrúar 2000 f Ó l< U
„Ég er Reykvíkingur í húð og hár
þó ég hafi að hluta til alist upp á
Laugarvatni," segir Sigursteinn
Másson fréttastjóri og hellir kaffi í
glasið sitt á Hótel Holti. Móðir hans
var mjög ung þegar hún eignaðist
hann og hætti fljótlega eftir fæðing-
una með fóður hans. „Á þeim tíma
sem þetta gerist var ekki litið á það
mjög jákvæðum augum að kasta frá
sér innkomunni með því að hætta
með foður mínum en mamma vissi
að þetta gæti ekki gengið og barðist
síðan fyrir því að koma mér til
manns.“
Sigursteinn er 32 ára í dag og á
meðan móðir hans var að ljúka
námi í Reykjavík bjó hann hjá
ömmu sinni og afa á Laugarvatni.
Og þegar kom að því að fara í
menntaskóla byrjaði Sigursteinn í
Menntaskólanum á Laugarvatni en
hætti skyndilega eftir þrjá daga.
„Mér fannst frekar barbarískt
andrúmsloft þarna. Stanslaust fyllirí
á öllum, sem var að visu ágætt
fyrsta kvöldið en þegar fólk var enn
þá fufit á hádegi á þriðjudag fór ég
til skólameistarans og sagði honum
að hann ræki uppeldisstöð fyrir
SÁÁ en ekki menntastofnun. Og svo
tók ég næstu rútu í bæinn og fór í
MH. Þaðan kláraöi ég stúdentinn en
ég frétti seinna að það hefði runnið
af þeim á Laugarvatni á annarri
viku þannig að ég var kannski
svoldið fljótur á mér.“
Og hvað gerðiróu eftir MH?
„Ég fór í stjórnmálafræði en
kláraði hana að vísu ekki. Áður en
ég gat fest hugann við háskólanám
var ég farinn að vinna sem frétta-
maður á Bylgjunni. Og þetta voru
svo spennandi tímar. Austur-Evrópa
var að opnast og mér fannst svo frá-
bært að geta setið við Reuter-inn og
prentað út úr honum glóðvolgar
fréttir sem maður hljóp með inn í
stúdíó og sagði frá þeim í beinni út-
sendingu. Aðra stundina var
Ceausescu flúinn og þá næstu var
búið að drepa hann. Mér fannst
þetta allt vera svo merkfiegt að ég
gat eiginlega ekki hugsað mér að
sitja i tímum þar sem flafiað var um
kommúnismann likt og hann lifði
góðu lífi i A-Evrópu. Þess vegna datt
ég bara alveg inn í þennan fiölmiðla-
pakka og hef verið þar síðan."
Fyrstu einkenni \
Restina af sögu Sigursteins þykj-
umst við öll þekkja. Hann gerist
fréttamaður á Stöð 2 og er svo rek-
inn. Dúkkar aftur upp í sjónvarpi
með heimildaþætti um Guðmund-
ar- og Geirfinnsmálið, Sönn ís-
lensk sakamál (fékk Eddu-verðlaun-
in í fyrra) og Fíkniefnamarkaðinn á
Norðurlöndum, svo nokkuð sé nefnt.
Auk þess er hann ritstjóri Heims-
myndar um tíma og svo mætir hann
allt í einu á svæðið sem fréttastjóri
Skjás Eins. Það sem fæstir vita er þó
að á árinu 1993 fór Sigursteinn í
blaðamannaskóla í París ásamt
blaðamönnum hvaðanæva úr ver-
öldinni.
„Þarna voru blaðamenn frá
Kamerún, Bangladess og víðar.
Þetta var fólk sem hafði mjög ólíkan
bakgrunn. Éinn af bekkjarfélögum
mínum var til dæmis umsjónarmað-
ur „Game Show“-þáttar ásamt því
að vera aðalfréttaþulur rikissjón-
varpsins í heimalandi sínu. Öðrum
fannst sjálfsagt að gagnrýna ekki
sfiómvöld í heimalandinu. Það var
líka einhverjum framandi allt sem
varðar faglegt sjálfstæði ritstjórnar
og fréttastofu gagnvart eigendum
fiölmiðilsins,“ útskýrir Sigursteinn
og bætir því við að þau hafi ferðast
út um alla Evrópu í þeim tilgangi að
skrifa fréttir sem þau sendu til Par-
ísar. „Maður fór alltaf einn í þessar
ferðir en fyrsta ferðin var farin i
sameiningu. Við áttum ekki að
skrifa neitt heldur dvelja í Tyrk-
landi í boði stjórnvalda þar. Og það
var einmitt þar sem ég varð fyrst
var við einkenni geðhvarfa hjá mér.
Geðhvörf eru það sem á ensku kall-
ast Manic Depression og lýsa sér í
örri hugsun, svefnleysi og þeirri
löngun að vfija vinna allan sólar-
hringinn og svo endar þetta yfirleitt
í ranghugmyndum."
Missti sig í Tyrklandi
Sigursteinn dvaldi ásamt félögum
sínum í viku í Tyrklandi. Þau hittu
alla helstu ráðamenn þjóðarinnar og
voru hundelt af ljósmyndurum,
blaðamönnum og fréttamönnum.
Þau gistu á finustu hótelunum og
voru fyrsta frétt á öllum stöðvum og
á forsíðum dagblaðanna. Og allt í
einu rann það upp fyrir Sigursteini
að tyrknesk stjórnvöld væru að nota
þau í pólitískum tilgangi en á þess-
um tíma voru árásir Tyrkja á Kúrda
í hámarki.
„Þetta leit út eins og við værum
einhvers konar alþjóðleg blaða-
mannaviðurkenning fyrir tyrknesk
stjórnvöld," segir Sigursteinn og
bætir því við að hann hafi fríkað á
þessu rugli og dregið sig út úr hópn-
um sem hann var í. „Ég fór bara á
flakk og gróf upp stjómarandstæð-
inga í Tyrklandi en þeir voru þeir
einu sem viðurkenndu að það væri
til eitthvað sem héti vandamál í
kúrdísku héruðunum. Stjórnvöld
viðurkenndu ekki þetta vandamál
og töluðu ekkert um þetta. En ég
þræddi skrifstofur þessara stjómar-
andstæðinga, hætti að sofa á hótel-
inu og svaf bara hjá þessum nýju fé-
lögum mínum, stjórnarandstæðing-
unum, en þingmenn flokks þeirra
voru allir handteknir skömmu síð-
ar.“
Og á meðan Sigursteinn spjallaði
við stjórnarandstæðinga og leitaði
aö Kúrdum til að komast að hinu
sanna í málinu voru samblaðamenn
hans bara að dóla sér á lystisnekkj-
um og njóta veitinga tyrknesku
stjórnarinnar.
„Ég fann til dæmis ritstjóra á
kúrdísku dagblaði sem hafði misst
hálfa ritstjómina sína. Hann hafði
haft 24 blaðamenn en tólf höfðu ver-
ið drepnir. Það var líka alltaf verið
að misþyrma og drepa blaðsöluböm-
in sem seldu blaðið. Ég var sem sagt
allt í einu kominn í samband við
fólk sem hafði misst bömin sín af
því að þau seldu blöð sem ríkið sam-
þykkti ekki og ég hitti líka fólk sem
hafði verið pyntað. Og mér þótti
mjög léiöinlegt að hér heima hafði
enginn áhuga á þessu. Fólk vildi
bara heyra fréttir af máli Sophiu
Hansen og ég fiallaði líka um það
erfiða mál, talaði við Halim A1 og
svona, en ég vildi hafa gert miklu
meira í Tyrklandi."
Hvernig endaói þessi dvöl þín í
Tyrklandi?
„Þetta endaði með því að mynda-
tökumaöurinn sem ég hafði notað
við mnfiöllunina um Sophiu Hansen
sagöi mér að fara ekki út eftir myrk-
ur og halda mig á hótelinu því það
væri fylgst með mér hvert sem ég
færi. Ég hlýddi því auðvitað ekki og
að lokum rauk ég út eitt kvöldið
með diktafón að vopni og spurði
gangandi vegfarendur hvort þeir
gerðu sér grein fyrir því hvemig
málum væri háttað í landinu. Ég á
kassettumar af þessu enn þá og
maður getur heyrt fólkið segjast
bara vera túristar og biðja mig að
láta sig í friði. Og einhverjir tveir
herramenn segja að það séu tveir
jakkaklæddir menn að elta mig og
því vilji þeir ekkert við mig tala.
Svo ég fór upp á hótelherbergið mitt
og horfði yfir grútskítuga borgina.
Öskukallar voru í verkfalli á þess-
um tíma og því var borgin ekki mik-
ið fyrir augað. Ég hlustaði á bænim-
ar sem ómuðu úr moskunum og loks
brotnaði ég niður, grét eins og bam
og vissi ekkert hvað hefði eiginlega
komið yfir mig. Það var ákveðinn
dómgreindarbrestur hjá mér að
rjúka út á torg með diktafón og
ónáða túrista í trássi við viðvaran-
ir.“
Sigursteinn fór aftur tfi Parísar og
hélt náminu áfram þrátt fyrir að
uppi hafi verið hugmyndir um að
reka hann.
Guðmundar- og Geir-
finnsmálið
Þremur árum síðar, 1996, var Sig-
ursteinn löngu kominn heim frá
París og í fullri vinnu á Stöð 2 þeg-
ar hann er skyndilega rekinn eftir
sjö ára starf hjá stööinni.
„Ég tók það mjög nærri mér að
vera rekinn án viðvörunar eða
áminningar. Á þeim tímapunkti
hafði ég líka verið að skoða Guð-
mundar- og Geirfinnsmálið í nokkra
mánuði og var svona að átta mig á
því hvað þetta mál er hræðilegt. Líf
fólks hafði verið eyðfiagt að tfiefnis-
lausu," segir Sigursteinn og það er
erfitt að horfast í augu við. „Ög svo
komst ég líka að því að þegar grunn-
rannsókninni sleppti þá kalla stjóm-
völd afit í einu einhvem Þjóðverja
hingað sem sannar glæpi á fólk án
almennilegra sönnunargagna í stað
þess að sleppa þessu fólki bara. Það
er líka sannað aö þetta mál náði tfi
æðstu ráðamanna, þar á meðal
Ólafs Jóhannessonar dómsmála-
ráðherra. í ofanálag var þessi þýski
maður enginn lögreglumaður heldur
leyniþjónustumaður sem erfitt
reyndist að finna gögn um í Þýska-
landi. Hann kemur bara allt í einu
tfi íslands og pakkar málinu inn í
fallegar umbúðir ásamt því sem
hann hannar Rannsóknarlögreglu
ríkisins með HaUvarði Einvarðs-
syni,“ heldur Sigursteinn áfram og
augljóst að hann þekkir sögu máls-
ins mjög vel enda gert tvo þætti um
málið.
Bjóst við að verða stútað
„Á þessum tímapunkti fer ég að
velta því fyrir mér hvort mér sé
veitt eftirför," segir Sigursteinn.
„Það var nýbúiö að reka mig úr
vinnunni og ég hafði í fyrsta skipti
sagt frá því í Degi að ég væri að
vinna að heimfidamynd um Guð-
mundar- og Geirfinnsmálið. Það
heyrðust skruðningar í símanum
heima hjá mér og svo gerist það eitt
kvöld að ég er eltur af einum af bíl-
unum sem eltu mig vanalega. Ég
stoppa á gatnamótum. Bíllinn kem-
ur alveg upp að mér þannig að ég sé
ekki númerin. í bílnum sitja tveir
menn og þegar ég lít í baksýnisspeg-
ilinn sé ég að þeir hylja andlitin. Ég
vissi ekkert hvað ég átti að gera -
fara út úr bílnum og labba að þeim,
bakka á þá eða keyra eins og óður
væri í burtu," heldur Sigursteinn
áfram en hið síðastnefnda var
einmitt það sem hann gerði. Hann
spændi bara í burtu, hræddari en
hann hafði nokkum tíma verið.
Næstu daga fór hann ekki heim tfi
sin heldur svaf bara hjá vinum og
hélt sér í fiölmenni á daginn: „Ég fór
líka að taka eftir ýmsu í umhverfi
mínu og byrjaði að vantreysta flest-
um í kringum mig að ástæðulausu.
Ranghugmyndir mína vom orðnar
svo miklar að ég endaði inni á geð-
deild og var í einangrun í tvær vik-
ur - mátti ekki fara inn í matsal,
horfa á sjónvarpið eða lesa blöð. Það
var setið yfir mér og ég man að þeg-
ar ég vaknaði þama fyrst var ég
uppdópaður og þar sem ég var mjög
óvanur lyfium fékk ég miklar auka-
verkanir - gat ekki hreyft höfuðið
og uppliföi mig sem fanga. Enda
vantreysti ég yfirvöldum það mikið
að ég bjóst alveg eins við því að mér
yrði bara stútað þama,“ heldur Sig-
ursteinn áfram án neinnar sérstakr-
ar áherslu. Svona gerðist þetta bara
og svona leið honum. Nokkrum vik-
um seinna var honum farið að líða
betur og hann fór aftur út.
Sigursttjinn Mósson ei landsmönnuin vel kunnui.
Fyrst sagði hann okkui fréllii á Bylgjunni, svo á Stöð 2 og
jogai hann var rekinn þaðan gerðisl hann ritsljóri Heimsmyndar
og tók að sér aö gera nokkrai aí merkilegri heimildarmynclum
seinni ára. I dag er hann fréttastjóri a Skjá einum og ákveðinn
i aö láta lordómana ekki ná yfirhöndínni, aftur. Mikael
lortason hitti hann i góöu yíirlaeti á Hótel Holli.
m
11. februar 2000
<
<
4
*