Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2000, Side 16
Alvörustörf eru það flottasta í dag. Aö vinna eitthvað sem er raunverulegt og að vera helst í einhverjum einkennisbúningi. Ef maður er at- vinnulaus og vantar vinnu í góðærinu á maður aö leita uppi starf sem er fyrir hörkunagla og sterkar konur. Eins og til dæmis I slökkviliðinu eða lögreglunni. Það jafnast ekkert á við það að eyða deginum við að berjast við elda, keyra sjúkrabíl eða handtaka fólk. Þetta eru störfin sem þykja mest kúl í jakkafataklæddu og skrif- stofuvæddu þjóðfélagi hagvaxtarins. Það er auðvitað ömurlegt að hanga í mislitum og óög- uðum jakkafötum við skrifborð. Og það erjafn- vel svo rosalega hallærislegt á upplýsingaöld að það er skárra að vera öskukarl, öryggis- vörður eða strætóbílstjóri. Þetta er fólkið sem kvikmyndirnar fjalla helst um og einu störfin sem eru almennilega áþreifanleg. Sjálfstætt fólk fékk einhverja smáaura frá Kvikmyndasjóði íslands nú um daginn til að undirbúa gerð Hollywood-myndar á þessari ástsælustu skáldsögu íslendinga. Fókus fór því á stjá og spurði bransafólk og aðra tengda bransanum hverja þau sæju fyrir sér í helstu hlutverkum. Niðurstaðan var að gelgjur landsins gætu allt eins þurft að fara að búa sig undir komu Leonardo DiCaprios til landsins. Tæpir milljarðar Ragnar Bragason leikstjóri: Bjartur í Sumarhúsum: John Travolta Ásta Sóllilja: Drew Barrymore Ingólfur Arnarson Jónsson: Keanu Reeves Rósa: Meg Ryan Gvendur: Leonardo DiCaprio Áætlaður launakostnaður 80 milljónir dollara. Óllil3a Stóru sjónvarpsstöðvarnar eru úr Fókus. Það er ekkert hægt að horfa á Stöð 1 og 2. í fyrsta lagi sýna þær of leiðinlega unglingaþætti, enn verri bíómyndir, ódýrustu heimildaþættina og ná ekki einu sinni að standa uppi í hárinu á litlu sjónvarpsstöðinni SkjáEinum, hvað þá stóru útlendu stöðvunum sem hægt er að fá aðgang að í gegnum fjölvarpið eða breið- bandið. Þetta er bara að verða staðreynd. Hvorki Stöð 1 né 2 standa sig, þá sérstaklega ekki Stöð 1 sem verður ömurlegri með hverri mínútunni sem líður. Hefur ekki einu sinni vit á því að ráða til sín ferskan dagskrárstjóra þegar Siggi Valgeirs fór með vasasunnudaga- leikhúsið sitt. Svo ekki sé talað um hvað flagg- skip Stöðvar 2, 19:20 sem lengi hefur verið besti fréttaþáttur á íslandi, er orðið óskiljan- legt eftir breytingarnar. Segja sömu fréttirnar aftur og aftur i sama fréttatímanum og standa sig engan veginn. Það er því mál að fólk fái sér bara örbylgjuloftnet og horfi á almennilegar stöðvar. Guðný Halldórsdóttir leikstjóri: Bjartur í Sumarhúsum: Liam Neeson Ásta Sóllilja: Maria Bonnevie Ingólfur Arnarson Jónsson: Ralph Finnes Rósa: Emily Watson Gvendur: Matt Damon Áætlaður launakostnaður 25 milljónir dollara. meira á. www.visir.is Á frumsýningu Fínbjöllu í Háskólabíói, á föstu- dagskvöldið, var auðvitað múgur og margmenni: Gjörningaklúbburinn og Halli Jóns. Andrea umboðsmaður Helgadóttir, Bjargey Jónsdóttir kvikmyndageröarkona, Sunna (þessi sem á búðina á Laugaveginum, systir Ara Alex- ander), Hrönn kvikmyndagerðarkvendi, Kári Schram og Snorri Ásmundsson klámtán. en allt þetta fólk - eða næstum því - var mætt í eftirpartí á Sexbaujunni á Eiðistorgi á eftir. Á Kaffibarnum um kvöldið var sneisafullt út úr dyrum. Þar mátti sjá Egil Helgason og nýju kon- una, Hallgrím Helgason og Huldar Breiðfjörð ásamt Húberti Nóa saman við borð. Seinna settust þar Sjón og Ásgerður kona hans nýkomin af óperu- frumsýningu ásamt Móu systur Ásgerðar og Eyþóri Arnalds. GusGus-gaurar, fyrrverandi og núverandi Steppi Steph - með kærustunni Hrafnhildi fata- hönnuði, Daniel Ágúst og Gabriella og Maggi Jóns. Snæ- fríður Baldvins sást þarna líka T heitum sam- ræðum við ex-Hrafn Jökulsson, öðru nafni Imba (Ingibjörg). Ási Ásmundsson var á staðn- um með kollega sínum Hlyni Hallssyni sem undanfarið hefur fengist viö að skrifa dagbók á vegg Kjarvalsstaða . Allt nnbjöllugengið var mætt, enda Hrönn Sveinsdóttir starfsmaður á barnum. Foreldrar hennar voru aðalstjörnur kvöldsins og fengu því að fljóta með, enda einnig foreldrar annarrar Fínbjöllu, Árna Kyrr. Seint ætlar Lagarfljótsormurinn að hætta að verða Austfirðingum uppspretta nafngifta því um helgina var opnaður nýr/gamall staður á Eg- ilsstöðum sem ber það frumlega nafn Ormur- inn. Á meöal þess fólks sem mætt var til að fagna komu nýs öldurhúss skal helst nefna Brodda Bjarnason, forseta bæjastjórnar, og frú, yngismeyjarnar er þátt taka í Fegurðarsam- keppni Austurlands og Birgittu hárgreiðslufrík. .Jóhann Hauksson og Haraldur útvarpsfrétta- menn heiðruðu einnig staðinn með nærveru sinni, sem og mæðgurnar Auður hótelstýra og dóttir hennar Bryndís. DJ. D.O.D. sá um hrynj- anda fyrir fólk að hreyfa sig við. Hljómsveitin Buttercup spilaði á dansleik í Sjall- anum, Isafirði. Eitthvað virðist lýsingin hafa ver- ið dauf, eða þá að andrúmsloft hafi verið reyk- mettað um of, þvi að enginn gat greint frá nein- um einum sérstökum sem að sótti staðinn þetta kvöld. Ekki nema vera skyldi að Nína Óskars, íslandsmeistari í vaxtarækt, hafi geislað nógu mikið til að sitja eftir í hug- skotum fólks. Fönkið réð ríkjum á Sólon Islandus síðast- liðið föstudagskvöld í boði hljómsveitarinn- ar Funkmaster. Sölvi, trommari i Quarashi, mætti á svæðiö og einnig Maríus söngleikjasöngvari. Gestir af frum- sýningu íslensku Óperunnar á Lúkretía svívirt færðu sig yfir til að melta menninguna sem á borð var borinn þeim. Á meðal þeirra voru Ólafur Ragnar, forseti vor, Garðar Cortes, Anna Sigríður óperusöng- kona og viðskiptajöfurinn Jón Ólafsson. Loks bættust partífikl- arnir úr Með Hausverk um helgar í hópinn, eftir að hafa drukkið i beinni fyrir Landann. Ekki sættu allir sig við að hanga hér uppi á Fróni um helgina. Hópur íslendinga brá undir sig betri fætinum og hélt sem leið lá til Bitla- og fótboltaborgarinnar Liverpool. Var tilgangur ferðarinnar að horfa á leik Liverpool og Leeds. Eitthvað var sætaskipan misjöfn eftir fólki því að samkvæmt öruggum heim- ildum þá sást til Árna Þórs Vig- fússonar láta fara vel um sig í Carlsberg-boxinu. í fylgd með hon- um voru þau Dóra Takefusa og Kristján Ra. Síðan sást söngvarinn Roger Whittaker á Rauðará steikhúsi á laugardagskvöld ásamt umboðsmanni sínum og eigin- konu og hældi steikum staðarins óspart. Líf og fjör var á Spotlight á föstudags- kvöldið og stóð Rósa, skip- og skemmt- anastjóri, í stafni og stýrði partífleyinu af einurð, líkt og hennar er vaninn. Vél- stjóri þetta kvöld var DJ. ívar og sá hann um að dansvélin gengi á fullu stími allt kvöldið. Á með- al háseta voru Stimmi módel, ásamt vinum og vandamönnum, Felix Bergsson, leikari og fyrrum Greifi, og Band- eras, strippari á Þórscafé. Ein af þotum íslenska þotuliðs- ins, TF-REX, hóf sig á loft um helgina og var áætlaður lending- arstaður óljós, sem fyrr, en fólk lét það ekki á sig fá; settist i sætin sín, spennti sætisólar og lagði af stað út í óvissuna. Meðal farþega á föstudagskvöldiö var starfs- fólk Saga-Film. Aðrir sem tóku flugið um helgina voru þeir Eyþór Arnalds, Islands- síma fir, og viðskiptafélag- arnir Jón Ásgeir Bónus- maöur og Jón Ólafsson. Á Sportkaffi var margt um manninn að vanda. Þar sáust m.a. Magnús Ár- mann skemmtanakóngur, Jóhannes í Popptívi og Eiríkur, sölustjóri hjá Bílanaust. Félagarnir tónelsku Villi Goði, Bergur og Matti kíktu einnig inn sem og Erla sem þátturinn Með hausverk um helgar kostaði ný brjóst á. 16 f Ó k U S 11. febrúar 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.