Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2000
23
DV
Sport
Miklir yfirburðir Víkings
- en hin toppliðin töpuðu og spennan eykst í kvennahandboltanum
Haukar mættu Víkingsstúlkum i
Víkinni á laugardaginn. í leiknum
sáu Haukar aldrei til sólar, þegar
staðan var 2-2 skoruðu Víkingar
næstu fimm mörk og komu í veg
fyrir að gestirnir skoruðu á þeim
tíma. Eftir þennan kafla var eins og
gestirnir gæfust upp, ekki skal taka
það af Vikingsstúíkum að þær spil-
uðu virkilega vel. Annar munur á
liðunum var að markvarsla hjá
Haukum i fyrri hálfleik var tvö skot
á meðan Helga varði 10/1, staðan
var 13-7 í hálfleik.
Kristín Guðmundsdóttir Víking-
ur sagði eftir leikinn: „Brjáluð
stemning og vöm, skotin rötuðu
rétta leiö og vítin loksins, varð til
þess að við sigruðum.“ Kristín átti
stjömuleik. Hún byrjaði á því að
skora fyrstu fimm mörk Víkings í
leiknum og gaf ófáar stoðsendingar
á félaga sína auk þess að leika mjög
vel í vöm.
Þegar Kristín var tekin úr um-
ferð tóku Helga Bima og Guðmunda
við að skora mörkin. Haukar sitja í
áttunda sæti fyrir úrslitakeppnina
og geta ekkert fært sig um sæti og
mæta því deildarmeisturum Vik-
ings eöa FH sem spila hreinan úr-
slitaleik á þriðjudaginn um titilinn.
Mörk Víkings: Kristin Guömundsdóttir
12/8 Helga Bima Brynjólfsdóttir 5, Guö-
munda Osk Kristjánsdóttir 4, Svava Sig-
urðardóttir 2, Heiðrún Guðmundsdóttir
2.
Varin skot: Helga Torfadóttir 17/2.
Mörk Hauka: Harpa Melsteð 7/1, Sandra
Anulyte 4, Inga Friða Tryggvadóttir 3,
Hanna Stefánsdóttir 2, Tinna Halldórs-
dóttir 1.
Varin skot: Berglind Hafliðadóttir 7,
Hjördis Guðmundsdóttir 4.
Sjöundi heimasigur Stjörn-
unnar í röð
Stjaman sigraði Gróttu/KR með eins
marks mun, 25-24, en í hálfleik var stað-
an 15-8 fyrir Stjörnuna. Þetta var sjöundi
heimasigur Stjörunnar í röð.
Stjarnan: Rut Steinsen 6, Ragnheiður
Stephensen 5, Sigrún Másdóttir 4, Inga
Steinunn Björgvinsdóttir 3, Nína K.
Björnsdóttir 3, Hrund Grétarsdóttir 3,
Magrét Vilhjálmsdóttir 2, Guðný Gunn-
steinsdóttir 2.
Grótta/KR: Alla Gorgorin 7, Jóna Björg
Pálmadóttir 6, Ágústa Edda Björnsdóttir
4, Ragna K. Sigurðardóttir 4, Kristín
Þórðardóttir 2, Eva Björk Hlöðversdóttir
1.
Framstúlkur stöðvuðu FH
Framstúlkur sýndu mátt sinn og meg-
in gegn FH. Fyrri hálfleikur var í jafn-
vægi en í leikhléi var staðan jöfn, 11-11.
1 síðari hálfleik voru Framstúlkur mun
friskari og unnu að lokum öraggan sigur,
30-25. Þetta var fyrsta tap FH í tíu leikj-
um í röð eða síöan í nóvember.
Fram: Björk Tómasdóttir 10, Marina
Zoueva 9, Bjarney Bjamadóttir 3, Hafdís
Guðjónsdóttir 3, Katrín Tómasdóttir 2,
Olga Prokhorova 2, Svanhildur Þengils-
dóttir 1.
FH: Hrafnhildur Skúladóttir 7, Þórdís
Brynjólfsdóttir 6, Guðrún Hólmgeirsdótt-
ir 5, Dagný Skúladóttir 4, Drífa Skúla-
dóttir 1, Hafdís Hinriksdóttir 1, Gunnur
Sveinsdóttir 1.
Fimmti sigurinn í röð hjá
ÍBV
ÍBV átti eins og vænta mátti ekki í
neinum erfiðleikum með KA noröur á
Akureyri. Lokatölur þar urðu 18-30.
Eyjastúlkur hafa verið á skriði upp á
síðkastið og var þetta fimmti sigur liðs-
ins í röð.
KA: Heiða Valgeirsdóttir 5, Inga Ó. Sig-
urðardóttir 4, Þómnn Sigurðardóttir 3,
Sif Ásmundsdóttir 2, Ebba Særún
Brynjarsdóttir 1, Inga Huld Pálsdóttir 1,
Guðrún Linda Guömundsdóttir 1, Marta
Hermannsdóttir 1.
ÍBV: Amelía Hegic 9, Mette Eindersen 6,
Anita Andersen 5, Ingibjörg Jónsdóttir 4,
Andrea Atladóttir 3, Guðbjörg Guð-
mundsdóttir 1, Eyrún Sigurjónsdóttir 1,
Hind Hannesdóttir 1.
ÍR sigraði síðan Aftureldingu, 27-19, í
íþróttahúsinu í Austurbergi.
-BB/JKS
Heimsbikarinn á skíðum:
Kristinn féll
úr leik í Kóreu
- Slóveninn Mitja Kunc sigraði í sviginu
Kristinn Bjömsson keppti aö-
faranótt sunnudagsins á sínu sjö-
unda heimsbikarmóti í vetur í
svigi og fór mótið fram í Jong-
Pjong í Suður-Kóreu.
Kristinn var 23. í rásröðinni og
féll eftir stutta ferð í brautinni.
Brautin var mjög erfið og hörð yf-
irferðar og féllu alls 22 keppendur
úr keppni í fyrri umferð. Brautin
var sérlega erfið á einum stað, of-
arlega, og þar heltust flestir úr
lestinni.
Norðmaðurinn Kjetil Andre
Aamodt, sem er efstur á stigum í
svigkeppni heimsbikarsins, náði
sér ekki á strik í keppninni og varð
að gera sér 14. sætið að góðu.
Slóveninn Mitja Kunc sigraði í
sviginu og kom sá sigur nokkuð á
óvart. Norðmaðurinn Ole Christi-
an Furuseth lenti í öðru sæti og í
þriðja sæti hafnaði Mario Matt frá
Austurríki. Landi hans Mario Reit-
er varð fjórði og Finninn Kalle
Palender náði sinum besta árangri
lengi með því að verða í fimmta
sæti.
Þegar þrjú mót eru eftir í svig-
keppni heimsbikarsins hefur Kjetil
Andre Aamodt forystu með 508
stig. Slóveninn Matjaz Vrhonik er
annar með 456 stig og í þriðja sæti
er Ole Christian Furuseth með 364
stig.
Kristinn Bjömsson, sem hefur
verið óheppinn í síðustu mótum, er
í 15. sæti með 104 stig. Með aðeins
meiri heppni væri Ólafsfirðingur-
inn mun ofar á töflunni. Hann á
möguleika á að fikra sig ofar á mót-
unum þremur sem eftir eru. -JKS
NBA-DEILDIN
Úrsllt aðfaranótt laugardags:
Toronto-Minnesota.......85-107
Carter 23, Mcardy 20 - Garrnett 28,
Brandon 18, Sealy 18.
Miami-Cleveland..........87-82
Mashburn 18, Weatherspoon 13 -
Murry 28, Miller 12.
Detroit-Golden State .... 131-99
Hill 30, Stackhouse 29 - Hughes 24,
Cafiey 18.
Milwaukee-Philadelphia . . 83-97
Robinson 24, Allen 15 - Iverson, Hill
17.
New York-Phoenix .........84-79
Ewing 25, Sprewell 21 - Gugliotta 16,
Hardaway 14.
Chicago-San Antonio.......78-91
Brand 10, Carr 10, Anstey 10 -
Robison 23, Rose 17.
Utah Jazz-Orlando ........96-88
Malone 19, Russell 15 - Amaechi 24,
Mercer 19.
Seattle-Atlanta...........87-95
Baker 21, Patterson 21, Payton 21 -
Rider 24, Jackson 23.
LA Lakers-Boston........109-96
O’Neal 28, Rice 20 - Walker 25, Pierce
19.
Aðfaranótt sunnudags:
Indiana-Golden State .... 104-88
Rose 29, Miller 15 - Hughes 24,
Marshall 16.
Washington-Miami........ 88-98
Murry 20, Howard 17 - Mourning 28,
Hardaway 23.
New Jersey-Charlotte . . . 104-93
Van Horn 29, Gill 23 - Coleman 24,
Jones 23.
DaUas-Denver.............98-96
Pack 22, Ceballos 22 - Mcdyess 22,
Clark 20.
Vancouver-Sacramento . . 102-90
Rahim 22, Harrington 20 - Webber 36,
Anderson 18.
LA CUppers-Atlanta .... 78-77
Anderson 21, Nesby 14 - Coles 16,
Rider 16.
-JKS
Þýskaland:
Wuppertal
tapaði á
heimavelli
íslendingaliðið Wuppertal tap-
aði á heimavelli fyrir Bad
Schwartau, 24-29, í þýska hand-
boltanum í gær. Hvorki hefur
gengið né rekið hjá félaginu í
vetur og hefur liðið aðeins feng-
ið tíu stig í deildinni. Ekki bætti
úr skák að markvörður liðsins,
Bruno Martini, fingurbrotnaði á
æfingu sl. laugardag.
Fyrri hálfleikur liðanna var
jafn og vom gestirnir með eins
marks forystu í hálfleik, 11-12. í
síöari hálfleik gaf Wuppertal eft-
ir og smám saman haliaði undan
fæti og að lokum varð liðið að
sætta sig viö fimm marka ósig-
ur.
Stig Rasch var markahæstur
hjá Wuppertal með 9 mörk.
Valdimar Grímsson skoraði 6
mörk, fiögur úr vítum, og Dagur
Sigurðsson gerði fimm mörk.
Hjá Bad Schwartau var Svíinn
Pierre Thorsson atkvæðamestur
með átta mörk.
Einn annar leikur var á dag-
skrá í gær þegar Schútterwald
tapaði á heimavelli fyrir
Eisenach, 16-22.
-JKS
Spænskt lið með
fyrirspurn í Stage
Spænskt 1. deildar lið í
handknattleik gerði á dögunum
fyrirspurn um danska leik-
manninn hjá KA, Bo Stage. Atli
Hilmarsson, þjálfari KA, sagðist
við DV í gærkvöld ekki eiga von
á öðru en Stage yrði í herbúðum
þeirra áfram en hann væri
samningsbundinn liðinu út
tímabilið.
-JKS