Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2000
27
-
Maður leiksins: Jón Karl Björnsson, Haukum.
:-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------.-------------------------------------------------------------------------------------------------------------
DEiLD KakLA
-
Afturelding 17 12 1 4 438 403 25
Fram 17 10 2 5 439-416 22
KA 16 9 2 5 427-367 20
Haukar 17 8 3 6 451-426 19
Valur 17 9 1 7 389-375 19
IBV 17 8 2 7 400-400 18
Stjarnan 16 8 1 7 381-372 17
HK 17 8 1 8 418410 17
FH 17 7 3 7 385-386 17
ÍR 17 6 3 8 401-417 15
Víkingur R. 17 3 5 9 408450 11
Fylkir 17 1 0 16 368475 2
■
Andri Úlfarsson í ÍR sækir að vörn Eyjamanna þar sem Svavar Vignisson er fyrir.
Meistararnir kjoldregnir
- Haukarnir unnu stóran sigur á meisturum Aftureldingar, 28-22
„Þetta var mjög þýðingarmikill sigur
enda munar um hvert stig í þessari jöfnu
deild. Við náðum upp góðri vörn og mark-
vörlu í seinni hálfleik og það lagði grunn-
inn að sigri okkar. Við megum hins vegar
ekki halda að við séum neitt öruggir í úr-
slitakeppnina. Það er mikið eftir og verð-
um að hafa fyrir hlutunum,“ sagði Jón
Karl Bjömsson, hornamaðurinn snjalli í
liði Hauka, við DV eftir sigur á íslands-
meisturum Aftureldingar, 28-22, í Strand-
götunni í gærkvöld.
Leikur liðanna var hörð rimma og oftar
en einu sinni munaði litlu að upp úr syði.
Dómaramir misstu nokkuð tökin i síðari
hálfleik og á tímabili voru aðeins þrír
Haukamenn inni á vellinum. En Haukam-
ir héldu haus og með Petr Baumruk
fremstan i ílokki í sterkri Haukavörn í
seinni hálfleik skomðu heimamenn sex
mörk í röð, breyttu stöðunni úr 20-19 i
24-19 og gerðu þar með út um leikinn.
Haukarnir voru eins og gestirnir í vand-
ræðum með vamarleik sinn í fyrri hálfleik
en í þeim síðari var allt annað upp á ten-
ingnum. Baumruk náði að binda vörnina
vel saman, Jónas hrökk í stuö í markinu
og Haukamir refsuðu meisturunum
grimmt með hraðaupphlaupum. Liðsheild-
in var miklu sterkari hjá Haukum.
Baumruk átti mjög góðan leik, ekki bara í
vörninni heldur var hann atkvæðamikill í
sókninni, Jón Karl var mjög drjúgur í
hominu og hraðaupphlaupunum og þeir
Óskar Ármannsson og Halldór Ingólfsson
voru mjög ógnandi. Haukunum hefur
gengið vel á nýju ári. I fjórum leikjum er
uppskeran þrir sigrar og eitt jafntefli og
lærisveinar Guðmundar Karlssonar þjálf-
ara hafa því ekki tapað eftir að tilkynnt
var að Viggó Sigurðsson tæki við starfi
Guðmundar í sumar.
Mosfellingar hófu leikinn af krafti og
virtust til alls líklegir en smátt og smátt
dró úr kraftinum líkt og hjá Heklu gömlu.
Varnarleikurinn var í molum og í síðari
hálfleik komust meistararnir lítt áleiðis
gegn sterki vöm Hauka. Valdimar Þórsson
lék einna best í liði Aftureldingar og Lithá-
amir Gintas og Gintaras vom spækir í
fyrri hálfleik. Það er ljóst að Mosfellingar
eiga erfitt með að fylla skarð Bjarka Sig-
urðssonar, sem er meiddur, og ekki bætti
úr skák að homamaðurinn sterki, Jón
Andri Finnsson, tók út leikbann í gær. Lið
Aftureldingar hefur verið hálfvængbrotið
eftir áramótin og ljóst er að Skúli þjálfari
Gunnsteinsson þarf að hressa vel upp á sitt
lið ef það ætlar alla leið, líkt og í fyrra.
-GH
Eyjamenn
á siglingu
- unnu ÍR örugglega, 21-26
Eyjamenn hafa verið á góðu skriði í 1. deildinni í hand-
knattleik undanfarið og héldu því áfram með sannfærandi
fimm marka sigri á ÍR-ingum í Austurbergi.
Það var frábær kafli Eyjamanna um miðjan síðari hálfleik
sem tryggði þeim sigurinn en leikurinn hafði verið jafn fram
að því. Fyrri hálfleikur var jafn allan tímann. Þeir Erlendur
Stefánsson hjá ÍR og Audinas Fravolas héldu uppi flugeldasýn-
ingu fyrir sín lið og gerðu báðir öll sín mörk í fyrri hálfleik.
Fravolas meiddist reyndar um miðjan hálfleikinn og lék
ekkert eftir það. Að því loknu tóku Miro og Ragnar Óskarsson
við í skotkeppninni og gerðu þeir sín fimm mörkin hvor í
fyrri hálfleik. Eyjamenn höföu eins marks forystu í leikhléi.
I síðari hálfleik breyttu Eyjamenn vöminni hjá sér, komu
lengra út í skytturnar og tóku Ragnar Óskarsson nánast úr
umferð. Þetta hafði mjög lamandi áhrif á sóknarleik ÍR-inga og
skyttumar Erlendur og Ingimundur skoruðu ekki mark í hálf-
leiknum, né heldur Einar og Róbert sem komu inn á til að
leysa þá af. ÍR-ingar náðu þó að halda í horfinu fram undir
miðjan hálfleikinn en í stöðunni 17-17 gerðu Eyjamenn fimm
mörk í röð og refsuðu ÍR-ingum fyrir byrjendamistök í sókn-
inni en þau voru mörk. Eftir þaö var aldrei spurning um sig-
urinn, ÍR-ingar gáfust upp og eftirleikurinn var auðveldur.
Það er allt annað að sjá til Eyjaliðsins nú en í upphafi tíma-
bilsins og virðist Boris Bjarni vera að gera góða hluti með lið-
ið. Miro var sem fyrr atkvæðamestur í liðinu en auk hans átti
Daði Pálsson frábæran síðari hálfleik og 19 ára leikstjórnandi,
Hannes Jónsson, átti góða innkomu. ÍR-liðið hmndi gjörsam-
lega í síðari hálfleik og virðist illa mega við því að Ragnari
Óskarssyni sé kippt úr sóknarleiknum. Hrafn Margeirsson
markvörður var yfirburðamaður í sínu liði. -HI
Ójafnt í Árbænum
Fedrouhine Auztoli, þjálfari bikarmeistara Fram, lét varalið sitt
að mestu leyti um aö afgreiöa falllið Fylkis þegar liðin áttust viö í
Safamýri í gærkvöldi.
Framarar byrjuðu leikinn af miklum krafti, skoruðu úr 13 af 15
fyrstu sóknum sínum og höfðu þægilegt 7 marka forskot í leikhléi.
En ólíkt höfðust þeir að i síöari hálfleiknum, þá var sóknarnýting
Framara aðeins 33% fyrstu 15 mínúturnar þar sem þeir skoruöu úr
4 af fyrstu 12 sóknum sínum. Fylksmenn gengu á lagið og breyttu
stöðunni í 22-18.
En lengra komust þeir ekki Framárar bættu leik sinn og unnu
sannfærandi sigur, 30-23. Þessi leikur veröur fljótur að gleymast
öllum þeim er á horfðu og mér er til efs að leikmenn muni leggja
hann neitt sérstaklega á minniö, nema ef vera skyldi þeir leikmenn
Fram sem hafa lítið leikið með í vetur en fengu tækifæri i þessum
leik til að sýna hvað í þeim býr. Kristján Þorsteinsson var bestur í
liði Fram en hjá Fylki var Tjörvi Ólafsson bestur.
Sport
i>v
Magnús lagði grunn
- að fyrsta sigri FH-inga á árinu gegn HK, 23-20
Magnús Ámason, markvörður FH-
inga, lagði gruxminn að fyrsta sigri
sinna manna á þessu ári þegar FH
lagði HK í Digranesi, 23-20.
Magnús skellti FH-markinu í lás í
síðari hálfleik og varði hvað eftir
annað meistaralega. Hann varði 14
skot í seinni hálfleiknum, þar af tvö
vítaköst og mörg dauðafæri Kópa-
vogsmanna sem töpuðu sínum fyrsta
deildarleik á árinu eftir að hafa unn-
ið þrjá í röð.
Leikurinn bar þess merki aö mikið
var í húfi þar sem hörð barátta er um
að komast í úrslitakeppnina. Barátta,
klaufalegar sóknarvillur og á köflum
taugaveiklun einkenndi leik beggja
liða sem skiptust á að hafa forystu
lengi vel en eftir að FH-ingar skoruðu
fiögur mörk í röð og náðu þriggja
marka forystu þegar 6 mínútur voru
til leiksloka var ljóst að sigurinn félli
þeim í skaut.
Markvarsla Magnúsar réð úrslitun-
um í þessum leik. Valur Arnarson lék
einnig vel fyrir FH sem og Guðmund-
ur Pedersen og þá léku gömlu jaxlarn-
ir Gunnar Beinteinsson og Hátfdán
Þórðarson lykihlutverk i vöminni.
Óskar E. Óskarsson var eini leik-
maður HK sem náði sér virkilega á
strik.
Aðrir lykilmenn liðsins eins og
Sverrir Bjömsson, Alexander Amar-
son, Hlynur markvörður og Sigurður
Sveinsson náðu sér ekki á strik og við
því má Kópavogsliðið alls ekki.
-GH
Haukar 28(14) - Afturelding 22(14)
1-0, 2-2, 2-5, 4-7, 8-10, 12-10, 12-12, 14-12, (14-14), 15-14, 16-16,
18-16, 20-19, 26-19, 26-21, 27-22, 28-22.
Jón Karl Bjömsson 9/3, Halldór Ingólfsson 6/1, Óskar
Ármannsson 5/1, Petr Baumruk 3, Aliaksandr
Shamkuts 2, Sigurjón Sigurðsson 1, Kjetil Ellertsen 1,
Sigurður Þórðarson 1.
Varin skot: Magnús Sigmundsson 1, Jónas Stefánsson 9.
Brottvisanir: 14 mínútur. Rauö spjöld: Engin.
Vitanýting: Skorað úr 5 af 6.
Áhorfendur: Um 500
GϚi leiks (1-10): 6.
Dómarar (1-10): Gunnlaugur
Hjálmarsson og Arnar Kristinsson. (4).
Valdimar Þórsson 7/4, Gintas Savukynas 5, Gintaras
í■ Galkauskas 4, Einar Gunnar Sigurðsson 2, Magnús Már
Þóröarson 2, Alexei Troufan 1, Hilmar Stefánsson 1.
Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 11/1.
Brottvisanir: 12 mínútur. Rauö spjöld: Engin.
Vitanýting: Skorað úr 4 af 5.
Fram 30 (18) - Fylkir 23 (11)
2-0, 5-1, 6-2, kA, 10-6, 14-7, 16-9, 18-9, (18-11), 18-13, 20-15, 21-17,
24-18, 27-20, 29-22, 30-23.
• Kenneth Ellertsen 6/5, Kristján Þorsteinsson 4, Vilhelm G.
Bergsveinsson 4, Vilhelm S. Sigurðsson 4, Guðjón Drengs-
son 3, Róbert Gunnarsson 3, Guðlaugur Amarsson 2, Gunn-
ar Berg Viktorsson 2/2, Robertas Pauzuoliz 1, Njörður Áma-
son 1. Varin skot: Magnús Erlendsson 16/3.
Brottvisanir: 8 mínútur. Rauö spjöld: Engin.
Vitanýting: Skorað úr 7 af 7.
Áhorfendur: 84.
GϚi leiks (1-10): 3.
Dómarar (1-10): Ólafur ö. Haraldsson
og Guðjón L. Sigurðsson. (7).
IR 21 (12) - IBV 26 (13)
1-0, 2-2, 4-3, 5-7, 7-8, 8-10, 10-11, (12-13). 13-16, 16-16, 17-22, 20-23,
21-26.
Ragnar Óskarsson 9/5, Erlendur Stefánsson 5, Ragnar
Helgason 3, Ingimundur Ingimundarsson 2, Ólafur
Sigurjónsson 1, Finnur Jóhannsson 1.
Varin skot: Hrafn Margeirsson 15/1.
Brottvísanir: 12 mínútur. Rauó spjöld: Engin.
Vitanýting: Skorað úr 5 af 6.
Áhorfendur: 200
GϚi leiks (1-10): 7.
HK 20 (11) - FH 23 (11)
1-0, 2-2, 4-4, 6-4, 8-6, 8-9, 11-10, (11-11). 11-13, 14-13, 16-15, 16-17,
17-17, 17-21, 18-22, 19-23, 20-23.
Óskar E. Óskarsson 8/3, Sigurður Sveinsson 3/1, Guðjón
Hauksson 2, Már Þórarinsson 2, Atli Þór Samúelsson 2, Al-
exander Amarson 1, Jón B. Ellingsen 1, Samúel Ámason 1.
Varin skot: Hlynur Jóhannesson 8, Kristinn Guðmundsson 1.
Brottvísanir: 10 mínútur. Rauó spjöld: Engin.
Vítanýting: Skorað úr 4 af 6.
Dómarar (1-10): Hlynur
Jóhannesson og Anton Pálsson. (6).
Dómarar (1-10): Bjami Viggósson og
Valgeir Ómarsson. (6).
Áhorfendur: 250
Gceöi leiks (1-10): 6
Þ. Tjörvi Ólafsson 7/1, Ólafúr Ó. Jósepsson 4/1, David
fl|Cl Kekelja 3, Ágúst Guðmundsson 3, Eymai Kruger 2.
'/ Július Sigurjónsson 2, Sigmunur P. Lárusson 1, Elís Þór
Sigurðsson 1. Varin skot: Örvar Rudolfsson 5,
Jóhannes Lange 2. Brottvisanir: 12 mínútur. Rauó spjöld: Engin.
Vitanýting: Skorað úr 2 af 5.
Maöur leiksins: Kristján Þorsteinsson, Fram.
Miro Barisic 8/4, Daði Pálsson 6, Hannes Jónsson 4/1,
Audinas Fravolas 3, Guðfmnur Kristmannsson 2, Arnar
Richardsson 1, Erlingur Richardsson 1, Sigurður Bragason 1.
Varin skot: Gísli Guðmundsson 11.
Brottvisanir: 18 mínútur. Rauó spjöld: Engin.
Vítanýting: Skorað úr 5 af 6.
Maður leiksins: Hrafn Margeirsson, ÍR.
Guðmundur Pedersen 7/5, Valur Amarson 5, Brynjar Geirsson
2, Sigursteinn Amdal 2, Sigurgeir Ægisson 2, Lára Long 2,
Knútur Sigurðsson l, Hálfdán Þórðarson 1, Sverrir Þórðarson 1.
Varin skot: Magnús Ámason 22/2
Brottvísanir: 12 mínútur. Rauó spjöld: Engin.
Vitanýting: Skorað úr 5 af 5.
Maöur leiksins: Magnús Árnason, FH.