Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2000, Blaðsíða 12
30 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2000 Jóhannes og Brynjar. Gull og brons íslendingar náðu hreint frá- bærum árangri á Norðurlandamót- inu í snóker sem lauk um helgina. Jóhannes B. Jóhannesson náði að tryggja sér gullverðlaun- in í einstak- lingskeppninni með því að sigra Danann Allan Norvark í úrslit- um, 6-2. Brynjar Valdimarsson vann til brons- verðlauna í ein- staklingskeppn- inni með því að sigra Svíann Kevin Zarakani, 5-3. Islendingar urðu Norður- landameistarar i liðakeppni og ár- angur liðsins á mótinu var mjög góður. -SK Bland í poka Kristinn Magnússon frá Ak- ureyri varð í 43. sæti i svigi á heimsmeistaramót pilta í Kanada um helgina. Björgvin Björgvinsson frá Dalvík féll úr keppni i fyrri ferð. Mikil slagsmál brutust út í upphafi leiksins hjá Stoke City og Wigan í 2. deildinni um helg- ina. Enska knattspyrnusam- bandið er með málið til rann- sóknar en talið er að stuðnings- menn Stoke hafl átt upptökin að óeirðunum. 1R stefnir hraóbyri að úr- valsdeildinni í körfuknattleik eftir eins árs veru í 1. deildinni. Um helgina komust ÍR-ingar þó í hann krappan er þeir unnu Stjörnuna með aðeins eins stigs mun, 96-95. Þá unnu Eyjamenn í ÍV öruggan sigur á liði Staf- holtstungna, 84-69. Þýska liöiö Kiel skreið áfram í undanúrslit meistarakeppni Evrópu í handbolta með þvi að vinna ísraelska liðið Hapoel Ris- hon í Þýskalandi í gær, 26-22. Lasko frá Slóveníu komst áfram með 26-20 sigri gegn Ademar Leon frá Spáni. Þá sigraði Barcelona úkraínska liðið Za- poroskye með sjö marka mun á heimavelli sínum á Spáni en lokatölur uru 27-20. -SK KFÍ nær örugt í úrslitin KFÍ tryggði sér lykilstöðu í barátt- unni viö Tindastól um fjórða sætið í úrslitakeppni kvenna í körfubolta. KFí og Tindastóll skiptu með sér sigrunum í tveimur leikjum liöanna í 1. deild kvenna um helgina, Tinda; stóll vann fyrri leikinn, 72-77, en KFl þurfti 10 stiga sigur í seinni leiknum til að standa betur í innbyrðisviður- eignum liöanna og tókst það þvl liðið vann leikinn, 74-62. Þetta var langþráður sigur hjá lið- inu sem hafði tapað átta leikjum í röð en dugar nú tveir sigrar á heimavelli gegn neðsta liði deildarinnar, Grinda- vík, til aö tryggja sér sæti i úrslita- keppninni í fyrsta sinn. KFÍ-TindastóU 72-77 (41-39) Stig KFÍ: Ebony Dickinson 43 (19 frá- köst), Helga Salóme Ingimarsdóttir 10, Tinna B. Sigmundsdóttir 9, Hafdis Gunnarsdóttir 6, Sólveig Pétursdóttir 2, Elísabet Samúelsdóttir 2. Stig Tindastóls: JUl WUson 37 (13 fráköst 9/6 i þriggja), Bima Eiríks- dóttir 15, Dúfa Ásbjörnsdóttir 13, HaUdóra Andrésdóttir 5, HafnhUdur Kristjánsdóttir 5, Aníta Sveinsdóttir 2. KFÍ-TlndastóU 74-62 (38-31) Stig KFÍ: Dickinson 48 (16 fráköst), Tinna 12 (4 stoðsendingar), Anna Sig- urlaugsdóttir 4, Helga 4, Sesselja Guð- jónsdóttir 3, Hafdís 2, Sólveig 1. Stig Tindastóls: Birna 18, WUson 17, HaU- dóra 14, Dúfa 7 (5 fráköst, 6 stoðsend- ingar), Ingibjörg Björgvinsdóttir 4, Efemia Sigurbjörnsdóttir 2. 1. DEILD KVENNA KR 17 15 2 1257-743 30 Keflavík 17 15 2 1277-886 30 ts 18 11 7 1053-958 22 Tindastóll 16 6 10 933-1109 12 KFÍ 18 4 14 1039-1362 8 Grindavík 18 1 17 785-1286 2 Létum niðurlægja okkur „Við höfum verið að spUa ágætis bolta en svo kemur að þeim tímapunkti í leikjum sem menn ætla að fara gera þetta upp á eigin spýtur sem gengur ekki. Við spiluðum þokkalega í fyrri hálfleik en í þeim seinni fóru menn bara í sitt eigið horn og spiluðu eins og bjánar og við létum niðurlægja okkur,“ sagði Helgi Jónas Guðfinnsson sem var stigahæstur í liðinu. Vinna á veikleikunum „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Svona lið refsa okkur fyrir að eiga slæma kafla eins og við eigum í upphafi seinni hálfleiks. Maður getur ekki farið að benda á ákveðna hluti svona strax eftir leik þegar maður er ekki búinn að renna honum í gegnum hausinn en við verðum bara að halda áfram að vinna á veikleikum okkar,“ sagði Friðrik Stefánsson. -ÓÓJ Endurspeglaði veikleikana „Ég var alveg sannfærður um að þetta væri möguleiki fyrir okkur og lagði það upp fyrir leikinn. Við sýndum það í fyrri hálfleik en svo bara ræðst leikurinn í síðari hálfleik. Þeir byrja mun betur en við og þá er eins og það komi .upp þessi ótti og hræðsla við að gera mistök sem hefur því miður einkennt okkur. Við erum að spila einungis gegn þjóðum sem eru fyrir ofan okkur í styrk og við viljum reyna að vera áfram i þessum hópi en til þess þurfum við að sýna betri leik en í síðari hálfleik. Seinni hálfleikurinn endurspeglaði þá veikleika sem við eigum við að glíma í íslenskum körfuknattleik og það er ljóst að margt gott hefur gerst en íslenskur körfubolti þarf að taka sig taki og menn þurfa að leggja meira á sig. Við erum ekki nógu klókir, ekki nógu sterkir á svellinu, framkvæmdaatriði sóknarleikins eru bara hreinlega út í hött og jafnvægi milli þolinmæði og áræðni er ekki til,“ sagði Friðrik Ingi þjálfari. -ÓÓJ Friörik Ingi Rúnarsson og lærisveinar hans í landsliðinu leggja á ráðin í leikhléi gegn Portúgal. DV-mynd Hilmar Þór Til skammar icílanwí* Helgi Jónas Guöfinnsson hóf leik- inn frábærlega, hitti úr fjórum fyrstu skotum sínum, þar af þremur þriggja stiga og setti niður 13 stig á fyrstu 6 minútum leiksins. Eftir það mátti hann þó bíða í 21 mínútu eftir næstu körfu kappans og gerði hann samtals fimm stig siðustu 34 mínútumar. Friörik Stefánsson og Fannar Ólafsson gerðu sitt í baráttunni und- ir körfúnni og tóku samtals átta sókn- arfráköst og skiluðu þar af þremur körfum strax í framhaldinu. Alls gerðu þeir 22 stig og hittu úr 6 af 10 skotum sínum og 10 af 16 vítum. Portúgal vann seinni hálfleikinn 46-27 í stigum, 10-2 í stoðsendingum, 8-2 i stolnum boltum og 11-4 í skoruð- um körfum. Islenska liðið tapaði 9 boltum í hálfleiknum, hitti aðeins úr 4 af 25 skotum, þar af engu þriggja stiga skoti (af 9) og gerði 67% stiga sinna af vítalínunni (18 af 27). íslenska liöiö tók 56% frákasta í leiknum (30 gegn 24), alls 15 sóknar- fráköst og gerði 18 stig eftir aö hafa fengið annan möguleika í framhaldi af sóknarfrákasti en það dugði lítið. Portúgal hóf seinni hálfleikinn með því að skora fimm fyrstu stigin og vann fyrstu flmm mínútur hálfleiks- ins, 16-2. -ÓÓJ Island (41) 68 - Portúgal (41) 87 5-0, 5-2, 7-2, 7-6, 12-6, 17-11, 19-13, 19-17, 21-17, 21-26, 23-28, 29-28, 29-33, 33-38 41-39, (41-41), 4H6, 43^6, 43-57, 51-58, 51-66, 56-71, 63-75, 63-80, 65-80, 68-87. Fráköst: Island 30 (15-15), Portúgal 24 (7-11). 3ja stiga: ísland 21/5, Portúgal 13/5. Sergio Ramos Paulo Pinto Carlos Sebtas Nuno Marcal Nuno Perdiago Luis Silva Miguel Miranda Raul Santos Nuni Manarte Luis Gomes Helgi Jónas Guönnnss. 18 Teitur örlygsson 12 Friðrik Stefánsson 12 Fannar Ólafsson 10 (7 fráköst á 18 minútum) Herbert Amarson 10 (0 af 4 í þriggja stiga skotum) Gumundur Bragason 2 Falur Harðarson 2 Birgir Öm Birgisson 2 Domarar (1-10): Lars Klaar, Svíþjóð og Paul Den Hartog, HoUandi (6). Gœði leiks (1-10): 2. Víti: Island 28/21, Portúgal 33/24. Áhorfendur: 500. BIRGIRJRI «r -19 stiga tap gegn Portúgal á heimavelli og aðeins fjórar körfur síðustu 20 minúturnar Vonin um fyrsta sigur íslenska körfuknattsleikslandsliðsins í undan- úrslitariðli Evrópumótsins fékk þungan skell í Höllinni á laugardag þegar Portúgalir unnu 19 stiga sigur og íslenska liðið gekk niðurlútt af velli, flmmtánda leikinn á EM í röð. íslenska liðið hefur átt slæma kafla til þessa í keppninni en aldrei þó heilan hálfleik eins og gerðist á laugardaginn. Leikur liðsins hrundi bara til grunna í seinni hálfleiknum eftir að byrjun leiksins hafði lofað góðu og jafnt hafi verið eftir fyrri hálfleikinn, 41-41. Frammistaða liðsins í seinni hálf- leik var bara í einu orði sagt til skammar. Að tapa hálfleik með 19 stigum og skora aðeins fjórar körfur utan af velli á 20 mínútum er eitt- hvað sem væri hugsanlega hægt að sætta sig við gegn stærstu og bestu körfuknattleiksþjóðum heims á úti- velli en ekki gegn Portúgal á heima- velli, liði sem við álitum fyrir leikinn næst því að vera okkar jafningja í riðlinum. Töpin eru nú orðin fimmtán í röð, þar af tíu með 20 stigum eða meir og það verður bara að viðurkennast að áhuginn I kringúm liðið dvínar með hverju tapinu á fætur öðru og þrátt fyrir að ókeypis sé á hvern leik fækk- ar bara áhorfendum mOli leikja. Friðrik Ingi Rúnarsson hefur reynt að færa meiri aga og yfirvegað- an leik inn i liðið en útkoman til þessa er aðeins sú að sóknarleikur liðsins er bitlaus, þungur og leiðin- legur og við sem einu sinni fengúm að sjá fullt af þriggja stiga körfum, hraða og skemmtun þurfum að sætta okkur við vítaskot, villur og vand- ræði ofan á þessi stórtöp. Portúgalir sýndu í raun hvemig útfæra á „draumsýn" Friðriks Inga á leikstíl byggðan á aga og útsjónar- semi því hverjum mistökum islensku strákanna var refsað með einfaldri hraðaupphlaupskörfu eða galopnu skoti. Einn leikmaður bar af á veUin- um eftir fyrstu 6 mínútumar en Helgi Jónas gerði 13 stig á þessum fyrstu mínútum. Sergio Ramos hitti úr 10 af 13 skotum, 10 af 11 vítum og gerði 32 stig á 32 mínúum. Hvað er til ráða? Það biða ungir og stórefnilegir strákar handan við hornið og vissulega bendir frammi- staða Guðmundar Bragasonar og Fals Harðarsonar í þessum leik til þess að hægt sé að skipta þeim strax inn í landsliðið. Tveir af reyndustu leikmönnum liðsins gerðu þannig samtals aðeins 4 stig og hittu 2 af 10 skotum sínum á 47 mínútum. Leita þarf úrbóta og það strax því annars fer illa. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.