Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2000, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2000, Qupperneq 3
Stuttmyndadagar eflast með hverju árinu og nú styttist óðum í keppnina í ár. Það verður spennandi að sjá gróskuna árið 2000 sem er feikilega mikil, að sögn Jóhanns Sigmarssonar, forsprakka hátíðarinnar, en Fókus heyrði í honum hljóðið og grennslaðist fyrir um stuttmyndaveisluna. Stuttmyndin Slurpurinn, eftir Katrínu Ólafsdóttur og Reyni Lyngdal, varö í fyrsta sæti keppninnar í fyrra og vann einnig til verölauna á hátíöum í Toronto og Chicago. Það er ekki seinna vænna að fara að huga að því að koma hugmyndum sínum í framkvæmd fyrir Stutt- myndadaga i Reykjavík nú í vor. Skilafresturinn rennur út föstudag- inn 21. aprO þannig að þeir sem ætla að vera með þurfa að setja aUt á fullt þessa dagana. Umsóknargögnum með upplýsingum um höfunda og stutt- myndum skal skOa tO Sigríðar Rögnu Jónsdóttur hjá Kvikmyndasjóði Is- lands, Túngötu 14, og verða allar um- sóknir að sjálfsögðu að vera vandlega merktar Stuttmyndadögum í Reykja- vík. SkOagjald er 1500 krónur. Mynd- irnar eiga að vera á S-VHS/BETA eða Hi-8 og mega ekki vera lengri en 15 mínútur (þannig að dómnefndin og hinir sem horfa á þurfi ekki að deyja úr leiðindum). Gróskan mikla „Við erum að opna fyrir þann mögiOeika að gera Stuttmyndadaga að alþjóðlegri hátíð og eigum von á myndum frá New York og einhverju frá Berlín,“ segir Jóhann Sigmars- son kvikmyndagerðarmaður, betur þekktur undir nafninu Jonni. Að sögn hans er áætlað að stækka há- tíðina og skipta henni í aðalkeppni og aukakeppni í framtíðinni. „Ég býst þó ekki við því formi nú í ár nema við fáum svo margar fagmannlegar myndir að við neyðumst til að skipta þeim í ex- perimental-myndir og pró- fessjónal-myndir. Við feng- um tO dæmis 60 myndir í fyrra og sýndum þær á þremur dögum. Svona er gróskan mikO árið 2000 en hún var engin þegar ég byijaði árið 1992 og þurfti nánast að leita eftir mynd- um tO að fá í keppnina,“ útskýrir Jonni og bætir við að keppnin hafi verið stofnuð tO að vekja athygli á stuttmyndaforminu og oft hafi myndirnar verið tOrauna- og skólamyndir. Þótt faglegri myndir skipi nú stærri sess en áður er „Svona er gróskan mikil árið 2000 en hún var engin þegar ég byrjaði árið 1992 og þurfti nánast að leita eftir myndum til að taka þátt í keppninni." jafnframt nauðsynlegt að áhugafólk geti líka tekið þátt i keppninni. Að- spurður segist hann ekki vita fyrir víst hvar keppnin verði haldin en veðjar þó á Tjamarbíó, enda hefur keppnin verið haldin þar áður. Allir út að taka upp! Annars verður dagskrá Stutt- myndadaga með svipuðu sniði og áður: Einhverjir kvikmyndagúrúar koma og halda fyrirlestra og nýjar ís- lenskar kvikmyndir verða kynntar (það er af nógu að taka þessa dagana). Fimm bestu stuttmyndirnar verða síðan valdar af faglegri dómnefnd og verðlaun veitt fyrir fyrsta, annað og þriðja sætið frá Reykjavíkurborg. Einnig verða veitt DV-2000-verðlaun- in, áhorfendaverðlaun og Leikstjóra- stóUinn frá Samtökum kvUunynda- leikstjóra. Verðlaunamyndirnar verða svo sýndar í sjónvarpi. Þetta er í níunda sinn sem Stuttmyndadag- arnir eru haldnir og miðað við þróun- ina undanfarin ár ætti þessi keppni að vera ein sú öflugasta hingað tU. Ef þið vUjið vita eitthvað meira eða bara angra aðstandendurna þá er hægt að senda inn fyrirspumir á iff@iff.is. Fókus mun síðan fylgjast náið með framvindu mála í kringum Stuttmyndadagana. Nóg um það, aUir út að taka upp! Jóhann: „Viö erum aö opna fyrir þann mögu- leika aö gera Stuttmyndadaga aö alþjóðlegri hátíö og eigum von á myndum frá New York og einhverju frá Beriín." Þegar hljómsveitin Soma gaf upp öndina tóku þrír meðlimir hennar sig til og stofnuðu nýtt band. Þeir eru búnir að halda sig í skúrnum frá þeim tíma að búa til tónlist og pæla í hlutunum. Þeir eru nú óðum að springa út og voru fyrir stuttu að brenna lag á disk svo að útvarpsstöðvar geti leyft fólki að hlusta á afkvæmið. Fókus barst lagið til eyrna, fannst það gott og talaði við Snorra Gunnarsson og Kristin Jón Arnarson, tvo meðlimi sveitarinnar. „Við Kiddi og Mummi erum búnir að vera kjarninn í þessu bandi í fjög- ur ár. Síðan erum við búnir að vera á trommarahrakhólum þangað til núna í vetur,“ segir Snorri Gunnarsson, glt- arleikari hljómsveitarinnar Stolið. Hann, Kristinn Jón Amarson bassa- leikari og Guðmundur Annas Árna- son, söngvari og gítarleikari, voru all- ir í hljómsveitinni Soma. Þegar hún síðan lagði upp laupana ákváðu þeir að rotta sig saman og stofna nýtt band. Það sem er búið að hijá þá félaga er trommaraleysi. „Trommarar eru skrýtnir og erfiðir í umgengni," lýsir Kristinn yfir. Þeir eru þó búnir að koma sér upp einum trommara sem virðist hafa fest sig í sessi og heitir hann Huldar Freyr Amarson. Þegar hann gekk til liðs við þá kumpána höfðu þeir drengir gefið sér það fróma nafn Hljóðnótt en ákváðu nú fyrir stuttu að breyta því yfir í Stolið. Snorri útskýrir: „Við vorum með ann- an trommara þegar við ákváðum fyrra nafnið en hann hætti og þegar Huldar byrjaði ákváðum við að breyta því. Það var síðan ekki fyrr en við brennd- um lagið Stolið á disk að við fottuðum að það var bara fint hljómsveitamafn líka.“ „Já, það má eiginlega segja að lagið hafi gefið bandinu nafn,“ bætir Kristinn við. Góðar og slæmar fréttir Talið berst að opinberu spiliríi og segir Kristin það allt vera í deigl- unni. „Við eigum allavega nóg af efni orðið til að spila á tónleikum og ef tækifæri gefst þá grípum við gæs ina.“ Ekkert cover í gangi? „Nei, takk,“ kyrja þeir báðir í einu. „Við erum búnir að prófa þetta coverdót, auk smá-sveita- ballarúnts, og okkur líkaði það engan veginn," segir Snorri. Þegar þeir em beðnir um að út- skýra tónlistina sína þá rekur þá í rogastans: „Ja. Ég veit það ekki. Það er svona ánægjulegt þung- lyndi í tónlistinni. Eins og þegar maður fer til læknis og hann segir að hann sé með góðar fréttir og slæmar fréttir. Slæmu fréttimar em þær að maður er þunglyndur en góðu fréttimar þær að maður getur samið góða tónlist út af því,“ segir Kristinn. Farvegur sveitarinnar í augnblikinu er sá að þeir eru komnir með ágætan banka af lögum og er stefnan tekin á að gefa út disk seinnipartinn á þessu ári. Á meðan verður fólk bara að hafa augu og eyra opin til að fylgjast með þeim félögum. Eftir langa og strang'a leit er loksins búiö aö landa trommuleikara og þeir í Stoliö ekki lengur r\1ma- og taktlausir. PW íslenskir karl- menn eru jæðablóð Taktu prófið: Ertu nirfill? / íþróttamenn Q perrar? u Popp: Rokkhrott- arnir í a r\ AC/DCl Z snúa Ónothæfir hlutir á 21. öldirim Glæsi- kvendið Venus hefur verið á togara Hvað hugsarðu í vinnunni? I# 1 T 1 0 íslenskur Mozart semur messu Fókus bvður á Scream Selma á leið norður Hin dimma hlið tunalsins De Niro oa draadrottninoin osa Ov 7T C f ókus fylgir DV á föstudögum Forsíöumyndina tók Teitur af Venusi. 31. mars 2000 f ÓkUS 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.