Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2000, Blaðsíða 13
13 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 1>V Líftaug til fortíðar Vésteinn Ólason, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar Við vildum gjarnan að fleiri íslendingar kæmu hingað - ekki bara skólanemendur eða fylgdarmenn erlendra gesta." Varðveisla og rann- sóknir „Stoöiunin á að varð- veita þau handrit sem komu í hlut íslands þegar Árnasafni í Kaupmanna- höfn var skipt,“ segir Vé- steinn. „Hingað komu úr Árnasafhi 1666 handrit og 144 úr Konungsbókhlöðu, meðal þeirra gersemarnar Flateyjarbók og Konungs- bók eddukvæða. En þetta eru handritanúmer og í raun leifar af talsvert fleiri handritum en talan segir til um, bæði skinnhandrit frá miðöldum og yngri pappírshandrit. Auk þess fengum við mik- ið magn af fornbréfum sem ekki eru i þessari tölu.“ Stofnunin hefur líka þjóðfræðadeild og i safni hennar eru um það bil 2000 klukkustundir af þjóðfræðaefni á segulböndum, frásagnir, kveð- skapur og fleira. „En meginhlutverk stofnunarinnar er rann- söknir. Við eigum að rannsaka íslenska menn- ingu, sögu, tungu og bókmenntir. Hér hafa menn unnið við að rannsaka handrit þeirra miðalda- verka sem varðveitt eru hér eða annars staðar, bera saman ólík handrit að sömu verkum, gefa þau út og skrifa um þau og efni þeirra bækur og ritgerðir sem birtast í tímaritum hérlendis og er- lendis. Við eigum ekki aðeins að gæta þess að ekkert skemmist," heldur Vésteinn áfram, „heldur er mikilvægt að almenn vitneskja um safnið sé að- gengileg og íslendingar að minnsta kosti viti hvaða fjársjóðir eru hér geymdir - og lika að sjálfsögðu heimurinn eftir því sem hægt er að ná til hans. Við þurfum líka að hafa góðar og efnis- miklar skrár um allt sem hér er geymt og reynd- ar um íslensk handrit í öðrum söfnum og lönd- um.“ Kynningin mikilvæg í herbergi við inngang stofnunarinnar eru handritasýningar allt árið og þangað hafa síðustu ár komið 8-9000 manns á ári. Á veturna eru skólanemendur fjölmennastir, bæði úr fram- haldsskólum og grunnskólum, og safnkennari tekur á móti þeim. „En ekki eiga allir skólar þess kost að senda nemendur sína til okkar,“ segir Vésteinn, „og nú er verið að vinna verkefni, upphaflega styrkt af nýsköpunarsjóði námsmanna, sem er kallað „Handritin heirna". Þetta á að verða farandsýn- ing með myndum og skýringartextum handa skólum. Á sumrin erum við með stærri sýningu í kennslustofu sem við fáum lánaða handan við ganginn. Stærstur hluti gesta á þá sýningu eru erlendir ferðamenn. 1. júní verður opnuð þar ný sýning sem tengist kristnitöku og landafundum. Auðvitað er mikið að gerast á árinu og við viljum gjaman að fleiri íslendingar komi hingað - ekki bara skólanemendur eða fylgdarmenn erlendra gesta. Við skynjum æ betur hvað kynningarstarf skiptir miklu máli því samkeppnin er hörð um athygli fólks og menningin breytist hraðfara. Við ímyndum okkur ekki að íslensku handritin muni eftir 10 ár -100 ár - hafa sama hlutverki að gegna og þau höfðu 1945 eða 1971 þegar fyrstu handritin komu heim, en við teljum að von sé til þess að þau haldi áfram að vera líftaug til fortíðarinnar ef við á hverjum tíma reynum að bregðast rétt við nýjum aðstæðum, finna í þeim nýja fjársjóði og kynna þau á áhugaverðan hátt. Nokkur hand- rit eru komin inn á heimasíðuna okkar og meira er væntanlegt. Auk þess höfum við opnað aðgang að skrám um segulbandasafn okkar og sett hluta af því inn á vefinn þannig að nú er til dæmis hægt að hlusta þar á þjóðsögur sem voru teknar upp meðal Vestur-íslendinga fyrir aldarfjórö- ungi.“ - Hafa orðið áherslubreytingar á einhverju sviði síðan þú tókst við? „Það breytist auðvitað alltaf eitthvað frá ári til árs,“ segir Vésteinn. „Fyrirrennari minn tók upp nýjungar í sambandi við sýningarnar, þær urðu stærri og fagmannlegar gerðar á hans tíð. Hann réð líka safnkennara en áður skiptust fræðimenn á um að kynna efni fyrir gestum. Sömuleiðis var átakið með stafræna ljósmyndun byrjað fyrir mína tíð en við höfum verið að herða þá sókn. Við vinnum nú að breytingum á útgáfunni. Ritin okkar hafa verið nokkuð dýr í útgáfu og mjög lengi í vinnslu og við ætlum að nota nýja tækni til að gera bækurnar ódýrari. Við erum líka að endurskoða vinnuaðferðir okkar, ætlum okkur að vinna enn betur saman og ná með því betri ár- angri.“ Gaman aö fá góöa gesti - Hvað finnst þér skemmtilegast? „Þetta er mjög erfið spurning," segir Vésteinn og hikar nú í fyrsta sinn í samtalinu. „Það skemmtilegasta við starfið er að það er ekkert eitt sem manni flnnst maður alltaf þurfa að vera að gera. Mér finnst gaman að stjórna í þeim skilningi að vinna með fólki að ákveðnu mark- miði. Það er líka gaman að stunda rannsóknir og sem betur fer hef ég svolítinn tíma til þess. Svo tökum viö mikið á móti gestum hér og það er gaman að fá góða gesti.“ - Er einhver þér sérstaklega minnisstæður? „Já, eiginlega marg- ir, en ég get sagt þér frá einum sem kom mér á óvart. Hingað komu menn frá Samtökum iðnaðarins með fram- kvæmdastjóra Verk- takasambands Evrópu- sambandsins og ég verð að segja að ég bjóst við heldur leiðinlegum karli. En þetta var vel menntaður maður sem hafði lesið Njáls sögu, vissi dálítið um okkar miðaldir og var skemmtilegur viðræðu. Svo skal ég ekki neita því að það var mjög gaman að hitta Hillary Clinton. Hún heimsótti okkur og skoðaði hand- rit og var áhugasöm, spurði góðra spurn- inga. Forseti Islands kom hingað með for- seta Eistlands, Lennart Meri, sem er skáld og fræðimaður, og það kom í Ijós þegar við vorum að skoða með þeim Konungsbók eddukvæða og Völuspá að Meri hafði skrifaö ritgerð um dómsdagssýnir Völuspár. Hann hió nú að því og sagði að fræði- menn hefðu verið tregir til að samþykkja niður- stöður hans, en þetta sýnir að hingað koma marg- ir sem vita alveg hvað þeir vilja sjá.“ - Að lokum? „Ég óska þess mjög að bæði þjóðin öll og þeir sem stýra peningum haldi áfram að líta til okkar í velvilja og okkur megi auðnast að varðveita, rannsaka og kynna menningu okkar þannig að það beri ávöxt bæði meðal almennings og fræði- manna. Ég vona því að við fáum sem flesta áhugasama gesti, áhorfendur og lesendur þess sem við látum frá okkur fara.“ Vésteinn sýnir Hillary Clinton handrit Forsetafrúin var áhugasöm og það vargaman að fá hana i heimsókn. Nútíminn er líka kom- inn á Stofnun Árna Magn- ússonar í Árnagarði við Suðurgötu. Liðin er sú tíð þegar aðeins örfáir út- valdir fengu að rýna í hin gömlu handrit. Þar vinna menn nú að því að taka stafrænar myndir af handritum og setja inn á heimasíðu stofnunarinn- ar, www.am.hi.is, svo að allir megi sjá hvað þar stendur. „Núna getur fólk skoðað Möðruvallabók, eitt merkasta handrit ís- lendingasagna, frá upp- hafl til enda heima í stofu ef það er nettengt,“ segir Vésteinn Ólason sem hef- ur verið forstöðumaður Stofnunar Áma Magnús- sonar í tæpt ár, frá 1. maí 1999. Honum líður vel með allar þessar fallegu bækur í kringum sig að ekki sé minnst á blessuð skinnin“, en margt segist hann enn eiga ólært um handrit og meðferð þeirra. Það tekur að minnsta kosti tvö ár að setja sig inn í starf á lif- andi stofnun. ___________Menning Umsjón: Siija Abaisteinsdóttir Brosandi borg Annað kvöld kl. 20 verður flutt í Borgarleikhúsinu bókmenntadagskrá- in „Mig minnti að þessi borg væri brosandi kona“ sem er samstarfsverk- efni Rithöfundasambands íslands og Reykjavíkur menningarborgar 2000. Reykjavík er ekki síður úr orðum en timbri, gleri og steypu. í dagskránni er leitast við að framkalla þá mynd sem íslensk skáld og rithöfundar hafa brugðið upp af höfuðborg landsins á 20. öld. Framan af er hún eins og að- skotahlutur í þjóðarlíkamanum - óholl áhrif sem beri að standa gegn og halda i skefjum. En smám saman taka skáld- in hana í sátt og leiða hana til öndveg- is sem ævintýrið í nútímanum. Samt er Reykjavík aldrei öll þar sem hún er séð og jafnvel viðsjálsgripur á köílum. í senn ástheit og ísköld, umvefjandi og fráhrindandi, hégómagjöm og bams- lega einlæg. Og alltaf að reyna að kom- ast til manns. Flutt verður efni í tali og tónum eft- ir rúmlega þijátíu höfunda. Flytjendur em Amar Jónsson, Bjöm Ingi Hilm- arsson, Edda Heiðrún Backman, Guð- laug Elísabet Ólafsdóttir, Jóel Pálsson, Jóhann Sigurðarson, Valgeir Skagijörð og Þórður Högnason. Pétur Gunnars- son tók dagskrána saman, en leikstjóri er Þórarinn Eyfjörð. Aðgangur er ókeypis. Miðar fást í miöasölu Borgarleikhússins. Græna skyggnishúfan Mál og menning hefur gefið út ljóða- bókina Græna skyggnishúfan eftir Sig- urlaug Elíasson. Þetta em ferðaljóð, í þeim vitjar hann staða, kunnra sem ókunnra, sem tala til hans hver með sínu móti. í krafti ljóðræns ímyndun- arafls og næmrar skynjunar skálds- ins kviknar liðinn timi á ný og les- andi er færður nær horfhu mannlífi. Sigurlaugur Elíasson er fæddur á Borgarfirði eystra árið 1957. Að loknu stúdentspróíi nam hann við málara- deild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1979-83 og síðar kennslufræði við Háskóla íslands. Sigurlaugur hefur búið á Sauðárkróki frá 1984 og fengist við myndlist auk ritstarfa. Græna skyggnishúfan er sjöunda ljóðabók hans. Málverk á kápu er eftir höfund- inn sjálfan. Lög viö passíusálmana Kjartan Eggertsson, skólastjóri Tón- skóla Hörpunnar, hefur gefið út nótna- bók (kórhefti) með eigin lögum viö 25 íyrstu passíusálma sr. Hallgríms Pét- urssonar undir heitinu „Þú gafst mér akurinn þinn ...“. Söngvarnir era samdir við valin erindi úr hveijum sálmi og útsettir fyrir blandaðan kór. Væntanlegt er hefti fyrir organista þar sem lögin era jafnframt í tónfluttri tóntegund og með fylgirödd. Útgefandi er Tónlistarfélagið Streng- ir ehf. í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.