Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Qupperneq 15
14 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 MIÐVIKUDAGUR 12. APRIL 2000 59 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11, 105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Uppgangur íþrótta íslendingar hafa alla tíö haft gaman af íþróttum, hvort heldur sem áhorfendur eða þátttakendur. Áhuga- mennska hefur veriö drifkrafturinn í öllu starfi íþrótta- og ungmennafélaga en á síðustu árum hefur orðið þar veruleg breyting. Lögmál viðskiptalífsins hafa sett æ meiri svip á rekstur íþróttafélaga og áhugamennskan er smátt og smátt að víkja - atvinnumenn, sem beint eða óbeint hafa lifibrauð af íþrótt sinni, hafa tekið við. Og krafan um árangur á öHum sviðum íþrótta verður sífeUt háværari. íslendingar hafa aUa tíð haft miklar væntingar tU íþróttamanna sinna, ekki síst á alþjóðlegum vettvangi - en þrátt fyrir að þær væntingar hafi oftar en ekki verið byggðar á óskhyggju fremur en raunsæi hefur ís- lenskum íþróttamönnum tekist merkUega oft að upp- fyUa þær. Árangur íslenska karlalandsliðsins í knatt- spyrnu á liðnu ári vakti verðskuldaða athygli og aflaði íslendingum virðingar í heimi knattspyrnunnar. Frá- bær frammistaða kvennaliðsins í knattspyrnu um liðna helgi, þegar jafntefli náðist gegn heimsmeistur- um Bandaríkjanna, undirstrikar enn frekar þann upp- gang sem er í íslenskri knattspyrnu. Vert er að óska landsliði kvenna og þjálfurum tU hamingju með árang- urinn. Og um liðna helgi varð Rúnar Alexandersson þrefaldur Norðurlandameistari í fimleikum - árangur sem vekur athygli. í gegnum árin hafa nokkrir íslenskir íþróttamenn náð ágætum árangri á alþjóðlegum vettvangi og nú er svo komið að tugir ungra manna hafa atvinnu af íþrótt sinni á erlendri grundu. En árangurinn kemur ekki upp úr engu. Forsenda þess að íslenskir afreksmenn nái að þrífast og dafna er að aðbúnaðurinn sé á við það besta sem þekkist. Á undanförnum árum hafa verið stofnuð hlutafélög í tengslum við íþróttir en umfangsmesta hlutafélaga- væðingin var þegar sérstök félög tóku yfir rekstur og uppbyggingu knattspyrnu hjá Fram og KR og nú fyrir skömmu voru Valsmenn hf. stofnaðir. TUgangurinn er að tryggja fjárhagslegan grunn fyrir íþróttastarfsemi og sá fjárhagslegi grunnur verður ekki lagður nema því aðeins að fjárfestar sjái tækifæri tU að ávaxta fé sitt sæmilega miðað við áhættu. Rökin fyrir sameiningu íþróttasambands íslands og Ungmennafélags íslands eru svipuð og fyrir hlutafélaga- væðingu íþróttafélaga. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr er sá tími liðinn að hægt sé að halda úti öflugu starfi íþróttafélaga með sjáUboðaliðum og áhugamönn- um. Auðvitað munu sjálfboðaliðar verða áfram mikU- vægir í öUu starfi íþróttafélaga en sjónarmið viðskipta skipta æ meira máli. Einmitt þess vegna er íþróttahreyf- ingunni nauðsynlegt að grípa tU aðgerða sem tryggja fjárhagslega hagkvæmni og árangur á sviði íþrótta. Það væri skammsýni að standa á móti sameiningu íþróttasambands íslands og Ungmennafélags íslands. Það væri þröngsýni að sjá ekki kosti sameiningar og þar með aukna möguleika tU framsóknar. Hugmyndir um sameiningu eru skynsamlegar en virðast því miður mæta nokkurri mótspyrnu sem byggist á tilfinningum fremur en efnislegum rökum. íþróttahreyfingin hefur ekki efni á öðru en að taka saman höndum þó ekki væri tU annars en að fylgja eftir þeim árangri sem náðst hefur á undanförnum árum. Óli Björn Kárason DV Skoðun Af menningarástandi í Eyjum I febrúar sl. fengu stjórn- völd í Eyjum áminningu frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga vegna bágrar stöðu sveitar- sjóðsins. Menn hrukku í kút og flestum ábyrgum bæjarbú- um fannst eðlilegt að nú yrðu málin skoðuð og reynt að spara eins og hægt væri og framkvæmdum frestað þar sem það væri hægt. Það væri svona í takt við það sem venjulegar fjölskyldur þurfa að gera þegar bankinn þeirra sendir þeim gula spjaldið. Hjálmfríöur Sveinsdöttir, skólastjóri Barnaskóla Vestmannaeyja Metnaðarfullt sveitarfélag? Sveitarfélögin á íslandi hafa undir- gengist ýmsar skyldur við borgara sína og eru enn að bjóðast til að taka að sér enn fleiri verkefni sem ríkis- valdið hefur enn á sinni könnu. Eitt stærsta verkefnið sem sveitarfélögin tóku að sér nýverið er grunnskólinn. Margir efuðust raunar um að sveitar- félögin gætu og/eða hefðu metnað til að sinna grunnskólanum almennilega en nú er að koma í ljós að flest sveit- arfélög eru metnaðarfull og reyna að gera allt sem þau geta til að skólastarf- ið blómstri og að einsetning grunn- skólanna þeirra verði eins og lög gerðu ráð fyrir (þ.e. árið 2001 í síðasta lagi). í Vest- mannaeyjum var gerð áætl- un um metnaðarfullt skóla- starf og einsetningu grunn- skólanna samkvæmt lögun- um. Enn fremur hefur útsvar verið hækkað eins og lög leyfa og var það gert undir þvl yfirskini að það þyrfti að einsetja grunnskólana. Áætlunin góða gerði ráð fyrir að einsetning þessara tveggja grunnskóla i Vest- mannaeyjum kostaði um 350 milljónir. Inni í þeirri tölu eru endur- bætur á eldra húsnæði og bygging nýs húsnæðis. Þessu átti að vera lokið árið 2001. En blekið á áætluninni var varla þornað þegar farið var að skera niður fjárveitingar til uppbyggingar grunn- skólanna og síðan 1998 hefur ekkert ver- ið framkvæmt við grunnskólana og ekk- ert á að framkvæma næstu 2-3 ár held- ur er búið að samþykkja að sækja um frestun (eina sveitarfélagið sem það hef- ur gert?) til menntamálaráðuneytisins. Skrýtnar áherslur Hér í Vestmannaeyjum er stjórn- l: „Skólamál eru frœðslu-, uppeldis- og menningarmál. Og hvers eiga börnin okkar i Vestmannaeyjum að gjalda að fá ekki lögbundnar lágmarksaðstœður til skólastarfs?“ endum grunnskólanna ætlað að troða grunnskólanemendunum í allt of lítið húsnæði þrátt fyrir sívaxandi fjölda kennslustunda og án þess að húsnæði bætist við. Þótt Vestmannaeyjar séu nokkuð suðlægar þá er veðráttan þó ekki þannig að hægt sé að kenna al- farið undir berum himni. Það skýtur því nokkuð skökku við að þurfa að hlusta með öðru eyranu á barlóm ráðamanna um að ekki séu til pening- ar til að uppfylla lögbundnar lág- markskröfur borgaranna um grunn- skóla og heyra með hinu af ferðum þessara sömu manna í fjárfestingar- sjóði tO að fjármagna nýtt íþróttahús fyrir ca 350 milljónir, auk Bjarma- landsfarar tO að skoða mannvirki er- lendis tO að líkja eftir hér f Vest- mannaeyjum. Spekingar tala um að kostnaður við byggingu svona menningarhúss hér í hrauninu muni verða mörg hundruð miBjónir, jafnvel mOljarður. Ætlum við að reisa 700 manna matsal tO að nota á sjómannadaginn en ætla börn- unum i grunnskólunum að snæða á hverjum skóladegi við óviðunandi að- stæður? ÞvOík forgangsröðun! Skólamál eru fræðslu-, uppeldis- og menningarmál. Og hvers eiga börnin okkar í Vestmannaeyjum að gjalda að fá ekki lögbundnar lágmarksaðstæð- ur tO skólastarfs? Stundum er sagt að maður eigi ekki að bera heimOisböl á torg en nú er svo komið að ekki verð- ur orða bundist því ekki veldur sá er varar en þögn er sama og samþykki. Hjálmfríður Sveinsdóttir Forgangsröð mxn er þessi... H EILBRIGDISMÁL, l ÐNVŒÐING, LhÆGRI ^HÁN, : O RKUFREKUM IÐNADI OG ^^LGER STUÐNINGUR VIÐ LbEIÐTOGANN. KSTURSÖRYGGI, ■ BÖKSTUDNINGUR ■ KKAR FYRIR RKUFREKUM IÐNADI OG EGNSÆI UMHVERFISVERNDAR SVO OG Þjóðhags hvað? Miklar vangaveltur hafa orðið nýlega í sambandi við verðmæti eða þjóðhags- legt gildi ýmissa fyrirtækja eða starfsemi. Ungir menn í fuOu starfi bjóða fólki hlutabréf til sölu og gefa faglegar ráðleggingar; auð- vitað hvetja þeir tO við- skipta og eiga þannig þátt í háfleygum verðmyndun- um; jafnvel á bréfum fyrir- tækja sem engin vissa er um að skOi nokkrum arði yfirleitt. Jónas Bjarnason efnaverkfræöingur réttur staðfesti Vatneyrar- dóminn víðfræga. Ungæðis- háttur í íslenskum verð- bréfafyrirtækjum, þar sem ungt vatnsgreitt fólk tekur þeim mun meira upp í sig sem það er yngra, á örugg- lega eftir að koma mörgum í koO. Á þróaðasta verðbréfa- markaði heims i New York koma nú sífeOdar aðvaranir vegna spákaupmennsku, en hér veður aOt á súðum at- hugasemdalaust. Ný auðlind Bjarni Ármannsson og Valur Vals- son fógnuðu mjög þegar sameining FBA og íslandsbanka var ákveðin. Þeir dásömuðu starfsfólk sitt, enda nauðsynlegt til að verða við vænt- ingum, hinni nýju auðlind landsins, en hástemmdar yfirlýsingar og bros er hluti af ímyndinni. Nú er komin ástæða fyrir báða bankastjórana tO að tvöfalda laun sin. Ögmundur Jónasson sagðist vilja bíða með húrrahrópin þar tO séð yrði fyrst hver afrekin yrðu. For- stjóri FBA reiddist vitaskuld og vitn- aði í sameiningu matvöruverslana í Baugi, en hana taldi hann tO afreka FBA, þrátt fyrir að velflestir telji að einokunaraðstaða hafi verið sköpuð. „Vatnsgreidd" verðmyndun Það er grunsamlegt hversu oft talsmenn verðbréfafyrirtækja hafa nýlega lýst því yfir að það verði vont fyrir verðbréfamarkaðinn ef Hæsti- Hagfræðingar í Hæstarétti? Vatneyrardómurinn í Hæstarétti 6. þ.m. hefur vitaskuld vakið mikla athygli. Magnús Thoroddsen, lög- maður verjanda í málinu, sagði sama dag í sjónvarpi að dómurinn hefði byggst á þjóðhagfræði fremur en lögfræði. í dóminum kemur fram að: „Ríkir og augljósir almannahags- munir eru bundnir við verndun og hagkvæma nýtingu fiskstofna á fs- landsmiðum." Víðar er komið inn á það að tak- markanir til veiða séu nauðsynlegar og til þess faOnar að tryggja hag- kvæmar veiðiáætlanir og nýtingu fiskistofnanna. Því séu núverandi reglur byggðar á málefnalegum grunni. Það er greinilegt að dómur- inn hefur mjög byggt sína niður- stöðu á sifelldum yfirlýsingum nú- verandi handhafa kvóta um að fyrir- komulag sé nú býsna hagkvæmt og að veiðiáætlanir tO langs tíma skipti sköpum fyrir hagkvæmni í veiöum. Fyrir nokkru komu upplýsingar frá LÍÚ um að hagkvæmni í fiskveið- um hefði aukist um fáeinar prósent- ur á nokkrum undanförnum árum, tilgangurinn var alveg augljós og mjög lúmskur. Hvernig skyldu dóm- a ararnir hafa metið nýlega sölu hluta- bréfa í Samherja? Auðvitað sem mikla hagkvæmni í útgerð; upp- spenntar væntingar hafa þó átt sinn hlut að máli. Röng hagfræöilíkön notuö Það er til mikOs vansa að margir hagfræðingar og áhugamenn, sem hafa tjáð sig opinberlega um úthlut- unarreglur kvóta, hafa algjörlega misvirt upplýsingar fjölda heiðar- legra sjómanna um að mjög miklu af fiski sé fleygt fyrir borð. Það er mjög grunsamlegt að margir fiskstofnar hafa eflst hægt eða ekkert á síðast- liðnum áratug. Engin vissa er fyrir því að hámarks jafnstöðuafla verði nokkurn tímann náð með núverandi ' fyrirkomulagi og umgengni við auð- lindina. Á sjöunda áratugnum var stærst- ur hluti fiskaflans fenginn á strand- veiðiskipum, en sá veiðiskapur er örugglega hagkvæmastur meðan ástand fiskstofna er gott. Þótt stóru togararnir virðist nú hafa yfirhönd- ina er það ekki síst vegna tregfiskis á mörgum undanfarandi árum; þeir geta verið á sjó í hvaða veðri sem er og sótt langt. Af þessari ástæðu er tillaga Kristins Gunnarssonar um tvískiptingu kvótans mOli strand- veiði og úthafsveiði mjög skynsam- leg. Dr. Jónas Bjamason ; Margir hafa spurt sig hvernig sameining Máls og menningar og Vöku Helgafells muni snúa við rithöfundum. „Hvemig skyldu dómaramir hafa metið nýlega sölu hlutabréfa í Samherja? Auðvitað sem mikla hagkvæmni í útgerð; uppspenntar væntingar hafa þó átt sinn hlut að máli.“ Kasta krónunni en hirða eyrinn? (£> 'Oo mál að reyna eins og kostur er að skapa frið hjá þjóðinni um fiskveiðistjórnina en það er mín skoðun að seint muni nú nást algjör eining, einfaldlega vegna þess að greininni eru tengdir miklir hagsmunir. Þess vegna mun reynast nokk- uð snúið að stjórna þessum málaflokki þannig að öUum líki, aOir fari sáttir frá borði. Síðustu skoðanakannanir gefa tO kynna að um 75% þjóðar- innar séu i andstöðu við þetta stjórnkerfi. Hér er aOt sett í einn pott: - Ertu með eða ertu á móti? í þessum könnunum er ekki gerð nein tilraun tO þess að greina hvaö það er nákvæmlega sem 75% þjóðarinnar eru í andstöðu við. Einnig tel ég að það þurfi að spyrja þjóðina um þá fjöl- mörgu kosti sem kerfinu fylgja, hvort hún sé tilbúin að fóma þeim t.d. í stað- inn fyrir óheftan aðgang að auðlind- inni eins og felst i mörgu af því trúboði sem uppi er í tengslum við þetta mál. Skýrsla hagfræðinganna Fyrir skömmu skOuðu þrir virtir hagfræðingar skýrslu um framleiðni í sjávarútvegi yfir sama tímabO og við höfum stjórnað veiðunum með hinu svokaUaða kvótakerfi. Niðurstaða þeirra var á þá lund að framleiðni í sjávarútvegi hefði á nefndu tímabdi þrefaldast m.v. önnur íslensk fyrir- tæki. Gefur þessi niðurstaða okkur ekki vísbendingu um að kerfið sé bara nokkuð vel brúklegt og skUi þjóðinni góðum arði af þessari auðlind? Erum við t.d. tilbúin að hverfa tU þess ástands sem hér ríkti áður en við náðum tökum á fiskveiðistjórninni sem fólst m.a. i því að enda- laust var verið að bjarga sjávarútveginum, aUt að því frá degi til dags, með ráð- stöfunum í formi miUi- færslna af ýmsu tagi og ár- vissum gengisfeUingum svo nokkuð sé nefnt. Erum við einnig tUbúin að hverfa tU þess tíma að hafa að engu ráðgjöf fiskifræðinga og fiska ef tO vOl 50% meira ár- lega af helstu nytjastofnum í kringum landið en fólst í ráðgjöfinni. Er það ástand sem við teljum eðlilegt og vOjum keppa að? Annars er það athyglivert að helstu andstæðingar þessa kerfis telja það bara nokkuð gott, að því tUskildu að jafnhliða því sé lagður á auðiinda- skattur í einhverju formi. Vonandi kemur að því að það verð- ur hægt að sérskatta sjávarútveginn. Áður en að því kemur verður greinin að hafa burði til þess að grynnka á skuldunum sem á henni hvíla í dag og tryggja sjómönnunum sömu réttindi og annar atvinnurekstur býður. Þar á ég m.a. við greiðslur í ýmsa sérsjóði eins og styrktar- og sjúkrasjóði, orlofs- heimUasjóði og tU endurmenntunar en í þessum efnum er útgerðin langt á eft- ir öðrum atvinnugreinum. Einnig tel ég að ef við verðum sammála um að greiða beri fyrir afnot af sameigin- legum auðlindum gangi ekki að taka sjávarútveginn einn út fyrir sviga; við verðum þá líka að innheimta gjald af þeim sem nýta faUvötnin, heita vatnið og af þeim sem selja skoðunarferðir um landið og þannig mætti vafalítiö lengi áfram telja. Helgi Laxdal Helgi Laxdal, form. Vélstjórafélags íslands Fyrir skömmu féll í Hæstarétti dómur í hinu svokallaða „Vatneyrar- máli“ sem snerist um það hvort fisk- veiðistjórnkerfið stæðist stjórnar- skrá landsins eða ekki. Niðurstaða dómsins getur tæpast veriö skýrari hvað þetta álitamál varðar, en það er mat dómsins að fiskveiðistjómkerfið uppfyUi bæði ákvæði stjómarskrár um atvinnufrelsi og jafnræði þegn- anna. Óvissu eytt Með þessari niðurstöðu er búið að eyða þeirri réttarfarslegu óvissu sem lengi hefur verið uppi um stöðu þessa máls gagnvart stjórnarskrá landsins. Nú er þeirri óvissu eytt og þá er næsta „Vonandi kemur að því að það verður hœgt að sér- skatta sjávarútveginn. Áður en að því kemur verður greinin að hafa burði til þess að grynnka á skuldunum sem á henni hvíla í dag og tryggja sjómönnunum sömu réttindi og annar atvinnurekstur býður. “ Meö og á móti Til hagsbóta J Sameining Vöku-HelgafeUs hf. B; og Máls og menn- ' ingar hf. er ótvi- rætt tU hagsbóta fyrir höfunda. í viljayfirlýs- ingu sem stjórnir hlutafélag- anna hafa skrifað undir er skýrt tekið fram að forlögin muni áfram keppa um hyUi höfunda og lesenda og gefa út menningarlegar bækur sem fyrirfram er vitað að geta ekki ““ staðið undir útgáfu með sölutekjum. Bókaforlög hins sameinaða félags eiga að vera sjálfstæð inn á við og út á við og þvi verður áfram öflug sam- keppni mUli þeirra. Þau munu m.ö.o. Pétur Már Ólafsson, útgáfustjóri Vöku- Helgafells. ekki reka sameiginlega út- gáfustefnu. Höfundar geta áfram leitað iyrir sér um útgáfu bæði hjá Vöku-HelgafeUi, Máli og menningu og dótturforlögum félaganna. Hins vegar er ætlunin að snúa bökum saman á öðrum sviðum, t.d. gagnvart endur- söluaðOum, í útflutningsmál- um og öðru slíku þar sem félögin hafa gætt hagsmuna höfunda sinna gagnvart öðrum aðU- um. Þá eiga höfundar beggja aðUa möguleika stóraukinni útbreiðslu í bókaklúbbum félaganna. ielgafells og Máls og menningar Eitur í beinum P„Það er eitur í beinum höfunda að hafa ekki úr einhverjum útgef- endum að velja. Þá hafa Vaka-HelgafeU og Mál og menning einokað algjörlega öU samskipti við útlönd hvað varðar kynningu bóka enda er það deginum ljósara að aðr- ir höfundar en þeir sem þar eru á garða hafa fengið mjög litla kynningu erlendis. E.t.v. virkar það aðlaðandi fyrir einhverja höfunda að þessi þáttur verði efldur. Ég held hins vegar að hitt vegi þyngra að menn vUja sjá út- gefendur sem þeir geta verið í meira m Oiafur Haukur Simonarson, varaformaöur Rit- höfundasambands íslands. félagi við og eru nær grasrót- inni. Reyndin hefur aUs stað- ar orðið sú að þegar búið er að steypa saman útgáfum og þær hafa fengið á sig hlutafé- lagsform og þar með arðsem- iskröfu lenda þeir höfundar sem eru að gefa úr bækur sem ekki eru mjög arðvænlegar oft í frystikistunni hjá þessum samsteypum. Á móti kemur að möguleikar opnast fyrir Utlu forlögin þegar stóru for- lögin hætta að sinna þessum „minna arðvænlegu" höfundum. Þessi sameining getur því orðið tU þess að fleiri lítU sérhæfð forlög spretti upp hér. Ummæli Réttarbætur aö utan „Það segir mikið um hvernig Hæstiréttur lítur á hlutverk sitt, að merkar réttarbætur sem dómstólar hafa knúið fram almenningi tO hagsbóta, eiga ekki rætur að rekja tO Hæstaréttar íslands, heldur tO er- lendra dómstóla ... Er virkUega eðli- legt að slíkar réttarbætur þurfi aUtaf að koma að utan?“ Elías Snæland Jónsson, t leiöara Dags 11. apríl. Flugvallarsvæðið í byggð „Almenn umræða í þjóðfélaginu um að byggt verði á flugvaU- arsvæðinu hefúr leitt tO þess að svæðið er þriðji kosturinn þegar rætt er um þróun byggðar á höfuðborg- arsvæðinu. Þó að það liggi ekki fyrir hvort flugvaUarsvæðið verði tekið undir byggð, þá er farið að ræða sterklega þann möguleika.“ Árni Þór Sigurösson, form. skipulags- nefndar Reykjavtkurborgar, í Mbl. 11. apríl. Gagnaflutningar í strjálbýli „Nútíma atvinmOíf treystir á að ekki skipti máli hvort starfsmaður- inn situr við tölvu í litlu norðlensku þorpi eða í háhýsi við Faxa- flóa. Samkeppni er af hinu góða eins og dæm- in sanna en færa má gUd rök fyrir því að þegar kemur að gagnaflutningum þurfi sterkari meðöl. Ef það er rétt, að verðmunur á leigulínum sé aUt að því fimmfaldur er hér á ferð mál sem ráð- herra hlýtur aö taka fóstum tökum." Áskell Þórisson, í ritstjórnargrein Bændablaðsins 11. apríl. Fjármögnun rannsókna „Um leið og háskól- arnir hafa vaxið og at- vinnulífið leggur meira í rannsóknir eru gerð- ar meiri kröfur tO okk- ar um að styðja verk- efni á rannsóknarstigi, en ráðstöfúnarfé RANNÍS hefur ekki aukist í samræmi við það. Hlutur sjóða RANNlS í fjár- mögnun rannsókna á íslandi hefur dregist saman úr 8% 1994 í mUli 3 tU 4% um þessar mundir. HlutfaU hlið- stæðra sjóða er gjaman 15 tO 30% í grannlöndunum." Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmda- stjóri RANNÍS, í Mbl. 11. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.