Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2000, Side 4
4
_________________________________MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000
Fréttir
Aðild íslands að ESB:
Lífsgæðin kosta sitt
- bein útgjöld rílcissjóðs yrðu meiri en tekjurnar samkvæmt skýrslu utanríkisráðherra
Kostnaöur og tekjur Islands vegna
EFTA/EES-samnings
og hugsanlegrar inngöngu
í Evrópusambandið
Án þátttöku Noregs *'i Útgjöld Tekjur I *Á.*Á
í nýrri skýrslu Halldórs
Ásgrímssonar utanríkisráð-
herra er lagt mat á hugsan-
legan kostnað og hag ís-
lands af inngöngu í Evrópu-
sambandið.
í skýrslu utanríkisráð-
herra segir að efnahagsleg
lífsgæði séu meiri hér á
landi en þau eru að meðal-
tali innan ESB. Það eitt
veldur því að framlag ís-
lands yrði hærra en sú fjár-
hæð sem kæmi aftur inn í
íslenskt efnahagslíf úr sjóð-
um ESB. Þannig gæti fram-
lagið orðið á bilinu 7 til 8
milljarðar og hugsanlega
gætu fimm milljarðar ratað
til baka í formi styrkja til
landbúnaðar, sjávarútvegs
og byggðamála.
Breytt staöa EFTA og EES
EES-samningurinn, sem íslend-
ingar eru aðilar að, var undirritað-
ur í Oporto í maí 1992. Á þeim tíma
hefur samstarf ríkja innan Evrópu-
sambandsins tekið mjög veigamikl-
um breytingum. Þrjú ný aðildarríki,
sem öll voru aðilar að EES-samn-
ingnum, hafa gengið í Evrópusam-
bandið og þrettán til viðbótar hafa
nú formlega verið viðurkennd sem
umsóknarríki.
í skýrslunni segir að póli-
tískt og efnahagslegt vægi
EFTA/EES-ríkjanna sé
ekki hið sama og áður og
með því hefur aðstaða
þeirra til áhrifa á þróun
mála innan Evrópska efna-
hagssvæðisins einnig
breyst.
Framtíöarhorfur og
EES-samningur
Vandinn er m.a. sá að
meginhluti þess kostnaðar
sem til fellur EFTA/EES-
megin hefur fallið á Sviss
og Noreg. ísland greiðir nú
9% kostnaðar vegna rekstr-
ar ESA og EFTA-dómstóls
en 3,81% kostnaðar vegna
starfsliðs EFTA-skrifstof-
unnar. Umfang starfsemi mundi
minnka verulega við brotthvarf
Noregs. Miðað við helmingi minni
stofnanir mætti gera ráð fyrir lið-
lega fimmfóldun framlags íslands
eða fimm til sex hundruð milljón-
um, talsvert lægri upphæð en vænt-
anleg aðildargjöld að Evrópusam-
bandinu.
Ekki hefur verið gerð sérstök út-
tekt á áhrifum EES-samningsins á
islenskan fjármagnsmarkað. Hins
vegar er ekki talinn nokkur vafi á
því að aðild íslands að EES-samn-
ingnum hefur orðið islenskum fjár-
magnsmarkaði til góðs.
Greiöum þegar til ESB
ísland greiðir nú þegar hluta af
kostnaði við rekstur starfsemi ESB
í tengslum við EES samninginn. Is-
land greiddi árið 1999
samtals rúmlega 220
miUjónir króna til rekst-
urs starfsemi ESB. Sam-
kvæmt fjárlögum og
fjáraukalögum ársins
1999 greiddi ísland til
stofnana EES-samnings-
ins og í þróunarsjóð
EFTA-ríkjanna samtals
210 m.kr. Samtals greið-
ir ísland því 430 miUjón-
ir króna vegna EES-
samningsins. Til viðbót-
ar fellur til ýmis kostn-
aður vegna rekstrar,
þýðinga, ferðakostnaðar
við fundasókn o.fl. sem
innan ESB er greitt úr
sameiginlegum sjóðum.
Aðild að ESB gæti því
kostað ríkissjóð u.þ.b. 8
miUjarða króna (+/- 500
miUjónir króna) um-
fram það sem ísland
greiðir í dag vegna EES-
samningsins eða u.þ.b.
7,5 milljarða (+/- 500
miUjónir króna) miðað við þær regl-
ur sem verða í gUdi árið 2004. Vik-
mörkin eru sögð koma til vegna
óvissu um ijárhæð toUtekna með
upptöku samræmdrar tollskrár
ESB.
-HKr.
Halldór
Ásgrímsson
ísland greiöir nú
þegar hluta af
kostnaöi viö
rekstur starf-
semi ESB í
tengslum viö
EES-samninginn.
Ríkislögreglustjóri kaupir Motorola fjarskiptabúnað:
í fremstu röð í nútímalegum fjarskiptum
- kerfið gegnir lykilhlutverki við Kristnitökuhátíð í sumar
Embætti Ríkislögreglustjóra
gekk í gær frá samningi við
IRJU ehf. um kaup á stafrænum
fjarskiptabúnaði frá Motorola af
nýjustu og fuUkomnustu gerð.
Þetta kemur í kjölfar þess að
gengið var til samninga um
rekstur TETRA kerfis, stafræns
fjarskiptakerfis, og efndi Ríkis-
kaup fyrir hönd Ríkislögreglu-
stjóra til útboðs á hand- og bíl-
stöðvabúnaði. Samningurinn við
IRJU hljóðar upp á kaup á 260
stöðvum fyrir tæplega 28 miUjón-
ir króna. Kerfi þetta er eitt hið
fyrsta sinnar tegundar og kem-
ur embættinu í fremstu röð
hvað varðar nútímaleg tjar-
skipti sem byggð eru á staf-
rænum grunni, eftir því sem
DV-MYND ÞOK
Gengiö frá kaupum á nýjum fjarskiptabúnaöi
Embætti Ríkislögreglustjóra gekk í gær frá kaupum á stafrænum fjarskiptabúnaöi af IRJU
ehf. Kerfi þetta er eitt hiö fyrsta sinnar tegundar og kemur embættinu í fremstu röö hvaö
varöar nútímaleg Ijarskipti sem byggð eru
á stafrænum grunni.
kemur fram í fréttatilkynn-
ingu.
í fyrsta áfanga mun kerfið
ná yflr svæðið frá Þjórsá í
austri til Hvalfjarðar i vestri
en stefnt er að kaupum á fleiri
stöðvum svo hægt verði að ná
tU aUra landsmanna á næst-
unni. Kerfi þetta nýtist öUum
þeim sem koma að neyðar- og
viðbragðsþjónustu, samræmir
Qarskipti þeirra og ryður þar
með úr vegi þeim göUum sem
fylgt hafa ólíkum talstöðvar-
kerfum fram að þessu. Er
stefnt að því að nýja kerflð
gegni lykilhlutverki við um-
ferðarstjórnum og skipulag í
tengslum við Kristnitökuhátíð
í sumar. -hdm
Lamb heimt
af fjöllum
DV, DALVÍK:
Þrír menn á vélsleðum sóttu
gimbrarlamb fyrir síðustu helgi upp í
Mjóadal sem liggur inn af Þorvalds-
dal. Að sögn Amars Gústafssonar,
bónda á Brimnesi, eins leiðangurs-
manna, varð lambsins vart helgina
áður er vélsleðamenn voru þar á ferð.
Arnar segir að lambið hafl verið ljón-
styggt og erfltt að ná þvi en það er til-
tölulega vel fram gengið eftir vetrar-
vist á fjöUum. Ekki sáust merki um að
fleira fé hefði verið á þessum slóðum.
Lambið er í eigu Jósavins Gunnarsson-
ar í Litla-Dunhaga í Hörgárdal. hiá
ÚA og verkfalliö:
Búið að binda
tvo togara
DV, AKUREYRI:___________________
Tveir ísfisktogarar Utgerðarfélags
Akureyringa, Kaldbakur og Árbakur,
hafa verið bundnir við bryggju vegna
yfirvofandi verkfaUs Verkamannasam-
bands íslands.
Þriðji ísfisktogari félagsins, Harð-
bakur, er á veiðum og er ljóst að þegar
þeirri veiðiferð lýkur verður afla
skipsins landað á markað á höfuðborg-
arsvæðinu, komi tU verkfaUs VMSÍ og
það verði ekki leyst þá. -gk
Leiðrétting:
Poppmessan er
eftir viku
Poppmessan i Bústaðakirkju er
ekki í kvöld, eins og ranglega var
hermt í DV i gær, heldur á miðviku-
daginn eftir viku, nánar tiltekið 19.
aprfl. Fyrri messan hefst kl. 20 og sú
seinni kl. 22. Lesendur eru beðnir
velvirðingar á þessum mistökum.
sm
REYKJAVIK AKUREYRI
Dregur úr vindi
Undir kvöld dregur úr vindi og léttir til
norðaustanlands en snýst í suövestan 5-8
norðvestan til. Frost 1-8 stig, kaldast til
landsins, en víða frostlaust með suöur- og
vesturströndinni yfir daginn. Léttskýjað og
norðaustan 8-13 m/s á höfuðborgarsvæðinu.
Sólarlag í kvöld
Sólarupprás á morgun
Síödegisflóð
Árdegisflóö á morgun
20.53 20.44
06.02 05.40
12.59 17.32
01.37 06.10
Skýmga? á ve&urtáknuan
‘♦^.VlNDÁTT 10V-HITI VV.
-10°
'“^SViNDSTYRKUR S mfitrum & sekóndu Vfrost HBÐSKÍRT
e o
LÉTTSKÝJAD HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAD AISKÝJAÐ
Q Q
RiGNING SKÚRiR SIYDDA SNJÓKOMA
=====
ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNÍNGUR ÞÖKA
W5
Hálkublettir á heiðum
Ágæt færð er um Suöurnes en
hálkublettir eru á Hellisheiði. Góö færö
er um Suðurland og Borgarfjörð. Fært
er orðiö um Klettsháls. Hálkublettir eru
á Bröttubrekku, Holtavörðuheiði,
Öxnadalsheiði og víöa á norðaustan-
veröu landinu. Unnið er við hreinsun á
fjallvegum á Norðausturlandi,
Austurlandi og Steingrímsfjaröarheiði.
GREIÐFÆRT ■■ ÞUNGFÆRT
H .: HÁLT hkÓFÆRT
•ittsti tfjl'3 ■! >i •; r:< mre
Hæg breytileg átt
Gert er ráö fyrir hægri vestlægri eða breytilegri átt. Skýjað verður meö
köflum vestan til en annars léttskýjað og þurrt um mestallt land. Hiti
verður 0 til 5 stig yfir daginn en víða næturfrost.
Fostiulogiir g
Vindur: /O —O 13-18 / Vindur: /O 5-10 m/s 33
Hiti 0° tii -3° Hiti O" til -8“
Snýst í N eöa NA 13-18 N- og NA-átt. Él noröan- og
meö snjókomu eöa éljum austanlands en lengst af
noröan- og austanlands. bjart veöur sunnan- og
Skýjaö en úrkomulítiö vestanlands. Frost 0 til 8
suövestan til. Kólnandi stlg en frostlaust syöst á
veöur og frost um kvöldiö. landinu yfir daginn.
Siniiuida
mt-
Vindur: /-^
3-8 nv"s
Hiti 0° til -1”
Hæg noröaustan- og síöar
austanátt. Bjartviðri víöa
um iand en dálítil snjó-
koma og síöar rlgning vlö
austur- og suöaustur-
ströndina. Hægt hlýnandl.
1 Veörið kl. 6
AKUREYRI léttskýjað -5
BERGSTAÐIR léttskýjaö -6
BOLUNGARVlK léttskýjaö -6
EGILSSTAÐIR -5
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö -5
KEFLAVÍK léttskýjaö -4
RAUFARHÖFN alskýjað -A
REYKJAVÍK léttskýjaö -5
STÓRHÖFÐI rykmistur -3
BERGEN léttskýjaö 3
HELSINKI rigning 2
KAUPMANNAHÖFN þokumóða 3
ÓSLÓ 3
STOKKHÓLMUR þokumóöa 2
ÞÓRSHÖFN skýjaö 1
ÞRÁNDHEIMUR rigning 4
ALGARVE skýjaö 12
AMSTERDAM rigning og súld 5
BARCELONA léttskýjaö 12
BERLÍN þoka 4
CHICAGO þokumóöa 1
DUBLIN rigning 3
HALIFAX alskýjað 2
FRANKFURT skúr 7
HAMBORG þokumööa 5
JAN MAYEN snjóél -7
LONDON rigning og súid 2
LÚXEMBORG skýjaö 3
MALLORCA léttskýjaö 9
MONTREAL þoka 2
NARSSARSSUAQ alskýjaö 2
NEWYORK
ORLANDO
PARÍS
VÍN
WASHINGTON
WINNIPEG
þokumóöa
hálfskýjaö
skýjaö
skýjaö
alskýjaö
léttskýjaö
6
17
3
10
11
-5
■ig.HHOWMiilltnfiMBilfliaWtllHB.'l.a