Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2000, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2000, Page 4
Á mánudaginn næstkomandi er 1. maí, baráttudagur launþeganna. í gegnum tíðina hefur þessi dagur verið mikilvægur í huga hins vinnandi manns og þá sérstaklega þeirra sem lægst fá borgað. En nú síðustu árin er ekki laust við að maður skynji að eitthvað sé máttur þessa dags að þverra. Fókus ákvað að spjalla við nokkra einstaklinga um hvort eitthvað væri til í þessari fullyrðingu og hvaða þýðingu dagurinn hefði fyrir þá. stjóri í 10-11 búöinni við Barónsstíg, er á þeirri skoðun aö fyrsti maí sé ekki lengur það sem hann var. „Mér finnst verkalýðsbaráttan hafa dalað heilmik- ið í gegnum tíðina. Þetta er engan veg- inn eins grimmt og það var.“ Til sönn- unnar því að kjarabaráttan skili sér ekki alveg bendir hann á að hann sem verslunarmaöur þurfi að vinna frídag verslunarmanna. Davíð hefur einnig ýmislegt að at- huga við hugarfar yngra fólks. „Fólk sem kemur í vinnu hér hjá mér er oft algjörlega metnaðarlaust gagnvart vinnunni sinni.“ Hann gefur sem ástæðu fyrir þessu hið mikla framboð á atvinnu, að öllum sé alveg sama af því að það er öruggt að fá vinnu ein- hvers staðar annars staðar. Hann við- urkennir þó að byrjunarlaunin sem krökkunum eru boðin séu nú ekkert til að hrópa húrra yfir og það sé kannski Uka einhver ástæða fyrir því að áhuginn sé ekki meiri. „Fólk þarf að fara gera þessum degi hærra undir höfði því að þetta er ekki bara fyrir það sjálft í dag heldur einnig fyrir framtíðina," klykkir Dav- íð út með. ~ » . OCUIi Þjónustufulltrúinn „Fyrsti maí hefur nú ekkert sérstak- lega mikið gildi fyrir mig. Ég lít aðal- lega á hann sem frídag,“ segir Sævar Ríkharðsson, þjónustufulltrúi í Lands- GRIM- Framkvæmdastýran „í mínum huga er fyrsti maí ekki sá sami baráttudagur og hann var í upp- hafi heldur er þetta frekar minnigar- dagur um þá baráttu sem átti sér stað fyrir réttindum launafólks," segir Guð- rún Sigurjónsdóttir, framkvæmda- stjóri sjúkraþjálfunardeildar Landspít- alans. Henni finnst gangan niður á torg ekki vera nein kröfuganga sem slík án þess þó að vera komin yfir i það að vera nein skrúðganga. Guðrún segir enn fremur: „Þrátt fyrir að bar- áttan sé ekki sú sama þá finnst mér að dagurinn og gangan sé nauðsynleg til þess að minna okkur á að við megum ekki sofna á verðinum heldur halda áfram að berjast fyrir bættum kjör- um.“ Spurð hvort veikari baráttuandi hefði eitthvað að gera með það að fólk skilgreindi sig ekki lengur jafnmikið í gegnum vinnuna sagði hún svo ekki vera. „Mér finnst það þvert á móti mjög sterkt í fólki að skilgreina sig í gegnum vinnuna sína.“ Hún segir þetta sérstaklega eiga við um konur þar sem ekki sé svo langt síðan að þær stigu út á vinnumarkaðinn af fullu afli. Það sé hins veg- ar kannski ekki eins ríkt í körlum. Safnvörðurinn Stefán Pálsson, safnvörður og sagnfræðingur, heldur fyrsta maí hátfðlegan með pompi og prakt. „Ég fer í morgunkaffi hjá Samtök- um herstöðvaandstæðinga, síðan er farið í gönguna. Deginum lýkur síðan í miklum gleðskap einhvers staðar í bænum.“ Stefán segist finna fyrir því að eitthvað sé farið að draga úr vægi baráttudags laun- þega og líst honum illa á þá þróun. „í dag má varla segja eitt styggðar- yrði um eitt né neitt án þess að fólk hreinlega hrökkvi við,“ segir Stef- án. Hann bendir hins vegar á að það séu nú alltaf einhverjir úr óró- legu deildinni sem sjái til að þetta sé ekki alveg steindautt. Stefáni lfst illa á hvert kjarabar- áttan stefnir: „Stéttarvitund er orð- in svo slök að fólk finnur ekki sam- eiginlega hagsmuni lengur og finni þar með ekki vilja hjá sér til að berjast fyrir sameiginlegum mark- miðum.“ Hann viil að reynt verði að efla vitund manna almennilega og þá kannski fari þetta að skila sér í aftur í virkari launabaráttu. bankanum. Að mati Sævars er þetta ekki sami baráttudagurinn og hann var hér áður fyrr. „Það er lítið eftir af fólk- inu sem stóð í þessum slag til að byrja með og fólk eins og ég ólst ekki upp við þessa baráttu sem var hér áður fyrr.“ Það er kannski til marks um það hversu vægi baráttudags launþeganna hefur minnkað þegar litið er á gönguna sem marserar niður Laugaveginn. Að- spurður segir Sævar að sér finnist þetta frekar líkjast skrúðgöngu heldur einhverri eldheitri kröfugöngu. Minnkandi vægi fyrsta maí fyrir launþega getur einnig verið tengt þeirri staðreynd að fólk skilgreinir sig ekki lengur eins mikið eftir vinnunni og var kannski áður. Sævar segist ekki skilgreina sig eftir vinnunni. „Ég skil- greini mig frekar út frá hjúskaparstöðu minni sem venjulegan, hamingjusaman fjölskylduföður," segir hann. Þótt Sævar haldi ekki fyrsta maí há- tíðlegan eru mikilvægustu atriðin í kjarabaráttunni að hans mati þau sömu og alltaf hafa verið. Þau eru lægri skattar og hærra kaup, sama sem hærri kaupmáttur. Flokkstjórinn Eggert M. Ingólfsson, flokkstjóri hjá Eimskip, er á þeirri skoðun að fyrsti maí sem baráttudagur laun- þega sé liðinn undir lok. „Hann hefur jú táknrænt gildi um baráttu fyrri ára og gæti eiginlega frekar talist minningarathöfn en eitthvað annað." Gangan mikla sem leið liggur niður á torg er ekki neitt sem heillar Eggert. „Þetta hefur nú ekki meira gildi fyrir mig en svo að ég eyði frekar deginum uppi við El- liðavatn við veiðar og afslöppun heldur en að taka þátt í hátíðar- höldunum. Þetta er frídagur fyrir mig og ekkert annað.“ Eggert var vanur að fara með pabba sínum í gönguna þegar hann var lítill og einnig þegar hann var í menntaskóla. „Það datt síðan upp fyrir hjá mér. Það vantar líka allan eldimóð i þetta orðið. Hann alla vega kemur ekki frá ræðuhöldun- um niður á torgi þvi að maður labbar yfirleitt hálfsyfjaður frá þeim,“ segir Eggert hlæjandi. Hann vann við verkalýðsmál á sínum tíma og sagði það hafa verið frekar niðurdrepandi því að það hafi hreinlega enginn áhugi verið hjá fólki. Það er kannski skýringin á því að hann kann betur við að fiska en að þramma. Verslunarstjórinn Davíð Örn Arnarson, verslunar- f Ó k U S 28. april 2000 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.