Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2000, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2000, Qupperneq 6
t í s k a n h á d e g i Papa M í gírnum. Lágmenn- ing er góð menning Eins og flestum þeim er kunnugt sem eitthvað fylgjast með tónlist þá hefur hin margrómaða Lágmenning- arhátið skotið upp kollinum aftur. Eins og fyrri daginn er það Hljóma- lindar-dúddinn Kiddi kanina sem stendur á bak við þetta briUjant uppá- tæki og hefur hann hvergi gefið eftir í vali á gæðaböndum sem koma og leyfa okkur, einangruðum Frónbúum, að heyra safarika og heymar-meyra útlenska tóna eins og þeir geta bestir orðið. Nú þegar hafa tvær sveitir komið og spilað. Fyrst kom Papa M og dáleiddi fólk er á hlýddi svo mjög að sumir hafa enn ekki komið niður úr skýjunum. Annan í páskum komu síð- an geðsjúklingamir í And you will know us by the trail of dead og er skemmst frá þvi að segja fólk beit sig í tunguna af gleði. Danska hijómsveit- in Silo spilar næst, þ.e. í Þjóðleikhúskjallaranum þann 6. maí næstkomandi. Fieiri em síðan á leið- inni og hafa heyrst nöfn eins og Sonic Youth, Mogwai og fleiri og fleiri en of snemmt er að segja neitt til um það enn. Aðdáendum góðrar músíkur er þvi bent að á að hafa eyrun sperrt og augun opin þvi að ef fram fer sem horfir verður tónlistarveisla a’la Kiddi langt fram eftir ári. Pál 1 Óskar sveiflast taskan Orðið taska hefur stundum verið notað yfir brjóst á kvenmönnum en þykir ekki mjög fínt. Hinar eiginlegu töskur í bænum í dag eru hins vegar alveg stórglæsi- legar og úrvalið gott, enda tími til kominn að kasta bakpokun- um og fá sér eitthvað léttara til að burðast með þar sem sumarið er nú loksins komið. Sturtum skóla- bókunum úr tösk- unum og fyllum þær af sólarolíu! ky n 1 í f Dr. Love er sjálfskipaður kynlífsfræðingur götunnar. Hann leysir úr tilfínningafíækjum lesenda Fókuss og gesta Fókusvefsins á Vísi.is. Einungis er hægt að svara völdum bréfum en þeir sem eru virkilega þurfandi geta leitað á náðir Dr. Love í síma 908 1717. Munalostinn Nú er svo komiö aö ég varla get náö honum upp án þess aö vera í þessum inni- skóm! Hvaö er eiginlega í gangi hérna hjá mér,“ spyr einn mjög áhyggjufullur. Kæri Dr. Love. Ég er karlmaöur á þrítugsaldri og er meö þung- ar áhyggjur af því að þaö sé eitthvað alvariegt aö mér. Máliö er aö alltaf þegar ég klæöi mig í kvenmannsinniskó þá blýstendur mér og ég enda alltaf á því aö fróa mér. Mesta kikkið fæ ég út úr því aö vera nógu lengi í inniskónum þar til ég heyri smella I þeim. Nú er svo komið aö ég varla get náö honum upp án þess aö vera ! þessum inniskóm! Hvað er eiginlega ! gangi hérna hjá mér? Er ég klæðskiptingur eöa kyn- skiptingur? Þarf ég að fara til sálfræðings? Þarf ég aö fara í aðgerö? Ég er að deyja úr áhyggjum yfir þvi aö einhver komist að þessu. Ég verö að fá svar. Meö fyrirfram þökk EINN MJÖG ÁHYGGJUFULLUR! ENGAR ÁHYGGJUR, ELSKU VINUR Dr. Love er mættur til að bjarga lifi þinu! - Þú ert ALLS EKKI klæðskiptingur eða kynskipting- ur. Þú telst ekki einu sinni sem dragdrottning! Rétta orðið yfir þig er MUNALOSTI eða MUNAÐ- ARLOSTI eins og ég hef líka heyrt talað um. Þetta er islenska þýðingin á oröinu „FETISH" sem mikið er notað I talmáli meðal ákveðinna jaðarhópa. Þegar þú ert haldinn munalosta þá fílar þú að nota ýmis utanaðkomandi „hjálpar- tæki" til að koma þér í kynferöislega girinn eða jafnvel fíiar best að stunda kynlíf undir einhverj- um mjóg ákveönum kringumstæöum. Stundum sérhönnuðum! Það kannast auövitaö allir við ímyndina um ítur- vöxnu konuna sem er klædd i niöþröngan leður- eöa plastskrúöa, í 20 cm háum hælastigvélum og heldur á svipu. Hún drottnar yfir öðrum kyn- félögum sínum - og hún ætlar ekki aö tala um veðrið við þá! Þetta er kannski kliskju- kenndasta hugmyndin okkar um fetish eða munalosta. í þínu tilfelli eru kvenmannsinniskór þitt TURN ON! FRÁBÆRT. POTTÞÉTT. ÞÁ ALLA VEGA ERTU MEÐ ÞAÐ Á TÆRU HVAÐ KEMUR ÞÉR TIL! Það er nú meira en hægt er að segja um margan Is- lendinginn. Þannig að þú ert mjög heppinn, góði minn, að hafa fattaö þetta. Nú getur þú lif- að vel heppnuöu, stefnuvirku og meðvituðu kyn- lífi til æviloka. Húrra fyrir þér! Þetta hugtak (fetish) nær yfir svo breitt svið að viö getum talaö um fyrirbæri eins og Uniform, bindileiki og jafnvel S&M í sömu andrá. Fyrir utan ailt fólkið sem fílar að klæða sig í leður, gúmmí, plast, vínyl og risastígvél sem ná upp i klof - þá er líka þar á meðal fólk sem fílar aö vera allsbert innan undir regnkápum, eða lætur rassskella sig duglega. Allt í þágu lostans! Fólk sem fílar að nota víbratora, dildóa og gervipíkur gæti varla flokkast undir alvöru fet- ish, ekki nema það heimti það sjálft. (Sama er mér.) En þegar utanaðkomandi hjálpartæki eru í formi uppþvottahanska þá heitir það löggiltur munalosti. Sumir fila að fróa sér einvörðungu með uppþvottahönskum. - Svo eru lika þeir sem til dæmis eru mjög svag fyrir öllu sem við- kemur fótum: horfa á, pæla I, sleikja, sjúga og jafnvel láta ríða sér með fótum og tám ástvinar síns. Á enskri tungu nefnist það FootFetish! Það eru gefin út heilu tímaritin fyrir þá sem lof- syngja fætur og tær. Áfram þaðl Af hverju er sumt fólk haldið munalosta? Púff, það er sko búið aö hnakkrífast um það í gegn- um tlðina, skal ég segja þér. Flestir kynfræðing- ar og sálfræöingar hafa lent á þeirri niðurstööu aö fetish sé nær alltaf LÆRÐ HEGÐUN og eigi sér rætur i einhverju kynferðislegu atviki úr barnæsku. - Langsóttasta dæmiö um fetish sem ég hef heyrt er um manninn sem gat ekki fengið það án þess að vera undir sænginni sinni og láta konuna sina fróa sér meö þvi aö nudda fótunum upp að limnum á honum. Það var rakið til atviks í barnæsku þar sem lítil syst- og þú ir mannsins veitti honum sína fyrstu fullnæg- ingu þegar hún slysaðist til að nudda fótum sín- um upp að honum í svefni. Sel það ekki dýrara en ég keypti það! En þrátt fyrir allar vangaveltur um munalosta þá máttu ALDREI rugla þér saman við kynskiptinga eða klæðskiptinga. Þá erum við fyrst komin út í allt aðra sálma. Ég trúi því ekki að fólk sé enn þá að rugla þessu saman, kyn- og klæðskipt- ingum og svo dragdrottningum i bland. Sumir haldajafnvel að þetta sé allt sami hluturinnl! Hér með skal það kunngjört að kynskiptingur er manneskja sem fædd er i vitlausum líkama og meö ótrúlegum viljastyrk krefst þess að fara í kynskiptiaðgerð. Klæðskiptingur er aftur á móti oftast nær GAGNKYNHNEIGÐUR KARLMAÐUR (aldrei hommi) sem klæöir sig upp í undirföt og kjóla, oftast nær af konunni sinni. Þetta gerir klæðskiptingurinn með mestu leynd, því partur af spennunni felst i því hvort einhver komi að honum við þessa iðju sína. Hann fær kynferðis- legt kikk út úr því. Dragdrottningin er aftur á móti oftast nær SAM- KYNHNEIGÐUR KARLMAÐUR sem dressar sig EKKI upp i fötin af vinkonum sínum heldur eitt- hvað annað, meira og miklu brjálaðra en það!! Drag er aldrei það sem við getum kallað hefð- bundinn kvenfatnaður! Drottningin er ekki að fá neitt sérstakt kynferðislegt kikk út úr þessu. (Hún veröur að teipa niður á sér tippið þannig að ekki er hægt að pæla í því á meðan.) Þetta hefur miklu meira með skemmtun, alter egó og leikhús aö gera heidur en kynlíf. Og dragdrottn- ingin fer aldrei meðfram veggjum, ólíkt klæö- skiptingunum. Hún vill helst troða upp á Lækj- artorgi! Ég skrapp á mjög góðan fetish-klúbb fyrir bæði kynin í Berlín um daginn, „KIT KAT CLUB“, þar sem reglan var einföld. Þú máttir ekki fara inn á klúbbinn I gallabuxum eða hversdagsfatnaði. Ef þú vildir komast inn þá þurftir þú vinsamleg- ast að klæða þig úr gallabuxunum - og fara inn i klúbbinn á nærbuxunum ef þú varst ekki með neitt annað á þér til að vera í. Sem betur fer var ég i pungbindi og uppreimuð- um hermannastígvélum og dyravörðurinn sam- þykkti það! Þegar inn var komið voru allir í geð- veiku stuði meö þrjóstin þer, í fatnaði (stundum sérhönnuðum) úr gúmmii, leðri, plasti o.s.frv. Sumir voru bara á nærfötum í NOKIA stígvélum og filuðu sig í botn. Aðrir voru að leika sér með fjaðrir, svipur, sexí leikföng og meö þvottaklemmur á geirvörtunum. Sumir voru pakkaöir inn í glært plast (eins og „PLÁHNET- AN" á plötuumslaginu) og gátu sig hvergi hreyft. Þetta er eitthvað það mesta stuð sem ég hefi nokkurn tíma komist í á ævinni! Þetta var TOTAL FRELSI! Plötusnúðurinn var frábær og ég dansaði um á pungbindinu til klukkan 10 um morguninn. Þú ættir að fara á „KIT KAT“-klúbb- inn i Berlín eða SPOTLIGHT um helgina - klæddur í kvenmannsinniskóna, og fíla þig i botn. NJÓTTU LÍFSINS! ÞINN YLHÝR, DR. LOVE f Ó k U S 28. apríl 2000 6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.