Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2000, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2000, Síða 7
Ólafur Páll Gunnarsson telst ótvírætt til þeirrar fámennu stéttar sem hægt er að segja að hafi tónlistarsagnfræði að atvinnu. Drengurinn er forfallinn aðdáandi Ríkisútvarpsins og stjórnar í dag tveimur útvarpsþáttum og einum sjónvarpsþætti sem fjalla allir um tónlist. Snæfríður Ingadóttir heimsótti Óla Palla sem hefur meira vit á tónlist en flestir aðrir en ætlaði sér þó aldrei að verða útvarpsstjarna og tónlistarspekúlant. „ Ekki mitt hlutverk að „Ég hugsa að ég væri ekki þar sem ég er í dag ef ég hefði ekki far- ið í Tónlistarskólann á Akranesi. Ég vil allavega rekja allan þennan tónlistaráhuga og það sem hefur orðið úr honum til tónlistarskól- ans,“ segir Ólafur Páll eða Óli Palli eins og hann er oftast kalllaður þar sem hann lætur gamminn geisa í stofunni heima hjá sér undir mál- verki af Neil Young, hilium fullum af plötum, geisladiskum og bók- menntum sem tengjast tónlist. „Jón Karl Einarsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Skaganum, var alltaf að reyna að fá mig í kórinn en ég hafði engan áhuga á þvi að vera að syngja með einhverjum stelpum. Aftur á móti tókst honum að plata mig 9 eða 10 ára gamlan í Tónlistarskólann þar sem það vant- aði fagottleikara í Lúðrasveitina. Ég gat hins vegar ekki spilað á fagott þar sem puttamir á mér duttu alltaf ofan í götin og þá var mér fengið klarínett," segir Óli Paili sem ætlaði sér aldrei að gera tónlistina að sínu lifibrauði. Raun- in varð þó önnur, því í dag stjóm- ar hann útvarpsþáttunum Popp- land og Rokkland á Rás 2 og sjón- varpsþættinum Tónstiginn i Ríkis- sjónvarpinu. „Ég hef lítinn áhuga á útvarpsmennsku sem gengur út á það að vera í einhverjum leikj- um með hlustendum, gefa bleiur, pitsur, bón á bílinn og annað búllshit og spila svo top 40 krap frá Amer- íku með. Ég myndi aldrei nenna að vinna við svoleiðis lagað.“ Skrópaði í íþróttum Óli Palli er fæddur og uppalinn á Akranesi, elstur fimm systkina. Tónlistaráhugi drengsins kviknaði snemma og 6 ára var hann búinn að veggfóðra herbergi sitt með hljómsveitamyndum. „Þetta kom í bylgjum. Á tímabili var það John Travolta enda ekki margar kvikmyndir sem hafa verið sýndar eins oft I bíói á Akranesi og rt r J J Grease. Ég sá allar sýningarnar sem voru átta að tölu, að mig minn- ir. Svo kom Kiss, pönkið og síðan hitt og þetta,“ segir Óli Palli sem hefur mjög breiðan tónlistarsmekk í dag. Þrátt fyrir að vera uppalinn á Skaganum hafði hann ekki mik- inn áhuga á íþróttum en var hins vegar skellinöðrugæi og mótor- hjólaárátta loðir enn þá við hann en hann þeysist í dag um á Suzuki Intruder. Óli Palli var einnig i nokkrum hljómsveitum á Skaganum þar sem hann söng og spilaði á gitar. „Ég hætti að spila fótbolta þegar ég var 11 ára því þá fór ég að vinna með skólanum í niðursuðuverk- smiðju og taldi mér trú um það að ég hefði engan tima fyrir svona fót- boltabull,“ segir Óli sem mætti bara alls ekki í iþróttir eftir að grunnskólanum lauk. „Mér fannst einfaldlega asnalegt að það væri verið að pína mann í þetta en auð- vitað er ég á allt öðru máli í dag.“ Leiðinlegt að vera unglingur Óli Palli fór að læra rafeinda- virkjun og frá Fjölbrautaskólanum á Akranesi lá leiðin í Iðnskólann í Reykjavík. íþróttaskrópið varð hann þó að lokum að borga til baka og þurfti hann að taka aukaönn til þess að bæta fyrir gamlar syndir. „Síðasta önnin mín var sú lang- skemmtilegasta. Ég var bara í sál- fræði og myndlist og öðrum skemmtilegum fógum og ég sé alls ekki eftir því að hafa gert þetta svona," segir Óli Palli og bendir á mynd af Jim Morrison á veggnum sem hann málaði þessa önn. En voru hinar annirnar þá ekki ömurlega leiðinlegar og þungar? „Nei, skóli fyrir mér var nefni- lega bara skóli og hinar annimar hafði ég hvorki tekið þátt í félags- lífinu né íþróttum. Ég var bara í skólanum og þess á milli á fylliríi. Mér fannst ekkert sérstaklega gam- an að vera unglingur, mér fannst það eiginlega frekar leiðinlegt," segir Óli sem tók sér tvær annir frí frá námi til þess að fara á sjó. „Þetta var ágætis vinna en á þeim tíma þá fór svolítið í mig að vera svona lengi í burtu því mér fannst ég vera að missa af svo. miklu í landi". Tæknimaður hjá RÚV Árið 1991 þegar Óli útskrifast fer hann að vinna sem tæknimaður hjá Ríkisútvarpinu. Hann var ekki búinn að vera í starfinu nema í hálft ár þegar lítill þáttur kallaður Vinsældalisti götunnar datt upp í hendumar á honum. „Það átti að leggja þáttinn niður þegar ég bauðst til þess að taka hann að mér enda var þetta hálfgerð tækni- mannavinna." Síðan leiddi eitt af öðru og árið 1995 byrjaði Óli Palli með þáttinn Rokkland. „Það var alls ekki draumurinn að verða dag- skrárgerðarmaður þegar ég byrjaði hjá Ríkisútvarpinu, mér flaug það ekki einu sinni i hug að ég ætti nokkurn tímann eftir að tala í út- varp,“ segir Óli Palli sem flnnst allt of lítið gert úr starfi tæknimanns- ins almennt. Árin færðu honum einnig tvö börn en Óli Palli býr einn í dag í miðbænum. Þykir ekki fínt að vera með músíkþátt Þegar útvarp er annars vegar og sérstaklega hvað Ríkisútvarpið varðar þá liggur Ólafur ekki á skoðunmn sínum. „Ég er orðinn rosalega þreyttur á þessu kjaftæði um það að selja Ríkisútvarpið. Mín skoðun er sú að Ríkisútvarpið eigi að vera öðruvísi og miklu betra en allt annað útvarp á íslandi, sem það reyndar er að mínu mati, bæði Rás 1 og Rás 2 standa upp úr öllu hinu enda er aðaláherslan lögð á dagskrána sjálfa en ekki hverjir borga dagskrárgerðarmönnunum kaupið sitt. Það er ekki gróði af Sinfóníuhljómsveitinni og það á ekki endilega heldur að vera gróði af Ríkisútvarpinu. Þetta er bara batterí sem á að vera til eins og Háskólinn. Það á líka að gera út- varpinu kleift að vera það sem það á að vera, en nú er ég kominn út á pólitískar brautir," segir Óli og gæti liklega talað um æskilega stefnu Rikisútvarpsins í marga klukkutíma ef hann fengi færi á því. Þaö er nokkuð Ijóst að þér er annt um Ríkisútvarpiö en hvað finnst þér um frjálsu stöðvarnar? „Það eru svo margar „flugfreyjur" að vinna í íslensku tónlistarútvarpi í dag. Það eru bara einhverjir krakkar settir í þetta og þetta á bara að vera eins og þeir gera í Ameríku. Þessum krökkum er sagt hvað þeir eiga að segja, hvenær og hvað lengi í einu, þeir þurfa ekkert að vita, kunna margir ekki að tala og svo eru bara allir í svaka stuði og halda að þeir séu fæddir snillingar með doktorsgráðu í fyndni og öðrum skemmtilegheitum," segir Óli Palli „Mér fannst ekkert sérstaklega gaman að vera unglingur, mér fannst það eiginlega frekar leiðinlegt. Ég var bara í skólanum og þess á milli á fylliríi.1* og er ekkert að skafa utan af því. „Ég hef allavega lítinn áhuga á útvarpsmennsku sem gengur út á það að vera í einhverjum leikjum með hlustendum, gefa bleiur, pits- ur, bón á bílinn og annað búllshit og spila svo top 40 krap frá Amer- íku með. Ég myndi aldrei nenna að vinna við svoleiðis lagað,“ segir Óli Palli, fussar og bætir við; „Mér finnst allt of lítið gert úr þessu starfi. Það þykir ekkert fint að vera i útvarpi með músíkþætti. Það er bara fyrir krakka. Það er allavega attitjúdið sem ég skynja. Það hefur verið þannig að menn byrja í músíkútvarpi en það er alltaf eins og þeir séu að bíða eftir einhverju öðru betra. Menn eru í þessu í ein- hvern smátíma en gerast svo frétta- menn. Þetta er alveg eins og að byrja að sópa einhvers staðar og svo vinna menn sig upp.“ Óla Palla finnst tónlistinni allt of lítil virðing sýnd. „Þetta er fræðigrein út af fyrir sig og erlendis eru menn hreinlega að mennta sig í rokksagnfræði," segir Óli Palli sem treður venjulega útvarpsþætti sína út af tónlistarlegum fróöleik án þess þó að þeir verði of þurrir. En ert þú ekki að verða helsti rokksagnfrœðingur Islands? „Ég veit það nú ekki. Ef við tök- um mig og minn fróðleik um tón- list og tökum svo íþróttafrétta- mann eins og Arnar Bjömsson og yfirfærum þessa þekkingu þá myndi hann mala mig 14-2,“ segir Óli Palli og hlær. 28. apríl 2000 f ÓkuS 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.