Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2000, Síða 9
f TIiri|f!!lH
!!!!|!!!!!!l!linii!f llllium i!
Næsti Michael Owen
„Ég fékk ekki beint nýja sýn
á lífið og tilveruna en forgangs-
röðin breyttist algerlega,“ segir
Hulda Bjarnadóttir, dagskrá-
gerðarkona á FM957, um áhrif-
in sem fæðing sonar hennar,
Óskars Dags Haukssonar, fyrir
fjórum mánuðum hafði á lif
hennar. „Ég er nú orðin ást-
fangin af tveimur mannveriun,
manninum mínum og nú syni
mímnn. Þetta var svo sannar-
lega ást við fyrstu sýn.“ Hulda
bætir því við að áður fyrr hafi
hún alltaf verið úti á lífinu eða
á einhverjum þeytingi fram og
til baka en nú heyri það undan-
tekningum til að hún fari út úr
húsi. „Mér finnst ég hafa
þroskast á einhvem hátt, sé far-
in að lifa ábyrgara og stöðugra
lífi.“ Þegar Hulda er spurð
hvort áhyggjumar hafi aukist
eftir bamsburðinn segir hún að
svo sé ekki heldur hafi þær
gömlu horfið og nýjar komið
þeirra I stað. „Ég verð rosalega
spennt við þá tilhugsun að vita
af því að hann á eftir að verða
sjálfstæður og fara að taka eig-
in ákvarðanir. Ég kvíði samt
mest fyrir því þegar hann er
orðinn unglingur og fer að rifa
kjaft við mig. Ég bíð samt
spennt eftir því að hann þrosk-
ist. Ég ætla að hvetja hann til
náms en svo er það bara hans
að ákveða hvað hann vill verða.
Ég veit þó að pabbi hans gerir
miklar væntingar til hans á
íþróttasviðinu og vonar að
hann eigi seinna meir eftir að
spila með Liverpool." Ekki er
um að villast að félagsmótunin
er byrjuð snemma á þessu
heimili því Liverpool-búningur
í bamastærð hangir uppi á
vegg, tilbúinn á þeim degi sem
Óskar Dagur fer að sparka i
tuðru.
Hulda BJarnadóttir á FM eignaðist Oskar Dag í byrjun árs.
Halldór Gylfason var 25 ára þegar hann eignaðist son slnn, Gylfa.
Kærastarnir eiga eftír
að lenda þokkalega í þvt
„Fyrir flmm mánuðum hafði
ég aldrei haldið á litlu bami,
hvað þá skipt um bleiu. Ég var
svolítið stressaður yfir þessu til
að byija með en komst fljótt að
því að þetta er manni í blóði bor-
ið,“ segir Daníel Þorsteinsson,
trommari hljómsveitarinnar
Maus, og maður skynjar það
fljótt að hann er mun stoltari af
frumburðinum, henni Iðunni,
heldur en íslensku tónlistarverð-
laununum sínum uppi á hillu í
stofunni. „Það er í raun ekki
hægt að lýsa þessari tilfinningu
fyrir fólki sem ekki á böm, þetta
er bara það geðveikasta sem þú
getur lent i. Fæðingin var bara
kreisí og, já, ég viðurkenni alveg
að ég táraðist big time.“ Daníel
vill einnig halda því fram að
aðrir dularfullir atburðir eigi
sér stað þegar maður eignast
bam. „Það er voðalega lítið rætt
um þetta en maður breytist geð-
veikt og þá ekki andlega, heldur
líkamlega. Byrjar að fá hár á
undarlegum stöðum, þetta er
rosalega einkennilegt, svo er
önnur löppin á mér orðin eitt-
hvað skrýtin. Maður verður ekk-
ert mýkri við að eignast bam en
ég er þó orðinn þroskaðri á ein-
hverjum sviðum. Samt er maður
alltaf sami grínarinn.“
Daníel segist hlakka rosalega
til þess að hún byrji í skóla.
„Þegar hún fer svo að koma með
einhverja kærasta heim verða
þeir þokkalega óheppnir því þeir
eiga eftir að lenda svo hrikalega
í því.“ Daníel er fyrstur af strák-
unum í Maus til að eignast bam.
„Ég hafði eiginlega ekkert hugs-
að út hver okkar yrði fyrstur. Ég
er náttúrlega elstur og vitrastur
af þeim þannig að þetta kom
ekki mikið á óvart, þvi ef þú lít-
ur á þessa stráka sérðu að þeir
eru alveg handónýtir."
í
annars manns
„Maður fullorðnast aðeins við
þetta og róast heilmikið. Vinir
mínir höfðu margir hveijir eignast
börn og ég hafði séð hvaða áhrif
þetta hafði á þá. Maður fer að axla
meiri ábyrgð og lifið er ekki leng-
ur hreinn og beinn leikur," segir
leikarinn Halldór Gylfason sem á
tveggja og hálfs árs son sem var
skírður í höfuðið á föður Halldórs.
„Þegar hann fæddist urðu fjárhags-
áhyggjurnar meiri og ég fór að
vinna rosalega mikið. Konan min
er í skóla þannig að ég þarf að sjá
fyrir fjölskyldunni. Þ.a.l. hugsa ég
rosalega mikið um peninga sem er
hlutur sem mér leiðist mjög en það
er líka það eina leiðinlega við
þetta.“ Halldór segir að hann hafi á
ákveðnu augnabliki gert sér grein
fyrir því að hann væri tilbúinn að
eignast barn. „Ég var á öðru ári í
leiklistarskólanum þegar mér varð
þetta ljóst. Þá var ég rúmlega 25
ára en hafði samt sem áður fyrst
byrjað að hugsa um þetta þegar ég
var tvítugur og hafði hitt konuna í
lífi mínu. Það er í raun leynt og
ljóst tilgangur lífsins að fjölga sér
og öðlast þar með ódauðleika í lífi
annars manns.“ Þegar Halldór er
spurður um framtíðarvonir sínar
fyrir hönd sonar síns segir hann:
„Mér mun líða vel ef honum liður
vel og ég stend með honum hvað
sem honum dettur í hug að taka
sér fyrir hendur þegar hann verð-
ur stór.“
þú vilt
vita meira
IDN ADUR.ÍS
28. april 2000
f ó k u s
9