Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2000, Page 15
Unnendur lifandi og grúví hip-hops í
anda The Roots geta glaðst þessa dag-
ana, eins og TVausti Júlíusson komst að
þegar hann kynnti sér Chicago-rappar-
ann Common og nýútkomna plötu hans.
Common,
rappari sem f
sínar eigin leið
Chicago-rapparinn Common
vakti töluverða athygli fyrir plöt-
una „One Day it’ll All Make Sen-
se“ fyrir þremur árum. Hann hef-
ur nýverið sent frá sér sína fjórðu
plötu „Like Water for Chocolate“
og kannski er dagurinn sem „allt
meikaði sens“ runninn upp.
Common, sem heitir réttu nafni
Lonnie Rashid Lynn, er 27 ára
gamall. Hann starfaði fyrst undir
nafninu Common Sense og gaf út
fyrstu plötuna sína „Can I Borrow
a DolIar?“ árið 1992. Næsta plata,
„Resurrection" kom út tveimur
árum seinna. Hún hafði m.a. að
geyma lagið „I Used to Love
H.E.R" sem var hörð ádeila á
gangster rapp. Þegar þriðja platan
„One Day It’ll AIl Make Sense“
kom út árið 1997 hafði hann stytt
nafnið í Common. Hann hitti
Ahmir Thomson, öðru nafni
?estlove, trommuleikara The
Roots, nokkru seiima og ferðaðist
með hljómsveitinni á tónleikaferð
hennar yflr Bandarfkin.
Flutti til New York
Eftir að „One Day...“ seldist
minna en vonir stóðu til ákvað
Common að skipta um útgefanda.
Hann yfirgaf Relativity Records
sem gáfu út fyrstu 3 plöturnar og
skrifaði undir samning við MCA.
Upphaflega flutti hann til New
York til þess að vera nálægt MCA-
bækistöðvunum og geta passað
Stjörnukerfi Ifókus
★ ★ ★ * ★ Gargandi snilld! ★ Notist í neyð.
★ ★ ★ ★ Ekki missa af þessu. 0 Tímasóun.
★ ★ ★ Góð afþreying. jgf Skaölegt.
★ ★ Nothæft gegn leiöindum.,<w*'
upp á að allt gengi fyrir sig eins
og hann óskaði, en fljótlega sogað-
ist hann inn í tónlistarkreðsa
borgarinnar sem leiddi til þess
hvað margir gestir koma fram á
„Like Water for Chocolate". Hann
réð fyrst af öllu ?estlove til að hafa
yflrumsjón með plötunni. ?estlove
sagði honum: „Þú átt eftir að hata
mig sem manneskju eftir þetta, en
við eigum eftir að gera þína bestu
plötu“. Ekki lítil yfirlýsing, en
?estlove stóð a.m.k. við seinni
hluta hennar.
Like Water for Chocolate er að
miklu leyti imnin af sama liði og
gerði Voodoo plötuna hans
D’Angelo. Flest lögin eru
pródúseruð af Soloquarians geng-
inu, en það eru D’Angelo, Jay Dee
og hljómborðsleikarinn James
Poysner. Eins og tónlist The
Roots þá er tónlistin á plötunni að
miklu leyti spiluð með lifandi
hljóðfærum. Þetta er soulskotin
og fonkí blanda af hip hop og r&b.
Fyrsta lagið á plötunni „Time Tra-
vellin’", sem er tileinkað Fela
Kuti, er dæmi um hvað Common
er opinn fyrir nýjum og ólíkum
hlutum. Lagið, sem er algjör
snilld, er sambland af hip hoppi
og afro-fonki. Það skartar djass-
stjörnunni Roy Hargrove á
trompet, hljómborðsleikurunum
D’Angelo og James Poysner og
afrísku söngvurunum Vinia Moj-
ica og Femi Kuti, syni Fela. Aðr-
ir gestir á plötunni eru t.d. Mos
Def, sem syngur lagið „The
Questions", DJ Premier, Bilal,
Mista Sinista úr X-ecutioners og
MC Lyte. Svo syngur D’Angelo
lagið „Geto Heaven".
Rapparinn Common: „Maður er ekki í tónlist til að syngja einhverja þvælu.“
Fór til Kúbu
Það lag á plötunni sem Common
þykir vænst tun er samt lagið „A
Song for Assata“. Lagið samdi
Common eftir að hafa lesið ævi-
sögu Assata Shakur sem var ein
af leiðtogum Black Panthers.
Assata, sem er frænka Tupac
heitins, flúði til Kúbu eftir að hafa
verið ásökuð um morð sem hún
hefur alltaf neitað að hafa framið.
Hún er núna á fimmtugsaldri og
búsett i Havana. Lestur bókarinn-
ar hafði mikil áhrif á Common.
Hann ákvað að saga hennar ætti
erindi við bandarísk ungmenni
ársins 2000 og gerði lag um lif
hennar. Hann gat þó ekki sleppt
laginu í útgáfu án þess að fara til
Kúbu og hitta hana. Það segir
kannski eitthvað um vinnubrögð-
in hjá Common. Common vill að
tónlistin hafi innihald. Annað lag
á plötunni, „Dooinit", hefur vakið
nokkra athygli, en sá frægi snúð-
ur Funkmaster Flex neitar að
spila lagið í útvarpsþættinum sín-
um, þar sem hann túlkar það sem
árás á rappkóngana Puff Daddy
og Jay Z. Sjálfur segir Common:
„Maður er ekki í tónlist til að
syngja einhverja þvælu."
plötudómar
Fatboy Sliin
endurnýjar sig
Meistari Fatboy Slim (alias Norman Cook) er
í hljóðveri í L.A. að vinna að næstu plötu.
Hann er búinn að leggja
grunn að 15 nýjum
lögum en plötunnar
er ekki að vænta
lyrr en í lok ársins.
Helsta breytingin
frá fyrri verkum er
að nú verður lifandi
söngur í lögunum en
ekki sömpl eins og til
þessa. Hin ráma Macy Gray er að taka upp
með honum þessa dagana en fleiri nöfn hafa
ekki fengist uppgefin. Norman er með það á
hreinu að nýja platan verður aö vera stórt
stökk fram á viö. „Vonandi verður hægt að
þekkja að þetta er ég,“ segir hann, „en ég
vona að fólk segi ekki: „Æi nei, enn eitt lagið
frá honum.“ Þaö eru búin aö vera svo mörg
lög sem hljóma alveg eins og Gangster Tripp-
in og Rockafeller Skank og ég vil ekki hljóma
eins og fólkið sem hljómar eins og ég!“
Húrra fýrir
íslendingunum!
Það telst ekki lengur fréttnæmt þegar minnst
er á íslenskar hljómsveitir I erlendum blööum.
En alltaf er samt jafn gaman þegar jákvæðnin
skfn af blaðamönnunum eins
og gerðist í nýjasta NME
þar sem Múm og Botn-
leðju er hrósað. Múm-
platan fær 8 af 10 í
t ’ f
jr* Æm
einkunn og I dóminum
1 segir m.a. að í full-
komnum heimi myndi
hljómsveitin alltaf vera að-
albandið á All Tomorrow’s
Parties festivalinu. I tónleikagagnrýni á Botn-
leðju (eða Silt) segir að Damon Albarn geti
greinilega komið auga á sigurvegara og það
eigi örugglega eftir að heyrast meira í Silt.
Ævintýri Jaggers
Gamli rollingurinn Mick Jagger hefur stofnað
eigin kvikmyndaframleiðslufyrirtæki, Jagged,
og nýlega hófust tökur á fyrstu kvikmyndinni
sem hann framleiðir. Hún heitir Enigma og er
með Kate Winslet í aðalhlutverki. Næst verð-
ur gerð mynd með X-files-peyjanum David
Duckovny f aðalhlutverki og þar að auki hefur
Jaggerinn skrifað kvikmyndahandrit um rokk
og ról-ævintýri sín sem hann kailar „Snap".
Hann reynir nú að fá hjarta-
banann Jude Law til aö
taka að sér aðalhlut-
verkið. Handritið að
„Snap“ ku vera f
léttari kantinum en
það er spurning
hvort Jagger hafi
húmor fyrir sjálfum
sér. Honum var a.m.k.
ekki skemmt þegar hundur pissaði á skóna
hans f hljóðveri nýlega. Hundinn á upptöku-
maðurinn Arthur Baker sem sagði söguna
svona: „Mick var í góðu stuöi og fann sig vel f
laginu sem við vorum að taka upp. Einhver
haföi opnað dyrnar og hundurinn minn læddist
inn og meig á löppina á Jagger. Hann tapaði
sér gjörsamlega, öskraði og æpti og gat ekki
sungiö meira þann daginn."
★★★★
Hijómsveitin: Raymond
Scott
piatan: Manhattan
Research Inc.
Útgefandi: Basta / 12 tónar
Lengd: 121:47 mín (2 diskar).
★ ★★★
Hljómsveitin: LTJ Bukem
piatan: Journey Invards
Útgefandl: Good Looking / Japis
Lengd: 95,38 mín (2 diskar).
hvaöf
Raymond Scott var þessi bijálaða
prófessortýpa í hvftum slopp sem
vann aö uppfinningum f raftónlist og
var langt á undan sinni samtfð.
Þetta er safn af allskyns tónlist
sem hann gerði á þessi framúr-
stefnulegu tæki sín, m.a. auglýs-
ingatónlist, dægurlög og kvikmynda-
tónlist og alls konar tilraunir.
Danny Bukem er einn af frumkvöðl-
um jungle/d&b-tónlistarinnar. Hann
er upphafsmaður atmospheric
drum&bass-stefnunnar og rekur út-
gáfuna Good Looking sem sérhæfir
sig í þeirri tegund tónlistar. Bukem
sló í gegn með fýrstu „Logical
Progression" mixplötunni sem kom
út áriö 1996.
fyrir hvernf
Miöað viö hve stór hiuti af tónlist
samtfmans er raftónlist og unnin á
tæki sem má rekja til uppfinninga
Raymonds ætti þessi plata aö
höfða til allra. Svo er þó varla, en
allir raftónlistarspekúlantar, já og
nánast allir sem hafa átt sintisæser
ættu að athuga þessa fortföar-
snilld.
Tónlistin á Journey Invards er bæði
drum&bass að hætti Bukem, en
eins bregður hann fýrir sig öörum
stílbrögðum; downtempo, jazzfunk,
soul og endar plötuna á house-
stykki. Þetta er þvf plata sem ætti
að höfða til flestra áhugamanna um
danstónlist.
skemmtileqar
staöreynclir
Áður en Raymond helgaði sig upp-
finningum og rafsýsli var hann
hljómsveitarstjóri og samdi mörg
fræg lög. Lögin hans voru Iffleg og
frekar frfkuð og flestir kannast við
sum þeirra þvf þau urðu sföar fasta-
gestir í teiknimyndum um Bugs
Bunny og félaga hans.
Bukem er margrómaður fýrir lög
eins og „Horizons" og „Music", en
þetta er hans fýrsta stóra plata.
Það hefur verið mikið beðið eftir
henni og á tíma gekk sá orðrómur
að hann hefði fengið Luciano
Pavarotti til að syngja á plötunni.
Það varð ekki. Guöi sé lofl
niöurstaöa
Brian Eno og Kraftwerk voru börn aö
aldri þegar Raymond var að sýsla i
sloppnum sfnum. Það verður því að
fara aö breyta raftónlistarsögubókun-
um. Þessi glæsilega útgáfa (diskun-
um tveim fýlgir 144 bls. stútfullur upp-
lýsingabæklingur) er fræöandi, spenn-
andi og síðast en ekki sfst skemmti-
leg - algjör fjársjóður! Dr. Gunni
Þetta er fín plata. Þó að tónlistin sé
fjölbreytt, þá er yfir henni góöur
heildarsvipur. Þaö er þetta súper
slikk silkitæra gæöa sánd sem Bu-
kem er þekktur fyrir. Ferðalag Bu-
kem inn á við hefur leitt af sér opn-
un út á við og það verður gaman að
fýlgjast með þróun tónlistar hans í
framtiöinni. Trausti Júlíusson
*
★★★★★
Hljómsveitln: The FOF
Carnation
piatan: The For
Carnation
Útgefandi: Domino / Japis
Lengd: 43,45 mfn.
★★★★
Hljómsveitin: DJ Food
piatan: Kaleidoscope
Útgefandi: Ninja Tune / Hljómalind
Lengd: 64,43 mín.
For Carnation er hugarfóstur Brian
McMahan, sem áöur leiddi hina
áhrifaríku hljómsveit Slint, sem
hægt er aö kalla frumkvööul í „post-
rokkinu". Mannaskipan hefur ávallt
verið rokkandi en með Brian á þess-
ari þriðju plötu eru m.a. fýrrum
trommari Slint, Kim Gordon úr
Breeders og John McEntire úr Tor-
toise tók plötuna upp.
DJ Food eru í dag þeir Patrick
Carpenter (PC) og Strictly Kev. Þetta
er fýrsta DJ Food platan án Matt
Black og Jonathan Moore úr
Coldcut, en allir fjórir stóðu saman
að síöustu DJ Food plötunni „A
Recipe for Disaster" sem kom út
fyrir 5 árum.
Tónlistin er hæg og drungaleg en
um leið Ijúf og dreymin. Aðdáendur
Sigur Rósar geta auöveldlega fundiö
sig í þessari plötu þó Brian syngi
með mun dýpri róddu en Jónsi. Að-
dáendur Nick Cave og Leonard
Cohen ættu einnig óhikað að tékka
á þessari plötu því textarnir eru
djúpir.
Þetta er plata fyrir alla Ninja Tune að-
dáendur. Tónlistin er í hefðbundnum
Ninja Tune stfl, hugmyndarik blanda
af raftónlist/hip hop/jazz/break-
beat/funk/swing og hljóð- og radd-
sömplum héöan og þaðan. Þeir félag-
ar njóta m.a. aöstoðar Bundy K
Brown (áður í Tortoise) og 60's
jazzljóðskáldsins, Ken Nordine.
Brian kemur frá Louisville og byrjaði
ferilinn f pönkbandinu Squarrel Bait,
sem átti eftir að þróast í Slint. Þeg-
ar Slint hætti 1992 tók Brian sér
fjögurra ára frf því honum fannst
enginn nenna að hlusta á sig. Will
Oldham dró hann aftur í rokkið f
bandinu Palace Brothers og sfðan
hefur leiöin legið upp á við.
Hingað til hafa DJ Food plöturnar
allar verið fullar af matarlfkingum.
Nöfnin á plötunum og lögunum hafa
alltaf skírskotað til matreiðslu.
Remix-platan þeirra hét t.d. „Refried
Food“. Þessi hefð er aflögö með
nýju þlötunni, þeir félagar trúa ekki
að matargrín sé rétta uppskriftin að
því að vera teknir alvarlega.
Þessi plata er ekki óralangt frá plöt-
unni „Spiderland", meistaraverkinu
sem Brian gerði með Slint. Tónlistin
er mjög áhrifamikil í einfeldni sinni
og túlkun Brians á textunum er
dramatísk og flott. Þetta er albesta
platan I hægt og seiðandi deildinni í
langan tíma.
Dr. Gunni
Þetta er flott plata sem sýnir að
það er enn nóg Iff f herbúöum Ninja
Tune. Þessi plata er aðeins rólegri
og alvarlegri en þeirra fýrra efni, en
hún er samt fuli af tilþrifum -
stemningum og dramatfk. Sannköll-
uð, eh, veisla fyrir hlustirnar.
Trausti Júliusson
28. apríl 2000 f Ó k U S