Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2000, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2000, Qupperneq 16
f Ó k U S 28. apríl 2000 .. í ættinni. Ég er lagerstjóri í stóru fyrir- tæki hér á Reykjavíkursvæðinu. Ég er með mína eigin skrifstofu (ég er samt hræddur um að það sé bara tímabundið) og yfirleitt slepp ég við að þurfa að hafa mikil af- skipti af fólki. Það var þess vegna mikið áfall þegar eiginkona mín birtist í vinnunni hjá mér einn daginn. Ég man að ég var að hlusta á útvarpið, það var þetta nýja júró- visjónlag (ég er hræddur um að það nái ekki langt), og skyndilega stóð bara konan mín fyrir framan skrifborðiö. Það fyrsta sem mér datt í hug var að það hefði eitt- hvað komið fyrir. Var hún komin með ólæknandi sjúkdóm eða var hún komin til þess að segja mér að hún vildi... .. í höndum mér. Það kom reyndar í ljós að hann var bara bensínlaus en það breyt- ir því ekki að þetta var hræðileg lífsreynsla fyrir mig. Þetta sýnir bara hvað við búum í hræðilegu þjóðfélagi þar sem allt getur gerst. f Við reynum að skrimta héma á hjara veraldar við aðstæður sem eru ekki bjóðandi nokkrum mönn- um og bráðum verða dagar okkar taldir (og ég er ekki að reyna að vera neikvæður). Ég sé bara ekki að heimurinn, eins og komið er fyrir honum, eigi neina ... .. framtíð fyrir sér. Það versta er að ég held að endalokin séu beiniínis á næsta leiti. Við höfum enga tryggingu fyrir því að morgundagurinn komi nokkuð yíir höfuð. (Ef ég væri dagskrárstjóri sjónvarpsins myndi ég ekki skipuleggja dag- skrána nema einn dag I einu, ailt annað er óskhyggja). Svo fmn ég fyrir andar- teppu og sting fyrir hjarta og ég hef aldrei á ævinni verið svona stíf- ur i öxlunum. Og sama hvað ég reyni að leiða hugann frá því þá er ég mjög hræddur um að ég sé að fá skalla. María Heba Þorkelsdóttir kúnni: „Nei, viöskiptavinurinn hefur ekki alltaf rétt fyrir sér - það veit ég sem fyrrverandi þjónn. Kannski þess vegna tel ég sjálfa mig góöan kúnna, ég get veriö dyntótt og meö sérþarfir en ég ber virðingu fyrir þjónin- um. En stundum fer hann í taugarnar á mér. Það er t.d. ekki mitt vandamál hvernig þjónninn hefur það I sínu einkalífi, ég er alls ekki komin til að vera sálufélagi hans. Svo þoli ég ekki leikræna þjóninn sem er í þjónshlutverkinu af lífi og sál, kaffærir mig algerlega með uppgerð. Ég krefst þess sem viðskiptavinur að þjónninn þekki matseðilinn vel og ef pöntunin mín ruglast eitthvað þá er ég þolinmóð viö þjóninn - mannleg mistök eru tekin til greina - en þegar hann þrætir fyrir það verð ég pirruð." Hér í Fókus 7. aprU síðastliðinn var birt mynd af þessari stúlku þrátt fyrir að hún tengdist á engan hátt efni blaðsins undir yfirskriftinni „ég er fermingarstúlka“. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. DV-Fókus harmar ef myndbirtingin hefur á einhvem hátt valdið stúlkunni eða aðstandendum hennar óþægindum. Allir eiga sína útgáfu af pírraða þjóninum sem hefur allt á hornum sér, þjónustulundín í mínus, stælarnir og hrokinn gagnvart þér alveg út í hött. En hver er hans hlið á málunum? Eru kannski margir leiðindakúnnar að baki sem hafa skilað súpunni sem þeim fannst of köld, þrætt um reikninginn og óhreinu hnífapörin? Bæði kúnnar og þjónar voru spurðir hvort viðskiptavinurinn hefði alltaf rétt fyrir sér. hræddur .. skilja við mig? Við horfðumst þegjandi í augu og ég man að ég hugsaði að vonandi væri hún komin til þess að fá skiln- að vegna þess að ég gat ekki hugsað mér að þurfa að eyða mörgum árum í að hugsa um hana fársjúka. Hæ, sagði hún við mig og þá vissi ég að það var eitthvað að. Hæ, sagði ég á móti. Bíllinn er eitthvað bilaður, sagði hún og ég fann hvemig ég fékk beinlínis gæsahúð á bakið af hryllingi. Það á nú ekki af mér að ganga að þurfa nú að fara að borga fyrir einhverjar rán- dýrar viðgerðir á bílnum. Guð minn góður, sagði ég og faldi and- litið ... Einkalíf þjónsins er ekki mitl vandamál karlmaður á fertugsaldri. Ósónlagið er að hverfa, jörðin að hitna og ísöld að skella á, unglingar háma í sig dóp allan daginn og ég lifi í stöðugum ótta við að verða gjald- þrota. Svo er eitthvert eitur komið í jarðveginn þannig að fuglar drep- ast og karlmenn verða getulausir. Fólk er hætt að tala jafngóða ís- lensku og þegar ég var lítill, videó- leigurnar eru fullar af gaman- myndum með ósmekklegum sæð- isbröndurum, allar vinsælustu hljómsveitirnar eru skipaðar fimm, sex, ungum burstaklipptmn drengjum sem syngja eins og kon- ur og það er beinþynning ... Miðaldra kona i pels Davíð Jóhannsson þjónn: „Ég hef verið þjónn ! 3 ár og er farinn að þekkja þá úr hópnum sem verða með vand- ræði. Mér er til dæmis meinilla við miðaldra konuna I pelsinum. Hún leggur leið sína í miðbæinn til að kíkja á kaffihús - og vera leiðinleg við þjóninn. Hún tyllir sér settlega, bíður! hálfa m!nútu áður en hún missir þol- inmæðina og blístrar á mig svo að ég komi. Hún býður ekki góðan daginn, hreytir í mig pöntuninni og ef þjónustan er ekki alveg eft- ir hennar höfði þá heimtar hún að fá að tala við „þann sem er yfir þér...“. Stundum verð- ur maður bara að líta á spaugilegu hliðina, um leið og leiðinlegi kúnninn snýr baki í þjón- ustufólkið þá byrjar það að tala illa um hann. Margir erfiðir fastakúnnar eiga sér uppnefni hjá þjónunum, ss. Litla-Ljót og margt enn óprenthæfara." viðskiptavinurínn alltaf rétt fvrir sér?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.