Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2000 21 Ryan Giggs og Heiöar Helguson berjast um knöttinn í leik liðanna um helg- ina. Báöir skoruðu þeir mark í leiknum sem United vann, 2-3. Reuter Jordi Cruyff skorar ssigurmark United gegn Watford. Reuter Stoke City er enn á sigurbrautinni Stoke City vann fimmta leik sinn í röð í 2. deild um helgina er liðið lagði Cardiff að velli, 2-1. Þetta var tóffti leikur Stoke í röð án taps. Amar Gunnlaugsson kom mikið við sögu. Hann skoraði fyrra mark Stoke og lagði það síðara upp sem O’Connor skoraði. Möguleikar Stoke á aö komast í úrslitakeppnina aukast með hverjum leik. Liðið er nú í sjöunda sæti en þarf að komast í það sjötta. Stoke er með 79 stig en Millwall er í sjötta sæti með 79 stig og leik meira en Stoke. Bristol Rovers er í flmmta sæti með 80 stig, Gillingham í fjóröa með 82 stig og Wigan í þriðja með 82. Helgin var Stoke hagstæð því Wigan og Millwall töpuðu og Bristol Rovers gerði jafntefli. -SK - Egil Olsen rekinn frá Wimbledon sem tapaði fallslagnum gegn Bradford. Arsenal á góðri leið með að taka 2. sætið? Norðmaðurinn Egii Olsen var í gær rekinn úr framkvæmdastjóra- stöðunni hjá Wimble- don í kjöffar lélegs árangurs liðsins á leiktíðinni. Hermann Hreiðars- son var í liði Wimbledon sem tapaði illa um helgina á heimavelli Bradford, 3-0. Þar með er staða Wimbledon orðin mjög alvarleg og fátt virðist geta komið í veg fyrir að Wimbledon leiki i 1. deildinni á næstu leiktíð. Leikur liðanna var mjög mikilvægur en með sigrinum lyfti Bradford sér úr fall- sæti deildarinnar í fyrsta skipti í mjög langan tima. Liðið virðist vera að bjarga sér frá falli og næsti leikur liðsins er gegn Coventry. Leikmenn Wimbledon voru mjög ósáttir við dómara leiksins og töldu hann hafa ráðið úrslitum leiksins með vægast sagt vafasömum dóm- um. Svo fór að John Hartson var vikið af leikvelli fyrir kjaft- brúk og leikmenn Wimbledon voru 10 svo til allan síðari hálíleikinn. Heiðar Helguson var í sviðsljósinu þeg- ar hann skoraði gott mark fyrir Watford gegn Manchester United um helgina í leik einu liðanna í úr- valsdeildinni sem eru örugg með að hafna í þeim sætum sem þau eru nú i. United vann enn einn sigurinn og virðist í sérflokki i úr- valsdeildinni. Arsenai vann mjög mikilvægan sigur á heimavelli Everton. Mark Overmars skor- aði eina mark leiksins fyrir Arsenal sem er líklegt til að tryggja sér annað sæti deildar- innar. Liverpool tapaði illa fyrir Chelsea og er með jafnmörg stig og Arsenal en hefur leikið leik meira. Þrátt fyrir góðan sig- ur Leeds á Sheffield Wednesday er liðið lík- lega búið að missa af öðru sætinu. Annars er þriðja sætið ekki síður mikOvægt því það gef- ur sæti í MeistaradeOd Evrópu. Liklegast er að Manchester United, Arsenal og Liverpool nái þeim sætum en þetta gæti þó breyst á lokasprettinum. Eftir tapið er Sheffield nær örugglega á leið úr úr- valsdeildinni. Gengi liðsins í vetur hefur verið afleitt Eiður Smári lék vel og skoraöi Eiður Smári Guðjohnsen heldur áfram að slá í gegn hjá Bolton og liðið á enn möguleika á að ná sæti í aukakeppni um sæti í úrvalsdeOdinni á næstu leiktíð. Eiður Smári skoraði gott mark og lagði annað upp. Hann er i dag orðinn einn áhugaverðasti sóknar- leikmaðurinn í enska boltanum og þau eru mörg liðin sem fylgjast grannt með honum. Er mjög líklegt að hann yfirgefi Bolton í sum- ar. -SK Sport 7*'.f) ENOtAm —------------------------ Úrslit í úrvalsdeild Bradford-Wimbledon..........3-0 1-0 Beagrie víti (42.), 2-0 Beagrie (49), 3-0 Windass (82.) Sheffield Wed-Leeds ........0-3 0-1 Hopkin (1.), 0-2 Bridges (53.), 0-3 Kewell (69.) Aston Villa-Sunderland......1-1 1-0 Barry (60.), 1-1 Quinn (85.) Chelsea-Liverpool ..........2-0 1-0 Weah (2.), 2-0 Di Mattio (14.) Everton-Arsenal ............0-1 0-1 Overmars (34.) Newcastle-Coventry..........2-0 1-0 Shearer víti (78.), 2-0 Gavilan (84.) Southampton-Leicester ......1-2 1-0 Kachloul (4.), 1-1 Cottee (22.), 1-2 Izzet (60.) Tottenham-Derby ............1-1 0-1 Carbonari (63.), 1-1 Clemence (90.) Watford-Man. Utd............2-3 0-1 Heiðar Helguson (34.), 1-1 Yorke (68.), 1-2 Giggs /75.), 2-2 Smith (78.), Cruyff (87.) West Ham-Middlesboro .......0-1 0-1 Deane víti (60.) Staðan í úrvalsdeild Man. Utd 36 26 7 3 93-44 85 Arsenal 34 20 6 8 64-34 66 Liverpool 35 19 9 7 51-27 66 Leeds 35 20 4 11 54-41 64 Chelsea 36 17 11 8 48-32 62 Aston Villa 36 15 12 9 44-32 57 Sunderland 36 15 10 11 55-53 55 West Ham 35 15 9 11 51-50 54 Tottenham 36 14 8 14 53-45 50 Everton 36 12 13 11 58-46 49 Leicester 35 14 7 14 50-51 49 Newcastie 35 13 8 14 57-50 47 Middlesboro 35 13 8 14 41-49 47 Coventry 36 11 8 17 43-52 41 Shampton 36 11 7 18 43-62 40 Derby 36 9 10 17 44-53 37 Bradford 36 8 9 19 37-65 33 Wimbledon 36 7 11 18 44-70 32 Sheff. Wed. 35 7 6 22 30-63 27 Watford 35 5 5 25 32-73 20 Úrslit í 1. deild Charlton-Ipswich 1-3 Crewe-Boiton . 1-3 Crystal Palace-Blackburn 2-1 Grimsby-Tranmere . 1-2 Huddersfield-Stockport . 0-2 Norwich-Sheffield United 2-1 Nottingham Forest-Port Vale . . . 2-0 QPR-WBA . . . 0-0 Swindon-Barnsley 1-2 Walsall-Portsmouth . 1-0 Man City-Birmingham . 1-0 Staðan í1. deild Charlton 45 27 10 8 79-43 91 Man City 45 25 11 9 74-39 86 Ipswich 45 24 12 9 69-42 84 Barnsley 45 24 10 11 88-65 82 Birmingham 45 22 10 13 65-44 76 Huddersfield 45 21 11 13 62-46 74 Wolves 44 20 11 13 62-46 71 Bolton 44 19 13 12 66-49 70 Fulham 45 16 16 13 4fr41 64 QPR 45 15 18 12 59-52 63 Blackburn 45 15 17 13 54-47 62 Norwich 45 14 15 16 45-49 57 Tranmere 45 15 12 18 56-66 57 Stockport 45 13 15 17 53-64 54 Nott Forest 45 13 14 18 50-53 53 Sheff. Utd 45 13 14 18 57-69 53 Portsmouth 45 13 12 20 54-63 51 Cr. Palace 45 12 15 18 55-66 51 Grimsby 45 13 11 21 41-67 50 Crewe 45 13 9 23 44-67 48 WBA 45 9 19 17 41-60 46 Walsall 45 11 13 21 52-75 46 Port Vale 45 7 15 23 48-68 36 Swindon 45 8 11 26 36-75 35 Swindon og Port Vale eru fallin í 2. deild og þriðja fallsætið kemur í hlut Walsall, WBA eða Crewe Alexandra. Jói útherji Knattspyrnuversliin Ármúla 36, Reykjavík, sími 588 1560

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.