Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2000, Blaðsíða 2
20
MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2000
Sport
- mikilvægustu kostir góðs sóknarmanns að mati Ian Rush
Ian Rush, fyrrverandi markahrók-
ur Liverpool og velska landsliðsins,
stendur fyrir knattspyrnuskóla eða
„sóknarmannaskóla“ hér á landi í
sumar í samvinnu við Þrótt og Nike-
umboðið. Þessi geðþekki maður var
staddur hér um helgina og hitti
blaðamaður hann að máli í Þróttar-
heimilinu í Laugardal og spurði
hann um ferilinn, skólann og fram-
tíðina.
Snerust draumar þinir i œsku
um þaö aö veróa atvinnumaður i
knattspyrnu?
„Já, ég held að þetta sé draumur
sem varð að veruleika. Þegar ég var
ungur lék ég mér í fótbolta úti á götu
en mig óraði ekki fyrir því að ég ætti
eftir að spila með stórliði í ensku
knattspymunni.
Þegar ég var hjá Chester var ég
mjög ánægður að spila bara fyrir þá.
Síðan greip ég tækifærið þegar það
kom, án þess að vita hvert það myndi
leiða. Ég trúi því að maður læri um
lífíð með því að lifa og maður þurfl
að grípa tækifæri sem þessi. Ég var
því mjög heppinn að fá tækifæri til
að spila með svo góðu lið sem Liver-
pool-liðið var.“
Var betri leikmaður þegar ég
sneri aftur til Englands
Þú náóir mjög góðum árangri
meö Liverpool og þið unnuð fjöl-
marga titla. Síðan lá leiðin til ítal-
iu. Svo virðist sem sá fótbolti sem
þar er spilaður hafi ekki hentað
þér. Af hverju stafaði það?
„Ég held að ástæðan hafl verið sá
vamarbolti sem þar var spilaður.
Hann hentaði mér einfaldlega ekki.
Síðan vom talsverðar breytingar í
gangi hjá liðinu, það vom sjö nýir
leikmenn komnir inn og það reyndist
ekki auðvelt að ná árangri, sem er
sannarlega krafan hjá stórliði eins og
Juventus. Ég held að þetta hefði ver-
ið betra fyrir mig ef Michel Platini
hefði verið þar enn þá. Þrátt fyrir erf-
iðleikana var þetta góð lexía fyrir
mig og þegar ég kom aftur til Liver-
pool var ég betri leikmaður en þegar
ég fór.“
Þú varst i Liverpool-liðinu sem
spilaði gegn KR á Laugardalsvell-
inum i ágúst 1984. Vissir þú eitt-
hvað um íslenska knattspyrnu þá?
„Nei, voðalega lítið. íslensk knatt-
spyrna var ekki hátt skrifuð þá.
Núna er hún hins vegar á svipuðum
slóðum og norska knattspyrnan var á
þeim tíma.“
Mjög gott landslið eftir tíu ár
Hvað um íslensku leikmennina,
sem nú eru að spila, þekkirðu eitt-
hvað til þeirra?
„Ég kannast við þá sem eru að
spila í enska boltanum. Siðan hef ég
heyrt af afskiptum íslendinga hjá
Stoke City. (Eiður) Guðjohnsen hjá
Bolton og strákurinn hjá Watford
(Heiðar Helguson) hafa. vakið athygli
og íslenska landsliðið hefur einnig
gert það.
Það má sjá framfarimar í íslensku
knattspyrnunni á því að íslenskir
knattspymumenn em farnir að spila
í ensku úrvalsdeildinni og eftir tiu ár
mun íslenska landsliðið vera orðið
mjög gott.“
Knattspyrnuskólinn þinn er þér
greinilega mikið hjartans mál.
Hvað réð þvi að þú fórst af stað
meó hann i Ástralíu?
„Ég fór og spilaði tvo leiki fyrir
Sydney Olympic í áströlsku deildinni
í nóvember (1999). Þetta var einnig
hentugur tími til að koma skólanum
af stað, veðrið er ekkert sérstakt á
Englandi á þessum árstíma en mjög
gott í Ástralíu. Það var því ekkert
sérstakt sem réð þvi að Ástralía varð
fyrir valinu sem fyrsta landið, tíma-
setningin var bara góð.
Við lítum til landa þar sem
efniviðurinn er fyrir hendi, Ástralía
er þar á meðal. Góðan efnivið er
einnig að flnna á íslandi og í Asíu og
við fórum reyndar til Kóreu seinna í
mánuðinum. Síðan er Kanada næst í
röðinni."
Á að snúast um krakkana
Hvers vegna varð annarrar
deildar liðið Þróttur fyrir valinu
sem samstarfsaðili en ekki eitthvað
stœrra lið?
„Knattspyrnuskólinn á ekki að
snúast um eitthvert eitt lið heldur
um fólkið, krakkana á Islandi. Ég hef
átt mjög gott samstarf við Nike og ein
af ástæðunum fyrir komu minni er
einmitt þetta samstarf, möguleikarn-
ir eru fyrir hendi og fyrirtækið tilbú-
ið að vinna að þessu með okkur."
Finnst þér að þú hefðir notið
góðs af því sem krakki að sœkja
slikan knattspyrnuskóla?
„Já, vafalítið. Ég fór vissulega erf-
iðari íeið þegar ég var að leika mér
að bolta úti á götu. Við slíkar aðstæð-
ur vegur það þungt að vera fljótur að
læra á hlutina. Maður hlustaði því
vel eftir ábendingum og náði þannig
að bæta leik sinn.
Miklvægt að byrja snemma
Ef krökkum er kennt ungum tekur
það þá kannski tvö til þrjú ár að ná
tökum á því. Ef einhver byrjar að
læra vissa hluti um átta ára aldur
eru líkur á því að sá hinn sami sé far-
inn að gera þá ósjálfrátt um tólf ára
aldur. Að mínu mati er þeim mun
erflðara að kenna börnum eftir þvi
sem þau verða eldri og því mikilvægt
að byrja snemma.
Æfingarnar sem gerðar eru í skól-
anum miða einmitt að því að þróa
hreyfingar sem eru mikilvægar sókn-
armönnum og hugmyndin er að þau
byrji snemma svo þau nái frekar að
tileinka sér hreyfmgarnar."
Hvað þarf góður sóknarmaður
að hafa til að bera?
„Hann þarf að vera vel vakandi og
snöggur og fimur með boltann. Nátt-
úrlegir hæfileikar koma auðvitað
einnig við sögu.
Skólinn miðar að því að kenna
sóknarmönnum hvernig á að nýta
færin og hverjir möguleikarnir eru
t.d. einn á móti markmanni. Ef að-
eins er um einn kost að ræða í stöð-
unni mun markamaðurinn að sjálf-
sögðu vita hvernig hann á að verjast.
Því þarf góður sóknarmaður að geta
komið auga á tvo tO þrjá kosti i
hverri stöðu.
Viljum að allir nái árangri
Ef við flnnum einhvern sérstak-
lega góðan leikmann i skólanum er
það mjög gott en við viljum að allir
nái árangri. Ef þessi eini sérstaki
leikmaður kemst einum eða tveimur
gæðaflokkum ofar en ella hefði orðið
höfum við unnið okkar verk vel.
Þetta þarf ekki endilega að þýða að
hann fari beint úr íslensku deildinni
í ensku úrvalsdeildina, heldur að
hann sé betri leikmaður en ef skólinn
hefði ekki komið til.“
Hvað myndir þú ráðleggja þess-
um hœfileikarika leikmanni ef
hann hygði á atvinnumennsku?
„Það fer allt eftir aðstæðum. Það
er erfitt að flytja til annars lands og
margir flnna reyndar til heimþrár og
þurfa því á aðstoð að halda. Það er
mikilvægast að hlusta vel á þá sem
máli skipta, s.s. þjálfarann, og vera
alltaf tilbúinn að læra nýja hluti.
Margir fara bara á æfingu og síðan
heim en ég æfði alltaf í svona hálf-
tíma eftir æfmgu og skaut á mark.
Mesta ánægjan í þessum bransa er
þegar þú sérð boltann liggja í netinu
og ef þú æflr vel þá eru meiri líkur á
því að þér takist að skora í leik.“
Hvað um peningamálin?
„Peningar geta orðið vandamál og
upphæðirnar geta stigið mönnum til
höfuðs. Peningarnir eru orðnir stórt
mál í knattspyrnu í dag, sumir ná að
halda sér á mottunni og spila sinn
leik, aðrir ekki. Þeir sem ekki halda
höfði endast ekki lengi í leiknum."
Nú spilaðir þú alltaf númer níu.
Hvað er svona mikilvœgt við það
númer?
„Ég byrjaði bara að spila númer
níu og það varð uppáhaldsnúmerið
mitt. Kannski er þetta hjátrú og hún
mun þá erfast í fjölskyldunni. Synir
mínir eru í knattspymu og sá eldri
vill ekki spila í neinu öðru númeri.
Þetta er því líklega eitthvð sem hann
hefur erft frá mér. Það sem mestu
máli skiptir hins vegar er menntunin
og þar skiptir númerið engu máli.“
Hafa boöist störf við þjálfun
Ætlar Ian Rush að leggja fyrir
sig þjálfun i ensku knattspyrn-
unni?
„Mér hafa boðist störf við þjálfun í
ensku knattspyrnunni og ég mun
fylgjast með því sem er að gerast.
Maður er alltaf að læra og þannig
nær maður árangri.
Ég mun fara út í þjálfun þegar mér
finnst ég reiðubúinn til þess. Ég er að
þjálfa krakka í augnablikinu og hef
ánægju af þvi. Hvenær ég verð reiðu-
búinn til að taka við þjálfun í meist-
araflokki verður bara að ráðast,
hvort sem það verður eftir sex mán-
uði eða sex ár.“
Skólinn mun standa frá 29. maí til
28. ágúst og mun Rush sjálfur vera
við þjálfun hér dagana 10.-14. júlí.
-ÓK