Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2000, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2000 29 Sport - hjá McLaren aðra keppnina í röð og þriðja árið í röð í Barcelona Fyrsti sigur Mika Hákkinen á árinu er staö- reynd eftir keppni gærdagsins og hefur hann nú tekið við forystuhlutverki McLaren Mercedes af David Coulthard á ný og er kominn í annað sætið í stigakeppninni með 22 stig. Þriðja árið í röð komu félagamir í fyrsta og öðru sæti og sanna enn og aftur að Barcelonabrautin hentar McLaren-bílnum frábærlega. Með glæsileg- um sigri hefur liðið nú minnkað forystu Ferrari niður í sjö stig, en í upphafi tímabilsins virtist sem Ferrari hefði náð óyfirstíganlegu forskoti. Barátta og atorka McLaren Með baráttu og elju hefur McLaren tekið sig saman í andlitinu og þeir yoru með hraðskeiðasta bilinn í Barcelona gær. í þriðja sæti kom svo Rubens Barrichello sem var heppinn að komast svo ofarlega eftir harða baráttu nær alla keppnina við Ralf Schumacher á Williams. Ralf kláraði meistaralega í fjórða sæti á undan bróður sínum Michael, sem var í miklum vandræð- um með bíl sinn og tapaði af ömggu öðru sæti. Síð- asta stigið fékk svo Heinz H. Frentzen á Jordan á silfurfati eftir að enski unglingurinn Jenson Button sprengdi BMW-vél sína á lokahringjum keppninnar. Þaö besta fyrir Formúluna Tvöfaldur sigur McLaren var það besta sem gat komið fyrir Formúluna eftir að Michael Schumacher hafði unnið þrjár fyrstu keppnirnar á tímabilinu, en nú hafa þeir gráu svarað fyrir sig og sigra tvöfalt aðra keppnina í röð og eru búnir að minnka forskot Ferrari verulega sem er nú komið niður í 7 stig. Ferrari virtist vera í talsverðum vandræðum í gær, þó sérstaklega á viðgerðarsvæðinu þar sem Michael Schumacher varð á að aka niður bensín- áfyllingarmann liðsins eftir að hafa verið gefið „af stað“ merki frá liðinu. 1 síðara skipulögðu þjón- ustuhléi sínu, sem varð of langt því óvanur áfyll- ingarmaður var óöraggur í starfi sínu og hitti ekki strax í bensínopið, var honum gefinn loftlítill hjólbarði sem hægði vemlega á honum. Við þetta missti Schumacher forystuna, sem hann hafði haft frá upphafi keppninnar, í hendur Mika Hakkinen sem lét hana ekki af hendi það sem eftir var af þeim 65 hringjum sem eknir voru. Coulthardt öryggið uppmálaö David Coulthard, sem hafði lent í hræðilegu flugslysi í síðustu viku, virtist ekki hafa látið bugast á taugum og var öryggið uppmálað alla keppnishelgina þar sem hann var oftast að gera betri tíma en hraðskreiður félagi hans, Mika Hákkinen. í ræsingu var hann óheppinn og missti bæði Ralf Schumacher og Barrichello fram fyrir sig og var fyrsta hlutann í 5. sæti. Eftir vel skiplögð viðgerðahlé McLaren-liðsins færðist hann ofar og tók að lokum annað sætið með framúrakstri á Michael Schumacher sem var í vandræðum. Það lið sem mest hefur komið á óvart er sann- arlega Williams með nýjan BMW-mótor innan- borðs og með fjórða sæti Ralfs Schumachers í gær er hann að undirstrika gæði bílsins og ekki síst vélarinnar sem þó er enn á þróunnarstigi. Button var einnig í mjög góðri stöðu þeg- ar hann sprengdi mótor sinn þegar fjór- ir hringir vora eftir. Williams er nú öruggt í þriðja sæti keppnisliða með 15 stig og eiga þeir hjá , - Jordan langt í land með að j ná þeim. En Jordan og Jagúar hafa enn ekki getað staðið undir þeim f £ væntingum U sem til þeirra voru gerðar og var frammistaða Jagúar hreinlega til skammar því nærri allir sem ræstu á eftir þeim í upphafi keppninnar komust fram fyrir báða ökumenn liðsins sem enduðu í 11. og 13. sæti. í 7. sæti kláraði Mika Salo á Sauber á undan BAR-ökumanninum Ricardo Zonta. Næst í Þýskalandi Benetton-ökumennirnir Fisichella og Wurz gerðu það besta sem þeir gátu eftir hræðilegar tímatökur á laugardag og enduðu í 9. og 10. sæti. Næsta keppni verður háð á Núrburgring í Þýska- landi þann 21. maí og verður þá gaman . að sjá hvort McLaren heldur m uppteknum hætti, gerir lítið úr Ferrari og sigrar í 3. sinn í . röð. '' -ÓSG Úrslitin í Barcelona 1. Mika Hákkinen McLaren 2. David Coulthard McLaren 3. Rubens BarricheUo .... Ferrari 4. Ralf Schumcher WUliams 5. Michael Schumcher .... Ferrari Staða ökumanna 1. Michael Schumcher, Ferrari . 36 2. Mika Hákkinen, McLaren . . . 22 3. David Coxdthard, McLaren . . 20 4. Rubens BarricheUo, Ferrari . . 13 5. Ralf Schumcher, Williams . . . 12 Staða ökuliðanna 1. Ferrari . 49 2. McLaren . 42 3. WUliams . 15 4. Jordan . 9 5. Benetton . 8 mr * 0 Finninn Mika Hákkinen var ánægður eftir fyrsta sigur sinn á tíma- bilinu og þann fimmtánda á ferlinum. Reuters Bensín Keppnin í gœr, sent vat. númer lsýhjá Bretanum Johnny Herbert, vjtr ekki eins ánægjuleg og hann ði vonast eftir. Hann endaði í 3. sæti eftir að hafa lent i vand- ræðum með grip bílsins og fyrir ^inhverjar sakir fékk hann ekki Egilegt eldsneyti og þurfti að fara i 'þriðja þjónustuhléið til að bæta úrravi. Eddie /raine. félagi Herbérts, var heldur ekki ánægður með sina frammistöðu og enn síður bílsins. „Eftir að hafa reglulega komist í topp-10 i tímatöKum er það þreyt- andi að ná ekki bbúú ræsingu og missa fjöldann allan af\þilum fram fyrir sig,“ sggði Irvine efiir keppn- ina í gær. ..Eftir það er keppnin svo að segja^buin." Mich/iel Schumacher lenti i mii um;/vandræðum í keppninni pg keyröi meðal annars yfir einn viö gerðarmanna sinna. Samkvæmf þeiim heimildum sem fengnar vor eflir keppnina var viðgerðarmað urmn óbrotinn og verður jafnvel tilbúinn til leiks í næstu keppnt á Núrbtirgring i Þýskalandi. jEf ekki verður Eerrari að þjálfa upp nýjan mann á bensíndæluna þvi þetta er eitt þýðingarmesta starfið á viðgerðarsvæðunum. Vegna óhappáinÁsem varð á við- gerðarsvæðí Fferrari tapaði Barrichollo talsverþum tíma i seinna/ þjónustuhleksínu, en Schpéiacher enn meínMíma eða allfað 7 sekúntum. 'irœðurnir Michael og Ralf áku í /harðri rimmu um þriðja sætið peg- ar Rubens Barrichello tók áhætt- una og skaust fram úr þeim til að taka sætið. Hann þakkaði félaga sínum fyrir, því augljóst var yað , Schumacher eldri var að hindra þróður sinn svo Barrichello jíæm- t fram hjá. „Ég verö aú- vióurkénna að fram að atvikinu var staða mín í keppn- inni ekki góð, þvUþað var engin leið fyrir mig að \taka fram úr Ralf.“ Barrichello ko\nst því í ann- að sinn á verðlaunapkll fyrir Ferr- ari og er kominn með 12 stig og er fjórði í stígakeppninni.' Mika/tlakkinen átti sem fýrr erfitt meöyáö lýsa ánægju sinni meö sinn fyrsta sigur á árinu og sinn þrúðja í rtið i Barcelona. Hann vildi jio sérstaklega þakka þjónustulíþi sínu sem kom eldsneyti á bUinn ( skipti um hjólbarða á aðeins 6,\l síÁúndum sem hefði dugað honu gegn Schumacher þó Þjóðverjinp hefei ekki lent i vandræðum í síp seinna hléi. Sögusagnir hafa verið á k-reiki um að Honda-bUaframlgiðandinn ætli sér að'"kaupa- Tlþp British American Racing keppnisliðið. Upphaflega ætlaði Honda að koma með sitt eigið lið inn í keppina, en ákvað þess í sta^'aö útvega vélar fyrir BAR. Formúla eitt í Barcelona í gær: ^pr ^Kedes-Benz ■ Heidi Widilinski, kærasta Davids Coulthardts, og stjóri McLaren, Jurgen Hubbert, taka á móti Skotanum eftir aö hann haföi tryggt sér annaö sætiö. British Amerlcan Ractng hefur verið í vandnnöum með gjrkass- ann í bíluiú sínum og hefup nú kallað tii^Honda um hjálp. Sagt er að Honda muni svara kalli þeifra strax og setja aUt á fullt til að leys'u þauyándamál sem hrjáð hafa gír- ■TT kassann. Heimamaðurinn Pedro de la Rosa átti mikUli velgengni að fagna 1 tímatökum á laugardag þegar hann gerði ny- unda besta tímann bg náði þar með sútum þesta árangri ítimatök- uitr--til—þessáT En það stóð ekki lengi þar sem bensinið sem var á bUn- um vaf ekki það sama og raí- sent til FIA sem sýulshorai. -ÓSG Afyllingarmaöur Michaels Schumachers fótbrotnaöi í gær þegar mistök í viögeröahléi Ferrari urðu þess valdandi aö Schumacher fór of snemma af stað. Hér aö ofan er hann studdur burtu af slysstað. Reuters Þettaþýddiaó árangur hans var gerður ógildur og hann var dæmdur til að ræsa síðastup. Um tíma virtist sem fengi að halda sæti svnu eftir að Arrows halði áfrýjað tU FLA, en i gæp morgun drógu þeir frýjun sína tU baka og de la Rosa ræsti síðastj ur. Hann endaði helgina utan brauta eftir að hafa ekið samþ ð Jean Alesi á öðrum hring.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.