Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2000, Blaðsíða 10
28 MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2000 4. .. ............................... ................ Sport_____________________________________________________ dv ^ Elliðavatnið um helgina: Agæt veiði - og mun hlýrra veður „Veiöin gengur ágætlega héma núna, það hefur líka hlýnað verulega og veiðimenn fá einna mest héma úti á engjunum fyrir framan hjá mér,“ sagði Vignir Sigurðsson, sem var við Elliðavatnið um helgina, er við spurðum frétta af veiðiskapnum. „Það voru tveir héma á engjunum í gær og þeir veiddu vel, 8 til 10 fiska á mann. Veiðimenn þurfa að vaða til að komast þangað en þama er fiskur. Helluvatnið er allt að koma til og þar er bleikjan farin að gefa sig. Það er níu stiga hiti héma við vatnið núna og veiðimenn eru að reyna fyrir sér,“ sagði Vignir um leið og hann afgreiddi tvo veiðimenn sem biðu eftir því að renna í ána. Við fréttum af veiðimanni sem fór stíflumegin í Elliðavatnið með sitt flotholt og maðk og veiddi 9 fiska, allt urriða sem sumir voru 2 punda. Rétt hjá þessum veiðimanni var annar, 6 tO 7 ára, og hann veiddi 3 punda urriða á maðkinn. Það er því ýmislegt að gerast við Elliðavatnið þessa dagana og hvergi betra en þar að hita sig upp fyrir sumarið. Fullt út úr dyrum Veiðimenn virðast heldur betur vera komnir í startholurnar fyrir sumarið. Þeir geta varla beðið lengur eftir að veiðitiminn byrji og fjölmenna þar sem veiði er í boði. Stangaveiðifélag Reykjavíkur bauð upp á opið hús á föstudagskvöldið og var fullt út úr dyrum. Veiðileiðsögn um tíu bestu veiðiárnar vakti athygli en þar fengu þeir sem þekkja veiðiárnar manna best að tala um þær í 5 mínútur. Þetta voru ár eins og Rangárnar, Þverá og Kjarrá, Grímsá, Norðurá, Langá, Laxá í Kjós, Miðfjarðará, Blanda, Víðidalsá og Laxá í Leirársveit. Var þetta skemmtileg nýjung í opnu húsi. Frammi á gangi voru Björgvin Halldórsson og fleiri að kynna nýju flugustöngina sem heildverslunin Vog flytur inn og er víst algjört æði. Hún er dýr en algjör gullmoli og margir vildu skoða stöngina vel. Dagana 20. og 21. verður haldin í íslenska kvikmyndaverinu Óskari, sem stendur á bökkum Korpu, stangaveiðisýning. ÖOum þeim sem tengjast stangaveiðiíþróttinni verður boðin þátttaka í sýningunni og ætla víst margir sem tengjast sportinu að koma. Undirbúningur að sýningunni hófst í byrjun árs en Landssamband stangaveiðifélaga, sem er 50 ára á árinu, verður heiðursgestur sýningarinnar. Þessa dagana stendur Lands- sambandið fyrir mikOli fluguhnýtingakeppni og verður íslandsmeistari í fluguhnýtingum 2000 krýndur á sýningunni. Sýningarstjóri er veiðimaðurinn Stefán Á. Magnússon. 17 punda urriöi á dorg Dorgveiði hefur verið þónokkuð stimduð á ÞingvaOavatni í vetur og sumir hafa fengið góða veiði. Fyrir nokkrum dögum veiddust í vatninu þrír stórir urriðar og var einn þeirra sérstaklega vænn, 17 pund. Hinir fískarnir voru 10 og 12 punda. Veiðimenn eru eitthvað byrjaðir að kasta flugunni i vatnið. Eitthvað hefur verið að veiðast en ekki mikið enn sem komið er. -G.Bender Hestamolar Þó að svœðió i Viðidalnum sé ekki endanlega komið í það form sem áætl- að er voru menn samt nokkuð sáttir. Vellimir eru enn í mótun en tréverkið sem afmarkar stóra hringvöllinn fór mikið í taugamar á áhorfendum. Hrossin frá Miðsitju vöktu mikla at- hygli í Víðidalnum og er alveg greini- leg að Jói vakri og konan, Sólveig, eru að gera góða hluti i sinni ræktun. Þau hafa stundað hrossarækt í nokkra áratugi með góðum árangri. Hér aö ofan eru efstu stóöhestarnir í sex vetra flokki og eldri. Frá vinstri taliö: Daníel Jónsson á Núma frá Þóroddsstöðum sem varö efstur, Vignir Jonasson á Keili frá Miösitju og Sigurbjörn Bárðarson á Markúsi frá Langholtsparti. DV-myndir Hinrik “y Fyrsta kynbótasýning sumarsins fór fram á mótssvæði Fáks og má segja að þetta hafl verið prufu- keyrsla á svæðið fyrir komandi landsmót. Ekki voru menn á eitt sáttir um keppnisvellina og var það þá helst að tréverk sem marka brautina eru of há og hindra sýn á hross frá áhorfendabrekkum. Um sjötiu hross voru skráð og er það svipaður fjöldi og i fyrra en eins og flestir vita hafa þessar fyrstu kynbótasýningar farið fram í Gunnarsholti. í fjögurra vetra flokki stóðhesta varð efstur Jöfur frá Blesastöðum en hann er undan Sprota frá Hæli. Þessi bráðefnilegi foli hlaut 7,89 í aðaleinkunn og virk- aði gífurlega jafn á öllum gangteg- undum nema á skeiði sem hann á efalaust eftir að bæta síðar meir. í öðru sæti varð Þráinn frá Sigtúni, Ófeigssonur, en hann hlaut 7,83 í að- aleinkunn. Segja má að Svartssonurinn, Ask- ur frá Kanastöðum, hafi verið stjama þessarar sýningar. Hann varða efstur í 5 vetra flokki og fékk 8,35 í aðalein- kunn. Hér er á ferðinni mjög spenn- andi ræktun- arhestur með 9,0 fyrir vilja og brokk, auk þess sem hann er með góð fyrstu verðlaun fyr- ir byggingu. Gustur frá Hóli virðist koma sterkur inn í ræktun og á það ekki að koma á óvart. Sonur hans, Kjami frá Árgerði, varð í öðru sæti með 8,33 1 Vignir Jónasson á mikilli siglingu á Keili á kynbótasýningunni. Hrossin frá Miösitju vöktu athygii mótsgesta. DV-mynd Hinrik Númi frá Þóroddstöóum, sem stóö efstur 6 vetra stóðhesta, er í eigu hrossaræktarsamtaka á Suðurlandi, einnig Eyflrðinga og Þingeyinga. Dan- íel Jónsson, sem sýndi hestinn um helgina, segist hafa áhyggjur af því að lítill tími verði til að þjálfa hestinn fyr- ir landsmót. Búast má við því að mer- amar streymi til hans eftir þennan góða árangur um helgina. Ijósvaki frá Akureyri, sem Baldvin Ari hefur undanfarin ár náð góðum ár- angri með, var langt frá sínu besta um helgina. Hvað það er sem hrjáir hest- inn veltu menn mikið fyrir sér, enda mönnum annt um að þessi glæsihestur sýnist vel. Mikil söngveisla verð- ur haldin í Félagsheim- ili Fáks næstkomandi laugardag. Þar verður harmoníkusnillingur- inn og hestamaðurinn Grettir Björnsson ásamt Auðuni Valdi- marssyni. Álftagerðis- bræður þenja einnig sín skagfirsku raddbönd. Það má því segja að þetta verði ekta hesta- mannaskemmtun. Svo er að minna knapa á að nota reiðhjálm. Það hefur margur bjargast á því að hafa einn slíkan á höfðinu og ætti það ekki að sjást að menn séu án slíks öryggistæk- is. Upp með hjálminn. -HÓ aðaleinkunn. Þar á eftir kom Þym- ir frá Þóroddsstöðum með aðaleink- un upp á 8,31. í flokki 6 vetra stóð- hesta og eldri varð enn einn Svarts- sonurinn í fyrsta sæti en það er Númi frá Þóroddsstöðum með 8,45 í aðaleinkunn. Númi fékk 9,5 fyrir skeið og virð- ist stefna í tíuna eins og faðirinn, og þá líklega á komandi landsmóti. í öðru og þriðja sæti voru Markús frá Langholtsparti og Keilir frá Mið- sitju. Á heildina litið voru hrossin frekar jöfn og fátt sem kom á óvart en gefa verð.ur þessum hrossum tækifæri til að bæta sig fyrir kom- andi landsmót. Hestadagar í Reiöhöllinni Hinir árlegu hestadagar Norð- lendinga og Sunnlendinga voru haldnir í Reiðhöllinni um helgina og troðfullt var á báðum sýningun- um. Dagskráin var fjölbreytt aö vanda en að sama skapi voru sýn- ingamar æði misjafnar að gæðum. Fyrir hlé var sýning þeirra Gylfa Gunnarssonar og Páls Bjarka Páls- sonar einna best. Þeir félagar voru með glæsihrossin Gyðju og stóð- hestinn Kormák frá Flugumýri. Sýning þeirra var kraftmikil og vel útfærð og hestamir vöktu mikla hrifningu áhorfenda, sérstaklega Kormákur sem sýndist glæsilega á sýningunni. Sigurbjöm Bárðcæson mætti með eðaltöltarann Eið frá Oddhóli og sýndi hvemig hreint og fallegt tölt á að líta út. Eftir hlé tók sýningin á sig betri hlið og þar vöktu afkvæmi Gáska frá Hofsstöð- um mikla hrifningu. Þar fór fremstur Randver frá Nýja-Bæ, jarpskjótur glæsihestur, og má búast við því að hann verði mikið notaður til undaneldis eftir þessa kynningu sem hann fékk. Hrossin frá Miðsitju hafa ávallt vak- ið athygli og að þessu sinni fengu áhorfendur að sjá fyrstu verðlauna- stóðhestana frá þessu mikla rækt- unarbúi saman komna. Það er í raun einstakt að eitt bú skuli vera með þvílíka efnisgripi eins og þama sást og eiga þau hjónin, Jóhann Þor- steinsson og Sólveig Stefánsdóttir, skilið mikið lof fyrir. Sýningunni lauk með mikilli skeiðveislu þar sem hver gammur- inn af öðmm var látinn þeysast í gegnum höllina við mikinn fögnuð áhorfenda. Sýningin í heild sinni var of löng og hefði mátt fella mörg atriði út af dagskránni. Það er í raun með ólíkindum hvað lítið er gert úr lýsingunni þegar reiðhallar- sýningar eru skipulagðar. Það er ekki hægt að bjóða áhorf- endum upp á þessa frystihúsalýs- ingu sem er í Reiðhöllinni. Ljósin flæða um allan salinn og ekkert ákveðið svæði er afmarkað. Fyrir vikið sýnast hrossin verr og öll blæ- brigði atriðanna hverfa. Þetta verð- ur að laga. -HÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.