Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2000, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2000 21 I>V Þýski handboltinn um helgina: Gústaf með 8 - en staða Wilstatt-liðsins er slæm - Duranona fór á kostum Sigurður í viðræðum við Stavanger Sigurður Gunnarsson hélt utan í gær til viðræðna við forráðamenn norska liðsins Stavanger en flest bendir til að hann verði næsti þjáifari liðsins. „Ég settist niður með forsvarsmönnum liðsins og við ræddum málin og höldum áfram að ræða þau í dag. Það er ljóst að mikill metnaður er í liðinu en liðin Viking og Stavanger hafa verið sam- einuð og mun liöið heita Stavanger. Það er stór ákvörðun að flytja utan með fjölskylduna og þarf að huga að ýmsu þegar það er gert. Þetta er búið að vera í farvatninu um hríð en það kemur ekkert í ljós fyrr en eftir viðræður í dag,“ sagði Sigurður Gunnarsson í sam- tali viö DV. HK leitar aö þjálfara Sigurður hafði áður komist að munnlegu samkomulagi við HK um að þjálfa liðið en nú er orðið ljóst að ekkert verður af því. Rögnvaldur Guðmunds- son, formaður handknattleiks- deildar HK, sagði að þeir væru að líta í kringum sig eftir þjálfara. Þeir örvæntu ekkert því það væri til fullt af hæfum þjálfurum. -JKS Schútterwald og Willstátt sameinuö Þýsku handknattleiksliðin Wilstátt og Schútterwald voru sameinuð í gær. Willstátt stendur afar illa í fall- baráttunni og er á góðri leið niður um deild en Schútter- wald er þegar fallið. Fyrst um sinn mun þessi sameining heita SG Willstátt/Schútter- wald en í framtíðinni verður nafninu aftur breytt i TW Ortenau. Umrædd lið eru nágrannar, með aðsetur skammt frá Strassborg. Framtíð Gummersbach verður að öllum líkindum ráðin í dag. Liðið verður að sýna fram á tekjur til að geta haldið starfsemi sinni áfram á næstu leiktíð. Félagið skuldar töluverða skatta og almennar tryggingar. -JKS Lærisveinar Guðmundar Guð- mundssonar í Bayer Dormagen gerðu sér litið fyrir og lögðu efsta liðið, Flensburg, í þýska hand- boltanum um helgina. Lokatölur leiksins urðu 24-23, eftir æsi- spennandi og jafnan leik. Dormagen var með sex marka forystu i hálfleik, 16-10, en gestimir í Flensburg söxuðu jafnt og þétt á forskot heimamanna í siðari hálfleik en Dormagen knúði fram mikilvægan sigur í fallbaráttunni. Róbert Sighvatsson skoraði þrjú mörk fyrir Dormagen, Héðinn Gilsson gerði tvö mörk og Daði Hafþórsson eitt. Julian Róbert Duranona átti stórleik þegar lið hans, Eisenach, sigraði Gummersbach, 21-25, á útivelli og skoraði Duranona tíu mörk í leiknum. Duranona er i feiknalega góðu formi og verður erfitt að ganga fram hjá honum þegar íslenska landsliðið verður tilkynnt í vikunni fyrir leikina gegn Makedóníu. Magdeburg tapaöi Magdeburg tapaði dýrmætum stigum þegar liðið tapaði fyrir Minden, 27-24, og möguleikar liðsins að blanda sér frekar í baráttuna um titilinn virðast úti. Ólafur Stefánsson var markahæstur í liði Magdeborgar með fimm mörk. Essen sigraði Bad Schwartau, 32-28, þar sem Patrekur Jóhannesson skoraði fjögur mörk fyrir Essen. Wuppertal tapaði fyrir Lemgo með 28 mörkum gegn 25. Dagur Sigurðsson skoraði fjögur mörk fyrir Wuppertal og Valdimar Grimsson eitt mark. Wilstátt er svo gott sem er fallið eftir ósigur á heimavelli, 26-28, gegn Kiel. Gústaf Bjamason var yfirburðamaður í liði Willstátt og skoraði átta mörk. Stórsigur Nordhorn Guðmundur Hrafnkelsson og samherjar í Nordhorn unnu stórsigur á Nettelstedt, 30-17, og Wetzlar sigraði Frankfurt, 24-19. Kiel og Flensburg eru efst og jöfn með 48 stig en markatala Kiel er hagstæðari. Magdeburg er í þriðja sæti með 44 stig og Lemgo og Nordhorn hafa 43 stig í 4.-5. sæti. Fallbaráttan er ekki síður spennandi. Dormagen hefur 18 stig, Wuppertal 15 stig, Willstátt 11 stig og Schútterwald 4 stig og fyrir löngu fallið. Tvö lið falla beint en þriðja neðsta liðið fer i úrslitaleiki við liðið í öðm sæti í 2. deild. -JKS Fimmta ariö i roð - hjá Ingibergi Ingibergur Sigurðsson úr Víkverja varð um helgina glímukóngur íslands fimmta árið í röð. Hann sigraði í Íslandsglímunni sem fram fór i íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi, lagði alla andstæðinga sína og hlaut alls fimm vinninga. Nítugasta keppnin Þetta var í 90. skiptið sem keppt er um hið svokallaða Grettisbelti. Ingibergur, sem einnig hefur getið sér gott orð sem júdómaður, sýndi mikið öryggi í sínum glímum. Arngeir Friðriksson úr HSÞ varð í öðru sæti með fjóra vinninga og Stefán Geirsson úr HSK kom mjög á óvart og varð þriðji með þrjá vinninga. Jafnir í 4.-6. sæti með einn vinning urðu þeir Ólafur Kristjánsson, Sigmundur Þorsteinsson og Sigurður Nikulásson allir úr Víkverja. -JKS Ingibergur Sigurðsson varð glímuklóngur ílslands fimmta árið í röð og hampaði Grettisbeltinu í mótslok. DV-mynd Sveinn Úrslitakeppnin í NBA: Indiana byrjaði betur gegn 76-ers - LA Lakers vann 5. leikinn gegn Sacramento 8-liða úrslitin í NBA hófust um helgina þegar Indiana Pacers sigr- aði Philadelphia 76’ers, 108-91, en það lið sem verður fyrra til að vinna þijá leiki kemst áfram. Reggie Mill- er og Jalen Rose áttu frábæran leik fyrir Indiana og skoraði hvor sín 40 stig. Allen Iverson var allt í öllu hjá Philadelphia og skoraði 28 stig. Tyrone Hill skoraði 10 stig en aðrir leikmenn liðsins náðu sér ekki al- mennilega á strik. Philadelphia verður að gera betur í annarri við- ureign liðanna á mánudagskvöld en sá leikur verður einnig i Indiana. Maimi vann fyrsta leikinn gegn New York Knicks í gærkvöld, 87-83, þar sem Alonzo Mourning skoraði 27 stig fyrir Miami. Allan Houston skoraði 21 stig fyrir Knicks. Þá hófu Portland og Utah Jazz sína rimmu í gærkvöld og lauk fyrsta leiknum með sigri Portland, 94-75. Scottie Pippen skoraði 20 stig fyrir Portland en hjá Utah skoraði Karl Malone 22 stig. LA Lakers sýndi sínar bestu hliöar Los Angeles Lakers sýndi mátt sinn og meginn þegar liðið vann stórsigur, 113-86, á Sacramento Kings í oddaleik og fimmtu viður- eign liðanna um það hvort liöið kæmist í 8-liða úrslitin Lakers sigr- aði í einvíginu, 3-2. Shaquille O’Neal fór á kostum í leiknum og skoraði 32 stig og hirti 18 fráköst. Kobe Bryant skoraði 17 stig. Hjá Sacramento var Chris Webber stigahæstur með 20 stig en liðið veitti Lakers harða keppni og framtíðin virðist björt hjá þessu skemmtilega liöi. Lakers mætir Phoenix Suns í 8-liða úrslitunum. -JKS Shaquille O'Neal hjá LA Lakers skorar hér yfir Vlade Divac, leikmann Sacramento. Shaq skoraöi 32 stig í leiknum og er Lakers komiö áfram. Sport Haukur Ingi mætir á sína fyrstu æfingu KR-ingar kláruðu sin mál við Liverpool varðandi leiguna á Hauki Inga Guðnasyni um helg- ina og verður hann með Islands- og bikarmeisturunum fram yfir síðasta leik á íslandsmótinu í haust. Haukur Ingi mun væntan- lega mæta á sína fyrstu æfingu hjá KR-ingum í dag. „Með komu Hauks Inga erum við búnir að loka hringnum hvað leikmannahópinn áhærir. Haukur Ingi mun eflaust styrkja okkur í baráttunni í sumar og það er von okkar að hann nýtist okkur vel,“ sagði Kristinn Kærnested í rekstrarfélagi KR við DV. Pluck kemur ekki Um tíma stóð til að KR-ingar fengju enska varnarmanninn Colin Pluck til reynslu. Nú er ljóst að hann kemur ekki til fé- lagsins að svo stöddu. -JKS Róbert Sighvatsson. Róbert til Nordhorn? - skýrist í vikunni Það gæti ráðist í vikunni hvort Róbert Sighvatsson, linu- maður hjá Bayer Dormagen, gengur tU liðs við Nordhorn. Viðræður hafa staðið að undan- fömu á milli liðanna en Nord- hom þarf að kaupa upp samning Róberts við Dormagen sem á tvö ár eftir af samningi sínum við liðið. „Ég bíð bara rólegur en ég er tilbúinn að fara til Nordhom ef um semst,“ sagði Róbert Sig- hvatsson. -JKS Rosenborg á toppinn Rosenborg komst í efsta sætið í norsku úrvalsdeildinni í gær. Liðið sigraði Haugesund, 4-1, en á sama tíma tapaði Brann, sem var í efsta sætinu fyrir 6. umferð- ina, fyrir Bodö/Glimt, 3-2. Molde gerði jafhtefli við Start, 2-2. Ríkharður Daðason og Auðun Helgason áttu góðan leik þegar Viking vann Odd Grenland, 2-3, á útivelli. „Þetta var sanngjam sig- ur og við erum famir að ná vel saman,“ sagði Auðun eftir leik- inn. Pétur Marteinsson átti góðan leik með Stabæk sem gerði markalaust jafntefli við Váler- enga. Tromsö og Lilleström gerðu jafntefli, 1-1. Rosenborg er efst með 13 stig, Molde hefur 12 stig og Brann 11 stig. -JKS/GÞÖ Jói útherji Knattspyrnuvcrslun Áriniila 36, Kcykjavík, sími 5S8 1560

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.