Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2000, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2000, Page 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 Gæsluflugmenn: Þurfa að treysta á leigubíla Sjómenn hafa talsverðar áhyggjur af útkallsmálum þyrlusveitar Land- helgisgæslunnar. Flugmenn hafa þurft að treysta á leigubíla til að koma sér út á flugvöll. Erfltt getur hins vegar verið að ná í leigubíla á álagstímum ef mikið liggur við, t.d. um helgar. m- Heimildarmaður DV sagðist hafa upplýsingar um að hálftíma töf hefði orðið í Alfa-útkalli af þessum sökum. Útkallsmál þyrluflugmanna munu einnig hafa komið til um- ræðu innan deilda SVFÍ. Páll Hall- dórsson, yfirflugstjóri hjá Landhelg- isgæslunni, sagðist ekki vilja tjá sig um þessi mál. Hann segist þó ekki vita tU að nein vandræði hafi skap- ast af þessu ástandi. „Það verður vonandi heldur ekki á meðan þetta er í gangi.“ Halldór Benoný Nellett er stað- * gengill Hafsteins Hafsteinssonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, sem er í fríi. „Þetta er viðkvæmt samn- ingamál og viðræður hafa verið í gangi við flugmenn vegna þess. Það er verið að reyna að leysa þetta. Við höfum vissulega áhyggjur af þessu ástandi. Þetta hefur þó ekki valdið vandræðum svo ég viti til,“ sagði Halldór Benoný Nellett. -HKr. Þingmannakærleikur Össur Skarphéöinsson fékk margar og innilegar hamingiuóskir eftir glæsilegt kjör hans til formanns Samfylkingarinnar. Hér er þaö al- þingismaöurinn Þorgeröur Katrín Gunnarsdóttir sem óskar honum til hamingfu meö unnin afrek á sviöi stjórnmálanna. WERI EKKI BETRA AÐ FÁ ÚTIBÚ Á HRAUNIÐ? Sjóvarnargaröur klár Framkvæmdum viö sjóvarnargarö sem nær allt frá Laugarnestanga og vestur á Seltjarnarnes er nú lokiö eftir aö síö- asti steinninn small á sinn stað í gær. Svæöiö tekur á sig skemmtilega mynd eftir þessar framkvæmdir. Meö þessu er búiö aö tengja saman varnargarða á Seltjarnarnesi og í Reykjavík og ströndin hefur breytt um svip. Viðskiptahallinn: Einsdæmi meðal þróaðra þjóða Langvarandi viðskiptahalli er farinn að valda vaxandi áhyggj- um í fjármálakerfi landsins. Seðlabanki íslands hefur m.a. sent frá sér aðvörun og talið er að viðskiptahallinn geti að óbreyttu ógnað stöðugleika í efnahagsmál- um. í skýrslu Seðlabanka segir að viðskiptahallinn á síðasta ári hafi verið 6,7 prósent af landsfram- leiðslu . Svo mikill viðskiptahalli sé nánast einsdæmi meðal þró- aðra þjóða. Síðasta ár var annað árið í röð með miklum viðskipta- halla og Seðlahankinn segir alvar- legt að samkvæmt mati Þjóðhags- stofnunar séu ekki líkur á að hall- inn minnki að óbreyttu á næstu árum. Þá mældist hækkun vísi- tölu neysluverðs 6 prósent í byrj- un apríl. Það sé meira en verið hafi frá því verðbólga komst nið- ur fyrir tveggja stafa tölu í upp- hafi tíunda áratugarins. Verð- bólgan nú eigi rætur að rekja til ofþenslu og spennu á fasteigna- markaði. Um 70% hækkunar neysluverðs megi rekja til hækk- unar á húsnæði og bensíni. Þá segir að nánast engin merki sjáist enn um að ofþensla sé tekin að hjaðna. -HKr. Fangi sýknaður af ákæru um fjársvik - ólögleg millifærsla í Búnaðarbankanum: Bankinn tapar 620 þús. af úttekt fanga - dómarinn segir ákæruvaldið ekki hafa reynt að sanna grunnatriði aðalkröfu Fangi á Litla-Hrauni hefur ver- ið sýknaður af ákæru Lögreglu- stjórans í Reykjavík um fjársvik og skaðabótakröfu Búnaðarbanka íslands upp á samtals tæplega 1,7 milljónir króna. Ástæða sýknunn- ar er sú að ákæruvaldið reyndi í raun ekki að sanna grunnatriði málsins gagnvart aðalkröfu máls- höfðunarinnar. Á hinn bóginn tók dómurinn ekki mið af varakröfu lögreglustjóra. Mál þetta þýðir i raun að Bún- aðarbanki íslands tapar a.m.k. 620 þúsund krónum - fjármunum sem fanginn átti ekki en náði engu að síður að ráðstafa í eigin þágu. Bankinn hefur „fryst" mn 140 þús- und krónur. í málinu voru 760 þúsund krónur einhverra hluta vegna - gegn reglum bankans - millifærðar af reikningi ákveðins viðskiptavinar Búnaðarbankans í Mosfellsbæ inn á reikning fang- ans í íslandsbanka. Fanginn neitaði sök. Hann kvaðst reyndar hafa átt von á að peningarnir, 760 þúsund, yrðu lagðir inn á reikning hans um það leyti sem raun bar vitni, 1. sept- ember siðastliðinn, en hann hafi ekki vitað nákvæmlega hvaða dag það yrði. Fanginn kvaðst fyrir dómi ekki geta skýrt frá hvaðan peningamir kæmu en hann hafi ekki vitað annað en að þeir væru löglega fengnir. Millifærslan af reikningi við- skiptavinar Búnaðarbankans í Mosfellsbæ fór fram með þeim hætti að ókunnur maður hringdi í starfsmann útibúsins, gaf upp síð- ustu fjóra tölustafma í kennitölu reikningseigandans og fékk þannig 760 þúsund krónur milli- færðar á reikning fangans í ís- landsbanka. 610 þúsund krónur voru síðan teknar út í íslands- banka og 10 þúsund nokkru síðar. Eftir það var afgangur á reikningi fangans frystur og maðurinn ákærður. Héraðsdómur Reykjavíkur tek- ur fram í dómi sínum að hvorki starfsmaður bankans sem sá um millifærsluna né heldur skrif- stofustjóri útibúsins hefðu verið leiddir fyrir dóminn. Heldur ekki sjálfur eigandi reikningsins i Mos- fellsbæ. Dómurinn tekur fram í Langgöngur Haralds: Þetta er eiginlega ómennskt „Þetta er eiginlega ómennskt að gera þetta dag eftir dag. Haraldur hefur verið að fara 7 göngulotur á dag sem er ein og hálf klukkustund hver. Hann er þá á ferðinni í um 12 klukkustundir á dag með stuttum hvíldum. Við fórum yfirleitt 5 göngu- lotur á dag á Suðurpólnum og á Grænlandi og þótti alveg nóg. Stund- um fórum við 6 en þá þurfti maður að borga vel fyrir líkamlega á eftir,“ sagði Ólafur Örn Haraldsson, faðir Haraldar Amar. Pólfarinn sagði fóð- ur sínum í símtali í nótt að hann hefði lagt að baki heila 21.6 kíló- - segir faðir hans metra á göngu sinni í gær. „Það var allt mjög gott að frétta af Haraldi. Mikil ánægja og gleði. Hann á nú eftir um 38 kílómetra en eitthvað rak hann til baka, 1-2 kílómetra," sagði Ólafur Öm. Með sama áframhaldi nær Haraldur póln- um að líkindum annað kvöld, mið- vikudagskvöld. Daginn eftir, fimmtu- Haraldur Ólafsson. daginn 11. maí, standa síðan vonir til að flugvél með bakvarðasveit leið- angursins og Unu Ómarsdóttur, konu Haralds, lendi á pólnum til að ná í göngugarpinn eftir að hafa ver- ið 62 daga á ferðinni á pólinn. Það er hins vegar háð því að sólin skíni því flugmennimir verða að hafa viðmið- un - skugga - til að geta lent og forð- ast snjóblindu. Haraldur verður fyrsti íslendingurinn til að ganga á norðurpólinn og einn fárra í heimin- um sem bæði hefur gengið á hann og suðurpólinn. -Ótt niðurstöðu sinni að ákæruvaldið hefði við dómsmeðferðina ekki reynt að sanna grunnatriði máls- ins - að færsla 760 þúsund króna af reikningnum í Mosfellsbæ inn á reikning ákærða væru fangan- um saknæm. Varakrafa ákæru- valdsins var sú að fanginn yrði sakfelldur fyrir ólögmæta meðferð fundins fjár. Dómurinn tók ekki mið af henni: Hann telur að ákæruvaldinu beri að sanna sekt sakbomings og atvik sem telja megi honum í óhag og meginregla réttarfars sé sú að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. -Ótt SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PU RÆÐUR FERÐINNI SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.