Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2000, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2000, Side 15
14 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Visir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@>ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöiuverö 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Káldar kveðjur Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinn- ar, sendir fyrrum félögum sínum á vinstri væng stjórnmálanna kaldar kveðjur í yfirheyrslu hér í DV síðastliðinn mánudag: „Það er auðvitað fólk á vinstri vængnum sem er með skoðanir sem geta aldrei fallið að mínum. Flest af þessu fólki er farið. Það hefur átt sér stað ákveðin hreinsun að þessu leyti. Vinstri- grænir hafa orðið til og þar er flest af þessu fólki sem við vorum að bardúsa við að halda inni með alls kon- ar málamiðlunum. Slíkt hefðum við aldrei átt að gera og það verður aldrei gert í Samfylkingunni.“ Ekki er sáttaviljinn mikill í þessum ummælum hins nýja formanns sem jafnframt hefur grafið skipu- lega undan möguleikum um að eiga samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Og síðan segist Össur að Sam- fylkingin sé tilbúin til að leiða næstu ríkisstjórn. Með hverjum er ekki ljóst. Síðustu dagar og vikur benda ekki til þess að hlýtt sé á milli Samfylkingar og vinstri-grænna og ekki virðist Össur Skarphéðinsson upptekinn af því að bæta andrúmsloftið þar á milli. Þessar köldu kveðjur Össurar til þeirra sem tekið hafa sér stöðu vinstra megin við Samfylkinguna eru sérkennilegar og koma á óvart, ekki síst þegar skrif hins nýja formanns eru höfð í huga. í janúar á liðnu ári skrifaði Össur Skarphéðinsson kjallaragrein hér í DV og sagði meðal annars: „Um áratugi hefur vinstri vængurinn verið tættur af sundurlyndi. A-flokkarnir, sem í raun vinna í þágu sömu hugsjóna, hafa stund- um staðið gráir fyrir járnum andspænis hvor öðrum.“ Ekki verður annað séð en að Össur Skarphéðinsson sé kominn í skotgrafirnar, grár fyrir járnum og ætli sér að leggja sitt af mörkum til að viðhalda sundur- lyndi vinstri manna. Hvort það er skynsamleg pólitík á tíminn eftir að leiða í ljós. Hvað eru nokkur bréf? Enn einu sinni hefur verið upplýst um misnotkun þingmanna á aðstöðu sinni. Enn einu sinni hafa þing- menn orðið uppvísir að því að fara frjálslega með fjármuni almennings. Og enn einu sinni hefur tví- skinnungur þeirra sem hæst tala um siðvæðingu í ís- lenskum stjórnmálum og viðskiptalífi verið opinber- aður. Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, hefur vakið athygli á því að Samfylkingin hafi sent út 16 til 18 þúsund bréf á kostnað Alþingis - það er að segja á kostnað skattgreiðenda. Sjálfur hef- ur Guðmundur þurft að sitja undir svipuðum ásökun- um fyrir bréfasendingar. Þá gengu liðsmenn Samfylk- ingarinnar hart fram í gagnrýni sinni. „Við höfum farið að reglum. Það hefur þótt eðlileg- ur hluti af störfum þingmanna og þingflokka að senda út fundarboð eða upplýsingabréf um það sem þeir eru að fást við í þinginu,“ var svar Ranveigar Guðmundsdóttur, formanns þingflokks Samfylkingar- innar, þegar DV innti hana eftir bréfasendingunum. Þannig skiptir nokkur hundruð þúsunda króna reikningur vegna bréfasendinga engu máli - reikn- ingur sem lendir á sameiginlegum sjóði landsmanna. Og hvað eru nokkur bréf á milli vina? Hvaða máli skiptir slíkt í siðvæðingu samfélagsins? Óli Björn Kárason + MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 2000 MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 2000 3*T I>V Skoðun Kostaði kirkjan Leif og Kólumbus? Lúövík Gizurarson hæstaréttarlögmaöur Leifur heppni fann Ameríku fyrir 1000 árum. Einhver studdi þetta fjárhagslega og lagði til trúarviljann. Hefur hlutur kristinn- ar kirkju verið van- metinn? Á það hefur verið bent í umræð- unni þessa dagana að kirkjan i Evrópu fyrir 1000 árum var, líkt og ESB í dag, tilbúin að leggja fram fé og fyrir- höfn til að auka áhrifasvæði sitt. Kirkjan hafði mik- inn vilja til þess að breiða út kristna trú til nýrra landa og sýndi hann í verki. Það er ekki tilviljun að árið 1000 létum við undan þrýstingi frá Evr- ópu og tókum opinberlega við krist- inni trú á íslandi. Menn máttu samt blóta á laun og halda þannig í bili fyrri trúarbrögðum ef þeir létu lítið á bera. Hliðstæðan er þegar við tókum nýlega við EES-samningnum frá ESB. Þannig höldum við í dag dyrun- um áfram opnum til Evrópu eins og kristnitaka okkar var í raun og veru fyrir 1000 árum. Kristin kirkja í Evr- ópu vildi halda áfram lengra í vestur en til íslands fyrir 1000 árum. Leifur heppni. Það má segja að Leifur heppni hafi farið trúboðsferð fyrir kristna kirkju sem var langt fram yfir það mögulega á þeim tíma. Hann tók að sér að stjóma trúboðsleiðangri á nokkrum vík- ingaskipum frá kirkjunni á Grænlandi suður með strönd _ Ameríku, þar sem nú eru Kanada og Bandaríkin. Líklega hafði Leifur heppni vetursetu á Nýfundna- landi. Frá þeirri bækistöð fór hann svo að sumri til suður með strönd- inni. Rústir eftir víkinga hafa fundist á Nýfundnalandi, hver svo sem dvaldi þar. Leifur heppni kom til baka með þá þekkingu að þama væri stórt og mikiö land. Innfæddir væru fjöl- mennir og sumir íjandsamlegir. Þeim yrði ekki snúið til kristni og land numið nema hafa stærri skip og fleiri hermenn. Kristin kirkja varð síðan að bíða um 500 ár. Þá höfðu orðið miklar tæknilegar framfarir í skipasmíði og siglingum. Ný og stór skip höfðu tekið við af litlu opnu víkingaskipunum. Þá ákvað kirkjan með öðrum að senda nýjan og betur búinn Leif heppna frá Spáni til Amer- íku. Sá hét Kólumbus. Sama ferðin. Það er óþarfi að metast um þessa tvo menn. Báðir fóm í raun og veru sömu ferðina. Það var kristin kirkja í Evr- ópu með trúarvilja sínum og fjármagni sem átti hlut í báð- um þessum ferðum. Mark- miðið var að kristna Amer- íku. Það sýnir best afrek Leifs heppna að það liðu um 500 ár með miklum framförum í siglingum og skipasmíði þar tO menn töldu aftur fært að reyna að endurtaka för hans til stranda Ameríku. Leifur heppni verður alla tíð talinn einn mesti víkingur og sæ- fari allra tíma. En það má ekki falla alveg í skuggann að hann var líka mikill trúboði. Leifur heppni tók að sér „Leifur heppni tók að sér stcersta og mikilvœgasta verkefni sem kirkjan hafði áður falið nokkrum erindreka sinna og trúboðum. Leifur heppni átti að hefja kristnun meginlands Ameríku. Hann komst alla leið og hóf þar með verkið. “ stærsta og mikilvægasta verkefni sem kirkjan hafði áður falið nokkrum erind- reka sínum og trúboða. Leif- ur heppni átti að hefja kristnun meginlands Amer- íku. Hann komst alla leið og hóf þar með verkið. Það sem meira var. Hann kom heill á húfi til baka. Til þess þurfti mikla gæfu og náð Guðs. Það er von að hann hafi hlotið viðurnefnið hinn heppni. Þrátt fyrir þetta taldi kirkjan og klerkar hennar að bíða yrði um stund með framhaldið. Ferð- in væri enn of hættuleg. Sú bið varð 500 ár. Svo langt var Leifur heppni á undan sinni samtíð. í dag stendur stytta þessa mikla trúboða fyrir framan anddyri höfuðkirkju Reykja- víkur. Styttan er gjöf Banda- ríkjanna til íslands frá árinu 1930. - Það fer vel á því að Leifur heppni, þessi mesti víkingur og trúboði sögunn- ar, standi þar. Lúðvík Gizurarson Að bæta hag annarra Ummæii Morgunblaðið skrifaði leiðara í til- efni fyrsta maí. Inntak hans var það, að verkalýður hér á landi og á öðr- um Vesturlöndum væri nú orðið svo vel settur að tímabært væri orðið að verkalýðsfélög ríkra þjóða leiti sér að nýjum tilgangi í lífinu. Hann gæti helst komið fram í samstilltu átaki um að bæta hag fátæks fólks í fátæk- um löndum. Vitaskuld er þetta þörf áminning. Eins þótt samstaða með þeim sem verst eru settir í heiminum hafi alltaf verið á dagskrá hjá verkalýðs- hreyfingu þessa lands og annarra - í einum eöa öörum mæli. Við skulum barasta samþykkja að aldrei sé of- gert í þeim efnum. Engu að síður koma þessi leiðaraskrif nokkuð á óvart. Verum fagleg! Við erum langvön því, að I um- ræðu um verkalýðshreyfingu sé því stillt upp sem andstæðum hvort hún sé „pólitísk" í áherslum eða „fagleg“. Flestum fjölmiðlum finnst að hreyf- ingin sé aldrei nógu fagleg - meðan hinum pólitíska þætti er jafnan lýst sem úreltum arfi fyrri tíma. Og þá er ekki aðeins átt við samskipti verk- lýðshreyfinga við stjómmálaflokka. f „En taki menn eftir öðru: enginn mun, hvorki í Morg- unblaði né annars staðar, heimta að alþjóðavœdd fyrir- tœki heimsins taki sig á um að bceta hag hinna fátœk- ustu. Enda er búið að slá því föstu að ráðamenn þeirra hafi öngvar skyldur á markaðstorgi lífsins nema við sína hlutafjáreigendur. “ Með og á móti Forsenda fyrir mjúkri lendingu umræðunni er fagmennsk- an einkum látin þýða það, að verklýðshreyfingin hugsi fyrst og fremst um kaup og kjör sinna félags- manna - og í framhaldi af því: að hvert verklýðsfélag hugsi um sína menn og láti sig fólk í öðrum launaflokk- um litlu varða nema sem hentuga röksemd í eilífum kjarasamanburði. En hinn pólitíski þáttur i lífi hreyfingarinnar hefur aftur á móti verið homreka - enda er þá farið að tala um samstöðu og annað slíkt sem fellur ekki að heilög- um markaðslögmálum okkar tíma. Samstaða með fátæku fólki í þriðja heiminum, sem kæmi fram ekki að- eins í orði heldur og í verki, er vissu- lega partur af hinum vanrækta póli- tíska þætti tilverunnar. Þegar á slíkri samstöðu hefur borið hefur hún mætt drjúgum fjandskap í fjöl- miðlaheimi sem mestan part stýrist af viðhorfum þeirra sem ráða alþjóð- legum stórfyrirtækjum Þið eruð eigingjörn! Þegar þingað var í Seattle í fyrra um alþjóðaviðskipti kom til mikilla mótmæla þar í borg. Verkalýðsfélög, bandarisk og önnur, áttu aðild að þessum mótmælum. Þau studdu kröfur um að inn í reglur um við- skiptafrelsi væru sett skilyrði um að verkafólk í fátækum löndum nyti raunverulegs félagafrelsis og ann- arra mannréttinda. Og ætla mætti að þetta hefði þótt gott og kristilegt frumkvæði. En því var ekki að Arni Bergmann rithöfundur heilsa. í blöðum Vestur- landa hófst mikið gól: verkalýðsfélög hinna ríku landa voru hundskömmuð fyrir eigingimi! Þau væru að setja skilyrði fyrir við- skiptum við fátæk lönd af því að þau vildu koma i veg fyrir það að framleiðslan leitaði þangað sem vinnu- aflið væri ódýrast. Og vernda þar með sitt fólk og vinnu þess. Verkalýðsfélögin voru reyndar bæði að hugsa um sig og fólkið í þriðja heiminum. Þau geta ekki sætt sig við það að fyrirtæki heimsins nýta sér viðskiptafrelsið fyrst og síðast til að auka sinn gróða með því að færa framleiðslu (t.d. nær allan fata- og skóiðnað) fyrst frá ís- landi eöa Englandi til Portúgals, það- an til Argentínu og svo til Thailands eða Kína - allt eftir því hvar er hægt að ná í ódýrast og þar með fátækast og réttlausast vinnuafl. En taki menn eftir öðru: enginn mun, hvorki í Morgunblaði né annars staðar, heimta að alþjóðavædd fyrir- tæki heimsins taki sig á um að bæta hag hinna fátækustu. Enda er búið að slá því föstu að ráðamenn þeirra hafi öngvar skyldur á markaðstorgi lífsins nema við stna hlutafjáreigendur. Þeir eru stikkfrí með fúsu samþykki allra meiriháttar fjölmiðla. En - eins og leiðarinn minnir á - mönnum dettur enn í hug að verklýðshreyfmg geti og eigi að láta nokkuð gott af sér leiöa í þágu fátækasta fólks í heimi. Og láti guð gott á vita. Árni Bergmann a Ég tek heils hug- ar un(^ir fiUögur jr" Seðlabankans um aö brýnt sé að beita mun meira aðhaldi i opinberum útgjöldum en gert hefur verið. Raunar er það algerlega óhjá- kvæmilegt ef takast á í fyrsta sinn í sögu íslenska lýðveldisins að ná mjúkri lendingu eftir hag- vaxtarskeið. Sú forsenda kjara- samninga að verðbólga fari minnkandi er engan veginn mmdrátt ríkisútgjáldanna? Efnafólk nýtur, launafólk geldur leiðir til: Aukinn spamaður ein- stakhnga og niðurskurður í op- inberum rekstri eða þá skatta- hækkanir sem enginn viU. Atvinnulífið þolir ekki meiri hrossalækningar í formi gengis- hækkana íslensku krónunnar sem knúnar hafa verið fram með vaxtahækkunum annan hvern mánuð. Gengishækkun íslensku tryggð. Nú reynir mjög á hagstjómina ef sú forsenda á að ganga eftir. Kjarasamn- ingum verður að fylgja eftir með nauð- synlegum aðgerðum tU þess að draga úr viðskiptahaUanum. Þar em bara tvær Sveinn Hannesson framkvstj. Samtaka krónunnar er farin að ganga mjög nærri samkeppnisgreinun- um. Munum að koUsteypumar /ðnaðanns verða þegar rekstrargrundvöllur sam- keppnisgreinanna brestur. Það kallar Seðlabankinn harkalega aðlögun en viö hin gjaideyriskreppu og gengisfeUingu. Um þetta stendur valið. Ríkið á að fram- 1 kvæma á samdrátt- '•JhT artimum til að örva r hjól atvinnulífsins en halda að sér höndum á þenslutímum. Þetta á við um framkvæmdir. Almennt séð á ekki að grípa tU skattalækkana á þenslutímum. Ríkisstjómin kem- ur hins vegar með hvert skatta- lækkunarfrumvarpið á fætur ööra upp á marga miUjarða. Því — nýtur fyrst og fremst efnafólk góðs af en ekki almennt launafólk. Þetta lýsir í hnotskurn hverju við stöndum frammi fyrir gagnvart aihæfing- um Seðlabankans. Það er ekki sama hvemig aðhaldi er beitt og hvað skorið er Ogmundur Jónasson alþingismaöur niður. Ég óttast að yfirlýsing af því tagi sem Seðlabankinn hefur sent frá sér sé vatn á myUu þeirra sem vilja draga úr rekstr- argjöldum hins opinbera og þrengja að velferðarþjónustunni á meðan henni er pakkað inn tU útboðs og einkavæðingar. Ég minni á að velferðarþjón- ustan, ekki síst á sviði heUbrigð- ismála, verður að búa við stöðug- leika og öryggi. Og hvers vegna skyldu fjárfestingarglöð fyrirtæki undan- þegin ábyrgð? Nú á að reisa enn eina risaverslunarkringluna í Smáranum. Ef ég þyrfti að velja miUi hennar og bama- spítala myndi ég óhikað velja barnaspít- aiann. -GRA Síöastliöinn föstudag kom úr ársfjóröungsrit Seölabanka íslands þar sem m.a. er hvatt til aögeröa gegn þenslunni. m Tímasprengja tifar „I greinargerð Seðiabankans kem- ur fram að við- skiptahallinn var enn meiri á síðasta ári en áætlað var, eða 6.7% af lands- framleiðslu. Svo mikiU haUi sé nánast einsdæmi með- al þróaðra ríkja. Þetta er annað áriö í röð sem viðskiptahaUi þjóðarinnar er svo hrikalegur og skýringin er of mikU neysla. Engar horfur eru á að draga fari úr haUanum á næstu árum.“ Elías Snæland Jónsson, í forystugrein Dags 9. maí. Útboð í almennings- vagnaþjónustu? Útboð á fram- kvæmd almennings- vagnaþjónustu í Reykjavík mun leiða tU verulegrar eflingar á rekstri hópferðabif- reiða og getur þannig flýtt umtalsvert fyrir uppbyggingu sterkra fyrirtækja sem samhliða því að sinna akstri fyrir SVR myndu gegna lykflhlutverki í eflingu þjónustu við ferðageirann.“ Helgi Pétursson, borgarfulltrúi og form. stjórnar SVR, í Mbl. 9. maí. Misrétti í foreldra- orlofsfrumvarpi „Vegna bams sem á einstæða móð- ur sem var heimavinnandi í aðdrag- anda fæðmgar og fóður sem er farinn utan tfl starfa næstu tvö árin, verða greiddar rúmar 33 þúsund krónur á mánuði í 6 mánuði. Vegna barns sem nýtur beggja foreldra, sem hafa hvort um sig 500.000 króna mánaðartekjur, verða greiddar 400.000 krónur á mán- uði í 9 mánuði. Annars vegar er því um að ræða 200 þúsund króna greiðslu tU lágtekjukonu og hennar bams. Hins vegar 3,6 mUljóna króna styrk tU há- tekjufólksins og þess bams.“ Úr Vef-Þjóöviljanum 8. maí. Ranghugmyndir í verð- lagningu ferksfisks „Fyrirkomtflag um verðlagningu á ferskfiski hérlendis er löngu úrelt, stenst ekki sam- keppnislög, veldur ranghugmyndum og þjóðarbúið tapar mUljörðum ...Fullyrða má að millj- arða verðmæti fari forgörðum ár- lega hérlendis vegna ríkjandi fyrir- komulags." Kristinn Pétursson framkvæmdastjóri, í Mbl.-grein 9. maí. Kirkjan og tungan Kjallari í ár er eðlUegt að mönn- um verði tíðrætt um kristnitökuna og afleiðing- ar hennar. Eins og Árni Björnsson þjóðháttafræð- ingur bendir á í Lesbók Mbl. (29.4.) er þar á meðal að telja að í kjölfar kristni- töku barst ritlist tU lands- ins og á skömmum tíma þróuðust hér þróttmiklar, veraldlegar bókmenntir á móðunnáli. Helstu skýring- una telur Ámi vera þá að ’ íslenskir sjálfseignarbændur - jafn- vel smábændur - hafi látið klerka í þjónustu sinni skrá ýmislegt þarflegt fyrir sig: lög, ættfræði, frásagnir af landnámi og e.t.v. helgitexta. Önnur örlög Eins og Ámi bendir á þurfti hefla hjörð kálfa til aö skrá mætti sæmi- lega skinnbók. Því er efunarmál að margir smábændur hafi staðið í bókagerð fyrr en tekið var að skrifa á pappír og menn gátu sjálfir setið við er tóm gafst frá búhokri. Þá er óliklegt að smábændur hafi haft klerka í þjónustu sinni sem voru færir tfl ritstarfa, jafnvel þótt þeim væri lesið fyrir. I árdaga kristni í landinu kunna að hafa risið kirkjur á fjölda bæja, Hjalti Hugason prófessor jafnvel á býlum smábænda. Við flestar hafa þó ekki þjónað klerkar nema endr- um og eins. Fljótt hefur líka verið tekið að líta á þær sem bænhús án réttinda og skyldna og þær síðan marg- ar lagst af. E.t.v. var þeim ekki æflað annað hlutverk en að helga heimagrafreiti uns sameiginlegir kirkju- garðar komust á. Kirkna stórbænda biðu ........ aftur á móti önnur örlög. Þeir höfðu burði tU að mennta tU þeirra presta og gera þær þannig úr garði að þær gætu þjónað heUum söfnuði. Margir brugðu jafnvel á það ráð að mennta syni sína tU prests. Síðar erfðu þessir synir oft manna- forráð eftir feður sína ef þeir voru goðar. Þá var tekið að leggja stöðugt stærri hluta höfuðbóla undir kirkjur uns þær eignuðust jörðina aUa sem þá varð kirkjuleg sjálfseignarstofnun (staður) og fóru afkomendur þess sem jörðina gaf með yfirráð. Kirkjan og höfðingjastéttin I raun réttri má líta svo á að fyrst í stað hafi hver staður og næsta ná- grenni hans myndað staðbundna kirkjustofnun sem laut forystu „kirkjueiganda“. Slíkir kirkjuhöfð- ingjar hafa þó varla veitt grönnum sínum geistlega þjónustu, jafnvel þótt vígðir væru. TU þess hafa þeir sjálfsagt haldið kirkjupresta. Smám saman runnu síðan þessar stað- bundnu kirkjur saman í stærri heUd þegar höfðingjar settu lög um- kristnihald og kusu biskup úr sínum^ eigin röðum. Höfðingjamenning og kirkjumenning runnu þannig saman í þéttan vef þar sem hvor studdi aðra. Frá höfðingjastéttinni fékk kirkjan þá vernd sem hún þurfti meðan hún skaut hér rótum. Erlendis fékk hún viðast sambæri- iegan stuðning frá konungsvaldi sem fyrir var eða komst á samtimis trúar- bragðaskiptum. Kirkjan var því ekki veikari hér en þar eins og skilja má af grein Áma. Með tilkomu kirkjunn- ar gátu höföingjar aftur á móti stutt veldi sitt yfir grönnum sínum fleiri og styrkari stoðum en áður. Líklegt er að upphaf veraldlegrar bókmenningar hér á landi megi rekja til þessarar einingar kirkju og^* höföingjastéttar. Staðirnir hafa þá þjónað sem miðstöðvar sagnaritun- ar. Hafi svo verið er úr vöndu að ráða hvort þar hefur vegið þyngra hið kirkjulega eða veraldlega eðli þeirra en þar verður þó trauðla á milli greint. Hjalti Hugason Líklegt er að upphaf veraldlegrar bókmenningar hér á landi megi rekja til þessarar einingar kirkju og höfðingjastéttar. Staðimir hafa þá þjónað sem miðstöðvar sagnaritunar. - Frá Reykholti. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.