Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2000, Blaðsíða 8
26 MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2000 Sport JOV HESTAmo/ar Ársþing Landsambands hestamanna verður haldið í íþróttahúsinu i Mosfellsbæ dag- ana 27. og 28. okt. nk. Erling Sigurðsson og Glitnir sigruðu með glæsibrag í tölti Stóðhesturinn Andvari frá Ey hefur verið helsjúkur af stíf- krampa frá því um miðja síð- ustu viku. Hann hefur verið í fóðrun á Skarði í Landsveit og hefur húsfreyjan Fjóla Rúnars- dóttir annast hestinn nótt sem dag ásamt dýralækni. Líðan hestsins hefur verið mjög tví- sýn. Andvari hefur verið vin- sæll kynbótahestur á síðustu árum. hjá Andvara Stifkrampi í hrossum er mjög sjaldgæfur en getur komið upp þar sem hænsn hafa verið fyrir. Ábúendur á Skarði segja að slíkt tilfelli hafi aldrei komið upp hjá þeim. „Hlaupa- og kynbótabrautin í Víðidal er sú besta fyrr og síð- ar,“ segja þeir sem hafa hvað mestu reynsluna, þeir Ragnar Hinriksson og Sigurbjörn Bárðarson. Tímamir sem þeir fóru á á fimmtudaginn siðastlið- in segja allt sem segja þarf. Raggi á 14,2 i 150 m skeiði á Vigra og Diddi á 21,6 i 250 m skeiði á Ósk frá Litla-Dal. Frá- bærir tímar á þessum tíma árs. Björn Steinbjörnsson dýra- læknir hefur í samstarfí við Hrossaræktarsamband Austur- lands komið á fót fersksæðing- um í landsfjórðungnum. Sætt verður á KetÚsstöðum í vor. Nokkur kurr er í mönnum út af aðgangseyri sem innheimtur var á stóðhestasýningunni í Víöidal en þar þurftu menn að láta af hendi 1.600 kr. Og ekki bætti úr skák þegar á Reiðhall- arsýninguna kom, þá fóru 2.800 kr. úr veskinu. Margir hafa beðió spenntir eftir að draumahesturinn Suðri frá Holtsmúla verði sýndur í kynbótadómi. Nú rætist draum- urinn því hesturinn fer í for- skoðun á sýningu á Gaddstaða- flötum siðar í mánuöinum. Þeir sem sjá um skráningu hrossa sem fara eiga í dóm á Gaddstaðaflötum eru famir að hafa áhyggjur af þeim fjölda sem nú þegar er kominn. Sex iþróttamót fóru fram um helgina á suðvesturhominu og margir veltu þvi fyrir sér hvort þetta væri ekki fullmikið af því góða. Það getur verið erfitt að finna dómara á öll þessi mót. Auk þess er erfitt fyrir almenn- ing að fylgjast með, hvað þá fjöl- miðla. Baldurfrá Bakka er kominn til Vals Blomsterberg í Kalifom- íu og gerir það gott. Gríðarleg ásókn er í klárinn hjá kali- fomiskum merum. Enda undrar það engan, klárinn er heims- meistari í fimmgangi og feikna reiðhross. Ferðanefnd Fáks hefur verið með öflugt starf undanfarin ár og skipulagt rómaðar ferðir um heiðlönd og sveitir landsins. Nú stendur til að fara Reykjanes- ferð þann 3. og 4. júni. Fleiri spennandi ferðir eru á dag- skránni í sumar. -HÓ Það má segja að hestaíþróttamenn hafi verið á mikilli yfirreið um helg- ina því hvorki fleiri né færri en 10 íþróttamót voru haldin á sama tima. Óll mótin voru hér á suðvesturhomi landsins og viðraði frábærlega flesta dagana nema seinnipart sunnudags- ins. Skráning var misgóð og telja menn að úrtaka fyrir landsmót hafi haft þar áhrif á en hún mun fara fram hjá vel- flestum þessara félaga i lok þessa mánaðar. Ánægjulegt er að sjá hve keppnis- vellir hjá félögunum á Reykjavíkur- svæðinu eru orðnir góðir og þá sér- staklega hjá Sörla í Hafnarfirði en fé- lagið hefur verið að koma upp nýjum velli nú á vordögum. Að raða þessum mótrnn öllum á sama tíma er nokkuð sérkennilegt í ljósi þess að flest þeirra voru opin mót. Svo getrn- verið erfitt að fá dóm- ara og setur það þátttakendur í erflða stöðu með að velja mót. Mikil og ör þróun hefur verið í hestamennsku á íslandi undanfarin ár og gildir það um allflesta mála- flokka. Einn liður sem setið hefur nokkuð á hakanum er að tilkynna lokaúrsht um leið og mótum lýkur til fjölmiðla sem annarra. Fæstir dóm- pallar eru símatengdir og einhver misbrestur er á tölvuvæðingu hjá fé- lögunum. Þetta verður að laga svo hestaíþróttir og hestamennska fái verðskuldaöa athygli. -HÓ Will Coweet á Djákna sigraði í tölti hjá Fáki. DV-myndir HÓ Helgina áður var sýning í Ölfushöilinni á útvöldum stóð- hestum en þar þurftu menn ein- ungis að greiða 1.800 kr fyrir að sjá sýninguna og ball í bónus á eftir. Var góður rómur gerður af sýningunni og ballinu. Davíð Matthíasson, sigurvegari í ungmennaflokki í fimmgangi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.