Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2000, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2000, Qupperneq 10
28 MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2000 Sport unglinga_______________________________________________________________pv Storsigur FH á Val í bikarúrslitum 2. flokks kvenna FH varð bikarmeistari í 2. flokki kvenna með því að vinna stóran 17 marka sigur á Val í úrslitaleik, 29—12. FH vann KA í undanúrslit- um en Valur sló út ÍR. Harpa Vífilsdóttir, sem spilar vanalega sem hornamaður í 3. flokki, fór í FH-markið í úrslita- leiknum og var besti maður vall- arsins og varði alls 25 skot. Drífa Skúladóttir, fyrirliði FH, átti líka fínan leik, gerði sjö mörk og átti sex stoðsendingar á fé- ^ w laga sína. Þær voru báðar kátar eftir leik ÆF og sögðust ekkert I sjá eftir því að vera m jr ekki með í íslands- w I* “ mótinu í ár. Þetta eru 14 titlar á fimm árum hjá fjór- um stúlkum í FH-lið- inu: Drífu, Dag- nýju Skúla- dótt- Guðrúnu Hólmgeirsdóttur og Þór- disi Brynjólfsdóttur, en vegna mik- ils álags í meistaraflokki I vetur var FH aðeins með í bikarkeppni 2. flokks. Þær fjórar unnu fyrstu titlana með ÍR en síöustu 10 titlana unnu þær með FH. Mörk FH: Drífa Skúladóttir 7, Þórdís Brynjólfsdóttir 6/2, Hafdís Hinriksdóttir 6, Gunnur Sveinsdóttir 4, Sigrún Gilsdótt- ir 3, Guðrún Hólmgeirsdóttir 2, Dagný Skúladóttir 1. Mörk Vals: Ámý Isberg 2, Eygló Jónsdóttir 2, Elfa Hreggviðsdóttir 2, Kolbrún Franklin 2/1, Marín Sörens 1, Lísa Njálsdóttir 1, Svanhildur Þorbjöms- dóttir 1, Anna M. Guðmundsdóttir 1. 1982-árgangur KR í körfunni Bestu leikmenn FH í bik- arúrslitaleik 2. flokks kvenna: Drífa Skúladóttir fyrirliöi (til vinstri) og Harpa Vífilsdóttir mark- vöröur. Æ í röð Islandsmeistara í sínum árgangi * Wa . nm jk ip j?, s* i m J ,1 i:9Bl : m K Hér aö ofan er drengja- flokkur KR sem varö íslandsmeistari sjöunda áriö í röö í vetur. Hér til hægri lyftir Björgvin Björnsson íslandsmeistarabikarn- um og lengst til hægri er besti maöur KR í úrslitaleiknum gegn ÍR, Hjalti Kristinsson, en hann geröi 27 stig á 28 mínútum og hitti úr öllum tíu vítum sínum. Hjalti Kristinsson úr KR: 27 stig á 28 mínútum Hjalti Kristinsson átti mjög góðan leik í úr- slitaleiknum gegn ÍR i drengjaflokki. Hjalti skoraði 27 stig á 28 mínútum, tók 8 fráköst og hitti úr 7 af 13 skotum utan af velli og öllum 10 vítaskotum sínum. „Mér gekk mjög vel. Eftir að hafa ekki geng- ið nógu vel í fyrri hálfleik ákvað ég að koma vel stemmdur í seinni hálfleik. Við vorum undir í hálfleik en staðan gaf ekki rétta mynd af getu liðanna og ég mætti brjálaður inn í seinni hálf- leikinn. Ég er búinn að æfa síðan ég var 10 ára og hef verið Islandsmeistari með þessum strák- um síðustu sjö árin. Við erum búnir að halda hópnum saman allan þennan tíma eftir að nokkrir eldri strákar í hverfinu fóru í körfu og við eltum. Ég fékk nokkra leiki með meistara- Qokki í vetur og ætla að reyna að vera meira með þar næsta vetur,“ sagði Hjalti í leikslok. FNALA ÓLAGA 1982-árgangur KR í körfunni er á góðri leið með að verða sigursæl- asti árgangur í sögu ís- lenska körfuboltans en liöiö varð íslandsmeistari í drengjaflokki í vetur og það var jafhframt sjöunda árið í röð því KR-ingar hafa orðið íslandsmeistar- ar á hverju ári frá því að þeir unnu fyrst í minni- bolta árið 1994. KR fékk þó verðuga keppni í úrslitaleiknum í ár þar sem bikarmeistar- ar ÍR-inga voru með for- ustu í hálfleik, 34-33, og leikurinn hélst jafn allt þar til í lokin. KR vann þó á endanum, 76-61. Hjalti Kristinsson, Jón Arnór Stefánsson og Valdimar Helgason léku best KR-inga en Sigurður Tómasson var í sérflokki í liði ÍR. Stlg KR: Hjalti Kristinsson 27, Jón Amór Stefánsson 15, Jak- ob Sigurðarson 13, Valdimar Helgason 12, Helgi Már Magn- ússon 8, Óskar Arnórsson 1. Stig ÍR: Sigurður Tómasson 18 (9 stoðsendingar, 9 frá- köst, 6 stolnir, 5 varin skot), Ómar Sævarsson 13 (15 frá- köst), Ólafur Long 9, Ingvar Helgason 8, Ólafur Sigurðs- son 7 (6 stoðsendingar), Ólaf- ur Þórisson 6. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.