Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2000 23 Gætið að gróðrinum Hér áður fyrr voru garðar úðaðir á hverju ári og eflaust eiga margir einhverjar minningar um úðamann- inn ógurlega. í dag er ekki eitrað bara til að eitra og að margra mati er óþarfi að úða garða nema sér- stakt tilefni sé til því það getur vald- ið gróðrinum töluverðum óþægind- um. Ráðlegt er að fylgjast vel með gróðrinum og læra að lesa hann. Gott er t.d. að strjúka trjágreinam- ar og athuga hvort nagað bram losnar af en önnur vísbending um eyðileggingu er ef trén laufgast óeðlilega seint. Ef ástandið er slæmt getur borgað sig að eitra en ef að- eins eitt og eitt brum er étið er ekki ástæða til uppnáms því lirfurnar klekjast bara út einu sinni á ári og fer það eftir stofnstærð þeirra hversu skaðinn er mikill. Hann eykst ekkert þó lengra líði á sumar- ið. Ef grunsemdir vakna um eyði- legginu er mikilvægt að komast að því hvers kyns er með þvi að leita upplýsinga hjá fagmönnum áður en eitrað er og hvort hægt er að nota aðrar aðferðir sem eru umhverfis- vænni. Burt meft mosann Garðeigendur vilja auðvitað sjá grasið dafna í garðinum en margir virðast heyja nánast vonlausa bar- áttu við mosa ár eftir ár. Oft er um að kenna lélégri framræslu því mosi nær sér miklu frekar á strik í illa framræstum görðum. Regnvatns- lögn hefur þá ekki verið komið fyr- ir til að veita regnvatni úr garðin- um. Annað sem getur ýtt undir mosa er skuggi af stórum trjám svo og lélég áburðargjöf. Því er nefni- lega þannig háttað að mosinn er nægjusamari en grasið og lifir frek- ar af ef áburð vantar. Mikilvægt er því að bera áburð á grasið á vorin. Gæta verður líka að slá grasið ekki of snöggt niður i svörðinn því það hefur áhrif á fæðumyndunina og sá hluti garðsins sem sér um ljóstillíf- un er deyddur ef grasið er slegið of snöggt. Hægt er að tæta upp mosann ef mikið er af honum og nota þar til gerð eiturefni en ef framræslan er lélég kemur hann fljótt aftur svo og ef skortur er á áburðargjöf eða of mikill skuggi fellur á grasið. Of nmálning Alkyd- og akrýlmálning er hentug til að mála miðstöðv- arofna því hún hindrar ekki varmastreymi. Þvoðu ofninn með ammoniakvatni, þ.e. 2 hlut- um af salmíaki sem þynnt er með 7 hlutum af vatni. Málaðu síðan tvisvar án þess að grunna ofninn. Gluggapenslar Ef þú vilt ekki nota málning- arlímband við gluggamálningu geta listapenslar komið að góð- um notum. Þeir eru ætlaðir til nota á afmörkuðum fleti, t.d mót- um lista og rúðu. Penslarair henta sérlega vel þegar ganga skal varlega til verks og mála ekki á glerið. Álþynnurenningur á dósina Ef þú klárar ekki úr málning- ardós á einum degi er gremjulegt að sjá málninguna sem sest í grópið að ofanverðu eða rennur niður eftir dósinni utanverðri. Þú getur komist hjá þessu ef þú brýtur álþynnurenning utan um barmana ofanverða. Þrýstu lok- inu lítið eitt niður og þegar þú tekur þaö aftur af dósinni er ál- þynnan fóst og stöðug. Þegar málningu er lokið tekur þú þynnuna áður en þú setur lokið á sinn stað. Málningardós á hvolfi Áteknar málningardósir á að geyma á hvolfi. Þá myndast eng- in skán eða börkur á málning- unni en gættu þess að dósin sé vel lokuð. Stigalökkun Þegar lakka þarf stiga sem eru i stöðugri notkun er ein leiðin að lakka annað hvert þrep og nota stigann eins og áður. Auðveldara er hins vegar að lakka 2/3 af hverju þrepi, fyrst frá vinstri og síðan frá hægri. Stiginn verður auðveldari í notkun og miðhlut- inn, sem mest mæðir á, fær tvö- falda lökkun. Loftmálning Byrjaðu alltaf á að mála loftið þegar hresst er upp á herbergi. Þvoöu það með salmíakvatni og skolaðu með vatni. Byrjaðu að mála gluggamegin. Málaðu fyrst kverkina milli lofts og veggja með pensli og síðan loftið sjálft í u.þ.b. 60 cm lengjum langs og þvers. Stöbugur málníng- arbakki Málningarfata getur færst úr stað og oltiö. Gott ráð er að negla lok, sem er víöara en fatan, ofan á tröppuna. Fatan hreyfist þá síður úr stað en einnig tekur lok- ið við málningartaumum sem runnið geta niður fötuna. Úr bók- inni 500 hollráð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.