Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Síða 10
26 Garðastál • Bárustál • Garðapanill Barustal, sigilt form a þök og veggi, hefur sannað yfirburði sína við íslenskar aðstæður. Garðastál, 4 gerðir á þök og veggi. Garðapanil, glæsileg vegg- og loftaklæðning. Allar gerðir til í lituðu og A-L-C Alúsink. Til notkunar jafnt úti sem inni. Möguleikar eru á ýmsum frágangsaðferðum, með tilliti til útlits og hagkvæmni. OKEYPIS KOSTNAÐARAÆTLANIR GARÐASTÁL Stórási 4-210 Garðabæ - Sími 565 2000 - Fax 565 2570 Borgarplast er með vottað umhverfisstjórnuriarkerfi sarnkvæmt aíþjó&astaðlínum (SO 14001, eítt fyrírtækja í eigu fslendínga. Fyrirtækíð framleiðir fjölmargar úrvaísvörur til verndunar náttúrunni BCRGARPLAST Tengibrunnar, framlengingar og sandföng. Tankar af ýmsum stærðum og gerðum l/AjlJjU\U Borgarplast framleioir rotþrær, olíu- skiljur, sandföng, brunna, vatnsgeyma og einangrunarplast. Öll framleiðsa fyrirtækisins er úr alþjóölega viðurkenndum hráefnum og fer fram undir ströngu gæðaeftirliti. Rotþrær, olíu- og fituskiljur Borgarplasts eru viðurkenndar af Hollustuvernd ríkisins. ISTISO 9001 BCRGARPLAST $<*fg*ró&r1-3 • 170 Sétysmsmts SólbakkaS • 310Borgarnes Sfmk 5612211 • Fax: 5614185 Slmi: 4371370 • Fax: 4371018 Nstbag: borg*rpk$t*borgarplutJs MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2000 Fallegir gosbrunnar, líkt og þessi, lífga mjög upp á umhverfib. Ef búa á til gos- brunna e&a laeki þarf dælu því ekki er hægt a& nota sírennsli vatns. Fyrir minni gosbrunna og læki eru til ódýrar og hentugar dælur sem er komi& fyr- ir ni&ri í vatninu. Vatn í görðum Vatnsni&ur er náttúrlegt hljób sem lætur vel í eyr- um en kannski ekki bara hljó&sins vegna kjósa margir a& hafa vatn í ein- hverri mynd í görðum sínm. Hægt er a& nota vatn í ýmsum myndum og vatn hefur allt frá upphafi gar&yrkju verið stór þátt- ur í skipulagi gar&a. Mörgum íslendingnum finnst reyndar vatnsmagn- i& nægilegt í rigningar- formi og iáta þa& nægja en þó vir&ist áhugi land- ans á vatni í gör&um vera a& aukast. Garöar Forn-Grikkja og Róm- verja voru gerðir umhverfis brunn- inn. Á endurreisnartímanum á Ital- íu var vatn mikið notað í alls konar gosbrunna, fossa og tjamir og í hin- um stóru görðum barokktímans var vatnið í lygnum, stórum tjömum. í rómantíska enska garðinum var vatn notað í lygnum vötnum, í bugðóttum lækjum og í litlum tjöm- um. Fyrirmyndimar í íslenskri nátt- úru eru margar og oft æði stór- brotnar. í lækjum, ám, vötnum og heitum laugum veiðum við og böð- um okkur og við lifum á hafinu. Ekki má svo gleyma fossunum sem eru óteljandi. í görðum hér á landi er vatn aðal- lega notað 1 fugla- eða vaðpolla, gos- brunna, læki, tjamir, heita potta og sundlaugar þar sem pláss er mikið. Fuglapollar eru litlar tjamb-, hol- ir steinar eða niðurgrafin ker og í þá er einungis notaö rigningarvatn þannig að ekki þarf að gera sérstak- ar ráðstafanir varðandi að- og frá- rennsli. Vaðpollar eru vinsælir þar sem böm eru og getur botn þeirra verið malbik, hellur eða dúkur og sand- lag. Hann þarf ekki að vera djúpur, minni en 20 sm. Þótt það sé lítil dýpt getur hún verið hættuleg böm- um og þvi þarf að velja honum stað innan garðsins þar sem vel sést frá dvalarsvæði og íbúðarhúsi. Ekki má skilja böm eftir eftirlitslaus að leik þar sem vatn er annars vegar. íslenskar vatnaplönt- ur hentugar Ekki þarf að vera flókið að búa til litla tjörn í garðinum. Lögun, stærð og efnisval ræðst af garð- stílnum. Ef garðurinn er lítill og markaöur af útlínum húss og götu gæti verið heppilegra að velja kantaðar línur á tjörn eða brunn. Tjarnir má gera úr steypu, þétti- dúk (plastdúk), úr tjörupappa, harðplasti (trefjum) og jarðvegi. Hægt er að gera tjarnir á einfaldan hátt með þéttidúk sem er sniðinn til þannig að hann passi hvaða lög- un sem er. Svartur dúkur er heppilegastur því svart drekkur í sig ljós og hita og tjörnin verður því líkari náttúrlegri tjörn. Til að halda jöfnu vatnsyfirborði er nauðsynlegt að hafa yfirfall og frá- rennslislögn. Minni líkur eru á frostskaða ef hliðar tjarnarinnar eru með einhverjum halla. ísinn þrýstist þá upp úr tjörninni í stað þess að sprengja hana. Ef búa á til gosbrunna eða læki þarf dælu því ekki er hægt að nota sér sírennsli vatnsins. Dælunum er þá komið fyrir annaðhvort ofan vatnsborðs eða neðan. Fyrir minni tjamir, gosbrunna eða læki eru til ódýrar og hentugar dælur sem komið er fyrir niðri í vatninu. í tjömunum er svo upplagt að rækta vatnagróður, s.s. sef og vatnaliljur. íslenskar vatnaplöntur er hægt að nota með góðum ár- angri. í tjörnum sem hafa náttúr- legt yfirbragð er hægt að gróður- setja beint í hotn tjamarinnar en annars er gott að rækta gróðurinn í körfum eða pottum. Þá er auðvelt að lyfta þeim upp til að skipta á þeim eða færa þær til. Mjög mikilvægt er að hafa und- irbygginguna góða þegar tjamir, gosbrunnar, laugar og pottar em annars vegar því hreyfing á jarð- veginum getur haft mjög skaðleg áhrif og valdið eyðileggingu. Upp- fyllingarefnið þarf að vera frostör- uggt og æskilegt er að grafa niður á fastan grunn. Nauðsynlegt getur verið að ræsa fram jarðveg og nota sérstaka einangrun í kringum mannvirkið. Heimild: Garðurinn - hug- myndir að skipulagi og efnisvali sem Garðyrkjufélag íslands gaf út 1995.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.