Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Page 14
30 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2000 Þessi fallegu gömlu hús, sem öll hafa veriö tekin í gegn, setja fallegan svip á bæjarbraginn en þau standa eins og sjá má viö Tjömina í Reykjavík. Endurbygging gamalla húsa: Útlitið segir ekki allt - segir Bragi Blumenstein arkitekt sem hefur sérhæft sig í endurbyggingu eldra húsnæðis Bragi Blumenstein arkitekt. _ Hann segir mikilvægt aö fólk fái fagmenn til aö ástandsskoöa hús sem þaö hefur í hyggju aö kaupa því útlitiö geti veriö blekkjandi. Fólk þurfi aö gera sér góöa grein fyrir því út í hvaö þaö er aö fara því kostnaöur viö endurbyggingu sé oft mik- ill. „Þegar gamalt hús er keypt er að ýmsu að hyggja. Fyrst skyldi skoða hverrar gerðar húsið er en gömul hús geta verið af ýmsum toga, s.s. bárujárnsklædd timburhús, báru- járnshús og timburhús. Aldur þeirra skiptir miklu máli. Erfíðast er að meta ástand húsa sem byggð eru fyrir árið 1903 þar sem fyrir þann tíma var engin eiginleg bygg- ingarreglugerð til og hús því byggð með ýmsum efnum. Fólki var frjálst hvernig það byggði. Efniviður í þessum húsum er af öllum gerðum og mjög mismunandi að gæðum og ekki er hægt að ganga að neinu vísu i þvi efni. Ástandsskoöun Ég tel það mjög mikilvægt að fólk leiti sér ráðgjafar og fái fagmenn til að ástandsskoða hús sem það hefur í hyggju að kaupa. Það þarf að gera almenna ástandskönnun á húsinu þar sem ákveðin atriði eru könnuð. Það er nánast hægt að hafa gátlista með sér og tékka hann af. Meðal at- riða sem vert er að skoða er stærð, burðarvirki, staðsetning á loftunar- rýmum, hvar einangrun er til stað- SANYL ÞAKRENNUR • RYÐGAEKKI. m • PASSA f GÖMLU RENNUJÁRNIN. • STANDASTISLENSKT VEDURFAR. • AUDVELDAR IUPPSETNINGU. • ÚDÝR OG GÓDUR KOSTUR. Fást í flestum byggingavöru- verslunum landsins. Knarrarvogi 4 • Sími 568 6755 ar og hvar lekavandamál geta kom- ið fram. Frágangur við glugga og hurðir, svo og frágangur við þak- brún, er mjög mikilvægur. Einnig þarf að skoða vel ástand drenlagna hússins. Vandamál í kringum hús koma oft fram þar sem nýtingu kjallarans er breytt úr því að vera köld geymsla í vistarverur. Þegar aukinn hiti er settur í þennan hluta hússins getur myndast rakaþétting sem skapar önnur vandamál. Jafn- vel getur það farið svo að skipta þurfi um jarðveg undir og í kring- um húsin til aö koma i veg fyrir að vatnið hreinlega leki inn í þau. Alltaf verib til Oft hafa heyrst þau sjónarmið að gömlu handverksmennirnir hafi vit- að hvað þeir voru að gera og að gamli frágangurinn væri betri en sá sem er við lýði í dag. Það er ekki alls kostar rétt. Það voru líka til fúskarar á þeim tíma og nóg af þeim. Mikið af eldra húsnæði er ekki vel byggt, miðað við þá þekk- ingu og aðstæður sem voru til stað- ar á þeim tíma. Þetta á auðvitað einnig við um húsbyggingar í dag. Þær eru jafnmisjafnar og mennimir eru margir. Lek þök og önnur vandamál, sem við berjumst við í dag, er ekkert annað en afleiðing af lélegum frágangi. Kostnaöur oft mikill Útlit hússins getur verið blekkj- andi. Mörg hús líta ágætlega út en þegar betur er að gáð þarf að leggja töluverðan tíma og mikla peninga í að gera þau upp. Menn ættu að gera sér fullkomlega grein fyrir því hvað þeir eru að fara út í því margir gef- ast upp í miðju kafi. Ég mæli einnig með að fenginn sé fagaðili til að gera grófa áætlun á kostnaði við endurbyggingu hússins þannig að fólk sjái svart á hvítu hve mikill kostnaðurinn er. Reynslan sýnir að það er full þörf á því. Um það vitna öll dómsmálin sem snúast um svona mál. Endurbygging á húsum getur verið mjög misjöfn og hægt að ganga mjög misjafnlega langt í end- urbyggingunni. Einnig má minnast á það að kostnaður við að taka nið- ur vegg og byggja nýjan er meiri heldur en þegar eingöngu er byggð- ur nýr. Því má segja að endurbygg- ing sé í flestum tilfellum dýrari en nýbygging. Auðvitað eru svo húsin í mjög misjöfnu ástandi og sum þeirra þarf að endurbyggja mjög mikið til að þau verði nothæf. Lög og reglugerðir gilda svo um endur- byggingu gamalla húsa og þarf fólk að kynna sér þau mál mjög vel áður en hafist er handa. Huqa skal aö skipu- lagi hússins Þekking hins almenna borgara á endurbyggingum húsa er í mörgum tilfellum ekki nægileg. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á það hvemig til tekst með endurbygging- una og má þar t.d. nefna bæði innra og ytra skipulag hússins. Fólk fer oft út í að breyta skipulagi húsanna, miðað við þær kröfur sem gerðar eru til íbúðarhúsnæðis í dag, en gleymir að taka með í reikninginn þær kröfur sem gerðar eru af yfir- völdum, t.d. í sambandi við bruna- varnir, aðgengi, einangrun og ann- að slíkt. Þetta hefur allt mikil áhrif á endurbyggingu í dag. Svo eru mörg hús friðuð að einhverju eða öllu leyti. Því er ekki hægt að gera hvað sem er við þau. Ástand eldri húsa hefur batnað mikið undanfar- in ár en þó þarfnast mörg þeirra verulegs viðhalds því viðhaldsmálin hér á landi hafa ekki verið i nógu góðu lagi. Það er eins og menn haldi að ef þeir kaupi hús þá þurfi þeir ekki að eyða tíma og peningum í viðhald næstu 30 árin. Skipuleggja vel Sæmilega laghent fólk getur gert margt sjálft þegar kemur að endur- byggingu gamaUa húsa en það þarf hins vegar ákveðna stjómun á því hvaða efni eru notuð, hvernig þau eru notuð og vinnuna þarf að skipu- leggja vel. Hér gildir í raun það sama og í bílaviðgerðum. Það er ekki hægt að setja varahlut úr nýj- um Mercedes Bens í gamlan Skóda. Eins þurfa tæknileg atriði, eins og lagnir, rafmagn og einangrun, að vera í lagi. Sem dæmi vil ég nefna að ef endureinangra á gamalt hús þarf að huga að mjög mörgmn þátt- um, s.s. loftunarrýmum, staðsetn- ingu á vindpappalögum og PAM- gildi pappans, svo og öllum frágangi við glugga og hurðir. Það er ekki alltaf hægt að blanda saman nýrri og gamalli tækni án þess að skoða málið mjög vel. Gömul hús vinsæl Tilfinning manna fyrir eldra hús- næði hefur aukist verulega og það hefur með hugarfarið í þjóðfélaginu að gera. Menn eru í auknum mæli að viðhalda gömlum byggðakjöm- um og götumyndum og vilja búa í eldra húsnæði. Það segir okkur líka að eitthvað er að því nýju húsin sem verið er að byggja virðast ekki uppfylla þær kröfur sem fólk gerir. Margir eru að leita að þessu sér- staka andrúmslofti sem fylgir oft gömlum húsum og reynist oft erfitt að búa til í nýjurn." -ÓSB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.