Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2000, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 29 DV x þriðjungur listamanna er ýmist fæddur utan Bandaríkjanna eða til- heyrir annarri kynslóð innflytj- enda. Allir miðlar eiga sér ágæta full- trúa á sýningunni. Málverk eru hlutfallslega fá, en oft býsna mögn- uð; ég nefni einungis írónískar mannlífsmyndir Johns Currin og Lisu Yuskavage. Tónninn í þeim er raunar einkennandi fyrir afla sýn- inguna, sem er uppfull af endur- skoðunarsinnum, ef svo má segja, listamönnum sem virðast hafa minni áhuga á nýsköpun - bannorð í andrúmlofti póstmódernismans - en endurskoðun á viðteknum við- horfum, hugmyndum, aðferðum og ýmsum birtingarmyndum þeirra. Þannig er Currin ýmist að mála hámákvæmar en allt að því bernsk- ar útleggingar á listsögunni, í hönd- um hans verða eldhúsmyndir - „bodegones" - spænskrar listasögu að notalegu bardúsi ungra banda- riskra homma í eldhúsinu hjá sér, eða þá að hann skilgreinir amerísk- ar stemningarmyndir Normans Rockwells upp á nýtt. Yuskavage málar flott portrett af eins konar „lifandi barbídúkkum" og leikur sér með allrahanda klisjur þeim tengd- ar. Skúlptúr er þarna líka með all- nokkru endurskoðunar- og endur- nýtingarsniði. Áhrifamikill er fimm metra breiður veggur eftir Chakaia Booker, gerður úr bíldekkjum og slöngum, af sama listfengi og við þekkjum úr barokkskreytingum 17. aldar, annar listamaður E.V. Day ímyndar sér hvernig hvíti kjóllinn sem Marilyn Monroe var í í mynd- inni Seven Year Itch liti út í tætl- um, samanber viðumefni hennar Blond Bombshell, þriðji listamaður- inn, Thornton Dial, klastrar saman þrívíddarverki úr tilfallandi drasli um lát Díönu prinsessu og Sarah Sze setur saman ótrúlega flókin um- hverfisverk úr víravirki og hvers- dagslegum hlutum og matarpökkum úr eldhúsinu. Þessi dæmi gefa einhverja hug- mynd um stemninguna í þrívíddar- geiranum. Af transvestítum og perrum Töluvert var af ljósmyndaverkum á sýningunni, en fá þeirra eins hrif- mikil og þrívíddar- eða vídeóverkin. Ef greina má einhvem „trend“ í ljósmynduninni, er það líklega skyndi- eða heimildamyndahug- myndin. Þá eru menn ekki að búa til uppstillingar og ljósmynda þær, eins og Mapplethorpe, Cindy Sherman og fleiri gerðu, heldur er listamaðurinn að gera - eða þykist vera að gera - heimildarmyndir af transvestítum eða perrum af ýmsu tæi. Það er sem sagt andi Nan Gold- in sem svifur þar yfir vötnum, en sýning var haldin á verkum hennar i Listasafni Islands í fyrra. Af Whitney-tvíæringnum má einnig ráða að myndbandið sé loks- ins að verða „alvöru" listmiðifl. Við munum öll eftir fyrstu bylgju vídeó- verka, þar sem maður þurfti að góna upp á eitt hundrað skerma sem allir sýndu það sama. Ég veit ekki hvort Bill Viola hefur haft Þetta sérstæða hreinlætisáhald er eftir listamanninn Robert Gober og heitir Án titils. Þetta er handunniö af mikiili vandvirkni eins og öll verk listamannsins og efni eins og náttúrulegt vax, mannshár, bómull, ál og leður meöal annars notaö. þarna einhver áhrif, en allt um það er myndbandið einn áhrifamesti listmiðillinn á Whitney-sýningunni, a.m.k. sá sem tekur af mestri einurð á tilfinningalegum og félagslegum vanda nútímafólks. Hversdagsleg firring ungs blökkumanns er yfir- færð á filmu og alla veggi í lokuðum sal, ásamt með ærandi tónlist. Svört/hvít vídeómynd írönsk-amer- ísku listakonunnar Shirin Neshat um samskipti kynjanna í fyrrum heimalandi hennar, eða vöntun á eðlilegum samskiptum þeirra, var firna áhrifamikil, ekki síst fyrir það hve sáraeinfold hún var. Og svo má ekki gleyma Internet- listinni, en þetta var i fyrsta sinn sem hún lék stórt hlutverk á Whitn- ey-tvíæringnum. Menn gátu stigið inn í hálfmyrkvað herbergi og klikkað á heimasiður nokkurra listamanna, sem varpað var á stór- an skerm og bar þar margt furðu- legt fyrir augu, aðallega af sjónræn- um fremur en hugmyndalegum toga. Eftir á að hyggja er það athyglis- verðasta við þennan tvíæring kannski, sú staðreynd að enginn listamannanna virðist hafa sérstak- ar áhyggjur af aldarlokum. Eða eins og Kaninn mundi segja: „It“s business as usual“. Whitney-tvíæringurinn í sam- nefndu safni á 945 Madison-tröð í New York er opinn til 4. júní 2000. Aðalsteinn Ingólfsson Meiri þægindi, glæsilegra útlit og aukið öryggi. SUZUKI Baleno Wagon Limited Edition er enn betur útbúinn og glæsilegri en Baleno Wagon. Hann er að sjálfsögðu fjórhjóla- drifinn, með ABS hemla og allan hefð- bundinn Baleno-staðalbúnað. Færðu einhvers staðar meira fyrir þetta verð? Hvaö er nýtt? • Leðurklætt stýri • Leðurklæddur gírstangarhnúður • Viðaráferð á mælaborði • Álfelgur • Sílsalistar • Þokuljós • Samlitir speglar • Fjarstýrð samlæsing ...OG ÞETTA ER VERÐIÐ! 1.725.000 KR., allt innifaliö. $SUZUKI - // — — !- SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Hvammstangi: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 26 17. (safjörður: Bílagarður ehf., Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.