Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 Fréttir I>V , LIV-|VITINL> 600 Islendingar smitaöir af lifrarbólgu. „Mig langar ekkert til þess að deyja, mig langar til þess aö eiga gott líf, “ segir ungur fyrrverandi fikniefnaneytandi sem uppgötvaöi í meöferöinni i vetur aö hann er smitaöur af lifrarþólgu C. Lifrarbólgu C-sjúklingur segir frá reynslu sinni: Smitaðist af neyslufélaga sínum Hann er 19 ára fíkill sem hefur ver- ið edrú í tæpa fimm mánuði. En líflð fram undan er ekki eins bjart og það gæti verið. Hann smitaðist af lifrar- bólgu C i vetur, skömmu áður en hann hætti neyslu. „Ég smitaðist annað hvort í gegn- um félaga minn eða í gegnum frænku mína. Viö vorum neyslufélagar," sagði pilturinn í nýlegu samtali við DV. Hann óskaði eftir nafnleynd, þar sem miklir fordómar ríkja gagnvart smituðum. Lifrarbólga C er veirusýking sem er læknanleg í einungis 20 til 30 pró- sent tilvika. Hún getur valdið iifrar- skemmdum, lifrarskorpu, gulu og lifr- arkrabbameini. Eins veikir hún ónæmiskerfið og fær sá sem sýktur er því oftar flensu og aðra sjúkdóma. Um síðustu áramót var vitað um 600 ís- lenska lifrarbólgu-C-sjúklinga sem flestir hafa smitast í gegnum fikni- - hræddur við að efnaneyslu. Tiltölulega litlar líkur eru á því að smitast af þessari tegund lifr- arbólgu i gegnum kynmök eða snert- ingu við lítil sár. Þar sem ekki er hægt að fara í lyfja- meðferð fyrr en tæpu ári eftir að neyslu eiturlyfja er hætt veit piltur- inn ekki hvort hann mun ganga með sjúkdóminn alla ævi. „Fyrst ætlaði ég ekkert að fara í lyfjameðferð. Mér fannst lifið bara búið, ég vildi deyja. Mér fannst þetta vera eitthvað óhreint þarna innan í mér sem væri ekki hægt að þrífa í burtu,“ sagði pilturinn. „Sjokkið var svo mikið, mér var alveg skítsama en núna er mér ekkert sama. Mig langar ekkert til þess að deyja, mig langar til þess að eiga gott líf.“ Nú orðið er hann hræddastur við að smita aðra. „Þetta bremsar mann af í sumum tilvikum, ég er hræddur um systkini mín því ég er til dæmis smita systkini sín með tannbursta heima hjá mömmu og ég vil ekki smita þau,“ sagði pilturinn sem er elstur sex systkina. Oftast hreinar sprautur Þessi ungi Reykvíkingur er búinn í meðferð og er nýbyrjaður í eins árs eftirmeðferð. Saga hans er lík sögu margra annarra sem verða flkninni að bráð. Hann byrjaði að drekka 14 ára, fór svo út í neyslu harðari efna og sprautaði sig í 10 mánuði áður en hann fór í meðferð. „Ég notaði oftast hreinar sprautur en svo var mér bara orðið alveg skít- sama. Þegar engin hrein var til þá notaði ég sprautur félaga míns og frænku minnar en ég vissi að þau voru bæði með lifrarbólgu C,“ sagði pilturinn. Lifrarbólga C hefur mikil áhrif á hinn sýkta en mun auðveldara er að lifa með henni ef hinn sýkti er edrú þvi áfengi fer mjög illa með lifrina. Ungi maðurinn hefur séð frænku sína, sem hefur verið fíkill í nokkur ár, mjög veika af völdum lifrarbólgu C. Þegar hún fékk gulu í fyrra fór hann í heimsókn til hennar á sjúkra- húsið. „Að sjá frænku mína svona veika, það hræddi mig alveg rosalega. Mér brá við að sjá hana,“ sagði ungi mað- urinn og bætti því við að hann ótt- aðist það að detta aftur í það, þar sem hann hefur séð hvaða áhrif lifrarbólga C getur haft. Þar sem hann er tiltölulega nýsmit- aður er hann ekki farinn að finna mikið fyrir lifrarbólgunni, nema ef hann er svangur en þá segist hann verða þungur og finna fyrir vanlíðan. „Ég bara reyni að gera gott úr þessu og þetta hjálpar mér tvímæla- laust við að vera edrú,“ sagði piltur- inn. -SMK Fíklar og lifrarbólga C: Miklar líkur þegar fólk sprautar sig fyrst Samkvæmt tölum SÁÁ eru 15 prósenta líkur á að smitast af lifrar- bólgu 10 fyrstu skiptin sem fólk sprautar sig með fikniefnum. Þessi háa tala stafar af því að fólk sem er aö fikta við sprautur kann ekki að sprauta sig og sprautar sig því ekki eitt, sagði Þórarinn Tyrfmgsson, yf- irlæknir á Vogi, sjúkrahúsi SÁÁ. „Það er mjög mikil hætta á sýk- ingu þegar fólk er að fikta og sprauta sig örsjaldan af því að það sprautar sig ekki eitt. Það fær til þess leiðbeiningar og oft eru þeir sem leiðbeina með óhrein áhöld eöa eru smitaðir sjálfir," sagði Þórar- inn. Lifrarbólga C er langvinnur, erf- iður sjúkdómur sem getur leitt til skorpulifrar og lifrarkrabbameins. Um 600 manns eru smitaðir á ís- landi og hafa flestir smitast í gegn- um eiturlyfjaneyslu. HlV-veiran, sem veldur alnæmi, getur einnig smitast í gegnum eiturlyfjaneyslu en lítið hefur verið um HlV-smit með sprautum hér á landi. Þórarinn sagði að á Vogi hefði ekki orðið nein sérstök íjölgun á ung- um sprautufíklum á síðustu árum en þvi væri hins vegar ekki að neita að mikil auking er á neyslu eiturlyfja á íslandi. Á meðan hæg stígandi hefur verið seinustu árin í fjölda þeirra sem neyta fikniefna í sprautuformi hefur verið griðarleg aukning á kannabis- og amfetamínneyslu, sagði Þórarinn. -SMK Sjúkrahúsið Nygræöingum hætt viö sýkingum Þórarinn Tyrfingsson, yfidæknir á Vogi, segir aö mikil hætta sé á að fólk sem er að fikta viö aö sprauta sig meö eiturlyfjum smitist af lifrarbólgu C. Horður Kristjánssori netfang: sandkom@ff.ls ???????? Þær fréttir berast nú sandkornsritara að Dalla Ólafsdótt- ir Grímssonar for- seta hafi verið ráð- in til fyrirtækisins sem gerði fóður hennar að forseta, GSP almanna- tengsla. Stúlkan er alls ekki óvön því að leggja sitt af mörkum við að koma sínu á fram- færi því hún hefur um árabil farið mikinn í kosningabaráttu félags- hyggjufólks í Háskólanum. Nú fer í hönd kosningabarátta hjá sitjandi forseta gegna Ástþóri Magnússyni friðarhöfðingja en engar fréttir hafa enn borist af því að Ólafur Ragnar hyggist nýta sér þjónustu GSP í þetta skiptið. Þær sögur ganga aftur á móti fjöllunum hærra að leyni- vopn Ástþórs i kosningabaráttunni verði einmitt fyrirtækið sem for- setadóttirin starfar hjá... Allt Gauja að kenna! Guðjóni Þórð- arsyni, Stoke City-stjómanda, tókst ekki að „meika það“ eins og islenskir fjár- festar vonuðust til. Milljónaíjár- festingin í félag- inu verður því ekki sá skyndigróði sem margir hugðu. Stoke komst ekki í úrslit og verður áfram í annarri deild. Munu ýmsir hafa svitnað hressi- lega við þessi tíðindi. Telja hag- spekingar Sandkorns augljóst að fall á hérlendum hlutabréfamark- aði verði skrifað beint á reikning Guðjóns. Þá er eins vist að fyrst menn eru á annað borð byrjaðir að stíla reikningana á Guðjón í Stoke komi Páll Pétursson líka með reikningabunka vegna hrikalegra afialla á húsbréfum... Stórt skip Flaggað var fyrir nýju hafrannsókna- skipi í fyrradag sem hlotið hefur nafn fyrirrennara síns, Áma Friðriks- sonar RE. Nýja skipið hefur sko alls ekki hlaupið í meðforum því nú hefur Ámi Friðriksson lengst um 28 metra og breikkað um 4. í áhöfninni verða 32 í stað 10 á gamla skipinu. Þykir ljóst að gömlu kempunni Jakobi Jakobs- syni fiskifræðingi ætti nú ekki að verða skotaskuld úr því að finna meiri þorsk í sjónum en leitin að þeim gula hefur gengið fremur dap- urlega þrátt fyrir kvótakerfi og meinta friðun. Segja gáungarnir að nú hljóti að finnast fiskur einhvers staðar undir skipinu sem spannar orðið hálft Atlantshafið... Fennti á kaf Trausti Jóns- son veðurfræðing- ur vakti athygli fyrir að vera dúð- aður þykkri vetr- arúlpu með hettu yfir haus er hann lýsti sólarmeti sem var við þaö að falla í Reykja- vík fyrir nokkru. Sagði hann að lengsta samfellda sólskinstímabil í sögu mælinga væri bara hið versta veður. Gerðu menn grín að þessu úlpustandi Trausta. Sjónvarpsmað- urinn snjalli Gísla Sigurgeirsson á Akureyri fór á dögunum aðra leiö í veðurlýsingum. Lýst Gísli berhöfðaður i hástemmdum orðum hitamollunni og sólskinsflæðinu í höfuðstað Norðurlands dag eftir dag. Gárungar hafa bent á að Gísla hefði verið nær að vera í úlpu eins og Trausti, enda sýnist þeim sól- skinið hafa fennt í kaf í norðanbál- inu að undanförnu...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.