Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2000, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2000, Blaðsíða 52
^KO______ Tilvera LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2000 DV Eva Hreinsdóttir skoðaði fjölskrúðugt mannlífið í Nýhöfn: j* Riddarar þjóðveganna með barnlausa barnavagna Charmetrolden viö barnavagninn þar sem hann geymir búslóö sína. Náunginn sem sefur vært á bekknum tilheyrir vist ekki hópi riddaranna. Það var óneitanlega forvitnilegt að lítast um í Nýhöfn í Kaupmanna- Íhöfn um páskana, mannlífið skraut- legt í yndislegu veðri. Meðal þess, sem bar fyrir sjónir við „Akkerið“ , við bryggjusporðinn voru nokkrir menn úr hópi „riddara þjóðveg- •^anna'' (landvejsriddere). Hér er um að ræða hóp manna, sem hefur sagt sig úr þjóðfélaginu, ef svo má að orði komast, og býr alls staðar og i hvergi. Flestir af þessum riddurum [ eru karlmenn en þó er kvenfólk í einnig að finna innan hópsins. Þjóð- I vegariddarar ferðast um landið með aleiguna í bamavögnum eða kerr- um, sofa og borða hér og þar, hvar sem tækifæri býðst. Riddararnir klæðast yfirleitt gömlum íotum, oft hermannajökkum, sem þeir hafa fengið gefins. Sérkenni ldæðnaðar þessa hóps er m.a. að margir „með- limir“ híifa hengt á sig hrúgu af alls kyns orðum eða „medalíum" sem þeir hafa sankað að sér. Margir ^Jiveriir eru menn sem orðið hafa , fyrir einhverju áfalli, orðið gjald- þrota eða eru hreinlega ósáttir við kerfið. Þeir lifa mest á smápening- um sem þeir fá fyrir einhver viðvik eða á því að hirða upp og selja tóm- ar flöskur og ekki var skortur af þeim um páskana í Nýhöfn. Danski fáninn og barnasnuö Einn af riddurum þjóðveganna fékkst til þess að spjalla lítiilega við fréttaritara DV þar sem sá fyrr- nefndi stóð með einn grænan „öll- ara“ við bamavagninn sinn og frá honum eru flestar þessar upplýsing- ar komnar. Hann sagði góðfúslega frá aldri sínum en gerði grín að ástæðum þess að hafa tekið upp þetta lífemi nema helst þeirri að þjóðfélagið hentaði honum ekki. Hann sagðist heita Charmetrolden og vera 42 ára. „Ég á þrjú böm með konu sem ég var kvæntur og síðan einhvem slatta af krökkum víða um landið. Nú flakka ég bara um, get farið hvert sem er því búslóðin kemst fyrir í bamavagninum.“ í vagninum gat m.a. að líta bolia, svefnpoka, kafFiketil, barnasnuð, veggplatta og vagninn prýddu svo nokkur eintök af danska fánanum. Hann reyndi siðan að sannfæra fréttaritara um að ekki þyrfti fleiri hluti en þá sem kæmust fyrir í barnavagni til þess að geta lifað góðu og einfoldu lífi. Hvort Charmetrolden er hans rétta nafii er óvíst en það merkir lukkutröll og þótti fréttaritara það vel við hæfi enda maðurinn með skemmtilegan glettnisglampa í augum. Á tvelmur jafnfljótum Á vetuma búa þessir flökku- menn oft í yfirgefnum kofum eða á jámbrautarstöðvum en þegar sumrar þá flakka þeir um og sofa gjama undir beru lofti. Ekki er al- gengt að þeir hirði úr ruslatunnum og Charmetrolden fullyrti að þeir stimduðu ekki betl. Að sjálfsögðu greiða þeir enga skatta og þar sem flestir þeirra hafa ekki kennitölu lifa þeir heldur ekki á „kerfinu". Nokkrum sinnum á ári halda þeir samkomur, yfirleitt annað- hvort á Sjálandi eða Jótlandi. Charmetrolden sagði að á mótun- um væri alltaf glatt á hjalla og oft- ar en einu sinni hefði komið fyrir að haldin væru brúðkaup þar inn- an hópsins. Margir vel lærðir menn, þ.á m. prestar, væm alltaf þeirra á meðal. Charmetrolden vildi ekki segja til um sína mennt- un frekar en um ástæður „far- mennskunnar" en fréttaritari renndi í grun að hugsanlega gæti verið um fiótta frá bamsmeðlögum að ræða. -eh | Nýhöfnin r ^ Feröamenn í Kaupmannahöfn heimsækja gjarna Nýhöfnina sem er þekkt fyrir litskrúöugt mannlíf og fallegt umhverfi. ■ Knútur Bruun opnar nýtt gistiheimili: Lúxus í fyrirrúmi Býrðu í Kaupmannahöfn? Ertu á leiðinni ??? www.islendingafelagid.dk m Falleg herbergl Herbergin eru hin glæsilegustu eins og sjá má af þessari mynd. DV, HVERAGERDI: Framkvæmd- kum við Frost og funa í ölfusi, fyrrverandi „Ax- elshús", sem Knútur Bruun festi kaup á ekki alls fyrir löngu, er nú lokið. Framkvæmdum utandyra mun ljúka fljótlega. Við opnunarat- Knútur Bruun Stórhuga í hótel- rekstri sínum. höfn þann 1. maí var gestum boðið að skoða húsakynnin. Greinilegt er að mikið hefur ver- ið lagt í innviði sem og annað og herbergin 6 em öll hin glæsilegustu. Auk gestaherbergjanna er fullkom- inn ráðstefnusalur sem rúmar 16 til 18 manns í sæti. Knútur sagði aö hér væri um að ræða lúxusgistingu með morgunverði en hægt væri að semja um kvöldverð fyrir ákveðna hópa. Næsta haust verður síðan væntanlega tilbúið um 80 fermetra Axelshús í nýju hlutverkí Gistiheimili Knúts Bruun, sem kallaö hefur veriö Axelshús, fær nýtt hlutverk og veröur lúxusgististaöur. baðhús, laug, heitur pottur, gufu- bað, auk þess sem gestum verður boðið upp á nudd. Nú þegar hafa nokkrir hópar orðið þessarar lúxus- gistingar aðnjótandi. Fyrir á Knút- ur Frost og funa i Hveragerði og samtals eru nú 12 tveggja manna herbergi til útleigu auk ráðstefnu- eða fundarsalarins i nýja Frosti og funa. -eh Sólstööuhátíð Feröamenn geta skoöaö Stone- henge í návígi í sumar. ið ferðamönnum mar forsögulegu minjar, Sto- nehenge á Suður-Englandi, verða opnar almenningi í fyrsta sinn i sextán ár. Sól- stöðuhátíð við Stonehenge er árviss við- burður en að þessu sinni gefst fólki kostur á að skoða steinana í návigi frá morgni 20. júní og verður ekki lokað aft- ur fyrr en sólarhring síðar. Öflug gæsla verður á staðnum og þess vandlega gætt að ferðamenn gangi vel um en talið er að Stonehenge hafi verið reist í fimm áfóngum á árabilinu 2700 til 1490 f. Kr. og upphaflega hafi steinamir þjónað hlutverki við helgiathafnir sem tengjast sólardýrkun. Sprengjugabb leiddi til fangavistar Flavio nolucur Mendoza, 35 ára San Franciscobúi, hefúr verið dæmdur til tíu mánaða fangavistar fyrir sprengju- gabb. Maðurinn mun hafa hringt ítrek- að til alþjóðaflugvallarins I San Francisco og óskað eftir því að brottfór flugvélar til Kóreu yrði seinkað um tíu minútur vegna þess að kærastan hans væri sein fyrir. Starfsmenn flugvallar- ins höfiiuðu beiðni mannsins og greip hann þá til þess óyndisúrræðis að hringja og tilkynna að sprengja væri um borð í fyrrgreindri flugvél. Flugvél- in var þá komin á loft en var tafarlaust snúið aftur - en að sjálfsögðu bar sprengjuleit engan árangur. Grunur fell strax á manninn og játaði hann umyrða- laust. Dómurinn þykir til marks um að gabb sem þetta er ekkert gamanmál. Hótelherbergi með sögu Starfsfólkið á hótelinu Regent Beverly Wilshire er víst orðið lang- þreytt á túristum sem biöja um gistingu í svítunni sem Julia Roberts og Richard Gere áttu samkvæmt bíómyndinni Pretty Woman að hafa gist í. Því miður er svítan í bíómyndinni bara plat. Þeir sem hafa áhuga á að eyða nótt á sögu- I rúminu John og Yoko vöktu heimsathygli þegar þau lögöust í rúmiö 1969 og böröust fyrir friöi eins og þeim var einum lagiö. frægum hótelherbergjum þurfa þó ekki að örvænta því nokkur slfk eru til. Eitt slíkra herbergja kvað vera vinsælt en það er á Ritz-Carlton-hótelinu í Penta- gon-City í Virginíu. Samkvæmt heimild- um mun Monica Lewinsky hafa eytt tiu erfiðum klukkustundum í herbergi 1012 þegar sérlegi saksóknarinn Kenneth Starr saumaði að henni vegna sam- bands hennar við Clinton forseta. Bíóá- hugafólk fær hugsanlega andann yfir sig á herbergi 136 á La Quinta Resort í Kalifomíu en þar mun Frank heitinn Capra hafa skrifað handrit að myndum á borð við Mr. Smith Goes to Was- hington og It Happened One Night og svo mætti áfram telja. Þá er ótalið eitt af frægari hótelher- bergjum sögunnar; nefiiilega svita núm- er 1742 á The Queen Elizabeth-hótelinu í Montreal í Kanada. Þar vöktu John heitinn Lennon og Yoko Ono heimsat- hygli þegar þau lögðust vikulangt í rúm- ið í þágu friðar árið 1969.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.