Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2000, Blaðsíða 4
V i kan 26. m a 1 t i I 1 . i ú n l
1i f ið
,E—E—X—X—B
Ifókus
Argentína steikhús
„Eg fór á Argentínu á afmælinu
mínu. Það var algjör klassamáltíð
og þjónustan alveg súper. Við
fengum okkur fjögurra rétta mál-
tíð og ákváðum að láta þjóninn
ráða þessu fyrir okkur, hafa þetta
svona surpræs. Réttirnir voru
hver öðrum ljúffengari, hvergi
veikur punktur."
Kolbrún Pálína Helgadótíir
föröunarfrœðingur
Árshátíð á Hótel Örk
„Ég fór á árshátíð Skjásl. Það
mjög kósí og huggulegt. Það var
mætt snemma og allir fóru í sund.
Síðan var matur-
inn og skemmtiat-
riði. Að þvi loknu
tók hljómsveitin
; Miðnes við og spil-
| aði við góðar und-
irtektir. En maður
kvöldsins var
Sjón. Hann tók
Lúftgítar, eitt af
fáum skiptum sem
hann gerir það. Allt I allt var þetta
mjög vel heppnuð árshátíð og ég
skemmti mér mjög vel.“
Dóra Takefusa,
sjónvarpskona á Skjá 1
Indiana Jones: The
Last Crusade
„Ég leigði mér spólu með
stráknum mínum. Við tókum Indi-
ana Jones: The Last Crusade. Al-
veg djöfulli góð. Við feðgarnir
skemmtum okkur hið besta yfir
þessu enda segir mamma hans að
við séum á svipuðu þroskastigi.
Myndin er dálítið ógeðsleg í lokin
þegar gaurinn bráðnar en við
hlógum bara að þessu. Ég bið
spenntur eftir næstu spólu sem
við horfum á saman.“
Ingvar Valgeirsson
tónlistarmaöur
Turbulance 2
„Ég leigði þessa spólu af því ég
hef svo gaman af flugvélamyndum.
Það er skemmst frá þvi að segja að
þessi er alveg hræöileg, svo hræði-
leg að það er
algjör snilld.
Tom Berenger
og Jennifer
Beals leika að-
alhlutverkin
og gerist
myndin um
borð í júmbó-
þotu sem er
rænt. Ég hló __
eins og vitleys-
ingur yfir þessu. Ég hvet fólk alveg
eindregið til að taka þessa ræmu.“
Hans Steinar Bjarnason
útvarpsmaöur
/
/
Á miðvikudaginn upplifir Nanna Kristín
Magnúsdóttir draum margra kvenna.
Hún klæðist skjannahvítum brúðarkjól
og undirbýr sig fyrir það að ganga takt
föstum skrefum inn kirkjugólfið við
brúðarmarsinn, Að vísu fer hún ekki
alveg svo langt í einleiknum Bannað að
blóta í brúðarkjól eftir Gerðí Kristnýju
Guðjónsdóttur sem er frumsýndur í
Kaffileikhúsinu kl, 20 á miðvikudaginn.
Brúðkaupsdagurinn á ab vera fullkominn og þegar gengur illa í hjónabandinu
eiga minningarnar um þennan dag að tendra aftur ástarbálið," segir brúðurin
Elsa í einleiknum Bannað að blðta í brúðarkjól.
Bannað að blóta í brúðarkjól er
fyrsta verk af sex í einleikjaröðinni í
öðrum heimi... sem KafFileikhúsið
sýnir nú á árinu. Frá miðvikudegin-
um munu einleikir verða frumsýndir
með jöfnu millibili út árið. í mars á
næsta ári er áætlað að hóa í alla leik-
arana úr einleikjunum og halda ein-
leikjahátið með þeim sem hafa þegar
verið frumsýndir og kannski fleir-
um.
Þriðji brúðarkjóllinn
Einleikurinn fjallar um Elsu sem er
að fara að gifta sig. Við fylgjumst með
henni í klukkutíma á sjáifan brúð-
kaupsdaginn, daginn sem umbreytir
hvaða konu sem er í drottningu. Elsa
er ósköp venjuleg stelpa sem hefur átt
sér drauma um menntun og módel-
störf. Allt svoleiðis er samt svo ótrú-
lega mikið vesen og fyrirhöfn miðað
við það að vinna fyrir kaupi og geta
keypt sér hluti eins og fót, ekki síst
skó. Þetta er einleikur um ástina á
þeim tímum sem hún á sér fá afdrep
nema helst á irkinu. Þessi ljúfsára
saga hentar öllum sem ætlar að gifta
sig eða kvænast eða er giftur eða
kvæntur, og þeir eru margir.
„Nei, ég er nú ekki að fara að gifta
mig sjálf alveg strax,“ segir leikkon-
an Nanna Kristín Magnúsdóttir sem
leikur brúði að hafa sig til á deginum
stóra í einleiknum. Þó segir hún að
það verði mikið um giftingar hjá vin-
um sínum og vandamönnum nú í
sumar. Hún segir það ekkert taka á
taugamar að leika í brúðarkjól, sér-
staklega þar sem þetta er í þriðja
skipti sem hún leikur í einum slík-
um, fyrst í Ivanov í Nemendaleikhús-
inu ‘98 og síðan í Kossinum í Bíóleik-
húsinu nú í vetur.
Hvaöa kjóll af þremur er flottastur?
„Ég get ekki gert upp á milli
þeirra. Mér þykir mjög vænt um þá
alla og sömuleiðis hlutverkin sem
fylgja þeim,“ segir Nanna Kristfn. Þó
hún stefni ekki hraðbyri upp að alt-
arinu getur hún ekki neitað því að
hafa hugsað til stóra dagsins.
„Ef ég væri að fara að gifta mig
myndi ég fara til Las Vegas til þess.
Þetta er hugmynd sem ég fékk fyrir
löngu síðan og líst enn vel á. Þó er ég
ekki enn þá búin að minnast á það
við Ólaf Darra, unnusta minn, enda
er þetta mál ekki búið að vera á döf-
inni. Ég er ekkert að flýta mér, enda
bara 26 ára.“
Leikstjórinn giftir sig
„Ég er búin að vera að æfa í 6 vik-
ur. Þetta er búið að ganga frekar ljúf-
lega þó svo að Elsa sé án efa viða-
mesta hlutverk sem ég hef leikið til
þessa," segir Nanna Kristín. í verk-
inu stendur hún ein á sviðinu í rúm-
lega klukkutíma og talar bókstaflega
út í eitt. „Ég er alls ekki stressuð, nú
er svo komið að ég get varla beðið
eftir frumsýningunni. Það verður
frábært að fylla loksins húsið af
fólki.“
Kaffileikhúsið er mjög þétt, tekur
rétt rúmlega hundrað manns í sæti
og stendur Nanna Kristín ekki á
sviði heldur beint fyrir framan áhorf-
endurna. „Ég hef aldrei áður haft
svona marga mótleikara en ég held
að það sé óhætt að kalla áhorfend-
uma það. Þeir eru alveg upp við
mig.“ Aðspurð segist hún þó ekki
stunda það að kreista svör upp úr
áhorfendunum. „Þetta er meira eins
og tal undir fjögur augu, ég er ekkert
að pína liðið.“
Bannað að blóta í brúðarkjól er
leikstýrt af Ingunni Ásdísardóttur.
Ingunn ætti að vera nokkuð heit í
þvi að leikstýra einleikjum þar sem
hún leikstýrði La Voix humaine í ís-
lensku Óperunni síðastliðið haust.
Ingunn var einnig aðstoðarleikstjóri
í Lucretia svívirt i Óperunni.
Einleikurinn er saminn af Gerði
Kristnýju Guðjónsdóttur, rithöfundi
og ritstjóra Mannlífs, og er hann
jafnframt fyrsta verk hennar fyrir
leiksvið. Leikmynd og búningar eru í
höndum Rannveigar Gylfadóttur,
bæði í þessu verki sem og öllum öðr-
um í einleikjaröð KafFileikhússins, í
öðrum heimi. Þá er gaman að geta
þess að Ingunn leikstjóri er sjálf að
fara að gifta sig 25. júní næstkom-
andi.
Aðdáendur Meg
Ryan kætast!
Stjörnubíó frumsýnir
nýjustu mynd
leikkonunnar,
Hanging Up, og
ætti hún ekki að
svíkja þá sem
halda upp á
hennar formúlu.
Auk Ryan leika
Diane Keaton,
Lisa Kudrow og
Walter Matthau.
Það er kannski ekki sanngjamt
að tala bara um Meg Ryan þegar
minnst er á Hanging Up þar sem
Diane Keaton leikstýrir henni
ásamt því að leika eitt aðalhlut-
verkið. En þar sem myndin er gerð
af þeim Ephron-systrum, Deliu og
Noru, sem eiga heiðurinn að When
Harry Met Sally, Sleepless In
Seattle og You’ve Got Mail, er ekki
skrítið að Hanging Up verði frekar
kennd við Meg Ryan en Diane
Keaton.
Tekið stórt upp í sig
Hanging Up fjallar um þrjár syst-
ur, Georgiu, Eve og Maddy (Diane
Ryan var bókuð í myndina áður en hún varð til. Keaton barðist í leikstjórastólinn og Kudrow sveif hugsunarlaust.
Keaton, Meg Ryan og Lisa Kudrow)
og samband þeirra við föður þeirra
(Walter Matthau). Georgia er elst,
algjör framapotari sem gefur út
kvennablað fyrir flnu frúrnar
(skýrt eftir henni sjálfri, Georgia).
Hún er þessi týpa sem myndi taka
ansi stórt upp í sig til að komast í
topp 50 á Forbes-valdalistanum.
Eve er pabbastelpan og lendir þess
vegna í því að svara endalausum
símtölum frá pabba gamla sem er
orðinn nokkuð einmana á efri
árum. Yngst er síðan Maddy, sápu-
óperuleikkona sem heldur að hún
sé búin að meika það en er hálfvon-
laus. öll samsk’ipti innan fjölskyld-
unnar hafa verið yfírborðskennd í
þónokkum tíma þar til pabbi gamli
lendir einn góðan veðurdag á spít-
ala. Þá þýðir ekkert fyrir Georgiu
og Maddy að láta Eve sitja uppi
með gamla karlinn þannig að þær
fara í allsherjarútkall til að sýna
honum ástúð. Allt er þetta voða
fyndið og sætt.
Nora Ephron skrifaði bókina
Hanging Up eftir samskiptum
þeirra systra við föður þeirra,
ásamt því að krydda söguna eilítið.
Bókin fékk mjög góða dóma á sín-
um tíma og seldist vel.
Þegar þær systur byrjuðu að
leita að leikkonum var Meg Ryan
auðvitað sjálfgefln í hlutverk Eve.
Þær römbuðu fljótt á Diane Keaton
í hlutverk elstu systurinnar og tók
hún strax ástfóstri við myndina.
Fljótlega var hún búin að sannfæra
þær um að leyfa sér að leikstýra
henni. Keaton hefur leikstýrt einni
mynd áður, Unstrung Heroes, sem
var sýnd á Cannes 1995. Systumar
tala mjög vel um hennar starf við
gerð myndarinnar en þær virðast
þó hafa slakað einum of á taumun-
um. Það vantar nefninlega Tom
Hanks í dæmið!