Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2000, Page 7
b í ó
Ifókus
Yikan 2 §. maí tiI t, iúní
1 í fíðe
j"—T X R y I^N N U,
Á morgun verður sýningin Garðhúsabær opnuð á Kjarvals-
stöðum. Þar gefur að líta teikningar og líkön af garðhúsum
eftir 17 af kunnustu arkitektum heimsins. Einnig voru 27 ellefu
ára krakkar úr Korpuskóla fengnir til að spreyta sig. Öllum að
óvörum fóru krakkarnir langt fram úr arkitektunum í pælingum.
Börnin skáka
reynsluboltunum
Hér gefur að líta
„hryllingshúsið" eftir
ungan Korpuskæling.
Það er sérhannað fyrir
masókista.
Yfirskrift sýningarinnar, Garð-
húsabærinn eða Kolonihaven, skír-
skotar til lítilla húsa sem margir
íslendingar reistu sér á sérstökum
ræktunarlöndum um miðbik 20.
aldar. Þar sem Kringlan stendur
nú var m.a. þyrping af garðblettum
og skýlum og myndaðist þar á
sumrin lítið samfélag garðhúsaeig-
enda. Þetta þekkist hjá öðrum þjóð-
um, þ. á m. hjá heimaþjóð guðmóð-
ur sýningarinnar, Kirsten Kiser,
sem setur sýninguna upp á Kjar-
valsstöðum.
Bandarísk stjarna
Kirsten opnaði sýninguna fyrst í
Kaupmannahöfn ‘96. Síðan hefur
hún einnig flakkað til Stokkhólms.
í bæði skiptin báru borgirnar
Menningarborgartitil Evrópu. Það
lá því beinast við að næsti við-
komustaður sýningarinnar yrði
Reykjavík í ár. Sautján arkitektar
sýna á Kjarvalsstöðum líkön af
garðhúsunum sínum og teikning-
ar. Margir þeirra eru vel þekktir í
arkitektaheiminum en þar ber
helst að nefna hinn bandaríska
Frank O. Gehry en stjama hans
hefur risið hátt upp á síðkastið.
Arkitektamir koma víðs vegar að,
flrá íslandi, Sviss, Sviþjóð, Finn-
landi, Japan, Þýskalandi, Bret-
landi, Spáni og Portúgal.
Fulltrúar íslands í Garðhúsabæ
era arkitektamir Hjördis Sigur-
gísladóttir og Dennis Jóhannesson.
Arkitektafélag íslands efndi til
samkeppni um íslenskt garðhús í
tilefni af komu sýningarinnar.
Hjördís og Dennis báru sigur úr
býtum og mun garðhús þeirra, Hús
árstiðanna, verða reist í fullri
stærð á Kjarvalsstöðum.
Masókistahúsið
Helsta nýmælið á sýningunni er
a r k i -
tektúr
yngstu
kynslóð-
arinnar
á íslandi
s e m
sannar-
1 e g a
kemur á
ó v a r t.
Þ a r
koma við sögu 27 nem-
endur í 5. og 6. bekk
Korpuskóla sem hafa
unnið með arkitektin-
um Ömu Mathiesen og
kennurunum Arndísi
Hilmarsdóttur og Jó-
hönnu Þ. Ingimarsdótt-
Hús árstíöanna eft-
ir Hjördísi Sigur-
gísladóttur og
Dennis Jóhannes-
son, sigurvegara
keppni Arkitektafé-
lags íslands.
ur að hugmynd um Garðhúsabæ.
Útfærsla nemendanna fór langt
fram úr villtustu hugmyndum
arkitekta almennt, bæði hvað varð-
ar efnisnotkun og hugmyndalegan
bakgrunn húsanna. Einn drengur
bjó til dæmis til hryllingshús fyrir
masókista, umkringt legsteinum,
annar gerði fótboltahús fyrir
erkisportista og þar fram eftir göt-
unum. Krakkamir vom ófeimnir
við að fara alla leið og notuðu
plaströr, sykurmola, leir, vir,
pappa og spegla til að koma hug-
myndunum i verk. Frumlegri og
óhamdari arkitektúr gefur varla að
líta en likönin verða öll til sýnis,
auk þess sem nemendur skýra hug-
myndina að baki húsunum á
myndbandi.
Verk bamanna eru til sýnis á
ganginum á Kjarvalsstöðum en
arkitektarnir sýna í Vestursal.
Sýningin verður opnuð á morgun
og stendur til 23. júlí.
Á opnuninni verða viðstaddir
arkitektarnir Karina Tengberg frá
Danmörku, Josef Paul Kleihues frá
Þýskalandi og Hakkinen &
Komonen frá Finnlandi. Að auki
mæta arkitektagagnrýnendurnir
Rebecka Tarschys frá Dagens Ny-
heter í Stokkhólmi og Nicolai Ouro-
ussoff frá Los Angeles Times auk
ljósmyndarans Jonathans Beckers
frá Vanity Fair. Að
Garðhúsabænum standa Reykjavík
menningarborg 2000, Listahátíð í
Reykjavik og Arkitektafélag íslands.
Bíóborgin
Three to Tango Matthew Perry er mættur
sem Chandler í arkitektagervi.
Sýnd kl.: 4, 6, 8, 10
Story of us ★ The Story of Us er misheppn-
uö kvikmynd þar sem við fylgjumst með
hjónabandserfiðleikum millistéttarfólks sem
þolir ekki hvað annað lengur. -HK
Sýnd kl.: 4
Any Given Sunday ★★
Any Given Sunday er
stillt upp sem nútíma-
hringleikum, með blóði,
svita og tárum á leik-
vellinum en baktjalda-
makki, brostnum von-
um oggjálífi utan vallar.
-ÁS
Sýnd kl.: 5.15, 8,
10.45
Man on the Moon ★★★ Milos Forman held-
ur þétt og örugglega utan um frásögnina og
virðist vera á góðri siglingu þessi. -ÁS
Sýnd kl.: 5.45, 8,10.10
Bíóhöllin
Three to Tango Sjá Bíóborgin.
Sýnd kl.: 4, 6, 8, 10
Brokedown Palace ★★ Myndin er brokk-
geng, hún er áhrifamikil þegar best lætur en
á stundum einnig fullyfirborðskennd. -HK
Sýnd kl.: 4, 6, 8, 10
Mission to Mars ★★ Miðað við að um geim-
óperu er að ræða fá góðir leikarar með þá
Gary Sinise og Tim Robbins í farabroddi
óvenju mikinn texta sem þeir fara vel með
þótt ekki sé hægt að segja að hann sé alltaf
gáfulegur. -HK
Sýnd kl.: 10.10
Stuart little ★★ Þótt Stúart litli sé ekki
teiknimynd gengur hún fyrir sömu lögmálum.
-BÆN
Sýnd kl.: 4, 6
Mystery, Alaska ★★ Það er í rauninni ekk-
ert í Mystery, Alaska, sem kemur á óvart. -HK
Sýnd kl.: 3.45, 5.55, 8
Deuce Bigelow ★★ Grínmyndir sem ganga
út það að henda gaman að öðrum kvikmynd-
um hafa fyrir margt löngu tapað sjarma sfn-
um. -BÆN
Sýnd kl.: 8, 10
Million Dollar Hotel Leikstýrt af Wim Wend-
ers.
Sýnd kl.: 3.40, 5.50, 8,10.15
Any Given Sunday ★★ Sjá Bíóborgin.
Sýnd kl.: 6,10
Háskólabíó
I Kina spiser de hunde
Klassamynd frá frænd-
um vorum Dönum.
Sýnd kl.: 6, 8,10
Angela's Ashes ★★★
Áhrifamikil kvikmynd. -
HK
Sýnd kl.: 5.20, 8
Ghost Dog: Way of the Samurai ★★★ Það
er Forest Whitaker sem leikur hundinn og ger-
ir það fantavel. -BÆN
Sýnd kl.: 5.30, 8, 10.30
Gladiator ★★★ Sagan
er fyrirsjáanleg og hand-
ritið oft á tíðum klisju-
kennt. -HK
Sýnd kl.: 5, 8,10.50
For Love of the Game ★
Ekki mun þessi lækna
mörg sár því myndin er
mislukkuð rómantísk
della. -HK
Sýnd kl.: 10.40
Being John Malkovitch ★★★★ Innblásin
mynd þar sem fmyndunaraflinu er gefinn al-
gerlega laus taumurinn. -ÁS
Sýnd kl.: 10.50
Microcosmos ★★★ Greinilegt er að mikill
metnaður hefur verið lagður f gerð þessarar
kvikmyndar. -HK
Sýnd kl.: 8
Englar alheimsins ★★★ Góö mynd. -HK
Sýnd kl.: 8
Kringlubfó
Three to Tango Sjá Bíborgin.
Sýnd kl.: 4, 6, 8, 10
Splendor ★★ Mynd í ætt við Threesome og
Chasing Amy. -BÆN
Sýnd kl.: 4, 6, 8, 10
Toy Story 2 ★★★ Þetta framhald fýrstu
Leikfangasögunnar er.-ÁS
Sýnd kl.: 4
The Limey ★★★ Svöl ræma. -AS
Sýnd kl.: 6, 8, 10
Laugarásbfó
Gladiator ★★★ Sjá
Háskólabfó. -HK
Sýnd kl.: 5, 8,10.15
Erin Brockovitch ★★
Hér er róið á frekar gamal-
kunnug mið. -ÁS
Sýnd kl.: 5.15, 8, 10.30
Final Destination ★★ Stundum er ekki ann-
að hægt en að brosa að vitleysunni. -HK
Sýnd kl.: 4, 6, 8,10
Regnboginn
Million Dollar Hotel Leikstýrt af Wim Wend-
ers.
Sýnd kl.: 5.45, 8, 10.20
Down to you ★ Down to You gerir ýmsar til-
raunir til að brjóta upp form gelgjumynda. -
BÆN
Holy Smoke ★★ Dæmisaga um leitina að
ástinni og hreinskilninni. -ÁS
Sýnd kl.: 5.30, 8, 10.20
Dogma ★★★ Dogma er saga sem hreyfir viö
áhorfandanum. -ÁS
Sýnd kl.: 5.30, 8, 10.30
Boys Don’t Cry ★★★ Þótt Boys Don’t Cry
sé ekki heimildarmynd sem slík er hún trú
efninu þó eflaust sé ýmislegt fært f stflinn. -
BÆN
Sýnd kl.: 5.30, 8,10.20
nýtt í bíó
101 Reykjavík er
rumsýnd í Sambíóunum
á miðvikudaginn.
Það eru
stjörnu
þessari
Þar sem litlar fréttir hafa borist úr
herbúðum 101 Reykjavík varðandi
frumsýninguna á hinu svokallaða
„auteur“-verki gulldrengsins
Baltasars Kormáks er eiginlega
voðalega lítið hægt að segja um mynd-
ina. Við vitum öll að Victoria Abril
leikur í henni ásamt Hilmi Snæ
Guðnasyni og landsliði kúlaranna.
Við vitum líka að Ingvar Þórðarson
framleiðir myndina ásamt Balta. En
þeir félagar hafa áður framleitt Flopp
i Reykjavík þó allt virðist benda til
þess að nú fái þeir uppreisn æru í bíó-
bransanum og meiki það jafnvel í út-
löndum.
Það sem Fókus lék forvitni á að
vita var hvort einhver hefur séð
myndina. Dauðaleit var gerð af sjá-
endum og fyrir tilviljun var Hallgrím-
ur Helgason, höfundur skáldsögunnar
101 Reykjavík, króaður af í húsasundi
og settar á hann þumalskrúfur.
Ertu búinn að sjá rœmuna hans
Balta?
„Jú, ég hef séð hana,“ svarar Hall-
grímur og virðist ekki ætla að segja
neitt meira.
Og hvað?
„Hún er mjög fm.“
Eins og þú bjóst við?
„Já, nokkum veginn. Svona eftir
að ég las handritið og heyrði hverjir
áttu að leika í henni. Þá vissi ég að
hún yrði alltöðruvísi en bókin.“
En erum við aó heyra setningarnar
þinar þarna?
„Já, já. Og sjá persónumar og fram-
vindu sögunnar."
Hvað meó stjörnur?
„Stjörnur. Viltu að ég fari að gefa
henni stjömur," segir Hallgrímur og
hlær. „Það em margar stjömur í
þessari mynd.“
En ertu ánœgður með hvernig Balti
gerói þetta?
„Já. Hann er búinn að gera mjög
góða bíómynd og ég get ekki verið
ánægðari."
Þú hefur aldrei verið eflns um aó
Balti og Ingvar myndu klára þetta?
„Nei, þessir strákar hafa alltaf gert
allt sem þeir ætla sér að gera,“ segir
Hallgrímur og þarf þá eiginlega að
fara.
Stjörnubíó
Hanging Up Mynd úr smiðju Ephron-systr-
anna.
Sýnd kl.: 6, 8, 10
Erin Brockovitch ★★ Sjá Regnboginn. Sýnd
kl.: 8,10.20
Stuart little ★★ Sjá Bíóhöllin.
Sýnd kl.: 6
Reykjavik: Austurstræti 3, Suðurlandsbr. 46,
Esso-stöðin Ártúnshöfða & Kringlunni.
Hafnarfjörður: Esso-stöðin, Lækjargötu 46,
Esso-stöðin, Reykjavíkurvegi 54.
Keflavik: Hafnargötu 32. Akureyri: Kaupvangsstr. 1.
«subuurv*
Ferskleiki er okkar bragð.