Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2000, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 17 DV Sport Þriðjungur búinn af íslandsmótinu í knattspyrnu Bestu markmenn 1. Atli Knútsson, Breiðabliki .........3,80 2. Gunnleifur Gunnleifs- son, Keflavík .......3,67 3. Birkir Kristinsson, iBV 3,33 4. Albert Sævarsson, Grindavík............3,33 5. Jens Martin Knudsen, Leiftri..............3,33 Bestu varnarmenn 1. Gunnlaugur Jónsson, ÍA...............4,40 2. Vladimir Sandulovic, Stjörnunni ......4,17 3. Vignir Helgason, Grindavik........4,00 4. Bjami Þorsteinsson, KR...............3,83 5. Þórhailur Dan Sandulovic, jóhannsson, Fylki . . 3,83 Stjömunni Viadimir Bestu miðjumenn 1. Sverrir Sverrisson, Fylki...............4,17 2. Paul McShane, Grindavik...........3,83 3. Zoran Ljubicic, Keflavik............3,80 4. Ingi Sigurðsson, ÍBV 3,67 5. Gylfi Einarsson, Fylki . 3,67 Bestu sóknarmenn 1. Sinisa Kekic, Grindavík ........3,75 2. Andri Sigþórsson, KR 3,6 3. Guðmundur Steinars- son, Keflavík......3,50 4. Sævar Þór Gíslason, Fylki ..............3,5 5.-6. Örlygur Helgason, Leiftri............3,40 5.-6. Veigar Páll Gunnarsson, Stjörnunni ...................3,40 Sinisa <ekic, jrindavík Coca-Cola bikar: Stórleikir í Reykjavík Það var dregið í gær í Coca- Cola bikarkeppni karla og kvenna og ljóst er að stórleikir umferðarinnar fara fram í Reykjavík og á Ólafsfirði en þrir leikir eru milli liða úr Landssimadeildinni. Tveir eru í Reykjavík, KR-Keflavík og Fram-Grindavík, og svo mætast Leiftur og ÍBV á Ólafsfirði. Öruggt er að eitt 1. deildarlið kemst áfram þvi Valur og Víkingur drógust saman. Drátturinn fór annars þannig: 16-liöa úrslit karla Mánudagur 3. jtill KR-völlur kl. 20..KR-Keflavík Þriðjudagur 4. júli Ólafsfjarðarvöllur kl. 20 Leiftur-ÍBV SfjömuvöUur kl. 20 ... Stjarnan-FH VíkingsvöUur kl. 20 Víkingur-Valur Miðvikudagur 5. júlí FylkisvöUur kl. 19 . FyUcir-KA AkranesvöUur kl. 20 .ÍA-Dalvík Laugardalsv. kl. 20 . .Fram-Grindavík SindravöUur kl. 20 . Sindri-Breiðablik Átta liöa úrslit kvenna Fimmtudagur 7. júlí Þór/KA eða KVA-Þróttur R. eða ÍBV (leikdagur gæti breyst) Stjarnan eða Selfoss-Valur KR-Grindavík eða RKV FH eða ÍA-Breiðablik Gunnlaugur Jónsson ÍA er besti ieikmaöur fyrstu sex umferöa Landssímadeildarinnar ef marka má einkunnagjöf DV-Sport. Gunnlaugur Jónsson, IA, besti leikmaður fyrsta hluta hjá DV-Sport I sinu besta leikformi - segir Gunnlaugur um leik sinn í Landssímadeildinni í sumar Varnarmaðurinn sterki úr ÍA, Gunnlaugur Jónsson, er sá leikmað- ur sem staðiö hefur sig hvað best í Landssímadeildinni þegar sex um- ferðum er lokið. Þessi niöurstaða liggur fyrir þegar einkunnagjöf DV er skoðuð. Gunnlaugur hefur leikið fimm leiki og er með meðal- einkunnina 4,40 sem er frábær meðaleinkunn en það sem er enn merkilegra er að Gunnlaugur hefur aldrei fengið lægri einkunn en fjóra. - Hvað flnnst Gunnlaugi sjálfum, er hann i betra formi en oft áður? „Jú, ég get ekki neitað því að ég er í ansi góðu formi og örugglega í mínu besta formi á mínum ferli. Það hefur gengið ágætlega hjá mér það sem af er og mér finnst ég vera búinn að vera þokkalega stöðúgur. Ég held að stöðugleikinn sé nokkurn veginn kominn og ég er sáttur með mína frammistöðu þó að á sama tima sé ég kannski ekki al- veg sáttur við árangur liðsins til þessa,“ sagði Gunnlaugur Jónsson í samtali við DV. - Hvað hefur brugðist í leik liðs- ins að þínu mati? „Við eru ekki að leika eins beitt- an sóknarleik og maður hafði von- ast eftir. Ég trúi því og vona að það fari að koma og það gerist í leiknum gegn Fram á flmmtudagskvöldið. Ég held að að vissu leyti hafi sóknar- leikurinn brugðist, mörkin eru ekki nema þrjú eftir sex leiki, svo ekki þarf glöggan mann til að sjá að hann hefur brugðist. Staða liðsins er ekki alslæm því við erum ekki nema þremur stigum á eftir topplið- inu en sex lið eru í einni hönk. Því má segja að stöðulega séö séum við í ágætismálum. Sóknin hlýtur að vera að hrökkva í gang og eigum við ekki að segja að það gerist i leiknum annað kvöld.“ Skagamenn sjá rautt - Nú hafið þið verið óheppnir i rauðu spjöldunum. Hefur það ekki haft sin áhrif? „Það er svo annað mál því rauðu spjöldin hafa fylgt markaleysinu og þetta virðist hafa farið í taugarnar á mönnum. Það var það sama uppi á teningnum i fyrra í byrjun móts en þá skoruðum við fá mörk en fengum á okkur jafnmörg rauð spjöld. Við verðum bara að vona aö úr þessu fækki rauðu spjöldunum og mörk- unum fjölgi í seinni hluta mótsins. Það er komið nóg af rauðum spjöld- um í ár og við búnir að fylla kvót- ann á þeim vettvangi." - Hvernig finnst þér deildin hafa verið fram að þessu? „Hún er í fyrsta lagi mun jafnari en hún hefur verið undanfarin ár. Það munur ekki nema þremur stig- um á sex liðum eftir sex umferðir. Ég get kannski ekki dæmt um það hvort deildin er betri eða verri en jafnari er hún. Fylkir og Grindavík virðast geta unnið hvaða andstæð- ing sem er. Skaginn, ÍBV og KR eru nokkurn veginn á sínum stað og Keflvíkingar eru einnig sterkir. Framarar hljóta að vera hvað svekktastir með sína frammistöðu til þessa. Við lékum í síðustu um- ferð gegn Stjömunni og Garðbæing- ar voru þá þrælsprækir sem segir okkur að deildin er jafnari en áður. Trúi og vona aö viö stönd- um uppi sem sigurvegarar Ég get vel trúað því að liðin haldi áfram að reyta stig hvert af öðru og vona því að mótið haldi áfram að verða spennandi alveg fram í síð- ustu umferö. Ég trúi því og vona að það verði við sem stöndum uppi sem sigurvegarar í mótinu," sagði Skagamaðurinn Gunnlaugur Jóns- son. -JKS Bestu leikmenn fyrsta hluta 1. Gunnlaugur Jónsson, ÍA .... 4,40 2. Vladimir Sandulovic, Stjörn. .4,17 3. Sverrir Sverrisson, Fylki . .. .4,17 4. Vignir Helgason, Grindavík . .4,00 5. Bjarni Þorsteinsson, KR......3,83 6. Paul McShane, Grindavík .. . .3,83 7. Þórhallur Dan Jóh., Fylki . . . .3,83 8. Zoran Ljubicic, Keflavík.....3,80 9. Atli Knútsson, Breiöabliki . . .3,80 10. Sinisa Kekic, Grindavík . . . .3,75 11. Gunnleifur Gunnleifs., Kefl. .3,67 12. Zoran Djuric, Grindavík . . . .3,67 13. Hlynur Stefánsson, tBV......3,67 14. Ingi Sigurðsson, ÍBV........3,67 15. Gylfi Einarsson, Fylki......3,67 16. Hlynur Birgisson, Leiftri. . . .3,60 17. Kjartan Antonsson, ÍBV . . . .3,60 18. Andri Sigþórsson, KR........3,60 19. Sturlaugur Haraldsson, ÍA . .3,50 20. Guömundur Steinars., Kefl. . .3,50 Oftast valdir menn leiksins: Vladimir Sandulovic, Stjörnunni . 3 Hlynur Birgisson, Leiftri............2 Zoran Ljubicic, Keflavík.............2 Sævar Þór Gíslason, Fylki ...........2 Þórhallur Dan Jóhannsson, Fylki . 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.