Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2000, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2000, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 Sport A i>v - Rúmenar skutu Englendingum ref fyrir rass Það voru sneypulegir Englending- ar sem gengu af velli í Charleroi í gærkvöldi eftir 2-3 ósigur gegn Rúmenum. Sigurinn er hinn fyrsti sem Rúmenar vinna í Evrópukeppn- inni. Tapið þýðir einfaldlega eitt, Englendingar eru á heimleið. Leikurinn byrjaði nokkuð fjör- lega en það voru Rúmenar sem létu fyrst til sín taka. Cristian Chivu kom þeim þá í 1-0 með góðu marki og vafalaust hefur farið mjög um Englendinga. Þeim var þó heldur létt þegar þeir jöfnuðu með marki frá Alan Shear- er úr vítaspyrnu á 41. mínútu og komust síðan yfir skömmu síöar með marki frá Michael Owen. Það var engu líkara en Englend- ingamir hefðu ákveðið i hálfleik að leiknum væri lokið og þeir fengu al- deilis að kenna á þvi að honum er ekki lokið fyrr en að dómarinn seg- ir að svo sé. Þá kárnaði gamaniö Rúmenar komu eins og grenjandi Ijón til síðari hálfleiks og strax eftir þrjár mínútur náðu þeir að jafna eftir að Nigel Martyn, markverði Englendinga, mistókst algjörlega að slá boltann frá. Jafntefli hefði nægt Englendingum og þeir því nokkuð sáttir á þessari stundu. Það var síðan á 89. mínútu að Rúmenar fengu vítaspymu eftir að Phil Neville felldi Viorel Moldovan innan teigs. Varamaðurinn Ioan Ganea skoraði úr vítaspymunni og sendi þar með enska heim á leið. Kevin Keegan var alveg eyðilagð- ur eftir leikinn. „Okkur var greini- lega ekki ætlað að fara lengra. Við gátum sjaldnast leikið eins vel og við getum á mótinu og það verður að telja gegn okkur. Ákveðnin var fyrir hendi. Við eyddum þremur leikjum í að eltast við boltann og hentum honum svo frá okkur þegar við fengum hann - vandamálið fólst i sendingunum. Nú er bara að fara heim og sleikja sárin og líta til næstu hindrunar sem þarf að yfir- stíga,“ sagði Keegan. Rústir einar Portúgalskt „varalið" sýndi Þjóð- verjum í tvo heimana og sigraði með þremur mörkum gegn engu, þar sem Sergio Conceicao skoraði öll mörkin. Fimir fætur Conceicao dönsuðu samba fram hjá þungfætt- um Þjóöverjum og fátt hægt að segja annað en að rústir einar hafi verið eftir. Árangur Þjóðverjanna er sá lakasti sem þeir hafa náð á stórmóti nokkru sinni og má segja að gagn- rýnisraddir þær sem heyrst hafa í kringum þýska liðið hafi haft eitt- hvað til sín máls. Aldurinn er að færast yíir liðið og sést það klárlega á því hversu margir leikmannanna eru yfir þrítugt og því að aðalmað- urinn í vöm liðsins er 39 ára gam- all. Erich Ribbeck, sem örugglega mun ekki stjóma liðinu framar, sagði eftir leikinn að ósigurinn hefði verið afskaplega sársaukafull- ur. Fyrirliðinn og markvörðurinn Oliver Kahn, sem kenna mætti um annað markið, sagðist skammast sín fyrir frammistöðuna: „Þetta var okkur leikmönnunum að kenna.“ Rúmenar náðu með sigrinum öðru sæti í riðlinum og mæta ítölum í 8-liöa úrslitum og Portúgalar etja kappi við tyrkneska landsliðið. -ÓK DV-Sport á árbakkanum þegar ýmsar ár voru opnaðar í gær: Flókadalsá Talsvert lifnaði yfir veið- inni í Norðurá í gær en þá fékk hollið sem var við veiðar í ánni 17 laxa fyrir hádegi. Og það sem meira var, veiðimenn sögðust hafa orðið varir við töluverðar göngur í ána og því má búast við líílegum fréttum úr Norðurá næstu daga. „Við erum mjög hress með opnunina i Flókadalsánni. Það veiddust 12 laxar og sá stærsti 10 pund,” sagði Ingvar Ingvarsson á Múlastöðum við Flókadalsá í Borg- arfirði í gærdag, en áin var opnuð fyrir veiðimönnum fyrir tveimur dögum og var opnunarhollið að hætta veiðum á hádegi í gær. „Það var hvasst og kalt fyrsta daginn sem við hófum veiðina og við höfum ekki séð mikið af fiski. En veðrið lagaðist og laxinum fjölgaði í ánni. Við fengum 12 laxa, alla á maðk, og það var sett í einn flsk á flugu, en hann slapp. Lax- inn er komin upp í Hjálmfossinn og þónokkuð er komið af fiski í ána, mikið af flski víða í hyljun- um. í morgun fengum við hjónin 5 laxa og einn af þessum 12 löxum daginn áður,” sagði Ingvar enn fremur. Tveir vænir úr Rangánum „Fyrsti laxinn kom á Rangárflúð- inni snemma í morgun og hann tók svarta franses,” sagði Þröstur Elliðason við Rangámar í gærdag, en Þröstur veiddi fyrsta laxinn á sumrinu í Ytri-Rangá og var í sjöunda himni yfir fengnum. „Óðinn Helgi Jónsson veiddi síðan lax á Klöppinni og hann tók fluguna snældu. Fiskuriim hjá Óðni var 14 pimd og þetta er i góðu lagi I byrjun. Við höfum orðið varir við fiska en þeir hafa ekki tekið enn. Ég frétti af einum laxi í Eystri- Stóra-Laxá í Hreppum opn- aði í gær og lofar byrjunin góðu. Veiðimenn á fjórða og efsta svæði árinnar fengu þrjá laxa. Hólmabreiða gaf tvo flugulaxa, 13 og 15 pund á Randalín og Stórkjöftu. Sá þriðji tók maðk í Klaufinni og vó 10 pund. Að sögn veiðimanna í Stóru Laxá var talsvert af laxi á fjórða svæði. Laxinn sem heldur uppi stofninum í ánni og sleppur við makalausa netaveiði í Ölfusá gengur jafnan mjög snemma og hratt upp í Laxá. Gunnar Bender og Stefán Kristjánsson Þeir félagarnir Hilmar Ragnarsson og Einar Kristinsson meö þrjá laxa sem þeir veiddu í Laxá á Ásum í gærmorgun. Áin hefur gefiö 18 laxa. Til hiiöar eru bræöurnir Jón og Þóröur Júlíussynir og Björn Þór Gunnarsson meö fyrsta laxinn úr Korpu sem veiddist seinni partinn í gærdag. DV-myndir G.Bender Gljúfurá var opnuð sl. mánudag og tveir laxar eru komnir á land, báðir 4 pund. Sogið hefur einnig ver- ið opnað en enn hefur ekki frést af veiddum fiski. Rangánni, svo þar er líka eitthvað að gerast,” sagði Þröstur í lokin. 18 laxar veiöst í Laxá á Ásum „Við fengum þessa laxa fyrir stundu síðan héma í Dulsunum og þeir fengust á maðk,” sögðu þeir fé- lagarnir Hilmar Ragnarsson og Einar Kristinsson er við hittum þá við Laxá á Ásum í gærdag en þá voru þeir að hætta veiðum. „Það hefur verið bjart og kalt svo fiskurinn gengur ekkert mikið enn. I Rafveitustrengnum er mikið af fiski neöst og sumir vænir. Áin hefur gefið 18 laxa,” sögðu þeir fé- lagamir enn fremur. Fyrsti laxinn veiddist i Korpu seinni partinn í gær og veiddi Jón Þór Júlíusson fiskinn í Fossinum á maökinn. En áin var opnuð eftir hádegi í gær. Veiði hófst í Andakílsá í Borgarfirði seinni partinn í gærdag og var ekki kominn lax síðast þegar við fréttum. Ekki er sömu sögu að segja frá Hítará. Þar opnaði kvenna- holl ána á kvennadaginn, 19. júní. Enginn lax kom á land. Veiðimenn sáu þrjá laxa og í gærmorgun tók sá fyrsti en hann hafði betur í viðureign sinni við veiðimanninn. Ekki er mikill lax genginn í Hítará. Straumfjarðará hefur verið opnuð og enn hefur ekki frést af veiddum laxi á þeim slóðum. - opnunarhollið fékk 12 laxa. Fyrstu laxar komnir úr Rangánum og Korpu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.