Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 Fréttir i>v Dökk mynd dregin upp af hundarækt á íslandi í erlendum „Sámi“: Veitti aldrei þetta viötal - segir formaður HRFÍ - ólga meöai hundaræktenda Greinin umdeilda í finnska Sámi / „viðtalinu" segir formaður HRFÍ að einhverju sinni hafi verið gerð þau mis- tök að velja karlmann sem formann. Það hafi ekki haft neitt gott í för með sér. „Umrædd grein er algjörlega úr lausu lofti gripin þar sem Paula H. Lehkonen átti aldrei viðtal við mig, hvorki persónulega né sem formann Hundaræktarfélagsins," segir Þór- hildur Bjartmarz, formaður HRFÍ, vegna greinar sem birtist nýverið í útbreiddu erlendu tímariti. Þar er sitthvað sagt, ýmist eftir Þórhildi eða ekki, sem teljast verður nei- kvætt um hundaræktun á íslandi svo og einangrunarstöðina í Hrísey. Einnig er fjallaö um hundaræktun hér á landi á breiðari grundvelli, svo og um land og þjóð. Þórhildur segir við DV að grein- arhöfundurinn Paula hafi komið hingað til lands í mars sl. i boði HRFÍ sem hundadómari, ekki sem blaðamaður. Paula hafi rætt við marga en aldrei tekið viðtal við hana. Þórhildur kveðst hafna því að hún hafi látið sér um munn fara þau ummæli sem eru eftir henni höfð í greininni. Viðtalið sem fer nú í lauslegri þýðingu sem eldur í sinu meðal hundafólks hér á landi birtist í finnsku blaði, eins konar „Sámi“ fé- lagsblaði hundeigenda þar í landi. Blaðið kemur út í mjög stóru upp- lagi. í greininni er m.a. haft eftir Þór- hildi að aðstæðunum í sóttkvínni í Hrísey sé mjög ábótavant. Þess vegna kalli hundafólk staðinn Alcatraz (eyja í San Francisco-flóa þar sem sakamönnum var haldið fongnum). Þá kemur fram að Hundaræktar- félagið hafi barist fyrir innflutningi sæðis, en án árangurs, þar sem illa gangi að auka skilning yfirvalda á málinu. í greininni er sagt að HRFÍ sé einungis stjómað af konum og svo hafi nær alltaf verið. Haft er eft- ir Þórhildi í þvi samhengi að einu sinni hafi þau mistök verið gerð í HRFÍ að velja karlmann sem for- mann. Það hafi ekki haft neitt gott í fór með sér, segir ÞórhUdur hlæj- andi. Þá er í sömu grein fjaUað um tU- tekinn vandamálaræktanda. Um sé að ræða mjög „stóran" ræktanda sem sé ekki meðlimur í félaginu. HRFÍ rannsaki nú ætterni hunda frá honum og hafi m.a. verið tekin DNA-sýni úr hvolpum. Að öðru leyti sé erfitt að stöðva framleiðsl- una. Hundar á íslandi séu dýrir, jafnvel borið saman við Finnland. Fjaðrafok hefur orðið meðal ís- lenskra hundaræktenda vegna greinarinnar. Þykir þeim sem dökk mynd sé dregin upp af hundarækt, flutningsmálum og hundasóttkví hér á landi, svo ekki sé minnst á „útskúfun karla úr ábyrgum emb- ættum, vegna dapurrar reynslu af þeim sem slíkum,“ eins og hunda- ræktandi orðaði það við DV. Þórhildur kvaðst hafa rætt við greinarhöfundinn Paulu símleiðis eftir birtingu greinarinnar. Hafi hún lýst undrun sinni yfir því að greinin skyldi vekja neikvæða at- hygli hér á landi. Það hefði alls ekki verið tilgangur skrifa hennar. -JSS Fegurri sveitir á íslandi á aldamótaárinu: Burt með brotajárn og áburðarpoka DV, STADARSVEIT:___________________ í takt við nýjar áherslur í um- hverfismálum og þá ímynd sem ís- lendinga hafa skapað sér hafa menn gert sér grein fyrir að ásýnd sveita- bæja skiptir máli fyrir markaðs- setningu landbúnaðarafurða. Við- horf eru að breytast, skilningur og vilji til að huga að umhverfinu hef- ur aukist, bæði í þéttbýli og dreif- býli. Félagslegur og fjárhagslegur stuðningur er forsenda þess að hægt sé að ráðast í stórt hreinsunarverk- efni. Það þarf samstillt átak til löngu tímabærrar hreinsunar í sveitum. Verkefnin eru svo sannarlega næg. Það þarf að mála hús, endur- reisa eða viðhalda gömlum mann- virkjum og rífa önnur. Þá þarf að fjarlægja girðingar, vélar og brota- jám, hreinsa fjörur, ár og vötn og safna rúlluplasti og áburðarpokum. Einnig þarf að merkja kennileiti; Staðfesta að heiðnum sið á Sólstöðublóti „Mér finnst þetta falleg íslensk trú og vildi frekar ganga til þessarar athafnar en láta ferma mig í kirkju," sagði Freyja Eilífsem gekk tll staðfestu að heiðnum sið hjá Jörmundi Inga allsherjargoöa á Þingvöllum á laugardag. Jörmundur sagði við athöfnina að þessi staöfesta væri hans kenning um það hvernig þetta hafi farið fram að heiðnum sið þó hann hafi ekki um það áreiðanlegar heimildir. DV-MYND GVA Draslaragangur í sveit Víða er pottur brotinn í umhverfis- málum til sveita þó stærstur hluti ís- lenskra bæja og sveita sé til fyrir- myndar. Gömul bílhræ og dekk eru enn of algeng sjón. göngustíga, heimreiðar og eyðibýli. Á þessum málum tekur nýtt um- hverfisverkefni á vegum landbúnað- aráðuneytisins, „Fegurri sveitir 2000“. Þetta er átaksverkefni um hreinsun á landi og fegrun mann- virkja með áherslu á sveitimar. Til- gangurinn er margþættur, t.a.m. sá að koma í veg fyrir mengun og minnka slysahættu auk þess að bæta ásýnd dreifbýlisins. Framtakið er þarft og hefur vantað fram að þessu. Ragnhildur Sigurðardóttir umhverfisfræðingur er verkefnis- stjóri og annast hún framkvæmda- stjóm og kynningu á verkefninu. Landbúnaðarráðherra skipaði í framkvæmdanefnd sl. haust sem hefur unnið að undirbúningi verk- efnisins. I mars var verkefnið kynnt sveitarfélögunum og 17 þeirra hafa þegar skráð þátttöku. 1 átakinu verður tekið mið af sérstöðu og þörfum hvers svæðis og enn er hægt að tilkynna þátttöku. Þátttakendur fá senda stutta skýrslu í lok sumars og viðurkenningar verða veittar fyr- ir vel vmnin störf. Verkefnið verður gert upp í október og ákvöröun tek- in um framhald þess. ________* Umsjón: Höröur Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.is Halldór forstjóri Samkvæmt áreið- anlegustu Sand- kornsheimildum verður tilkynnt næstu daga að Halldór Guð- mundsson, útgáfu- 1 stjóri Máls og menningar, verði forstjóri og höfuð- paur nýs, sameinaðs forlags sem verður til þegar Vaka-Helgafell og M&M renna saman. Þannig verð- ur Halldór sá maður sem flestir rithöfundar og blekberar landsins elska hvað mest og vilja síst styggja. Þetta er ekki ólík staða og Kristinn Andrésson, menn- ingarpáfi síðustu aldar, forseti vitsmunalifs vinstri manna, gegndi meðan hann lifði. Sagt er að það verði Halldóri kærkominn búhnykkur að fá að véla með út- gáfu á bókum Halldórs Laxness sem hefur verið hjá Vöku en Halldór er einn helsti núlifandi sérfræðingur í nafna sínum heitnum... Ekki hnerra Guðjón Már Guðjónsson í Oz var í blöðum á dögunum fyrir að eiga 15 milljóna Benz. Hann er enn fremur ný- búinn að láta gera upp híbýli sín í Þingholtun- um. Þeim innréttingum voru gerð ítarleg skil í Lesbók Morg- unblaðsins á dögunum og mikið dáðst að írönskum, sérsmíðuðum innréttingum. Það eina sem Les- bókin sagði ekki var að Guðjón á húsið og býr þar. Eitt helsta stolt hússins er tölvuvætt stjórnkerfi sem hækkar og lækkar tónlist, kveikir ljós og lagar kaffl ef hús- ráðendur gefa frá sér rétt hljóð. Það er eins gott fyrir gestina að hnerra ekki því þá lætur tölvan renna í baðið... Menningarritsljóri Talandi um Les- bók Morgunblaðsins þá verður Gísli Sig- urðsson, ritstjóri hennar, 70 ára 3. desember nk. og lætur af störfum um áramót. Vitað er að fyrrum menningarr itstj óri Morgunblaðs, Súsanna Svavars- dóttir, er að mestu leyti á lausu og þetta gæti skapað henni inn- komu á Mbl. á ný. Súsanna er annars að leggja siðustu hönd á ævisögu Alexöndru Kuregej fjöllistakonu frá Síberíu sem lengi hefur búið á íslandi... Hvar er ráðherra? Sólveig Þor- valdsdóttir, framkvæmda- stjóri Almanna- vama, er ekki sögð eiga sjö dag- ana sæla um þessar mundir. Fjandans apparatið virkar Ula og allir argast út í stúlkukindina og kenna henni um állt sem aflaga hefur farið. Það vekur hins vegar athygli glöggskyggns Sandkomslesanda að ráðherra þessara mála, Sól- veig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra segir ekki orð til vamar undirmanni sínum. Því munu einhverjir hafa velt því fyrir sér hvar margumrædd og þung ábyrgð ráðherra sé í svona máli... -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.