Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Qupperneq 9
9 FTMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 I>V Fréttir Samnorrænt átak til að endurskoða byggingarlist víkinga: Skökk mynd af nor- rænni byggingarsögu - segir Orri Vésteinsson fornleifafræöingur Samnorræn rannsókn Fornleifafræöingar frá íslandi og Danmörku stóöu fyrir uppgreftri í Þjórsárdalnum á dögunum og er hann fyrsta skrefiö í samnorrænni rannsókn sem ætlaö er aö lagfæra viðteknar hugmyndir um byggingarsögu Noröurtandanna. „Ætlun okkar er að varpa nýju ljósi á byggingarlist á Norðurlöndum vík- ingaaldar og til þess fáum við tæplega 7 milljóna króna árlegan styrk í þrjú ár úr Norræna hugvísindasjóðnum," segir Orri Vésteinsson, fomleifafræð- ingur hjá Fomleifastofnun Islands, um samnorrænt átak sem nú stendur yflr til að leiðrétta viðteknar hug- myndir um byggingarsögu Norður- landanna. „Flestar okkar hugmyndir um byggingarlist á Norðurlöndunum á víkingaöld byggjast á rannsókmun frá fjórða áratugnum sem fengust á ís- landi og Grænlandi og við höfum að- eins einn stað í Noregi sem gefur ein- hverja mynd af þarlendri byggingar- list á tímabilinu," segir Orri. Að sögn Orra hafa verið byggðar endurgerðh' víkingahúsa á þessum rannsóknum en nú em þær í raun- inni úreltar og ófullkomnar þrátt fyr- ir óumdeilanlegt mikilvægi þeirra. Hann segir rannsóknina marka tímamót, þar sem nú komi saman 7 fomleifafræðingar frá Danmörku og tveir frá íslandi sem áður hafi í raun verið að vinna hver í sínu homi. „Við munum bera saman hug- myndir okkar og þannig fæst mun betri heildarmynd af norrænni bygg- ingarlist," segir Orri. Nú er fyrsta skref samnorrænu rannsóknarinnar á lokastigi en það felst í uppmælingu fombæja í Þjórsár- dalnum og endurskoðun gagna frá eldri rannsóknum. „Það hafa verið gerðir uppgreftir hér á landi og annars staðar á Norður- löndum á síðustu árum sem passa ein- faldlega ekki við þá mynd sem menn gerðu sér af byggingarlist á víkinga- öld en ein skýringin gæti verið sú að ófuUkomin tækni við uppgröft i eldri rannsóknum hafi gefið skakka mynd,“ segir Orri. Að sögn Orra er ástæða þess að nú sé farið að efast um þær hugmyndir sem þóttu sjálfsagðar allt frá rann- sóknunum á 4. áratugnum fram á síð- ustu ár sú að nýlega hafi verið gerðir uppgreftir sem benda til öðmvísi þak- gerðar og annarrar efnisnotkunar, auk þess sem við greindum meiri fjöl- breytileika á miili svæða og tímabila. „Við teljum hugsanlegt að bygging- arhefðir hafi verið breytilegar á milli landshluta og að notkun torfs hafi tek- ið miklum stakkaskiptum árin og ára- tugina eftir landnám og það er vitað að á fyrstu árum landnáms hér á landi vora húsin öðravísi uppbyggð heldur en þegar líða tók á þjóðveldis- öldina," segir hann. Samkvæmt hugmyndum fornleifa- fræðinga vora hús í upphafi land- náms uppbyggð sem einn stór skáli en síðar skiptust þau upp í smærri bygg- ingar. „Við höfum hins vegar tekið eftir því við uppgröft á Hofsstöðum í Mý- vatnssveit að húsin þar voru hreinar timburbyggingar. Rannsóknir á Hjaltlandi og viðar hafa bent til að víkingahúsin kunna að hafa verið tvi- lyft og með mun þróaöri þakgerð en menn gerðu sér grein fyrir og margt bendir til að byggingartækni víkinga hafi verið vanmetin hingað til,“ segir Orri. Fyrsta áfanga samnorrænu rann- sóknarinnar lauk á dögunum og munu norrænu fornleifafræðingamir ákveða framhaldið í kjölfarið á grein- ingu gagnanna en fastlega er reiknað með uppgreftri í Þjórsárdalnum og jafhvel Færeyjum, á Hjaltlandseyjum eða í Noregi á næsta ári. „Hluta styrksins verður svo varið í uppgröft á skála á Hofsstöðum í Mý- vatnssveit í sumar og næsta sumar en hann er stærsti vikingaaldarskáli sem vitað er um á íslandi," segir Orri. -jtr Bráðabirgða- stofur víkja - fyrir nýrri kennslumiðstöö DV. AKRANESI: Fyrir nokkrum áram voru byggð- ar bráðabirgðakennslustofur við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi til að bæta úr skorti á kennslustofum en nú hillir í að þær hverfi. Þetta kom fram á síðasta fundi stjómar skólans. Næsti áfangi í uppbyggingu húsnæðismála FVA er svonefndur B-hluti kennslumið- stöðvar. í honum verða kennslustof- ur, bóka- og gagnasafn ásamt til- heyrandi vinnurými nemenda. Með þessu verða lagðar af kennslustofur í timburhúsum sem vora byggðar til bráðabirgða. í fyrri áfanga yröi safnahlutinn byggður 2001. Seinni áfangiim, kennslustofur, yrði byggður 2002-2003. Heildarkostnaður er áætl- aður 55 milljónir á árinu 2001. Sveit- arfélögin á Vesturlandi, sem eiga aðild að skólanum, munu taka end- anlega ákvörðum um þetta en já- kvætt svar hefur borist frá flestum þeirra. -DVÓ Hátíð hjá hestamönnum Landsmót hestamanna er á næsta leiti á Víöidalsvelli viö Reykjavík. Þar er nú búiö aö koma upp margvíslegri aöstööu til aö taka viö fjölda gesta. í síöustu viku var þar vígöur nýr skeiövöllur sem gefiö var nafniö Brekkuvöllur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri reiö viö þaö tækifæri einn hring um nýja völlinn í fylgd valinkunnra hestamanna. Engin Visa-debetkort: Efnið í kortin uppurið - viskiptavinum boðið Maestro-kort í staðinn Viðskiptavinir íslandsbanka hafa að undanfómu lent í því að fá ekki Visa-debetkort á þeim forsendum að plastið í Visa-kortin sé ekki til hjá Is- landsbanka. Viðskiptavinur Islands- banka í Hafnarfirði, Marteinn Sverr- isson, segir að sér hafi verið boðið að fá sér Maestro-debetkort í staðinn eða að eiga að öðrum kosti á hættu að verða án debetkorts um mánaðamót- in. „Það sem mér fmnst skrýtið í þessu er að þetta era tveir samkeppn- isaðilar og til þess að standa ekki uppi debetkortslaus um mánaðamótin neyddist ég til að þiggja kort frá hin- um aöilanum," sagði hann í samtali við DV. Sigurveig Jónsdóttir, upplýs- ingafulltrúi íslandsbanka og FBA, staðfestir að Visa-debetkortabirgðim- ar séu uppurnar hjá íslandsbanka og segir ástæðuna þá að verið sé að koma með á markaðinn nýja tegund korta sem inniheldur örgjörva og að ekki hafi verið pöntuð önnur sending af venjulegum debetkortum fyrr en ljóst var að innleiðing örgjörvakort- anna myndi tefjast. Hún segist eiga von á að kortin komi í næstu viku, hugsanlega enn fyrr. „Þetta er spurn- ing um nokkra daga og þeir sem era með kort sem renna út við þessi mán- aðamót og sem ekki geta beðið þurfa að fá Maestro-kort til bráðabirgða." Hún segir jafnframt að flestum við- skiptavinum bankans standi á sama um hvort þeir séu með Visa- eða Ma- estro-debetkort, þar sem kortið gegni fyrst og fremst því hlutverki að veita fólki aðgang að reikningnum sínum, og enginn munur sé á þjónustunni hvora tegundina sem um sé að ræða. Andri Valur Hrólfsson, markaðsstjóri hjá Visa-ísland, segir að einungis sé um að ræða tímabundna óheppni en segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að þetta komi niður á viðskiptum hjá Visa-ísland. -hds 9láfdBESE3QESI ARGEIMTÍNU Sælkerasosun hata slegiö í gegn! ARGENTÍNU GRÆNPIPAR SÓSA ARGENTlNU GRÁÐA0ST SÓSA ARGENTlNU SINNEPS & GRASLAUKS SÓSA ARGENTtNU HVÍTLAUKS SÓSA ARGENTlNU BEIK0N KARTÖFLUSÓSA ARGENTÍNU KRYDDOLÍA FYRIR GLÓÐARSTEIKINGU A KJÖTI, FISKI & GRÆNMETI ARGENTÍNU Sælkerasósur fást AÐEINS í NÓATÚNI rtannnnnni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.