Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Síða 15
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000
r>v
15
Hagsýni
Bakpokar fyrir konur
Hægt er að fá bakpoka sem eru
sérstaklega hannaðir fyrir konur.
Munurinn á þessum pokum og
venjulegum bakpokum felst í því að
bakið á þeim er styttra og burðaról-
arnar eru sveigðar fram hjá brjóst-
unum. Bakpokarnir
ættu þvi að
vera tölu-
vert þægi-
legri í
burði en
hefð-
bundn-
ir pok-
ar sem
yfirleitt
eru
hannað-
ir af
karl-
mönn-
um fyrir
karlmenn.
Konur
sem ætla að
fara að endur-
nýja bakpokann
sinn ættu að hafa þennan mögu-
leika í huga.
Fyrir konur á ferð og flugi
Mörgum konum flnnst óþægilegt
að fara úr siðmenningunni vegna
þess að ekki er hægt að komast á
salerni. Það vandamál ætti nú að
vera úr sögunni.
Á markað er kominn búnaður
sem gerir konum kleift að pissa
standandi. Búnaðurinn er til í
nokkrum útgáfum, sérstök útgáfa
fyrir íþróttakonur og búnaður sem
lítið fer fyrir, ætlaður ferðakonum.
Hann er einfaldur í notkun og leið-
beiningar fylgja. Hægt er að kaupa
þennan búnað gegnum Netið.
Góða ferð!
óneitanlega þægilegt að geta ákveð-
ið fyrirvaralaust að drífa sig í úti-
legu og þurfa bara að drifa börnin
og pollagallann út í bíl og koma svo
við í stórmarkaði á leiðinni út úr
bænum.
Akstur með fellihýsi
Rétt er að minna á að ekki er
vandalaust að keyra um landið með
tengivagn. MikOvægt er að aka var-
lega og í samræmi við stærð og
þyngd vagnsins. Einnig þarf að
passa að vagninn sé aldrei hærri en
bíllinn sem dregur hann. Ökumaður
þarf að vita vel hvaða öryggisbúnað-
ur er á þeim vagni sem hann dreg-
ur, hvort sem það er hans eigin eða
leiguvagn, og óhætt er að mæla með
að menn æfi sig svolítið á fáfomum
stað áður en haldið er út á þjóðveg-
inn með vagn I eftirdragi I fyrsta
sinn. Loks ber að geta þess að allir
sem aka með tengivagna eiga að
vera með spegla á armi þannig að
þeir sjái aftur fyrir sig. -ss
Uti i natturunm
Hér hefur fjölskyldan komiö sér fyrir á fríösælum staö.
tjaldvagni
350.000-550.000 kr. Við þennan
kostnað bætist svo eldunarbúnaður,
borð og stólar, hitari og svo mætti
áfram telja. Einnig er algengt að
fólk kaupi fortjald sem kostar frá
70.000 kr. Þannig má gera ráð fyrir
að bæta megi um 150.000 ofan á verð
tjaldvagnsins.
Fellihýsin kosta frá tæplega
600.000 upp í vel yfir 1.400.000 kr.
Þegar fellihýsi er keypt fylgja borð
og bekkir, eldunarbúnaður og kæli-
box en að sjálfsögðu má einnig þar
bæta við miklum aukabúnaði. T.d.
er algengt að keypt séu fortjöld við
fellihýsin. Þeir sem kaupa fellihýsi
eða tjaldvagn þurfa að huga vel að
því hvað er innifalið í verði vagns-
ins, ekki síst þegar kemur að örygg-
isbúnaði.
Þegar tjaldvagn eða fellihýsi er
keypt þarf að greiða skráningar-
gjöld og einnig þarf að hugsa fyrir
geymslu á vögnunum yfir vetrar-
tímann. Margir aðilar bjóða
geymslu fyrir vagna á vetuma og er
algengt verð á bilinu 8.000-15.000
fyrir vetur-
inn.
Á siðustu árum hefur fellihýsa-
og tjaldvagnaeign landsmanna stór-
aukist, sumir líkja jafnvel feUi-
hýsafaraldrinum við fótanuddtækin
sem streymdu inn á heimili lands-
manna um árið. Sprengingin á sér
aðallega stað í fellihýsum. Sala
tjaldvagna er, og hefur verið, nokk-
uð jöfn og þétt en sala fellihýsa hef-
ur stóraukist á síðustu árum.
Þægilegur ferðamáti
Vissulega eru fellihýsi og tjald-
vagnar afar þægilegir í okkar svölu
veðráttu. Hægt er aö fara með fjöl-
skylduna i útilegu með þennan út-
búnað í hvaða veðri sem er yfir
sumarmánuðina og víst er að sá
timi árs sem fjölskyldan kemst í úti-
legu lengist til muna ef fellihýsi eða
tjaldvagn er til taks. Sum fellihýsi
em meira að segja gefin upp sem
heilsárshýsi.
Að kaupa fellihýsi eða
tjaldvagn
Allt kostar
þetta peninga
og að mörgu
er að hyggja
ef menn
ætla að
festa kaup
á fellihýsi
eða tjald-
vagni.
Tjald-
vagnar
kosta
yfirleitt
á bilinu
Þegar geyma þarf tjaldvagn eða
fellihýsi þarf fyrst og fremst að
huga að því að það sé á þurrum
stað.
Að leigja fellihýsi eða
tjaldvagn
Hægt er að leigja bæði tjaldvagna
og fellihýsi. Algengast er að leiga á
tjaldvagni sé 20.000 kr. vikan en
leiga á fellihýsum 30.000-35.000 kr.
eftir stærð og er þá allt innifalið,
þ.e. fjölskyldan þarf aðeins að taka
með sér sængurfot og mat. Yfir há-
annatímann er yfirleitt aðeins hægt
að leigja vagna heila viku en upp úr
miðjum ágúst bjóða leigumar sólar-
hrings- og helgarleigur og verðið
lækkar þá yfirleitt. Mikil eftirspum
er eftir þessum vögnum og viða er
allt upppantað fram í ágúst eða bara
örfáar lausar smugur. Rétt er að
benda á að mörg stéttarfélög hafa
bætt fellihýsum við sumarbú-
staðaleigu sína.
Hvernig á að nota vagninn?
Það er mikil fjárfesting fyrir fjöl-
skyldu að kaupa tjaldvagn eða felli-
hýsi. Því þarf að huga vel að því
hvemig fólk ætlar að nota vagn-
inn. Þeir sem fara í eina eða
tvær útilegur á ári ættu hik-
laust að huga vel að þeim
möguleika að leigja tjaldvagn
eða fellihýsi áður en farið er
út í þá fjárfestingu að kaupa.
Gallinn við að leigja er hins
vegar sá að ákveða þarf
ferðatímann með góðum
fyrirvara og svo getur
auðvitað lagst i rign-
ingu um allt land vik-
una sem fellihýsið
er leigt.
Fjölskyldan sem
fer helst í útilegu
um hverja helgi
yfir sumartimann ætti
frekar að huga að því að kaupa
sér tjaldvagn eða fellihýsi. Það er
Bláberjasúrmjólk frá MS
Ný bragðbætt súrmjólk, MS-blá-
berjasúr-
mjólk, er
komin á
markað-
inn. Hún
bætist
við
bragð-
bætta
súrmjólk
sem fyrir
er á
markaðn-
um frá í
fyrra, MS-jarðarberjasúrmjólk og
MS-karamellusúrmjólk. Súrmjólk-
ina má borða bæði eina sér og með
morgunkorni.
Hjólaö við vinnuna
í Danmörku er nýtt skrifstofuhús-
gagn, hjólaskrifborð, komið á mark-
að. Þetta er venjulegt skrifborð sem
má hækka og lækka en við það er
festur nokkurs konar armur með
reiðhjólasöðli og pedölum. Hug-
myndin er sú að menn geti iðkað
hreyfingu við skrifstofustörf. Arm-
urinn er á hjörum þannig að færa
má hann undir borðið og sitja við
það á venjulegum skrifborðsstól ef
menn kjósa að hjóla ekki allan dag-
inn í vinnunni.
Tjaldvagnar og fellihýsi henta vel íslenskri veðráttu:
Sumarheimili í
<• p» •
tn kl. 21.00
á fimmhidégum!
KyiKci(csj\
Þ fl R HH Á'HIHRIBB IIEI
UPPLÝSINCASÍMI 588 7788 SKRIFSTOFUSÍMI 568 9200