Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Blaðsíða 16
16
______________FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000
Skoðun x>V
Ætlarðu á Kristnihátíðina?
Arnar Ingi Gunnarsson nemi:
Nei, ég held ég hafi ekki tíma til
þess, ég verö aö vinna.
Gunnar Sigtryggsson bóndi:
Nei, ég kemst ekki vegna vinnu.
Guðjón Guömundsson nemi:
Nei, úrslitaleikur EM gengur fyrir.
Birkir Helgason nemi:
Nei, ég fíla hana ekki.
Atli Már Rögnvaldsson húsfaðir:
Nei, ég er aö fara í brúökaup
hjá pabba mínum.
Þór Ragnarsson framkvæmdastj.
(Úlfar Darri):
Nei, ég held aö þaö verði alltof
margt, ekki af hræöslu
viö skjálftann.
Lög eða
Konráö Friðfinnsson
skrifar:
Enginn mótmælir því að nauðsyn-
legt sé að setja mönnum lög. TO þess
höfum við háttvirt Alþingi, alþingis-
menn og ráðherra. I landinu eru lika
í gildi margháttuð lög - en einnig
ólög - sem þörf er á að bæta úr hið
bráðasta.
Maður sem lendir í þeirri ógæfu
að missa húseign sína ofan af sér á
uppboð, vegna vangreiddra reikn-
inga, getur lent í þeim hremmingum
að missa ekki einungis húsnæði sitt,
jafnvel bíl líka, heldur að glata af-
ganginum, þegar búið er að gera upp
dæmið við skuldunautana. Mann-
eskja sem skuldar, segjum fjórar
milljónir, á íbúð sem fasteignasalar
meta á sjö milljónir, en lendir á upp-
boði og selst fyrir fjórar milljónir á
nóg fyrir skuldunum. Gott mál svo
langt sem það nær.
En fyrri eigandi fær ekkert í sinn
vasa, þótt eignin hafi dekkað skuldir
Erla
skrifar:
Þegar maður missir heilsuna og
hverfur af vinnumarkaði byrjar oft
þrautaganga. Þá er að leita uppi
hvar maður á rétt á lífeyri; nokkrar
krónur hér og nokkrar krónur þar.
Upplýsingar liggja ekki á lausu. Og
þegar heilsan er ekki til staðar er
takmörkuð orka til að ganga, nánast
með betlistaf í hendi, en sú tilflnn-
ing ræöur ríkjum, t.d. hjá fólki í
minni stöðu. - Og samt tel ég að ég
hafi lagt mitt af mörkum í sam-
neysluna.
Svo víkur sögunni til maka þess
sem missir heilsuna. Fyrsta hugsun
íslendings er að bæta við sig vinnu.
En hvað skeður? Skerðing á lífeyri
hins sjúka fer þannig fram að þegar
Á opinberu uppboði.
- Ýmsar ástæöur geta legiö aö baki.
lögleysa
„Fólk getur lent í því að
missa eign sína á uppboð
en fá ékki afganginn til sín.
Og er það kemst til heilsu á
nýjan leik stendur það uppi
með tvær hendur tómar
og þarf að byrja allt
upp á nýtt. “
hans og gott betur. Selji síðan nýi
eigandinn eignina strax og kaupin
hafa verið gerð hefur hann grætt á
henni þrjár milljónir. Þama sýnist
mér við séum að tala um þjófnað
sem styðst við íslensk lög. Lög sem
vemda fjármagnið en sniðganga
þarfir fólksins. Hvað eru menn eigin-
lega að reyna að fyrirbyggja með
svona vinnubrögðum?
Ýmsar ástæður geta legið tO
grundvaOar því að fólk greiði ekki
Hvers vegna er ekki hœgt
að greiða skatt af vinnu
okkar eins og annarra
og halda áfram ef
í nauðir rekur?“
sameiginlegar tekjur hjóna á árs-
grundveOi ná 564.000 krónum byrjar
tekjutrygging að skerðast um 45%.
Þegar tekjumar ná 1.393.000 krón-
um fellur tekjutrygging niður -
mun vera 31.095 krónur.
Við getum hugsað okkur hvað
maki á lægstu launum þarf að vinna
tO að fá sömu upphæð í vasann. Það
er því erfitt að bæta stöðuna. Lífeyr-
issjóður sem við hjónin erum búin
að greiða í áratugum saman er tví-
í gangi?
sína reikninga og komist á vanskOa-
skrá. Það veikist, lendir í slysum,
verður atvinnulaust, lendir í óreglu
eða öðrum bágindum sem gera þvi
ókleift að standa skO á sínu. Aðrir
veikjast andlega sem svo dregur úr
þeim aOan mátt með þeim afleiðing-
um að þeir verða ófærir um að koma
neinu í verk eða leita hjálpar við sín-
um andlegu veikindum.
Þetta fólk getur lent í því að missa
eign sína á uppboð en fá ekki afgang-
inn tO sin. Og er það kemst tO heOsu
á nýjan leik stendur það uppi með
tvær hendur tómar og þarf að byrja
aOt upp á nýtt. Er sanngirni í þessu?
Svar mitt er nei.
Við hljótum að fara fram á það
við löggjafann að hann skoði málið
og leiðrétti svona ranglæti strax og
þing kemur saman. Einnig væri
fróðlegt að heyra rökin sem sett
voru fram þegar þessi ólög voru
samþykkt á sínum tíma. Hvaða
hugsun lá að balci.
skattaður og virkar líka tO lækkun-
ar á lífeyri. Sé heOsan skárri eina
stundina en aðra kemur upp hugs-
unin; Gæti ég ekki unnið smávegis
tO að drýgja tekjunar?
En ef ég dett nú aftur? Þá er ég
komin á byrjunarreit, búin að fyrir-
gera rétti mínum tO lífeyris og þarf
að byrja upp á nýtt; biða eftir niður-
stöðum Tryggingastofnunar og Líf-
eyrissjóðs. Á að svelta á meðan?
Vinna svart? Sjúkradagpeningar?
Jú, en ekki er hægt að draga fram
lífið á þeim.
Hvers vegna er ekki hægt að
greiða skatt af vinnu okkar eins og
annarra og halda áfram ef í nauðir
rekur? - Hvers vegna þufum við að
ganga í gegnum svona niðurlæg-
ingu?
Ósanngjarnir Sleipnismenn?
- Bráðabirgðalög verði sett.
Bráðabirgðalög
á Sleipnismenn
Jóhann Kristinsson skrifar:
Nú liggur fyrir að bifreiðastjórafé-
lagið Sleipnir hefur hafnað beiðni um
undanþágu vegna aksturs á kristni-
tökuhátíðina á ÞingvöOum dagana 1.
tO 2. júlí nk. Ég og fjölskylda mín höfð-
um hugsað okkur að fara á hátíðina
báða dagana með hópferðabOum, eins
og boðið er upp á í áædun kristnihátíð-
arnefndar. Því miður virðist sem við
komumst ekki tO ÞingvaOa næstu
helgi sökum þvergirðingsháttar og
ósanngimi Sleipnismanna. Ég tala fyr-
ir munn margra íslendinga þegar ég
skora á ríkisstjórn Islands að setja
bráðabirgðalög sem binda enda á verk-
faO Sleipnismanna fyrir næstu heigi.
Gerir ekkert
Sverrir hringdi:
Nú æOar svokaOað útvarpsráð víst
að sanna sig með þvi að vnma að úr-
bótum hjá Ríkisútvarpinu (þar sem
engar reglur voru þá tO eftir aOt talið
um útvarpið sem öryggistæki) og setja
reglur um hvemig bregðast eigi við í
náttúruhamfórum hér á landi. Sér eru
nú hverjar úrbæturnar! Dettur ein-
hveijum i hug að þótt einn fuOtrúi út-
varpsráðs frá Samfylkhigunni heimti
fund með ráðinu, þá verði settar reglur
sem dugi landslýð í jarðskjálftum?
Geta ráðamenn ekki séð að hér er um
sýndarveruleika að ræða hjá RÚV að
því varðar öryggistæki? ÆOar rflús-
stjórnin að standa áfram að þvingun-
um af háifu eyðslubáknsins RÚV með
skylduáskrift langt fram á nýja öld?
Áskorun til
athafnamanna
Helgi Gunnarsson skrifar:
Nú er farið að bera á
því að málsmetandi ís-
lendingar, menn sem
standa upp úr fjárhags-
lega, séu að gefa í sjóði
t.d. 01 menntunarmála
og heflbrigðismála. Hafa
fréttir greint frá þessu,
einkum síðustu vikrn-.
Jafnvel menn búseOir
erlendis em þama að
verki. Mér finnst þetta
vera breyting frá því
sem áður var. Enn era
þó margir sem maður
hefði gjaman vfljað sjá í þessum hópi,
ekki síst hinir nýríku sem hafa safnað
mifljörðum króna í hlutabréfa- eða verð-
bréfaviðskiptum. Menn benda t.d. á
mann eins og Þorstein VOhelmsson,
mifljarðamanninn úr Samheija, og segja
að hann hefði áO að sýna lit í þessa
vera. Ég er sammála en bendi líka á
menn eins og þá í Bónusi og Kaupási
sem hljóta að eiga talsvert aflögu.
Græöir samt
Dagfari
Áfallahjálp í stjórnstöðinni
Hvers vegna þessa niðurlægingu?
Þorsteinn
Vilhelmsson
milljaröa-
mæringur.
- Og fleiri
ættu aö
sýna lit....
Suðurlandsskjálftamir tveir sem riðu yfir á dög-
unum eru mönnum enn ofarlega í huga og ekki
síst þeim sem bjuggu næst upptökunum. Enn búa
nokkrir í tjaldi þótt sumarveðriö síðustu daga
bjóði trauðla upp á sælustundir þar - í rigningu
og roki. Það hlýtur að vera meginverkefni yfir-
valda að aðstoða þetta fólk, koma því í húsaskjól
og veita því þá áfaOahjálp sem það þarfnast.
En það þurfa fleiri áfaOahjálp en þeir sem lentu
í nauðum næst skjálftaupptökunum. Það er nefni-
lega að koma betur og betur í ljós að það apparat
sem fyrst átti að bregðast við í náttúruhamförun-
um, sjálfar Almannavamir ríkisins, voru úti á
þekju eftir að ósköpin dundu yfir.
Suðurlandsskjálfta hefur verið beðið árum sam-
an enda þekkt af sögunni að slíkar hamfarir nátt-
úrannar verða með reglulegu miOibiO. Þetta vissu
íbúar Suðurlands og Almannavamir ríkisins ekki
síst. Þess vegna hafa verið skrifaðar skýrslur um
viðbrögð og haldnar æfmgar. AOt áOi að vera búið
undir hið óumflýjanlega. Neyðarstöð var meira að
segja tflbúin í Laugalandi með aðstöðu fyrir fóm-
arlömb og fjarskiptabúnað.
Æfingar tókust vel. Farið var á afla bæi og hug-
aö að fólki og tók það aðeins tvo tíma eftir hinn
meinta skjálfta æfingarinnar.
En það er ekki sama æflng og raunveruleikinn.
Almannavamir virðast hafa miðað
undirbúning sinn fyrir stórskjálfta
við skrifstofutíma. Þœr vom því
alls ekki undir það búnar að jörð
skylfi á hátíðisdegi, utan venjulegs
skrifstofutíma.
Þegar fyrri Suðurlandsskjálftinn reið yfir, á sjálfan
þjóöhátíðardaginn, var æfingin gleymd sem og
neyðarmiðstöðin. Bylgjan stóð sig betur en ROdsút-
varpið í því að koma upplýsingum tO almennings
en Ríkissjónvarpið hélt einbeitt áfram að lýsa fót-
bolta í útlöndum. Almannavamir voru ekki á
vakt og fræðingar áttuðu sig ekki á því að um
Suðurlandsskjálfta var að ræða fyrr en þeir fengu
upplýsingar um styrk skjálftans frá Ameríku.
FVrstu klukkutímana eftir atburðinn töldu þeir
hann svona rétt í rífu meðaflagi.
Almannavamir virðast hafa miðað undirbún-
ing sinn fyrir stórskjálfta við skrifstofutima. Því
voru þær afls ekki búnar undir það aö jörð skyOI
á hátíðisdegi, utan venjulegs vinnutíma. Það þyk-
ir heppflegra að slík ósköp gerist mflli klukkan 9
og 5 á virkum dögum. Þá, og aðeins þá, era líkur
á því að æfð viðbrögð gangi eftir.
Tímasetningar náttúrannar nú, annars vegar
um miðjan þjóðhátíðardag og hins vegar að nætur-
lagi, eru óheppOegar og komu Almannavörunum
rflcisins í opna skjöldu. Kerfið var afls ekki viðbúið
ósköpunum fyrr en klukkan níu næsta morgun.
Því fór sem fór. Þetta vita stjómendur stofnunar-
innar nú og taka að vonum ekki á heflum sér.
ÁfaO þeirra var því mikið. Vonbrigðin og ráðleysið
er hins vegar vont að byrgja inni. Á því máli verð-
ur að taka með aðstoð sérfræðinga.
ÁfaOahjálpin er því veitt þar sem þörfin er mest
- í stjómstöð Almannavama. _ p .
Sigurjón skrifar:
Ég get engan veginn vorkennt aðfl-
unum sem standa í ferðaþjónustunni
hér á landi. Þrátt fyrir verkfafl óprútt-
inna bflstjóra sem þeir vissulega eru -
eins og margir í feröaþjónustugeiran-
um - þá græða flestir sem nálægt
ferðaþjónustunni koma og mest þeir
sem selja mat og drykk á uppsprengdu
verði tO túrista, inrOendra og erlendra,
sem ekki eiga sér undankomu auðið en
verða að borga það sem upp er sett.
Nýjasta dæmið er um pitsusöluna þar
sem aflt að 500% álagning er í spflinu.
Eða þá vínið og bjórinn. Maður lifandi,
hvflikt okur!
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.ls
Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholtl 11, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.