Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Qupperneq 18
18
FMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000
23
DV
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjórí: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjórí: Eyjólfur Svelnsson
Ritstjórar: Jðnas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjórí: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, síml: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Rltstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf.
Fllmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Eflum trúboð lýðrceðis
Franski utanríkisráðherrann neitaði að skrifa undir
svonefnda Varsjár-yfirlýsingu hundrað ríkisstjórna lýð-
ræðisríkja um framgang lýðræðis í heiminum. Hann sagð-
ist andvígur því, að vestræn ríki reyndu að þvinga lýð-
ræði eins og trúarbrögðum upp á þjóðir heimsins.
Rúmlega hundrað riki hafa undirritað yfirlýsinguna og
þar á meðal ísland. Með því eru ríkin ekki að gera annað
en að staðfesta enn einu sinni sáttmála og yfirlýsingar frá
stofnun Sameinuðu þjóðanna, rétt eins og gert var fyrir
meira en áratug með svonefndum Helsinki-sáttmála.
Sá undarlegi misskilningur sést oft, að mismunandi við-
horf þjóða liggi að baki misjafns dugnaðar ríkisstjórna við
að fara eftir sáttmálum og yfirlýsingum, sem þær hafa ját-
azt með aðild að Sameinuðu þjóðunum og ýmsum öðrum
íjölþjóðaplöggum, sem byggð eru á sama grunni.
Sterkast kom þetta fram af hálfu nokkurra einræðis-
herra í Suðaustur-Asíu, þar sem efnahagsþróun var góð.
Þeir sögðu, að sínu fólki hentaði föðurleg umsjá, enda
væri það í samræmi við menningararfleifð svæðisins.
Vestrænt lýðræði væri þar aðflutt truflun.
Eftir efnahagskreppuna í Suðaustur-Asíu hefur botninn
dottið úr kenningu einræðisherranna. Komið hefur í ljós,
að ýmsir homsteinar vestræns lýðræðis eru nauðsynlegir
þjóðum þriðja heimsins, ef þær vilja sækja jafnt og þétt
fram til bættra lífskjara að vestrænum hætti.
Stjómarskipti em nauðsynleg til að spilling grafi ekki
um sig. Skipting valdsins er nauðsynleg til að halda uppi
öruggu rekstrarumhverfi laga og réttar. Frjáls fjölmiðlun
er nauðsynleg til að fólk viti, hvað sé á seyði og sé fært
um að taka skynsamlegar efnahagsákvarðanir.
Þetta kemur til viðbótar margvíslegri staðfestingu þess,
að þjóðir þriðja heimsins sækjast eftir svokölluðum trúar-
brögðum lýðræðis, þótt einræðisherrarnir hafi fullyrt
annað. Almenningur vill heiðarlegar leikreglur, öryggi
dóms og laga, frjáls skoðanaskipti og stjórnarskipti.
Undir lok tuttugustu aldar bötnuðu aðstæður lýðræðis
verulega. Sovétríkin hrundu og kenningin um sérstakt
austrænt lýðræði varð siðferðilega og efnahagslega gjald-
þrota. Því eru nú betri aðstæður fyrir útþenslu lýðræðis
en hafa verið frá upphafi Sameinuðu þjóðanna.
Helsinki-sáttrnálinn var upphafið að hruni Sovétríkj-
anna. Þjóðir Austur-Evrópu sóttu til hans styrk til að rísa
upp og varpa af sér oki steinrunninna trúarbragða. Von-
andi verður Varsjár-yfirlýsing þessarar viku upphaf nýrr-
ar sóknar lýðræðis gegn harðstjómm heimsins.
Margt er hægt að gera. Sérstaklega er mikilvægt að
frysta þá harðstjóra, sem víkja af vegi fyrra lýðræðis, svo
sem Alberto Fujimori í Perú og Mahathir Mohamed í
Malasíu, úr fínimannsklúbbum landsfeðra, og láta Vla-
dimír Pútín í Rússlandi vita, að hann sé á gráu svæði.
AUt efnahagslegt og viðskiptalegt vald í heiminum er
hjá þeim helmingi ríkja heims, sem fer meira heldur en
minna eftir forsendum lýðræðis eins og þær eru skráðar í
stofnskjölum Sameinuðu þjóðanna. Það gefur færi á að
efla trúboð lýðræðis um allan helming á nýrri öld.
Þetta trúboð stríðir ekki gegn heföum og draumum al-
mennings í þriðja heiminum. Það eflir þvert á móti mann-
lega reisn fólks um allan heim um leið og það stuðlar að
efnahagslegri velgengni þess. Því meira lýðræði, því færri
verða stríðin og því öflugri verða viðskiptin.
Orð franska utanríkisráðherrans hljómuðu eins og
flugusuð í hljómkviðu ríkjanna hundrað, sem skrifuðu
undir trúarjátningu lýðræðis í Varsjá í þessari viku.
Jónas Kristjánsson
DV
Skoðun
Að gera sér mat úr jöklum
Hornflrðingar standa fyr-
ir merkilegu framtaki með
jöklasýningu sem opnuð
var fyrir mánuði. Inntak
hennar er Vatnajökull -
náttúra, saga og menning.
Hér leggja saman vísinda-
menn, listamenn og leik-
menn úr héraðinu og niður-
staðan sem blasir við í
Sindrabæ er afar þekkilegt
og fræðandi yfirlit um jökla
almennt og hinn volduga
nágranna Vatnajökul sér-
staklega.
Þekking á jöklum hérlendis hefur
vaxið risaskrefum á öldinni sem nú
er að kveðja og hafa sjónir og rann-
sóknir ekki síst beinst að Vatnajökli.
Bæði innlendir og erlendir vísinda-
menn hafa lagt hér sitt af mörkum,
og leikmenn í Jöklarannsóknafélagi
íslands hafa stutt við starf þeirra og
greitt götu almennings til ferða og
dvalar á jöklinum. Nöfn Sigurðar
Þórarinssonar og Helga Bjömssonar
ber hátt í þessari sögu en jafnframt
fer ört fjölgandi efnilegum visinda-
mönnum sem meðal annars lesa við-
burði og aðstæður liðinna alda og ár-
þúsunda úr klakaheimi jök-
ulsins.
Heillandi unthverfi
Sjónir manna beinast nú
í síauknum mæli að hálendi
íslands. Þar mynda jöklam-
ir kjama sem hafa verið
áhrifamiklir í að móta um-
hverfið með ísskriði og jök-
ulfljótum til allra átta. Þeg-
ar við þetta bætist eldvirkn-
in er um að ræða efni í
óviðjafnanlegt drama, eins
og við fengxun sýnishom af
þegar gaus í Gjálp fyrir tæpum fjór-
um árum. Um leið og Islendingar
hafa þurft að bregðast við þeirri vá
sem fylgir eldgosum og jökulhlaup-
um em menn farnir að sjá að jökl-
amir eru efniviður til aíþreyingar og
atvinnusköpunar sem aðrar þjóðir
mega öfunda okkur af.
Brýnt er að halda svo á málum aö
viö spillum ekki hreinleika og ímynd
jöklanna og nánasta umhverfis
þeirra með vanhugsuðum aðgerðum.
Það verður best gert með því að gera
jöklana að þjóðgörðum og leggja til
þeirra fjalllendi og óbyggðir allt um
„Þekking á jöklum hérlendis hefur vaxið risaskrefum á
öldinni sem nú er að kveðja og hafa sjónir og rann-
sóknir ekki síst beinst að Vatnajökli. “
Samfylkingin eflist
eini flokkurinn sem hefur komið
með skýrar og augljósar tillögur um
stjóm fiskveiða á meðan allir aðrir
éra að reyna að semja sin á milli og
innibyrðis um það hvernig lög um
fiskveiðar skuli hljóða.
Össur leiðir næstu ríkisstjórn
Tillögur Samfylkingarinnar í flsk-
veiðistjórnarmálum voru einróma
samþykktar á stofnfundi hennar 1
byrjun maí. Ég hvet alla til að verða
sér úti um þessar tillögur og kynna
sér þær frá fyrstu hendi. Fiskveiði-
stjómarmálin eru ein þau erfiðustu
sem við glímum við nú um þessar
mundir og á þeim hefur Samfylking-
in tekið með festu og hugrekki.
„Stefnuleysi, ósamstaða og for-
mannsleysi" voru þau orð sem höfð
vora um okkur samfylkingarmenn
fyrir síðustu kosningar.
Reyndar var þetta alls ekki rétt.
Samfylkingin lagði fram stefnuskrá
sína í kosningabaráttunni og sam-
staða var meðal okkar og við höfðum
valið okkur ágætan talsmann. Og
stofnfundurinn staðfesti allt þetta.
Stefnan er skýr, samstaðan augljós
og glæsileg kosning fyrsta formanns
Samfylkingarinnar eru staðreynd.
Össur Skarphéðinsson mun leiða
Samfylkinguna næstu árin. Á bak við
hann er ánægður stór hópur fólks um
allt land og fer þessi hópur stækkandi
eins og síðasta skoðankönnun Gallup
sýnir. Það hlýtur að verða hlutverk
Össurar að mynda næstu ríkisstjóm
íslands, enda er tími til þess kominn
að hugsjón jafnaðarstefnunnar nái að
rétta kúrsinn á þjóðarskútunni sem
þegar er komin með hættulega mikla
slagsíðu á stjórnborða.
Karl V. Matthíasson
Samfylkingin er til dœmis eini flokkurinn sem hefur komið með skýrar og augljósar tillögur
um stjóm fiskveiða á meðan állir aðrir eru að reyna að semja sín á milli og innbyrðis um
það hvemig lög um fiskveiðar skuli hljóða. - Frá stofnfundi Samfylkingarinnar í maí sl.
Samfylkingin er komin á skrið á
ný. Hún hefur eignast fyrsta for-
mann sinn, Össur Skarphéðinsson,
sem byrjar formannsferU sinn með
glæsibrag. Það eru ánægjuleg gleði-
tíðindi hvemig þessi nýi flokkur er
að ná sér á strik eftir að hafa dalað
frá því sem við vonuðumst til í
fyrstu. Andstæðingar Samfylkingar-
innar hafa hamast við það að tala
um stefnuleysi hennar og að hún sé
höfuðlaus her. Jafnvel þótt allir hafi
vitað að grundvallarstef Samfylking-
arinnar sé jöfnuður og réttlæti byggt
á hugsjónum gömlu A-flokkanna og
Kvennalistans var allt gert til að
draga úr trúverðugleika þess ágæta
hóps sem þar hefur komið við sögu.
- Fólk þetta á mikla reynslu
í stjómmálum sem og á öðr-
um vettvangi.
Meira en gaman
Stofnfundur Samfylking-
arinnar var sérstaklega vel
heppnaður fundur. Þar ríkti
mikil samstaða og alls ekki
flokkadrættir sem margir
andstæðingar Samfylkingar-
innar höfðu spáð um og von-
ast til. Stjórnmálaályktun
stofnfundarins var sam-
þykkt einróma. Þar kemur
fram hvers konar samfélag við sam- heldur
fylkingarmenn viljum byggja og búa rýna þí
við. Einn andstæðingur Samfylking- laginu.
Karl V.
Matthíasson
sóknarprestur
í Grundarfíröi
arinnar, sem var að reyna
að vera fyndinn á kostnað
hennar, hafði það í flimt-
ingum að það væri svo
gaman í Samfylkingunni
en þar væri ekkert meira.
Reyndar er það rétt hjá
þessum stjórnmálamanni
að það er gaman aö vera í
Samfylkingunni en þar er
líka heilmargt meira um
að vera en gaman. Sam-
fylkingin hefur sýnt það að
hún þorir að koma með til-
- lögur í öllum málum og er
ekki hrædd við það að gagn-
ið sem betur má fara í samfé-
Samfylkingin er til dæmis
Meö og á móti
sjónvarpsskjá á Þingvöllum?
Myndi auka aðsókn til muna
„Margir munu
eflaust ekki tíma
því að fórna
beinni útsendingu
frá úrslitaleik EM
í knattspyrnu fyrir Kristnihá-
tíðina á Þingvöllum (K-2000).
Það myndi því leysa málin hjá
ansi mörgum að geta samein-
að fótboltann og K-2000. Að-
sóknin yrði líka án efa marg-
falt meiri en ella. Það hlýtur
að gera lukku innan kirkjunnar að
einhverjir láti sjá sig, miðað við allt
það opinbera fé sem búið er að dæla i
verkefnið. Svo væri meira að segja
miklu skemmtilegra að horfa á úr-
slitaleikinn á risastórum skjá
undir berum himni heldur en
heima í stofu eða í reykmett-
uðu lofti á einhverju öldur-
húsinu - stemningin væri
beint í æð. í bónus fengi mað-
ur svo gospeltónlist í hálfleik
og pylsusalan ryki upp úr öllu
valdi. Einnig er aldrei að vita
nema hönd Guðs léti sjá sig,
það væri mjög við hæfi, slíkt
hefur jú gerst áður í mikil-
vægum knattspyrnuleik. Þannig gætu
allir unað glaðir og sameinast sáttir í
stuði með Guði.
Skundum á Þingvöll og horfum á
leik!“
Haukur Þór
Hauksson
viöskiptafræöingur
Mun taka upp leikinn
„Þar sem ég er
forfallinn áhuga-
maður um fótbolta
hefi ég reynt að sjá
sem flesta leiki í
EM2000. En sjónvarpsútsend-
ingu get ég líka tekið upp á
video og horft á síðar. Og það
ætla ég að gera um helgina,
taka upp úrslitaleikinn sem
verður vonandi á milli Portú-
gala og Hollendinga. Mér
finnst í lagi að horfa á þennan leik síð-
ar um kvöldið enda er knattspyrnan
hin sama, frábær. Mér finnst að það
raski of mikið þeirri dagskrá sem
löngu er ákveðin að setja upp stóran
sjónvarpsskjá á Þingvöllum -
þó hugsanlega mætti hafa
sjónvarp í einhverju tjaldi. En
ég held að við verðum einfald-
lega að velja á milli að njóta
þeirrar fjölbreyttu dagskrár
sem fram fer á Þingvöllum og
fótboltans í beinni. Ég ætla
bæði að njóta dagskrárinnar á
Þingvöllum, sem er „live“ eins
og sagt er, og horfa á boltann í
sjónvarpinu síðar um kvöldið
eða nóttina. Og ég veit að við verðum
mörg sem ætlum að gera þetta, taka
bæði þátt í dagskránni á Þingvöllum
og horfa á fótboltann þegar við kom-
um heim.“
Séra Jón Helgí
Þórarinsson
prestur
Komiö hefur í Ijós aö úrslitaleikur Evrópumótsins í knattspyrnu, sem spílaöur veröur næstkomandi sunnudag kl. 18, rekst á viö dagskrá Kristnlhátíöarinn-
ar á Þingvöllum. Kristnlr boltafíklar vita því vart í hvorn fótinn þeir eiga aö stíga næsta sunnudag.
kring. Með því fengist í senn kjöl-
festa og aðdráttarafl í ferðaþjónustu
næstu áratuga og skilaboð til um-
heimsins sem tekið væri eftir.
Samspil lista og náttúru
Myndlistarmenn leggja sitt til
jöklasýningarinnar á Höfn og minna
okkur á þá sterku skírskotun sem
jöklar og háfjöll hafa á mannshug-
ann. Verk Önnu Líndal, Eggerts Pét-
urssonar og Finnboga Péturssonar
eru af ólíkum toga en öll auka veru-
lega á gildi sýningarinnar. Það á
einnig við um myndir Ragnars Th.
og myndir unnar af bömum í sýsl-
unni.
Framtak Austur-Skaftfellinga með
þessari sýningu er lofsvert og ætti að
verða öðrum hvatning til að leita við-
fangsefha og fanga í sérkennum eigin
umhverfis. Ég hef stundum orðað það
svo að í sunnanverðum Vatnajökli
eigi Skaftfellingar auðlind sem fylli-
lega getur jafnast á við flskimiðin úti
fyrir. Norðan jökulsins er svo að
flnna lítt snortin og óviðjafnanleg víð-
emi sem nýst gætu Austfírðingum
með hliðstæðum hætti.
Hjörleifur Guttormsson
Ummæli
Slæmt fyrir Hafró
„Það er slæmt
fyrir Hafrann-
sóknastofnun að
þurfa að viður-
kenna að veiði-
geta á þorski
hafi verið ofmet-
in í fyrra og
draga þurfi þess
vegna úr veiðum
á næsta ári. Það
vekur upp spumingar um hvort ná-
kvæmni i vinnubrögðum sé ábót-
vant, hvort rannsóknir séu ekki
nægar og fjármagn til að stunda al-
hliða vísindi í hafinu sé of naumur
stakkur skorinn. Fyrir leikmann
getur verið erfítt að svara þessum
spurningum, slík svör hljóta að
koma frá stjórn Hafrannsóknastofn-
unar.“
Kristján Pálsson alþm. í
Morgunblaðsgrein 28. júní.
Fyrirtækin ráöa
gengisþróuninni
„Miðað við nú-
verandi vaxta-
stig á peninga-
markaði virðist
enn gert ráð fyr-
ir að stýrivextir
verði hækkaðir.
Það er hins veg-
ar mjög ólíklegt
að ein vaxta-
hækkun til viðbótar valdi umtals-
verðri styrkingu krónunnar. Á end-
anum eru það væntingar íslenskra
fyrirtækja sem ráða gengisþróun
krónunnar til framtíðar og það eru
væntingamar sem hafa breyst."
Arnar Jónsson, sérfr. hjá Viöskipta-
stofu Landsbanka Islands í
Viöskiptablaöinu 28. júní
Stundarbr j álæði
„Hvemig ættu
Alfreð Þorsteins-
son og Sigrún
Magnúsdóttir að
útskýra fyrir öll-
um þeim fram-
sóknarmönnum
sem lögðu
Reykjavíkurlist-
anum lið að nú
væri ballið búið? Er ekki hætt við
að það próf sem sjálfstæðismenn
telja þessum flokkum svo hollt geti
orðið frekar óþægilegt? Einkum
þeim sem sem fyrstir verða til að
svíkja lit? Það væri ekki ólíkt
nokkrum félögum Samfylkingarinn-
ar að hugsa sem svo að fá borgar-
stjóra yfir til sín og þjarma svolítið
að VG. En hvaða tilgangi þjónaði
það nema stundarbrjálæði?
Stefán Jón Hafstein í Degi 28. júní.
Endurreist einræði
miðaldakirkjunnar?
Hin evangelíska þjóð-
kirkja hefur mikið verið í
umræðunni undanfarið.
Ekki síst hin nýja stefna
kirkjuyfirvalda á höfuð-
borgarsvæðinu að koma á
„festu og aga“ innan kirkj-
unnar, einkum meðal
presta. Hörð „áminningar-
bréf' eru birt opinberlega
gegn þeim sem ekki hljóta
náð kirkjuyfirvalda í
Reykjavík og þykir mörg-
um nóg komið í miðalda-
hugsunarhætti. Þá eru kirkjuyfir-
völd á höfuðborgarsvæðinu að
fækka mjög sóknum á landsbyggð-
inni. Hér er einnig um mikla borg-
aralega lágkirkjustefnu að ræða,
andstætt þeirri hákirkjustefnu, þar
sem áhersla er lögð á að allir lands-
menn geti notið þjónustu kirkjunn-
ar, sálgæslu og helgiþjónustu.
„Óæskilegir“ prestar
Það þarf ekki glöggt auga til að sjá
að kirkjuyfirvöld í Reykjavík hafa á
undanförnum árum og allt til dags-
ins í dag róið að því öllum árum að
losna við „óæskilega" presta og guð-
fræðinga og hefur greinarhöfundur
persónulega reynslu af slíkri
kirkjupólitík í Reykjavík. Vísir að
einræði miðaldakirkjunnar í Evrópu
virðist vera að komast á, þar sem
ríkja skal „agi og festa“. Það er oft
skammt öfganna á milli og örþunnt
er bilið á milli stjórnleysis og ógnar-
stjórnar.
Það er kaldhæðnislegt að eitt af því
sem hinn mikli siðbótamaður Mart-
einn Lúther barðist gegn var sú ógn-
arstjóm og kirkjupólitísku bannfær-
ingar, sem einkenndu kirkjuyfirvöld
á miðöldum. Og svo langt
ganga sumir í átt til ein-
kennilegrar samblöndunar
hugsunarháttar miðalda og
kommúnisma að forsætis-
ráðherra réttarríkisins ís-
lands má ekki segja álit sitt
á skoðunum biskups Islands,
þar sem biskup vanþakkar
rausnarleg framlög íslensku
þjóðarinnar til bjálparstarfa
og „bannar“ þjóðinni að eiga
farsíma; slikt sé taumlaus
græðgi.
Minnir þetta óhugnanlega á við-
horf ýmissa kirkjuleiðtoga miðalda-
kirkjunnar, þar sem almenningur
mátti ekki eiga neina veraldlega
muni, slíkt var hin mesta og versta
synd.
Hætta á valdníðslu
Það er fyllsta þörf á siðbót og sið-
væðingu innan kirkjunnar og verður
slíku ekki komið á nema með vald-
dreiflngu. Reykjavík er höfuðborg ís-
lands, en ekki ísland, sem lands-
byggðin fylgir síðan með sem ein-
hvers konar nýlenda borgríkisins.
Eitt af því sem kirkjuyfirvöld á
höfuðborgarsvæðinu vinna að er að
fækka mikið sóknum innan prests-
embætta á landsbyggðinni. Vafalítið
þarf að fjölga sóknum og prestsemb-
ættum á höfuðborgarsvæðinu, en
það má ekki gera á kostnað lands-
byggðarinnar. Á sama tima og lands-
stjómin er að vinna að byggðamál-
um landsbyggðarinnar vinna kirkju-
yflrvöld í Reykjavík markvisst gegn
landsbyggðinni með því að leggja
niður fjölda sókna innan prestakalla
þar, auk þess að miðstýra prestsemb-
ættum landsbyggðarinnar, og
tryggja sér þannig sem mest völd.
Allar valdstjórnir þurfa aðhald, því
ella er mikil hætta á valdníðslu, og
því miður höfum við ekki komist hjá
því að sjá slikt gerast innan þjóð-
kirkjunnar.
Hrópandi mótsögn
Ef ekkert verður að gert situr
landsbyggðin eftir og fær ekki þá
lögboðnu þjónustu sem henni ber
samkvæmt lögum og lagaákvæði
stjórnarskrárinnar, að hin evangel-
ísk-lútherska kirkja sé þjóðkirkja á
íslandi, sem þýðir vissulega að hún
sé þjóðkirkja allrar landsbyggðar-
innar en ekki bara höfuðborgar-
svæðisins. Þá er slík mismunun,
sem kirkjuyfirvöld í Reykjavík beita
almenning þessa lands eftir búsetu, í
hrópandi mótsögn við jafnræðisá-
kvæði stjómarskrárinnar.
Hér þarf að koma til almenn sam-
staða landsmanna allra til að spoma
við þessari óheillavænlegu þróun.
Vinna þarf að því af fullum krafti að
landsbyggðin sitji ekki eftir hvað
varðar hina lögboðnu prestþjónustu.
Mikilvægt er að þjóðin öll vakni af
þyrnirósarsvefni og bregðist við
þessu óréttlæti. Hin lögboðna prest-
þjónusta á að nýtast öllum lands-
mönnum, bæði landsbyggðinni og
höfuðborgarsvæðinu. Ella verður
höfuðborgarsvæðið að nokkurs kon-
ar borgríki kirkjunnar, sem er öllum
landsmönnum til skaða. Þá þarf að
auka valddreifingu innan kirkjunn-
ar, sem myndi tryggja sem jafnastan
rétt allra landsmanna til hinnar lög-
boðnu þjónustu prestsins. Þannig
myndi jafnræðisákvæði stjórnar-
skrárinnar ná til allra landsmanna.
Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
guöfræöingur frá HÍ
„Mikilvœgt er að þjóðin öll vakni af þymirósarsvefni og bregðist við þessu óréttlœti.
Hin lögboðna prestþjónusta á að nýtast öllum landsmönnum, bæði landsbyggðinni
og höfuðborgarsvœðinu. “ - Á kirkjuþingi í október sl.