Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Síða 28
32
, Tilvera
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000
I>V
Sharon Stone lætur undan
í mörg ár hefur veriö lagt hart að
Sharon Stone að leika í framhaldi af
Basic Instinct en hún ávallt neitað. Nú
hefur hún samþykkt
að endurtaka leikinn
og leika tálkvendið
slóttuga í Basic In-
stinct 2. Ástæðan fyr-
ir þessu breytta við-
horfl hennar er aug-
ljós. Stone hefur feng-
ið um 6 milljónir doll-
ara íyrir leik í kvikmynd en eru nú
boðnar fimmtán milljónir fyrir Basic In-
stinct 2. önnur ástæða er að síðustu
myndir hennar hafa ekki gengið sem
best. Má þar nefna The Muse og Simpat-
ico. Hvort Michael Douglas verður aftur
' mótleikari hennar er ekki vitað en vist
þykir að Paul Verhoeven mun ekki leik-
stýra myndinni. Hann hefur gefið út þá
yfirlýsingu að hann sjái engan tilgang
með framhaldi. Áætlað er að hefja tökur
á myndinni í haust.
Verður Ben Afflect
næsti Jack Ryan?
Þegar ljóst var að Harrison Ford ætl-
aði ekki að leika njósnarann Jack Ryan
í fjórðu kvikmyndinni um þessa hetju
skáldsagnahöfundarins Tom Clancy
komu strax upp á yf-
irborðið bollalegging-
ar um það hver
myndi taka við en
víst er að haldið verð-
ur áfram með gerð
The Sum of All Fe-
ars, sem Philip
Noyce mun leikstýra
en hann var við
stjómvölinn á Patriot Games og Clear
and Present Danger. Sá sem nú kemur
helst til greina er Ben Affleck. Það sem
helst stendur í vegi fyrir því að hann fái
hlutverkið er að hann er aðeins 27 ára
en Harrison Ford var 52 ára þegar hann
síðast lék Ryan. Annar möguleiki í stöð-
unni, sem sagt er að Tom Clancy sé sátt-
ur við, er að fá Alec Baldwin, sem lék
v Ryan í The Hunt for Red October, til
leiks að nýju.
Upprunalega syndin
Eins og öllum er kunnugt fékk kvik-
mynd Lars von Trier, Dancer in the
Dark, gullpálmann í Cannes. Um sama
leyti var verið að
kvikmynda stór-
mynd í Mexíkó
sem bar sama
nafii. Fjallar sú
kvikmynd um
ríkan Kúbveija
um siðustu alda-
mót sem giftist
ungri stúlku sem
hann veit lítið
um. í ljós kemur
að hún er vandræðagemlingur. Er
myndin byggð á skáldsögunni Waltz
into Darkness eftir Comell Woolrich.
Ljóst þótti að ekki gekk að halda nafn-
inu Dancer in the Dark á myndinni og
ekki þótti framleiðendum nafnið á
skáldsögunni nógu gott svo úr varð
nafnið Original Sin. Með aðalhlutverk-
in í myndinni fara Anthony Banderas
og Angelina Jolie. Leikstjóri er Michael
Cristofer, en haxm leikstýrði Jolie í sjón-
varpsmyndinni Gia, sem var sú mynd
sem vakti athygli á leikkonunni.
Draumalið Martins Scorsese
Martin Scorsese vill ekki setja dag-
setningu á hvenær hann ætlar að hefja
fjaliar um ævi Dean
Martins, fyrr en
hann hefur fengið
þá leikara sem
hann vill í helstu
hlutverkin. Tom
Hanks hefur þegar
gefið vilyrði fyrir
að leika söngvar-
ann og leikarann
Dean Martin sem
lifði skrautlegu lífi, svo ekki sé meira
sagt. í hlutverk Franks Sinatra vill Scor-
sese fá John Travolta, Jim Carrey til að
leika Jerry Lewis, Adam Sandler til að
leika Joey Bishop og Hugh Grant til að
leika Peter Lawford, sem var mágur
Kennedys forseta. Hvem Scorsese vill fá
til að leika Sammy Davis jr. hefur ekki
verið gert lýðum ljóst. Erfitt verður fyr-
ir Scorsese að koma þessu liði saman
þótt allir séu af vilja gerðir því þessar
stórstjömur em yfirleitt bókaöar langt
fram í tímann.
tökur á Dmo, sem
Jim Carrey
og Rene
Zwelleger
í hlutverkum
Irene og
Hank/Charlie
Irene fær aö
kynnast of
mörgum hliö-
um á mannin-
um sem hún
elskar.
Me, Myself & Irene frumsýnd í fimm kvikmyndahúsum:
K
inn persónuleiki
að hætti
Farrelly-bræðra
Aðeins er tæp vika síðan nýjasta
kvikmynd Jim Carreys, Me, Myself
& Irene, var frumsýnd í Bandaríkj-
unum og nú er hún komin til sýn-
ingar hér á landi og það í einum
fimm kvikmyndahúsum, Laugarás-
bíói, Regnboganum, Bíóhöllinni,
Nýja biói, Keflavík og Borgarbíói,
Akureyri. Mynd þessi er gerð af Pet-
er og Bobby Farrelly, sem eru
ábyrgir fyrir einhverjum fyndnustu
gamanmyndum tíunda áratugarins,
Dumb and Dumber, There Is Somet-
hing about Mary og Kingpin. Tvær
fyrstnefndu slógu eftirminnilega í
gegn en litið fór fyrir Kingpin sem
þó hafði þennan sérstaka og grófa
húmor sem einkennir Farrelly-
bræður.
Þetta er í annað sinn sem þeir
bræður starfa með Jim Carrey og
nú fær hann tækifæri til að leika
tvær persónur í einum og sama
manninum. Charley Baileygates á
að baki sautján ára flekklausan fer-
il í lögreglunni á Rhode Island.
Hann er hjálpsamur, skapgóður og
elskar þrjá syni sína og hugsar vel
um þá. Því miður fyrir Charlie er
hann tvöfaldur persónuleiki og þeg-
ar hann hefur gleymt að taka inn
meðulin sín eða búinn með þau
verður hann að Hank Baileygates,
orðljótum töffara sem drekkur eins
og svampur, slæst við hvern sem er
og hefur gaman af grófu kynlífi.
Charlie og Hank eiga ekkert sameig-
inlegt nema að þeir eru báðir hrifn-
ir af Irene Waters (Renee
Zellweger). Hefst nú stríð á milli
þeirra um hylli Irene.
Segja má að með Me, Myself &
Irene sé Jim Carrey aftur kominn í
farsagirinn en enginn gamanleikari
í dag nær jafngóðmn tökum á því
formi, þegar gott handrit er í boði.
Carrey hefur með góðum árangri á
síðustu árum verið að blanda sam-
an dramatík og gríni (The Truman
Show, Man on the Moon) og sannað
sig sem leikari og nú er komið að
gríninu aftur og sjálfsagt er enginn
betri til að túlka tvær persónur í
sama manninum en Carrey. í þess-
ari mynd hefur hann einnig tæki-
færi tU að starfa aftur með Farrelly-
bræðrum, en þeir leikstýrðu honum
í Dumb and Dumber. -HK
Farrelly-bræður:
Við viljum fá fólk til
að hlæja
„Það er til góður húmor, það er til slæmur húmor
og svo er til Farrelly-búmor,“ segir Rene Zwelleger
um þá bræður Peter og Bobby Farrelly og hún held-
ur áfram: „Ég hef aldrei gert neitt þessu líku á æv-
inni. Það getur enginn imyndað sér, nema að hafa
kynnst því, hvað þeim bræðrum dettur í hug.“
„Við erum aðeins að fá fólk til að hlæja,“ segir
Bobby Farrelly, „sem er erfitt i nútímaþjóðfélagi án
þess að fara út fyrir mörkin. Við leikum okkur á
brúninni og ég vona svo sannarlega að þar séum við
fremstir."
„Auðvitað móðgum við suma,“ bætir Peter
Farrelly við, „en reglan er samt sú hjá okkur að ef við
fórum meira út fyrir velsæmið en við erum innan
þess, þá fórum við að klippa.“
Me, Myself & Irene er íjórða kvikmynd þeirra
bræðra. Fyrsta myndin, Dumb and Dumber, sló
hressilega i gegn og kom með nýja sýn á gamanmynd-
ir. í kjölfarið kom Kingpin með Woody Harrelson og
Randy Quaid, sem fékk ekki eins góðar viðtökur.
Þrátt fyrir góðan húmor vantaði léttleikann sem ein-
kenndi Dumb and Dumber. Þeir réttu samt heldur
betur úr kútnum með sinni þriöju kvikmynd, There’s
Something about Mary, sem naut mikilla vinsælda.
Þeir bræður hófú snemma ritstörf og fyrsta sem
þeir seldu voru tveir þættir í sjónvarpsseríuna Sein-
feld. Þeir héldu áfram að skrifa og meðal þeirra elstu
verka er handritið að Me, Myself & Irene, sem þeir
áttu í fórum sínum. Þegar handritið barst tO Jim Car-
rey og hann lýsti áhuga sínum á því var það sett fram
yfir allt annað og endurskrifúðu þeir það með Carrey
í huga.
Peter og Bobby eru báðir háskólagengnir. Reyndu
þeir fyrir sér á ýmsum sviðum áður en þeir fóru í
kvikmyndabransann. Bobby hannaði meðal annars
fyrsta kringlótta strandarhandklæðið og reyndi mik-
ið að koma því á markaðinn og Peter hefúr meðal
annars skrifað tvær skáldsögur, The Comedy Writer
og Outside Providence, sem kvikmynd var gerð eftir
sem þeir framleiddu.
Farrelly-bræður
Peter og Bobby Farrelly hafa vakiö athygli fyrir
frumlegan og skemmtilegan húmor.