Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Síða 30
34 Tilvera FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 I>V Nafn: Einar Öm Jónsson Aldur: 23 ára Staöa: íþróttafréttamaður Bjarnabófa- búningur í fata- skápnum Klukkan er 11 að morgni. Hvar ertu og hvað ertu að fara að gera? „Ég er í vinnunni og er að huga að fréttum kvöldsins." í hvaða flík klæddirðu þig fyrst í morgun? „Ég klæddi mig fyrst í nærbuxum- ar líkt og lög og reglur gera ráð fyr- ir.“ á ryksugu en ekki þvottavélina nema með nákvæmum leiðbeiningum - allt of flókið tæki. Ryksuguna brúka ég reglulega." Það er fimm mínútur í heimsendi. 1 hvem myndirðu hringja? „Það fer eftir því með hverjum ég er. Konuna ef ég væri án hennar." Kanntu á ryksugu og þvottavél? „Ég kann Þú verður að eyða 100 milljón- um f dag - hvað myndirðu kaupa? „Ég myndi flnna flottustu íbúðina í 101 Reykjavík og kaupa hana og síðan einhvem svakalegan Benz.“ Þú verður að yfirgefa landiö á stundinni. Hvert færirðu? „Ég færi í gröf- ina ef það ætti að vera til frambúð- ar. Annars myndi ég skreppa til Köben enda á leið- inni hvort eð er.“ Hver er undarlegasta flíkin í „Dimisionbúningurinn frá Kvennó - bjamabófabúningur." Hvað dreymdi þig í nótt? „Ég hef ekki munað draum síðan ég var smákrakki. Þetta er alveg hræðilegt. Fólk er alltaf að segja mér frá skemmtilegum og skrýtnum draumum en ég man aldrei neitt.“ Óbyggðirnar heilla Feröavenjur fólks eru misjafnar, flestir sem ferðast innan- lands kjósa aö gista í þægindum annaö hvort á hótelum eða í bændagistingu. Þaö hefur einnig færst í aukana að fólk feröist meö fellihýsi eöa hjólhýsi og allt miðar þetta aö því aö auka þægindi ferðarinnar og losna viö rigninguna sem er landlæg. Hér áöur þótti sjálfsagt aö skella tjaldinu í skottiö og bruna upp í sveit. í dag er aftur á móti aðeins fámennur hópur róm- antíkera og sérvitringa sem kýs aö ferðast meö tjald og sofa úti í guös grænni náttúrinni. Þeir sem kjósa tjaldið telja þann ferðamáta hina einu sönnu leið til aö njóta náttúrunn- ar og líta á allt annað sem svindl. En hvernig er aö gista í tjaldi? Til að fá svar við þessari spurningu var leitaö til þriggja útivistargarpa og þeir beðnir um aö segja frá eftir- minnilegri tjaldferö. Inga Rósa Þórðardóttir er vanur ferðalangur: Fötin fuku úr höndun- um á þeim Inga Rósa Þórðardóttir er fram- kvæmdastjóri Ferðafélags íslands og mikil útivistarkona. Hún kom því ekki af fjöllum þegar hún var beðin að segja eina eða tvær tjaldferðasög- ur. Mömmu langaði að sjá Hvannadalshnjúk „Þegar ég var flmm til sex ára fóru foreldrar mínir með mig í tjaldferð austur að Vík i Mýrdal. Þetta var rétt upp úr 1960 og við vorum náttúrlega með búnað þess tima, gott tjald og vindsæng. Mömmu langaði svo óskaplega að sjá Hvannadalshnjúk þannig að við ætluðum að keyra austur fyrir Lómagnúp, tjalda í Vík á leiðinni og enda á Núpsstað." Litill dökkgrænn Fiat „Við vorum eitthvað sein fyrir og það var komið myrkur og hellirign- ing. Pabbi og mamma ákváðu því að tjalda utan við veginn og sofa þar um nóttina. Vegirnir voru líka vondir, holóttir og andstyggilegir. Foreldrar mínir áttu lítinn dökkgrænan Fiat, árgerð 1954, á þessum tíma og ég man vel eftir honum.“ Hrakningar rétt við byggð „Ég man afskaplega vel þegar tjaldið fauk. Þetta var um miðja nótt í svartamyrkri, hávaðaroki og ausandi rigningu. Við vorum í tveggja manna tjaldi með kór og ég svaf í kórnum, ég man líka eftir því að það var engin súla í toppnum á tjaldinu þannig að það slútti alltaf í miðjunni. Við flúðum inn í bíl, pabba tókst reyndar að fresta flóttanum eitthvað og bjarga því sem bjargað varð. Þeg- ar fór aö birta af degi lögðum við svo aftur af stað og eftir svona tíu mínút- ur komum við að Vík þar sem var mun lygnara veður. Okkur fannst reyndar mjög skammarlegt að lenda í svona hrakningum rétt við byggð. Að lokum komumst við á áfanga- stað, en mamma fékk ekki að sjá Hvannadalshnjúk að þessu sinni því það var þoka og rigning allan tím- ann.“ Þaö fuku 30-40 Ijöld „Fyrir nokkrum árum var ég á ferð með Náttúru- vemdarsamtökum Austur- lands og við tjölduðum við Snæfell. Það var mjög margt í ferðinni, skálinn var troðfullur og milli 30 og 40 tjöld kringum hann. Við vorum gögur fullorðin með þrjú böm í tveimur tjöldum vestan við skálann. í ákveðinni átt getur orðið hvasst þama og nánast aftaka- veður, það fuku öll tjöldin nema mitt. Tjaldið við hliðina á mér fauk um koll og því var haldið niðri með grjóti en tjaldbú- inn svaf vært og hraut í gegnum öll ósköpin. Barnafötin fúku út um allt Ég gafst reyndar fljótt upp og barðist i skálann með börn- in í fanginu. Við sem inni vorum fylgdumst svo með þegar fólk var að reyna að bjarga eigum sínum. Ég sá til dæmis kimn- ingjafólk mitt vera að safna saman bamafotum sem fuku út um allt, jafn- óðum og þau náðu þeim fuku fótin úr höndunum á þeim aftur." -Kip Inga Rósa Þóröardóttir, framkvæmdastjóri Feröafélags íslands Tjaldið við hliðina á mér fauk um koll og því var hald- ið niðri með grjóti en tjaldbúinn svaf vært og hraut í gegnum öll ósköpin Jón Ólafsson tónlistarmaður: Kann ekki aö tjalda Þótt Jón Ólafsson hafi þeyst víða um land og haldið tón- leika á ólíklegustu úti(legu)hátíðum hefur hann sjálfur tekið litla þátt í útilegugleðinni: „Yfirleitt er svona tónleikaferðum hagað á tvo vegu. Annað- hvort er flogið á staðinn og gist á hóteli eða gistiheim- ili. Ef hins vegar er farið á bil era menn yfirleitt lengi uppteknir í bænum og koma seint á kvöldin á staðinn. Þá er allur undirbúningur eftir og þegar tónleikunum er loks

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.