Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Page 31
35 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 I>V Tilvera Göngugarpur mikill Finnur Ingólfsson er mikill útivistarmaöur og finnst fátt skemmtilegra en aö feröast um okkar fallega land. Finnur Ingólfsson seðlabankastjóri er mikill útivistarmaður: Áhöld um hvort náttúran grét af gleði eða ekki „Ég hef gríðarlega gaman af úti- legum og raunar allri útivist. Gönguferðir eru í uppáhaldi hjá mér og svo reyni ég líka alltaf að ferðast á hestbaki á hverju sumri. Það er ekkert skemmtilegra en að ferðast um landið okkar,“ segir Finnur Ingólfsson seðlabankastjóri aðspurður um útilegur og útivist. Finnur segir allar ferðir um land- ið eftirminnilegar en ein ferð stend- ur þó upp úr. „Ég hef verið í sama gönguhópnum um langt skeið og í fyrrasumar fórum við í gönguferð á Strandirnar sem á seint eftir að renna okkur úr minni. Við hófum ferðina á Hrafnseyri og sigldum í Furufjörð. Við ætluðum okkur fimm daga til göngunnar og vorum með tjöld og annan útbúnað. Það er engar ýkjur að segja að veðrið var bandbrjálað allan tímann og rign- ingin dundi á okkur. Þegar svo hátt- ar til verður fararstjórinn enn mik- ilvægari en ella og við vorum af- skaplega heppin í þeim efnum því okkar fararstjóri hafði húmorinn i lagi. Hann hvatti hópinn óspart og raunar var það svo að við héldum ansi oft að veðrið væri betra hand- an næstu hæðar. En alltaf skjátlað- ist okkur,“ segir Finnur. Önnur ferð fyrirhuguð Þrátt fyrir að hópurinn hafl verið blautur og hrakinn allan tímann sem á ferðinni stóð var andinn með- al félagana góður, að sögn Finns. „Mér er alltaf minnisstætt þegar við loks komum að Hornbjargi og hitt- um fyrir landvörðinn, Óla komma. Hann bauð okkur inn og við nutum þess að drekka kaffi og spjalla. Óli var með veðurskýringu á reiðum höndum og sagði aö náttúran gréti mín vegna en ég var iðnaðarráð- herra á þessum tíma. Það voru nokkur áhöld um þessa skýringu og sjálfur sagði ég að náttúran gréti einfaldlega af gleði." Úr hlýjunni á Hombjargi hélt hópurinn síðan áfram göngu i Hom- vík og fór vist um suma þegar göngufólkið þurfti að vaða ósinn með vatnið upp í mitti. „Það hélt áfram að vera blint veður en við vorum nú orðin býsna vön því,“ segir Finnur. Önnur ferð á Strandirnar bíður Finns í júlí og kveðst hann sann- færður um að nú muni hann sjá til sólar. „Eftir svona svaðilfarir verð- ur allt auðvelt en ég trúi bara ekki öðru en veðrið verði betra hjá okk- ur í sumar. Strandirnar eru magnað göngusvæði og við erum full tU- hlökkunar að leggja upp í aðra ferð á þær slóðir," segir Finnur Ingólfs- son. -aþ lokið klukkan 4 eða 5 um nóttina vUl maður heldur skríða upp í rúm á hóteli en inn í óhitað tjald. Ef farið er á laugardegi er þó stundum stopp- að á leiðinni og reynt að skapa smá- stemningu.“ Jón segir að fjölskylda hans fari annað slagið í útUegur þótt hann hafi ekki séð sér fært að koma með enn þá: „Konan hefur meira að segja farið með gömlu bekkjarfélögunum mínum úr Verzló í árlega útUegu sem ég hef ekki enn þá komist í. Ég kann reyndar ekki einu sinni að tjalda." Jón hefur þó lengi langað í útUegu og ætlar að láta slag standa í sumar: „Ég er hvorki í danshljóm- sveit i sumar né að setja upp söng- leik. Ég hef því enga afsökun lengur - nægur er tíminn. ÚtUegusumarið mikla er því að hefjast hjá mér.“ Jón ætlar í útUegu og á tvö ættar- mót, annað nærri Laugarvatni en hitt á Akureyri. Hann virðist á báð- um áttum um ágæti sumarsins: „Ég bíð spenntur en er hálfgerð kveif og kuldaskræfa. Ég óttast sérstaklega að það rigni. Ætli mig vanti ekki úti- leguelementið en sjáum hvað gerist í sumar." -BÆN VIKINGAFERÐ I KJOLFAR LEIFS HEPPNA Víkingaskipið íslendingur lagði úr höfn 24. júní síðastliðinn til að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar fyrir 1000 árum. Leifur heppni varð fyrsti Evrópumaðurinn til að stíga fæti á land Norður-Ameríku. Verslunar- og könnunarferðir víkinga ----- Leið víkingaskipsins íslendings -----Leið Leifs Eiríkssonar árið 1000 Byggðir víkinga um árið 1000 $fg/f eltir rússneskum ám , 'Jil Svartahafsins, Kaspia- hafsins og Bagdad Fundur norskra silfurpeninga frá 1066-93 í Maine bendir til vöruskipta eða verslunar við indíána Norður- Amenku. Epaves flói eldstæði * \ ieldstæöi „ hus smiðj é Svart- andaá \ s s ) hús HLð hús 30 metrar NORÐUR- ATLANTSHAF L'Anse-aux-Meadows Torfbæimir sem fundust í L’Anse-aux-Meadows 1960 eru einu fornminjarnar sem benda til búsetu víkinga í Norður-Ameríku. Byggöir víkinga voru litlar, dreifðar og illa varðar og því varnarlausar gegn árásum innfæddra. Þær voru einnig mjög háðar veðri vegna siglinga til Grænlands. Verslun með loðvöru og rostungstennur við kinverskar vagnalestir i skiptum fyrir krydd og sil Hafnir I Vestur-Evrópu, Miðjarðarhafið, Italía, Marokkó og Landið helga Minnisvarði 28. júlí verður reistur rúnasteinn á vegum Viking Trail Tourist Association (VTTA) í Kanada. Steinninn verður reistur nálægt þeim stað sem menn telja Leif hafa komið að landi. Áletrunun: VTTA og Barbara Genge reistu þennan stein til að minnast þess að Leifur Eiriksson fann Norður- Amerikuárið 1000. Hugvitssamleg hönnun Beinvaxin tré eða krikkjur vom notuð i hné til að styrkja grindina. Skutur og síðubönd voru gerð úrbognum trjám. Fumbolir voru klofnir ígeisla, æðarnar i trjánum vom allar látnar liggja eins til að auka styrk og seigju borðstokksins. Víkingaskipið Islendingur Islendingur er nákvæm eftirgerð Gauksstaðaskipsins sem fannst í víkingagröf i Noregi 1882. Skipið er frá þvi um 870 eða um það leyti sem (sland var numið. Á Gauksstaðaskipinu vont 32 árar, það var bæði hraðskreitt og stöðugt. I áhöfninni voru 70 menn sem reru til skiptis. Siglubönd• Rástoð/hækja Stærð Lengd 22,5 m Breidd 5,3 m Djúprista 1,7 m Hliðar- stýri Kjölurinn var úr kjamviði eikar. Heimild: Cultural atlas of the Viking world, Scientific American Siglu- stallur íáhötn islendings eru niu menn. Skipið er knúiö með vél í stað ára. Meöalhraði þess er 11 km/klst. Landvinningar: Hrafnar um borö vegna hjátrúar Vikingaskipið íslendingur lagði formlega úr höfn frá Búðardal við hátíðlega athöfn laugadaginn 24. júní. Siglingin er hluti af dagskrá Landafundanefndar til að minnast afreka Leifs Eiríkssonar fyrir 1000 árum. Sigling íslendings til Vín- lands hófst 17. júní frá Reykjavík og lýkur í New York í október eftir við- komu á 20 stöðum í Grænlandi, Kanada og Bandaríkjunum. Skipið er að mestu óyfirbyggt en til að tryggja öryggi skipverjanna á leið- inni er fylgdarskipið Hrísey EA með í for. Skipstjórinn var í för með Gaiu Hugmyndin að siglingu íslend- ings er komin frá Gunnari Marel Eggertssyni en hann bæði smíðaði víkingaskipið og er skipstjóri þess. Gunnar var á sínum tíma í áhöfn víkingaskipsins Gaiu sem sigldi frá Noregi til Washington og aftur í ferðinni frá Washington til Rio de Janeiro. Frestaði brottför vegna haf- íss Að sögn Gunnars hefur ferðin gengið vel fram að þessu og hann blæs á allar sögur um að ferðin hafa tafist vegna hafíss. „Það er engin töf hjá okkur. Þetta er nákvæmlega eins og ég reiknaöi með að gæti orðið, ég gaf okkur mjög langan tíma milli íslands og Grænlands vegna hafíss sem getur verið mikill á þessum tíma. Þetta reyndist líka vera gáfulegt hjá mér þar sem þaö er óvenjulega mikið af ís við Græn- land núna. Við eigum ekki að vera komn- ir til Brattahlíð- ar fyrr en 15. júlí og við græjum okkur leikandi þangað á tíu dögum. Við ætlum að bíða eins lengi og við getum því ísinn er alltaf að minnka og það kemur sér vel fyrir okkur." Einn í áhöfninní hefur mikla óbeit á tölunni 9 „Mér er mjög illa við að leggja af stað fyrri part vikunnar, það er bara einhvem veginn betra að leggja í hann seinni partinn og helst á laugardögum. Hrafnamir voru einnig teknir um borð vegna hjátrúar, einn úr áhöfn- inni hefur mikla óbeit á tölunni 9. Við em niu í áhöfn og honum fannst út í hött aö leggja af stað með níu um borð. Við tókum því með okkur tvo hrafna þannig að við yrð- um ellefu.“ -Klp Gunnar Marel Egg- ertsson skipstjóri. Viö erum best í því sem viö erum aö gera - aö bæta kynlífiö. án.-fös.10-18 . , laug.10-16 fOJ Fakoloni 9 • S. SS3 1300 4 Allt um EvronukeniHtlna í knattspyrmi a Víslls. Pu tinnui upplysinaaf um riölana. liðin og leikmenn Þess: tiverlii skoiamoikin. hverili fa sptöláin og svo mfflft maigl fleira. im visir.is E

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.