Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2000, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2000, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 DV 7 Fréttir Umsjóil ■_______________ Garöar Örn Utfarsson netfang: sandkorn@ff.is Sandkorn Mogginn býður best Eitthvað virð- ist Kristnihátíð- arbókhaldið veQ- ast fyrir mönn- um. Enginn ; virðist vita hver kostnaðurinn við hátíðina á Þingvöllum var í raun. Júlíus Hafstein, fram- kvæmdastjóri Kristnihátíðarnefnd- ar, hefur gefið upp töluna 260 til 270 milljónir króna. Aðrir hafa vilj- að taka tillit til ýmissa útgjalda Vegagerðarinnar vegna hátíðarinn- ar. DV giskaði þannig á eftir helg- ina að kostnaðurinn væri 500 millj- ónir, RÚV sagði 630 milljónir, Dag- ur sagði fyrir tveimur mánuðum að kostnaðurinn væri 760 milljónir króna og bætti þá m.a. við kostnaði vegna „smáhátíða" víða um land. Mogginn bauð hins vegar best þeg- ar hann hélt því fram í síðustu viku að Þingvalladæmið kostaði tæpar 900 milljónir króna... Tvítaldir hátíðargestir Og fyrst verið er að tala um Kristnihátíð og tölur. Enginn virð- ist vita hversu margir sóttu há- tíðina. Lögreglan taldi ekki inn á svæðið en fylgdist með bílaumferð og áætlaði að 12 til 15 þúsund manns hefðu sótt há- tíðina fyrri daginn en 14 til 17 þús- und manns seinni daginn. Aðstand- endur hátíðarinnar voru fljótir að leggja tölur saman og fá út að 30 þúsund manns hefðu komið á há- tíðina. Aðrir henda hins vegar á að um samhangandi hátíð var að ræða og því hafi margir sótt svæð- ið báða dagana, til dæmis þeir sem voru á tjaldstæðum þjóðgarðsins. Þeir segja enn fremur að starfs- menn og listamenn hafl skipt þús- undum og vilja meina að þegar öllu kurl séu til grafar komin hafi alls ekki fleiri en á bilinu 15 til 20 þúsund einstaklingar sótt hátíðina heim sem gestir... Villuráfandi sauðir Eins og kunnugt er gengu all- flestir prest- ar landsins um grundir á Kristnihá- tíð og buðu gestum j sakramenti eftir hátíð- armessuna. Reyndar munu prest- amir hafa verið á stöðugu flakki alla helgina að sýna sig og sjá aðra eins og gengur. Makar voru oft í fylgd með prestunum sem í sífellu þurftu að heilsa upp á lýðinn. Gleymdist þá oft að gera viðkom- andi maka viðvart og var þá ein- boðið að makinn héldi grunlaus áfram fór einn síns liðs og hyrfi sporlaust inn i mannþröngina. Haft var á orði að vantað hefði sérstakt tjald fyrir prestsmaddömur í óskil- um... Ekkert Paul og John hér Sérstaka eftir- tekt vakti vitnis- burður tónlistar- mannsins Jóns Ólafssonar í DV um samskiptin í fyrrakvöld við Paul McCartney inn á Café Óperu. , Bítillinn fékk það upplýst að Jón léki á píanó og bað Paul þá Jón um að leika á flygil sem er inni á staðn- um. Jón neitaði og bar fyrir sig hversu dýr hann væri. Jón hefur væntanlega líka viljaö forðast þá áhættu að Paul McCartney kynni að standa upp og taka með honum lagið. Ekki gæti Jón verið þekktur fyrir að hafa tekið númer með bassleikara Bitlanna... Mat á tjóni eftir jarðskjálftana í fullum gangi: Starfsfólk kallað úr fríi - um 250 tjón af 1130 metin að fullu „Starfsfólkið hefur verið ein- staklega lipurt við þetta og margir hafa hnikað til sumarfríi sínu til þess að hægt sé að klára þetta,“ segir Eggert Á. Sverrisson, fram- kvæmdastjóri einstaklingstrygg- ingar VÍS, um tjónmat eftir Suður- landsskjálftana 17. og 22. júní síð- astliðinn. Að sögn Eggerts er tjóninu skipt í tvennt eftir umfangi. „Annars vegar eru minni háttar skemmdir á lausamunum í hillum og myndum og hins vegar eru það meiri háttar tjón þegar stórir hlut- ir færast úr stað, sjónvörp falla niður og skápar skemmast,“ segir hann. Mat á hverju tjóni tekur langan tíma en nú hafa verið fullmetin um 250 tjón af 1130 og segir Eggert matið ganga vel. „Fólkið hefur verið mjög skiln- ingsrikt á að svona hlutir taka tíma. Svo gerist það stundum þeg- ar fólk er að fara í gegnum eigur sínar með starfsfólki okkar að það rekst á hluti sem eru tengdir minn- ingum og það léttir á tilflnningum sínum,“ segir hann. Geir Zoega, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar íslands, segir að búast megi við heildarsýn á tjónið í byrjun næsta mánaðar. Áðspurður segir hann jarð- skjálftahrinuna ekki hafa áhrif á iðgjöld. „Iðgjöldin hafa verið 0,25 pró- mill af brunabótamati frá upphafl og það er lögbundið, eftir því sem ég best veit. Landið er eitt hættu- svæði og það borga allir það sama, hversu mikil sem hættan á nátt- úruhamforum er,“ segir Geir. -jtr Grand Cherokee Limited, árg. 2000, 4,7 vél, quadro drive, sóllúga, ekinn 17 þús. km, 10xcd magasín. Verð 4.450 þús. BILAR Chevrolet pick-up S-10 4x4, árg. '95-Verð 980 þús. Toyota HiLux V-6 e. cab '91. Verð 980.000. Dodge Caravan, árg. '98, 3,3 vél, 5 d., ekinn 39 þús. km, centrallæsingar, rafdr. rúðurog speglar. Air con, control, cruise. Verð 2.100 þús. Ræsir hf., Skúlagötu 59, veröur þjónustuaðili með varahluti og viðgerðarþjónustu. Mazda station 4x4, árg. '93. Verð 450 þús. Chevrolet Silverado SLT 4x4, árg. '98, turbo 5,5 dísil, ekinn 86 þús. km. Verð 2.900 þús. Toyota touring 4x4, árg. '92. Verð 550 þús. Laramy SLT PlusDodge Ram Quad Cab 2500, árg. 2000, 4x4, dísil, leðurklæddur, CD. Nýr bíll. Verð kr. 3.950.000. VW Passat '99, basicline, álfelgur, spoiler. Verð 1.550.000. Bílaverkstæði Friðfinns Halldórssonar, Funahöfða, s. 587-1480, hefur sérhæft sig í þjónustu á þessum bifreiðum Egill Vilhjálmsson, Smiðjuvegi 1 , sími 564 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.